Tíminn - 14.09.1982, Qupperneq 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982
c
Auglýsing
Landsvirkjun mun næsta vetur auglýsa útboö í þriðja áfanga
Kvíslaveitna sem Ijúka á 1983. Verkiö er fólgið í hreinsun
stíflugrunna, ídælingu og stíflufyllingum.
Ákveðið hefur verið að kynna væntanlegum bjóðendum verkið,
og verður í því tilefni efnt til skoðunarferðar inn að Kvíslaveitum
fimmtudaginn 16. september 1982. Lagt verður af stað frá
skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, Reykjavík, kl. 08:00.
Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Landsvirkjunar í síðasta lagi kl.
16:00 þriðjudaginn 14. 09. 1982.
LÉTTAR HANDHÆGAR
STEYPUHRÆRIVÉLAR
Verð aðeins kr. 4.930.-
Skeljungsbúðin <
SíÖumúla33
simar81722 og 38125
^Bauknecht
Frystiskápar
og kistur
Fljót og örugg frysting.
örugg og ódýr í rekstri.
Sérstakt hraðfrystihólf.
Einangrað að innan með áli.
Eru með inniljósi og læsingu.
3 öryggisljós sem sýna
ástand tækisins.
Greiðsluskilmálar eða
staðgreiðsluafsláttur.
Utsölustaóir DOMUS
og kaupfélögin um land allt
tekinn tali
Vandamál útgerðarinnar:
,BÆTT VÖRUGÆÐI
GÆIU BÆIT SIÖDU
ÚTGERÐAR UM 5%’
— segir Árni Benediktsson,
formaður stjórnar
Sambandsfrystihúsanna
■ Mikið hefur verið rætt og ritað um
slæma stöðu útgerðarinnar að undan-
förnu. Útgerðin hefur verið rekin
með halla undanfarin ár og sam-
kvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofn-
unar nemur hallinn nú að meðaltali
um 16% af tekjum. (Halli á stóru
togurunum um 19%, um 16% hjá
bátunum og um 13% hjá minni
togurunum). Er nú svo komið að
Landssamband íslenskra útvegs-
manna hefur stöðvað íslenska flski-
skipaflotann í því skyni að knýja á um
að stjórnvöld bæti rekstrarstöðu út-
gerðarínnar. Unnið hefur veríð að
athugun á þessu máli í Sjávarútvegs-
ráðuneytinu, í samráði við Þjóðhags-
stofnun, hagfræðinga ríkisbankanna
og Fiskveiðasjóð, alla síðustu viku og
verða tillögur ráðuneytisins lagðar
fyrír ríkisstjórnarfund á fimmtudag. 1
þessum tillögum mun meðal annars
felast að olíukostnaður útgerðarinnar
verður lækkaður um 20%, sem vega
mun upp á móti 5% af halla
útgerðarínnar og að fjármagnskostn-
aður verður lækkaður, m.a. með því
að skuldum útgerðarinnar verður
breytt í föst lán. Ýmis fleiri atriði
munu felast í tillögunum, en vafasamt
er hvort það mun reynast nóg, því að
LÍÚ hefur sama sem hafnað lækkun
oh'ukostnaðaríns og fjármagns-
kostnaðarins.
En af hverju stafar rekstrarvandi
útgerðarínnar? Um það hefur veríð
minna fjallað og því ekki úr vegi að
líta aðeins nánar á það mál, ekki síst
nú eftir að togaramir eru farnir að
stöðvast hver á fætur öðram í
íslenskum höfnum. Við ræddum við
Áraa Benediktsson, formann stjóra-
ar Sambandsfrystihúsanna en mörg
þeirra reka einnig útgerð, en Árai er
jafnframt framkvæmdastjórí Fram-
leiðni sf. Ámi er gjörkunnugur
málefnum útgerðarinnar og við báð-
um hann um að segja okkur af hverju
vandi útgerðarinnar stafaði.
- Ef við eigum að fjalla um vandamál
sjávarútvegsins í dag, verðum við að
fara nokkuð langt aftur í tímann. Eins
og allir vita hafa orðið miklar framfarir
hér á landi sem annars staðar á þessari
öld og ég hygg að segja megi að það sé
aldarfjórðungur síðan að margir menn í
sjávarútvegi töldu að grundvallarbreyt-
ing væri nauðsynleg í þeirri grein. Vinna
viðfiskvar mjög stopul. Við suð-vestur
ströndina þurfti fólk að vinna tvo til þrjá
mánuði á ári á meðan það gat staðið
uppi. Síðan komu margir mánuðir þegar
atvinna var mjög takmörkuð og stund-
um engin. Fólk úr útgerðarbæjunum
leitaði þá til annarra staða þar sem
kannski var um tímbabundna atvinnu að
ræða, við síldarsöltun, síldarbræðslu
eða eitthvað annað. Fólk á Norður-
landi og Austurlandi hópaðist síðan
til Suð-Vesturlandsins í mars og apríl.
Það var alveg ljóst að fólk myndi ekki
láta bjóða sér þessa tilhögun til
frambúðar.
Breytingar sem nálguðust
byitingu
f lok sjötta áratugsins komu upp nýjar
skipagerðir og veiðitæki, sem virtust
gefa möguleika á breytingum. Það var
þó ekki fyrr en rúmum áratug síðar, eftir
að síldin hvarf að við fórum að huga í
alvöru að rekstri veiðiskipa sem gætu
fært afla að landi tiltölulega jafnt og
stöðugt allan ársins hring, en þetta voru
skuttogararnir. Síðan skuttogaraöldin
hófst í byrjun sjöunda áratugsins urðu
hér gjörbreytingar á í sjávarútvegs-
málum. Breytingar sem nálgast algjöra
byltingu. Þessar breytingar eru að
meginatriðum jákvæðar en þeim hafa
þó fylgt fylgikvillar sem erfitt hefur verið
að fást við og farið hafa vaxandi.
Breytingar til góðs
Þær breytingar sem ég tel að hafi orðið
til góðs eru í stærstu dráttum þessar:
Lifeyrissjóðirnir reyna að hafa áhrif
á lánaeftirspurnina:
„Viljum upplýsa hversu
dýr þessi lán eru ordin”
— segir Pétur Blöndal, forstjóri
Llffeyrissjóðs verslunarmanna
■ „í fyrsta lagi vildum við upplýsa
okkar sjóðfélaga um svör við ýmsum
spurningum sem þeir eru sífellt að inna
eftir, t.d. um verðtryggingu, vexti,
veðleyfi og lánstíma. f öðru lagi viljum
við reyna að hafa áhrif á lánaeftirspum-
ina með því að upplýsa menn betur um
hversu dýr þessi lán séu orðin“, svaraði
Pétur Blöndal, forstjóri Lífeyrissjóðs
verslunarmanna spurður um ástæðu
þeirrar auglýsingaherferðar sem Lands-
samband lífeyrissjóða og Samband
almennra lífeyrissjóða eru nú með í
blöðunum jafnframt því sem þeir hafa
gefið út sérstakan bækling um verð-
tryggð lán. En hann hafa forystumenn
fyrrnefndra sambanda kynnt á fundi
með fréttamönnum.
Þar kom fram m.a. að þrátt fyrir
verðtryggingu hefur eftirspurn eftir
lánum aukist gífurlega undanfarið ár,
sem orðið hefur til þess að biðtíminn
eftir lánunum hefur aukist og að ekki
hefur verið unnt að hækka lánsupphæðir
í takt við verðlagshækkanir.
Borgar sig ekki lengur að
skulda
Pétur var spurður hvort lífeyrissjóðs-
lán væru kannski orðin slík okurlán að
ekki borgaði sig lengur að taka slík lán?
- Engan veginn En það sem menn
þurfa að gera sér betur grein fyrir er sú
gífurlega breyting sem orðið hefur á
vöxtum og öllum lánskjörum. f 40 ár
hefur það borgað sig á íslandi að skulda,
en svo er nú ekki lengur. En
nákvæmlega eins og það tók áratugi að
kenna gamla fólkinu - sem ólst upp á
árunum fyrir stríð að hætta að spara, -
sumir hættu m.a.s. aldrei að spara, þó
það væri í rauninni mjög heimskulegt -
eins gerum við ráð fyrir að það taki
nokkur ár að kenna mönnum að hætta
að skulda. En það þarf auðvitað að
upplýsa menn um þetta.
-1 hvaða tilvikum teljið þið það borgi
sig að taka lán og í hverjum ekki?
Nú þurfa menn að borga
öll lán til baka með fullu
og meira
- Ég tel raunar að það borgi sig aldrei
fjárhagslega að taka verðtryggð lán. En
að sjálfsögðu þurfa menn að hafa þak
yftr höfuðið. Einnig vill fólk kannski
veita sér eitt og annað í dag, sem það
ætlar að borga á morgun. Það borgar sig
samt aldrei fjárhagslega, því nú þurfa
menn að borga allt til baka sem þeir hafa
t