Tíminn - 14.09.1982, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982
11
■ Árni Benediktsson.
• Rekstur minni skuttogaranna hefur
borið sig betur en önnur útgerð.
• Laun sjómanna hafa verið miklu
hærri
• Skipin eru stærri og traustari og
öryggi sjómannanna því meira.
• Skuttogararnir hafa tryggt jafna og
stöðuga vinnslu í frystihúsunum,
þannig að það árvissa atvinnuleysi
sem áður var allt í kringum landið
hefur horfið.
• Tilfærsla starfsfólks milli landshluta
er nú hverfandi miðað við það sem
áður var.
• Vinnutími hefur jafnast og styttst.
• Nýting fjármagns í fiskvinnslustöðv-
unum hefur stórbatnað.
• Vegna stöðugleika vinnuaflsins og
vaxandi þjálfunar starfsfólks hefur
nýting hráefnisins batnað.
Fyrstu ár þessarar þróunar bötnuðu
vörugæði einnig, en nú er þar aftur á
móti við ýmis vandamál að etja. En það
er af öðrum orsökum.
Flotinn stækkaði ekki
nema um 18% fyrir
norðan, austan og vestan
Neikvæðu hliðarnar við þessar breyt-
ingar eru hins vegar þær að flotinn hefur
orðið of stór og að myndast hafa innan
sjávarútvegsins hagsmunaárekstrar sem
erfitt hefur verið að ráða við.
Sú vísvitandi stefna að byggja upp
öruggt atvinnulíf hringinn í kringum
landið hefði átt að leiða til þess að
einhver samdráttur yrði við suður- og
suð-vesturströndina, eða í besta falli að
flotinn stæði í stað á þessum stöðum.
Stækkun flotans og aflaaukning hefði
komið á þá staði þar sem nauðsynlegt
hefði verð að byggja upp atvinnulífið.
Þessi varð þó ekki raunin og ég hygg að
það komi mörgum á óvart að á síðasta
áratug þá stækkaði flotinn ekki nema um
18% á Vestfjörðum, Norðurlandi og
Austfjörðum, á því svæði þar sem
gjörbreyting varð í atvinnuháttum. Á
Suður-og Suðvesturlandi, þeim lands-
svæðum sem sífellt hefur þótt á sig
hallað á þessum áratug, hefur flotinn
stækkað um 56%.
Aukin sókn - lakari
fískgæði
Stækkun flotans við suðurströndina
hefur valdið því að þau veiðisvæði sem
flotinn hefur haft til umráða hafa
þrengst. Bátaflotinn á þessum slóðum
sækir stöðugt á dýpra vatn og hrekur
togaraflotann burtu. Þetta á bæði við á
Selvogsbankanum og Jökultungunni.
Þar sem þetta eru ekki heppileg mið fýrir
báta kemur þetta fram í lakari fisk-
gæðum. Þróunin hefur orðið sú að
togararnir hafa þurft í vaxandi mæli að
fiska verðminni fisktegundir og það gerir
rekstrarstöðu þeirra verri en efni standa
til. Þetta hefur einnig haft mjög neikvæð
áhrif á rekstur frystihúsanna sem
aðallega byggja á afla togaranna.
Þorskurinn er nú ekki nema um rúmur
þriðjungur af framleiðslu frystihúsanna,
í stað þess að fyrir fáum árum var hann
allt að 2/3 hluta framleiðslunnar.
Þorskveiðiflotinn
stækkaði um 25%
Það er ekkert óeðlilegt og reyndar
óhjákvæmilegt að röskun verði þegar
jafn umfangsmiklar breytingar verða
og orðið hefur í sjávarútveginum. Ný
skip koma inn örar en eldri skip falla út,
vegna þess að þegar séð verður hvaða
árangur verður af breytingunum þá
verða allir staðir að taka þátt í þeim
þegar í stað. Þetta misvægi verður til
þess að á árinu 1981 þegar heildarflotinn
er orðinn of stór, þá vantar samt sem
áður skip á nokkra staði.
Síðan gerist það á sl. ári og kannski
enn þá fekar á þessu ári að ljóst er að
loðnustofninn er að verulegu leyti
hruninn og loðnuflotinn stendur uppi
verkefnalítill. Loðnuflotanum var beint
að þorskveiðum, hvort sem það var rétt
eða rangt og við það eitt stækkaði
þorskveiðiflotinn, sem í ýmsum greinum
var þegar orðinn of stór, um 25% og það
er höfuðvandamálið sem við eigum við
að glíma í dag. Þessi ákvörðun að leyfa
loðnuskipunum að fara yfir í þorskveið-
amar orkaði mjög tvímælis og ég held
í stöðunni núna, að þá hefði verið
auðveldara að leysa málin fyrir loðnu-
flotann á annan veg. Sú viðbót sem varð
er loðnuflotinn bættist við olli mikilli
röskun á vinnslunni, því að ekki var svo
auðvelt að koma loðnuflotanum að í
vinnslustöðvunum sem nægt hráefni
höfðu fyrir. Þetta leiddi m.a. til þess að
sumir eigendur loðnuskipanna komu sér
upp nýjum vinnslustöðvum, en þó að
það gerist þá fjölgaði því fólki sem við
fiskvinnslu starfar lítið sem ekkert.
Þannig að nýjar fiskvinnslustöðvar búa
aðeins til ný vandræði.
Vissulega voru vandamál loðnu-
flotans gífurleg, en þegar það sama
gerðist með síldina þá fundu skipin sér
önnur verkefni, svo sem loðnuveiðarnar
og veiðarnar í Norðursjónum. Ég hef
ekki mikla trú á kolmunna veiðum og að
þær leysi þennan vanda, en ég tel að það
hefði verið auðveldara að afla því
stuðnings að loðnuskipin væru ríkis-
styrkt á meðan þau biðu nýrra verkefna.
Bæta verður vörugæðin
Um sl. áramót var rekstrargrund-
völlur flotans betri en oft áður og
reyndar nálega hallalaus, ef miðað var
við sama skipafjölda og sókn sem var á
árinu áður. Sú mikla fjölgun skipa á
þorskveiðum sem varð á þessu ári ásamt
minnkandi afla, veldur þeim erfið-
leikum sem við er að fást.
Það er orðin brýn nauðsyn að menn
komi sér niður á aðferðir til þess að
draga úr sókninni og minnka flotann
vegna þess að þessi vandamál verða ekki
Ieyst með gengisfellingum einum saman.
Núna sækja ýmsar samkeppnisþjóðir
okkar á okkur í vörugæðum, en okkar
stærsta tromp hefur einmitt verið að við
höfum staðið þessum þjóðum framar
hvað vörugæðin varðar. Síðustu þrjú til
fjögur árin hafa aftur á móti verið ýmsar
blikur á lofti og ég held að við gætum
ekki fundið heppilegri lausn á hluta
rekstrarvandamála flotans en að bæta
vörugæðin. Ef netafiskur færi t.d. allur
í fyrsta gæðaflokk þá hefði það í för með
sér 10-15% hækkun á hráefnisverði frá
því sem nú er. Fyrir togaraflotann er
einnig mikið að vinna í þessu efni og ég
hygg að það mætti í heild bæta stöðu
flotans um 5% eða meira með bættum
hráefnisgæðum á stuttum tíma.
-ESE
■ Pétur Blöndal.
fengið að láni og alltaf dálítið meira, þ.e.
vexti.
- í stað þess að áður borguðu þeir ekki
nema helminginn?
- Það er einmitt regin munurinn.
Áður borguðu menn oft ekki nema
helminginn í íbúðinni sinni. Nú þurfa
þeir að borga hana að fullu og dálítið í
viðbót. Menn þurfa því að fara að breyta
um hugarfar í sambandi við lántökur.
- En borgar sig þá að spara, t.d. fyrir
bíl eða slíku?
- Að sjálfsögðu. Það borgar sig að
kaupa slíka hluti meira fyrir eigið
fjármagn, leggja inn á verðtryggðan
reikning ákveðna upphæð mánaðarlega,
og kaupa bílinn fyrir eigið fé í stað þess
að taka mjög dýr lán.
Aukinn frítími eða ferða-
lög - eða of stór hús?
- En hvað þá með húsnæði?
- Það er alveg á mörkunum að það
standi undir verðtryggðum lánum.
íbúðarhúsnæði hefur hækkað svipað og
lánskjaravísitalan, en svo koma vext-
irnir að auki. Að sjálfsögðu þurfa allir
menn húsnæði. Hins vegar þurfa þeir að
vega og meta hversu stórt þeir vilja
byggja. Hvort þeir vilja e.t.v. ekki veita
sér frekar ýmislegt annað en kannski
óþarflega stórt húsnæði, t.d. minni
vinnu, meiri ferðalög, betri bíl eða hvað
annað sem menn kjósa. Jafnvel þótt
menn eigi skuldlausar íbúðir, þá kostar
það samt sem áður verulegt fé, því ella
gætu menn lagt féð í annað, t.d.
spariskírteini, sem gefa af sér töluvert
meiri ávöxtun en íbúðarhúsnæði gerir.
- En samt vex lánseftirspurnin-jatnt
og þétt?
- Hún datt mikið niður fyrst eftir að
verðtryggingin var tekin upp, en síðan
virðast menn hafa farið af stað aftur með
lántökur. E.t.v. eiga verri lánamögu-
leikar í bönkunum þarna hlut að máli,
en einnig virðist sú gagnrýni sem fram
kom á þessi verðtryggðu lán fyrst, nú
vera að slævast. Að fólk sé aftur farið
að halda að þetta séu nákvæmlega sömu
lánskjörin og í gamla daga.
Afborganir af ellilífeyri
geta verið erfíðar
- Nú eru menn samt í stórum stíl
farnir að borga af verðtryggðum lánum
og ættu að að vita betur?
- Fyrstu afborganirnar blekkja e.t.v.
að vissu leyti, því þær eru ekki svo háar.
En menn þurfa að huga betur að
eftirstöðvunum. Sem dæmi má nefna að
kaupi menn íbúð með fullverðtryggðu
láni til 20 ára, þá eiga þeir ekki nema
hálfa íbúðina eftir 10 ár. Það er
gjörbreyting frá því sem áður var, þegar
algengast var að íbúðir yrðu svo til
skuldlausar á 5 árum.
Getur orðið lítið eftir
- Er þá kannski sérstök ástæða til að
vara fólk sem orðið er miðaldra við
verðtryggðum lánum til langs tíma?
- Við bendum sérstaklega á í
bæklingnum okkar að fólk þurfi að
athuga lánstímann mjög vel, ekki síst
þeir sem komnir eru á þann aldur að
lánstíminn nái fram á ellilífeyrisaldur-
inn. í slíkum tilvikum verða menn t.d.
að athuga hvort þeir hafi þann kraft sem
þarf til að borga af þessu og eins minnkar
vinnugeta jafnan með aldrinum, sem
þýðir minni yfirvinnu, þannig að þá eru
menn ekki eins vel í stakk búnir til að
greiða þungar afborganir á hverju ári.
í þessu dæmi öllu mega menn heldur
ekki gleyma skattheimtunni á tekjur. Sé
fólk búið að ráðstafa 2-3 mánaðarlaun-
um á ári í 25 ár til afborgunar á íbúð og
svo vill skatturinn fá sitt, þá getur farið
að verða lítið eftir til annarra þarfa.
-HEI
Nýir bílar — Notaðir bílar
Leitid
upplýsinga
ÞU KEMUR -
OG SEMUR
BÍLASALAN BUK s/f
SlÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVlK
S(MI: 86477
G/obus?
GOTT
LOFT - AUKIN
ARÐSEMI
Nú er rétti tíminn
til að panta.
Flestar gerðir
fyrirliggjandi.
LAGMCLI 5, SIMI 81555