Tíminn - 14.09.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.09.1982, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 fþróttir Enska knattspyrnan: Mikid af mörkum Watford f efsta sætið eftir 3-0 sigur á WBA. Liverpool og Luton gerðu jafntefli 3-3 Celtic efstir ■ Helstu úrslit í Skotlandi um helgina urðu þau, að Celtic sigraði St. Mirren og eru nú einir í efsta sæti úrvalsdeildarinnar. Le\ Richardsson skoraði fyrst fyrir St. Mirren, en Charlie Nicholas skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum. Celtic leika gegn holl- ensku meisturunum Ajax í Evrópu- keppni meistaraliða á miðvikudag. Dundee United og Rangers gerðu markalaust jafntefli. Aberdeen sigruðu Morton 4-1 og skoruðu Gordon Strachan, Eric Black, Peter Weir og John Hewitt, en John McNeUI skoraði fyrir Morton. Lið Jóhannesar Eðvaldssonar MortherweU undir stjórn Jock WaU- ace töpuðu fyrir Dundee 1-3. Eftir tvær umferðir í Skotlandi hefur Celtic tekið forystu, hefur Ijögur stig, en Dundee United hefur þrjú stig, en önnur félög minna. ■ Norman Whiteside, 17 ára íri hefur skorað fjögur mörk fyrir Manchester United. Hann er til hægri á þessari mynd. Coventry. Síðara mark leiksins skoraði svo Tony Woodcock, þannig að báðar nýju stjörnurnar hjá Arsenal voru í sviðsljósinu á laugardag. Norman Whiteside, Norður-frinn ungi hjá Manchester United skoraði tvö mörk fyrir félag sitt gegn Ipswich á laugardag og hefur hann því skorað fjögur mörk í fyrstu fimm leikjum deildarkeppninnar. Steve Coppel skor- aði eitt mark fyrir United og Paul Mariner gerði eina mark Ipswich. í Norwich léku heimamenn gegn Southampton og urðu leikmenn Nor- wich fyrri til að skora og var það John Deehan sem sá um að skora úr vítaspyrnu. Einn skæðasti sóknarmaður liðsins Keith Bertschin hafði þá verið borinn af velli, er hann fékk skurð á höfuðið. Það var svo David Armstrong sem jafnaði fyrir Southampton. Notts County sigraði Everton er þeir skoruðu eina mark leiksins. Það var Rachid Harkouk sem skoraði úr víta- spyrnu sem hann fískaði sjálfur. Þrátt fyrir ósigurinn þóttu leikmenn Everton leika vel, en þeim tókst ekki að forða ósigri. Swansea fékk að finna fyrir því í Stoke er þeir töpuðu fyrir frísku liði heima- manna með fjórum mörkum gegn einu. Eina mark gestanna varð fyrsta mark leiksins og var Bob Latchford^gamla kempan þar á ferð. En Adam var ekki lengi í Paradís og fyrir hálfleik voru Stoke komnir yfir Fyrst skoraði Dave Watson, síðan Mickey Thomas,welski landsliðsmaður- inn og þannig var staðan í hálfleik 2:1. í síðari hálfleik skoraði Dai Davis sjálfsmark og loks skoraði Paul Maguire úr vítaspyrnu. Þeir virðast ekkert hika við að dæma vítaspyrnur ensku dómar- arnir þessa dagana. Manchester City heimsóttu Totten- ham á White Hart Lane og fóru heim aftur með þrjú stig í farangrinum. í markinu hjá Manchester City var Alex Williams í stað Joe Corrigan sem meiddist á síðasta laugardag. Þótti Williams verja mjög vel. Það var Graham Baker sem skoraði bæði mörk Manchester City, en fyrrverandi Crystal Palaceleikmaðurinn Gary Mabbut skor- aði fyrir Spurs undir lok leiksins. Stórsigur West Ham. í London léku einnig West Ham og Birmingham og unnu heimamenn þar stórsigur. Þeir skoruðu fimm mörk, en gestunum tókst ekki að svara. Leikmenn West Ham skiptu þessum fimm mörkum jafnt á milli sín. Það voru Hollend- ingurinn Van der Elst, Paul Goddard, Alvin Martin, Ray Stewart og Sandy Clark sem sáu um að skora. Stewart skoraði sitt mark úr vítaspyrnu. Alan Devonshire þótti leika hreint frábærlega á miðjunni hjá West Ham og leikmenn Birmingham höfðu alls ekki í fullu tré - við hann. Leiknum sem var á getraunaseðlinum á laugardag úr 2. deild, lauk með sigri QPR, en þeir skoruðu eina mark leiksins á útivelli gegn Oldham Athletic. Leicester vann stórsigur á Carlisle 6-0 og þar skoruðu tveir leikmenn þrennu eða „hat trick“ Steve Lynex og Gary Lineker. Úrslit í öðrum leikjum í 2. deild urðu sem hér segir: Burnley-Rotherham...............1:2 Cambridge-Charlton .............3:2 Crystal Palace-Blackburn .......2:0 Derby-Middlesbrough ............1:1 Fulham-Bolton...................4:0 Grimsby-Shrewsbury .............2:0 Leicester-Carlisle..............6:0 Newcastle-Chelsea...............1:1 Oldham-QPR......................0:1 Sheff.Wed.-Leeds ...............2:3 Wolves-Barnsley.................2:0 Úlfarnir tróna nú í efsta sæti annarar deildar og svo virðist sem þeir hyggist endurheimta stöðu sína í þeirri fyrstu, enda lét nýi stjórnarformaðurinn þeirra ■ Jóhannes Eðvaldsson og félagar töpuðu um helgina. Hér er hann í leik með Celtic gegn Val. ■ Luton Town þurfti að nota hvorki meira né minna en þrjá markmenn í viðurejgninni gegn meisturum Liverpool á laugardag. A 40. mínútu leiksins meiddist Findlay markvörður og stöðu hans tók Kirk Stephens. En hann hóf ekki leikinn í síðari hálfleik. Þá fór írski varnarleikmaðurinn Mal Donaghy í markið og lék til leiksloka. En þrátt fyrir þessi markvarðavandræði Luton náðu þeir jafntefli gegn Liverpool á Anfield. Fyrsta mark leiksins skoraði Brian Stein, en Graeme Souness jafnaði skömmu síðar. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks skoraði svo Ian Rush annað mark Liverpool og þannig var staðan í hálfleik. Luton jafnaði svo með marki David Moss á 52. mínútu og 10 mínútum síðar kom Brian Stein gestunum yfir í annað sinn í leiknum. En síðasta orðið átti svo Craig Johnstone, er hann skoraði fyrir Liverpool. Hann og Brian Stein eiga það sameiginlegt að vera ættaðir frá Suður-Afríku. Fjörugur leikur á Anfield og sex mörk og það var einkenni á leikjum 1. deildarinnar, að mikið var skorað af mörkum, alls 41. Watford í efsta sæti. Watford, liðið hans Elton John heldur sínu striki og með góðum sigri á WBA komu þeir sér fyrir í efsta sæti deildarinnar, með betri markatölu en Manchester liðin tvö. Öll hafa þessi lið 12 stig. Luther Blisser skoraði tvö mörk fyrir Watford og Les Taylor skoraði eitt mark. Félagið hefur náð frábærum árangri, hefur komist á fimm árum úr neðri hluta fjórðu deildar í 1. sætið í 1. deild. Lið Aston Villa sem ætlaði að ganga illa að komast í gang virðist ganga á ■ Ross Jenkins hefur leikið með Watford í öllum deildunum fjórum í Englandi og nú trónir félag hans í efsta sæti í 1. deild. öllum þessa dagana. Þeir unnu sinn fyrsta leik í vikunni og á laugardag unnu þeir stóran sigur á Nottingham Forest. Peter Withe skoraði tvö mörk, en Dennis Mortimer og Gordon Cowans skoruðu eitt mark hvor. Cowans úr vítaspyrnu. John Robertsson skoraði eina mark Forest úr vítaspyrnu og Ian Bowyer fyrirliða Nottingham Forest var vfsað af leikvelli í síðari hálfleik. Brighton, sem var tveimur mörkum undir í hálfleik tók sig heldur betur á í síðari hálfleiknum og sigruðu með þremur mörkum gegn tveimur gegn Sunderland. Stan Cummins og Ally McCoist skoruðu fyrstu tvö mörkin fyrir Sunderland, en Gordon Smith, Gerry Ryan og Tony Grealish skoruðu hver sitt markið, en þau komu öll á 22 mínútna kafla í byrjun hálfleiksins. Stjörnurnar skoruðu fyrir Arsenal. Lee Chapman skoraði á laugardag sitt fyrsta mark fyrir Arsenal í leik gegn ■ Brian Stein, leikmaður í liði Luton Town gerði .það gott í leik gegn Liverpool á laugardag, en þá skoraði hann tvö mörk gegn Englandsmeisturunum í 3-3 jafnteflisleik. ■ Mickey Thomas skoraði fyrir Stoke City gegn Everton. Þessi enski landsliðsmaður, sem lék áður með Brighton er hér á fullri ferð í leik gegn Nottingham For. Derek Dougan þá fyrirætlun félagsins í Ijós. Southampton .... 5 1 1 3 3 12 4 Ipswich..........5032 5 3 3 Birmingham.......5014 2 17 1 Staðan 1. DEILD: Watford.......... 5 401 1 312 Man. Utd.........540112 5 12 Man. City .......5401 6 312 Liverpool........5320 1 6 11 W.B.A............5302 11 6 9 Stoke ........... 5 3 0 2 10 7'9 Notts Co......... 5 2 2 1 6 6 8 West Ham.........5212 9 4 7 Tottenham........521212 8 7 Swansea .........5212 8 7 7 Sunderland.......5212 7 6 7 Coventry.........5212 4 5 7 Brighton.........5212 412 7 Everton..........5203 9 6 6 Nott. For........5203 10 12 6 Aston Villa .....5203 9 11 6 Norwich ............5122 3 9 5 Luton............5 1 2 2 11 14 5 Arsenal..........5113 4 6 4 2. DEILD: Wolves...............5320 9 1 11 Grimsby ..........4 3 1 0 11 3 10 Q.P.R............. 5 3 1 1 3 4 10 Sheff. Wed...........4301 11 5 9 Fulham............4220 7 2 8 Cryst. Pal........4220 7 4 8 Leeds.............4220 5 3 8 Newcastle ...........5221 6 6 8 Leicester............5212 11 5 7 Burnlcy..............4211 9 4 7 Chelsea..............5131 3 3 6 Rotherham.........5131 7 8 6 Oldham............4121 3 3 5 Cambridge.........5113 6 9 4 Bolton...............4112 4 8 4 Derby................4112 3 8 4 Bamsley .............4031 3 5 3 Carlisle.......... 4 1 0 3 6 13 3 Blackburn ........5104 512 3 Charlton..........4103 412 3 Middlesbro........4022 4 9 2 Shrewsbury .......4004 1 6 0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.