Tíminn - 14.09.1982, Side 8

Tíminn - 14.09.1982, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvæmdastjóri: Glsll Slgur&sson. Auglýsingastjórl: Stelngrfmur Gfslason. Skrlfstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrelðslustjóri: Slgur&ur Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarlnn Þórarlnsson, Elfas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Krlstlnn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tfmans: Atll ' Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghlldur Stefánsdóttir, Elrfkur St. Elrlksson, Frl&rik Indrl&ason, Hel&ur Helgadóttlr, Slgurður Holgasoa(fþróttir), Jónas Gu&mundsson, Krlstfn Lelfsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlltstelknun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson. Ljósmyndlr: Gu&Jón Elnarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarklr: Flosl Krlstjánsson, Krlstfn Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorstelnsdóttir. Ritstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Sf&umúla 15, Reykjavfk. Sfmi: 86300. Auglýsingasfml: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrlft á mánu&i: kr. 130.00. Setnlng: Tæknldelld Tfmans. Prentun: Bla&aprent hf. Áróðurinn gegn sjávar- útvegsráðherra ■ Stjórnarandstæðingar hafa að undanförnu rekið ósvífinn og ósanngjarnan áróður gegn sjávarútvegs- ráðherra, Steingrími Hermannssyni, og það svo að flestum er farið að ofbjóða. Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarritari á ísafirði, ritaði á dögunum athyglisverða grein í „ísfirðing“, málgagn Framsóknarmanna í Vestfjarða- kjördæmi, um aðförina að Steingrími og stöðuna í sjávarútvegsmálunum. Þar bendir hann réttilega á, að sennilega eru engin atvinnutæki í þessu landi þjóðhagslega arðbærari en skuttogararnir, sem eru ásamt bátaflotanum undirstaða gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar. „Nú á seinustu misserum hefur því verið haldið fram, að fiskiskipaflotinn sé orðinn alitof stór og það sé nánast glæpsamlegt athæfi þeirra, sem völdin hafa, að leyfa stækkun flotans eða eðlilega endurnýjun“, segir Magnús Reynir ennfremur. „Fyrir þessum málflutningi hefur harðast orðið Steingrímur Her- mannsson, sjávarútvegsráðherra, sem lagður hefur verið í einelti af pólitískum andstæðingum. Lengst hefur gengið í áróðrinum fyrrverandi sjávarútvegs- ráðherra og formaður Alþýðuflokksins, Kjartan Jóhannsson, sem virðist haldinn sjúklegu hatri og öfund út í Steingrím. Kjartan finnur vafalaust vanmátt sinn og fáfræði, þegar hann ber saman sinn feril sem sjávarútvegsráðherra og síðan Steingríms. Það er lítið gert úr starfi sjómannsins þegar því er haldið fram af skrifborðssérfræðingum í sjávarútvegs- málum fyrir sunnan að hægt sé að ná svo og svo miklum afla með mun minni fiskiskipastól en nú er fyrir hendi í landinu. Ekki þarf annað en lítilsháttar breytingar á eðli sjávar, hitastigi eða átumagni, til þess að mjög erfitt geti reynst að sjá frystihúsunum í landinu fyrir nægilegu hráefni. Við skulum minnast þess, sem gerðist í fyrra og öllum sjómönnum er að sjálfsögðu í fersku mini, þegar þorskurinn „hvarf“ af miðunum og fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Til þess að hægt sé að halda uppi vinnu í landi undir slíkum kringumstæðum, þegar fiskgengd er minni en ella, þá þarf fiskiskipaflota af ákveðinni stærð hvað sem Kjartan Jóhannsson og skoðanabræður hans í vitleysunni segja. En það þarf vissulega að setja fram áætlun um þróun fiskveiða og vinnslu á komandi árum. Eitt af því sem nauðsynlegt er að vinna að hið fyrsta er að gera sér grein fyrir, hvaða landshlutar eða byggðarlög eigi að nýta fiskimiðin og hver eigi að snúa sér að öðrum verkefnum. Slíka áætlun þarf að gera fljótlega með hliðsjón af nálægð byggðarlaganna við fiskimiðin og öðrum arðsemissjónarmiðum“ Og í lok greinar sinnar sagði Magnús Reynir: „Sjávarútvegurinn er undirstaða lífs í þessu landi og verður um ókomin ár. Fullkomin fiskiskip, sem svara kröfum tímans, og nútímalegar fisþvinnslustöðv- ar eru nauðsynlegar til þess að íslendingar nái hámarksarði út úr þessari atvinnugrein. Aðrar atvinnugreinar, sem lifa að miklu leyti á sjávarútveg- .. inum, mega ekki gera meiri kröfur en sjávarútvegur- inn þolir. Hér er m.a. átt við menntakerfið, heilbrigðiskerfið og ýmsar aðrar þjónustustofnanir landsmanna. Það er ljóst, að uppfræða þarf stóra hópa landsmanna um mikilvægi sjávarútvegsins til þess m.a. að þeir verði sér ekki til skammar í niðurrifsumræðu þeirri, sem Kjartan Jóhannsson og Alþýðuflokkurinn standa fyrir gegn Steingrími Hermannssyni." -ESJ á vettvangi dagsins ; Vandi út- gerðarinnar og formaður LÍU eftir Níels Á. Ársælsson, á Tálknafirði ■ Það er eins og í öllum stigum þjóðfélagsins að það er ekki hægt að rekja orsökina fyrir vandanum eingöngu til eins aðila, frekar en annars, og þar á ég við í þesáu sambandi vanda útgerðarinnar. Þessu virðist nú samt formaður LÍÚ Kristján Ragnarsson algerlega hafa gleymt þegar hann sakar stjórnvöld landsins um lélega stjórnun efnahags og fiskveiðimála síðan núverandi ríkis- stjórn tók við völdum. En formaður LÍÚ og hans kumpánar í trúnaðarmannaráði LÍÚ virðast ekki vilja skilja það að íslenski útflutnings- iðnaðurinn hefur sjaldan eða aldrei haft jafn slæma samkeppnisaðstöðu á erlendum mörkuðum og nú, og þar ber helst að nefna nærtækustu dæmin undirboð Kanadamanna og Norðmanna á Bandaríkjamarkaði og eins á skreiðarmörkuðum. Stæsti liðurinn í rekstri skipaflotans er án efa hið gífurlega háa olíuverð sem við búum við og er aðal orsökin fyrir því, eins og allir heilbrigðir menn vita/ hinar miklu hækkanir á olíu á heimsmörkuðum. Ofan á þetta bætist svo stöðvun loðnuflotans með þeim afleiðingum að flest öll loðnuskipin fóru að stunda þorskveiðar á þessu ári. Sennilega hefur stormurinn aldrei verið meiri kringum Landssamband ísl. útvegsmanna en nú, og það beint í kjölfarið á 16% fiskverðshækkun nú á dögum. En hversvegna einmitt nú? Það læðist óneitanlega að manni sá grunur að nýboðaðar aðgerðir trúnaðar- mannaráðs LÍÚ um að stöðva allan flota landsmanna í september, sé pólitísk geðþóttaákvörðun- og tilraun Kristjáns Ragnarssonar formanns LÍÚ til að hylma og d eyfa sín hrapallegu mistök þegar 16% fiskverð var ákveðið nú á dögunum. En einsog allir vita þá var útvegs- mönnum boðin 20% fiskverðshækkun en formaður LIÚ afþakkaði boðið en fékk í staðinn 16% hækkun einsog á undan er getið. Til að bæta gráu ofan á svart þá lýsir Kristján Ragnarsson því yfir í öllum fjölmiðlum landsins beint upp í opið geðið á þjóðinni að þessi 4% sem hann glopraði niður f.h. útgerðarmanna hefðu ekkert haft að segja þó svo að 20% fiskverð hefði verið ákveðið. Það hljóta allir skynsamir og siðvandir menn að sjá að 4% hærra fiskverð á ársgrundvelli séð hefur mikið að segja og getur skipt stórum sköpum fyrir margan útgerðarmanninn sem berst í bökkum. En í stað þess að skammast sín og viðurkenna sín mistök þá kallar formaðurinn saman sitt útvalda trúnað- armannaráð sem er skipað að mestu litlum hagsmunaaðilum innan sjávar- útvegsins og krefst þess að flotinn verði stöðvaður. Til að þóknast sínum háa herra þá samþykkir trúnaðarmannaráðið stöðvun flotans um miðjan sept. ef stjórnvöld hafa ekki gert viðeigandi ráðstafanir til að bjarga mannorði formanns LÍÚ og vanda útgerðarinnar að hluta. Og það að fara að stöðva flotann er til þess að kalla óskapar böl yfir flota landsmanna og þjóðarbúið í heild. Ég og margir aðrir erum á þeirri skoðun að aðgerðir eins og þessar hafi ekkert nema illt að segja fyrir alla. I stað þess að vera með galgopaskap, heitingar og aðgerðir af þessu tagi ættu útgerðarmenn að taka upp betri samvinnu við stjórnvöld í landinu og nágrannaþjóðir okkar í fiskveiðimálum þjóðarinnar en ekki að vera í sífellu að kasta vandanum yfir á stjórnvöld ein. sérlega ef þau eru ekki á sömu pólitískum spuna og forusta LÍÚ. Hvað fer svo Kristján Ragnarsson fram á að verði gert til að rétta vanda útgerðarinnar við? Svarið við því er ósköp einfalt. Það er ekkert sem hann leggur til nema hærra fiskverð og lægra olíuverð Hærra fiskverð er eins og við vitum til að auka vanda fiskvinnslunnar og lægra olíuverð er ekki hægt að ná nema á svo löngum tíma og skilst mér að verið sé að vinna að því markvisst hjá stjórn- völdum. Ríkin í ríkinu Mig langar að drepa á ýmis atriði varðandi endurnýjun skipastólsins og vanda útgerðarmanna við að fá viðunandi fyrirgreiðslu til þeirra hluta. Eins og öllum er kunnugt um er skipastóll landsmanna orðin allt of gamall og þarfnast skjótrar endurnýjun- ar, og þá mundu flestir ætla að sjálfsagt væri að menn fengju að endurnýja skipin sín á eðlilegan og hagkvæman hátt. En því er nú ekki að heilsa, og er aðal orsökin fyrir því af mannavöldum komin, það er að segja talsmaður útgerðarmanna Kristján Ragnarsson er persónulega á móti því ásamt nokkrum meiriháttar útgerðarmönnum sem eru dyggir stuðningsmenn formannsins og þurfa ekki á endurnýjun sinna skipa að halda. En hverjir eru það sem eru í sífellu á grátbæn hjá ráðuneytunum ogFiskveiða- sjóði ísl. um að fá að endumýja skipin sín sem eru orðin svo og svo gömul og stór hættuleg til sjóferða og dýr í rekstri? Eru það ekki aðiljar innan LÍÚ? Jú einmitt, ráðuneytin þora beinlínis ekki að veita mönnum leyfi fyrir endurnýjun vegna þess að forysta LÍÚ hefur svo mikið á móti því að menn rói á viðunandi fleytum. Er ekki Landssambandið farið að vinna gegn sínum hagsmunaaðiljum með sinni stefnu sem er engin nema sú að vilja ekki fleiri skip. En í hvert skipti sem vill svo vel til að stjórnvöld gera undantekningu á stefnu Hvað er að manninum? Eftir Þráinn Valdimarsson, framkvæmdastjóra ■ Að undanförnu hefur enginn mátt minnast á húsnæðismál svo Ólafur Jónsson núverandi formaður Húsnæðis- málastjórnar finndi sig ekki knúinn til að geysast fram á ritvöllinn og þá oft í hinum mesta pólitíska ham. Skítkast Ólafs í garð Framsóknar- manna í grein er hann ritar í Þjóðviljann í gær er að vísu tæpast svara verð, en hann hlýtur að fá svör í samræmi við málflutning sinn. Ólafur byrjar grein sína á því að vitna til ummæla sem hann segir „að höfð séu eftir“ Hannesi Pálssyni sem lengi átti sæti í Húsnæðismálastjórn. Það er e.t.v. táknrænt um nákvæmnina að hann segir Hannes vera Jónsson. Sennilega hefði Ólafi verið hollara að hugsa nánar um innihald greinarinnar áður en hann fór að skrifa hana. Þá hefði honum hugkvæmst að besti kosturinn væri að láta hana detta ofan í ruslakörfuna. Það sem mest fer fyrir brjóstið á Ólafi er málefnaleg grein Guðmundar G. Þórarinssonar alþingismanns sem hann skrifaði nýlega í Tímann um vandamál húsbyggjenda. Ólafur segir að G.G.Þ. birti þær tillögur og hugmyndir sem séu til umræðu í starfshópi sem nú vinnur að tillögugerð í húsnæðismálum á vegum Félagsmálaráðuneytisins og séu hinar athyglisverðustu. Sannleikurinn er sá að G.G.Þ. ræðir eingöngu um hugmyndir sem fram hafa komið í húsnæðisnefnd sem lengi hefur starfað á vegum Framsóknarflokksins. Það er ekki nema gott um það að segja að Ólafur telur þær hinar athyglisverð- ustu. Ekki er óeðlilegt að þessar hugmyndir hafi verið kynntar þeim starfshópi sem Ólafur minnist á, enda ekkert leyniplagg. En ég get fullvissað Ólaf um það að hann má lengi bíða eftir því að Framsóknarmenn biðji hann afsökunar á, að þeir ræði um sínar eigin tillögur á opinberum vettvangi. I grein G.G. Þ. er ekki minnst einu orði á hugmyndir Ólafs Jónssonar. Ekki trúi ég að Ólafur sakni þess. Ég held að hann hefði átt að spara sér pólitísk fúkyrði í þetta sinn. I grein G.G.Þ. kemurfram að minnka þurfi það mikla bil sem nú er á milli lána sem veitt eru til verkamannabústaða og almennu lánanna. Þannig að lán til þeirra einstaklinga sem eru að byggja eða kaupa sína fyrstu íbúð á hinum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.