Tíminn - 14.09.1982, Qupperneq 22
22_________
eftir helgina
K irkjugarðs-
peningar í iðnaði
■ Veður var með fegursta móti á
Suðurlandi á laugardagsmorgun, en
þegar líða tók á daginn, sigldu
ógnandi vetrarskýin inn yfir Hraunin
og inn á landið.
í gamla kirkjugarðinum voru fáir
á ferli, sem betur fer, kynni einhver
að segja, en gamlir kirkjugarðar
minna, þótt undarlegt séj meira á
lífið en dauðann, einkum þegar
gróður er enn í fullum skrúða, en
Eilífiðin hefur nú haft þarna aðstöðu
í 144 ár ásamt sorginni og blómun-
um, sem er hreint ekki svo lítill tími,
þegar á allt er litið, og við fengum
okkur sæti á steingröf sem hallaðist
eins og þar hefði einhver verið
kvikscttur. Frostið hafði lyft þessum
grunni í áranna rás.
Það er viss unaður því samfara að
ganga um gamla kirkjugarða, eftir að
sorgin er farin úr þeim. Einkum
þegar gróður stendur í fullum
skrúða. Og það gjörir hann á vissan
hátt enn í kirkjugarðinum við
Suðurgötu. Allt er svo stabílt ef frá
er talin gröf kviksetta mannsins. Ef
til vill ættu allar ríkistjórnir að halda
þarna fundi öðru hverju, og aðrir,
sem verða að byggja líf sitt á
skammtímaráðstöfunum. Því þegar
allt kemur til alls, þá er það nú
eilífðin, sem skiptir mestu máli.
Þarna haggast í rauninni ekkert.
Alveg sama þótt útgerðin sé að
stöðvast og þjóðarbúið hallist eins og
gamla lciðið, af því að Alþýðubanda-
lagið er búið að kviksetja launþega
a.m.k. framyfir veturnætur.
En við lifum á erfiðum tímum,
eins og kerlingin sagði, og það hefur
ávallt gegið illa að segja sannleikann
á íslandi.
Menn ræddu mest um vanda
útgerðarinnar um þessa helgi, en
ekki hefur enn fundist viðeigandi
lausn á því, hvernig koma eigi
rekstrartapi flotans yfir á þjóðina.
Sú einkennilega hagfræði er nefni-
lega viðhöfð hér, að þjóðin fær
náðarsamlegast að tapa á útgerð
prívatmanna, en gróða hirða þeir
hins vegar sjálfir. Þá er einnig komin
ákaflega góð reynsla á það á íslandi,
að láta ríkissjóð leysa svo til allan
peningalegan vanda, hvort heldur
það er í landbúnaði, iðnaði, eða
útgerð.
Að vísu má segja sem svo, að það
sé eitt af verkefnum ríkistjórna að
búa þannig um hnútana, að haldið sé
uppi atvinnu í landinu. En það eru
aðferðirnar, sem menn eiga svo
örðugt með að skilja.
Mikið er t.d. talað um bókhald
Álversins og lágt rafmagnsverð.
Enginn maður minnist hins vegar á
það, að ríkissjóður varð að leggja
fram 13 milljónir dollara á seinasta
ári í málmblendið á Grundartanga
vegna mistaka iðnaðarráðahcrra,
eða 190 milljónir nýjar, en það eru
19 milljarðar í þcim krónum, er
notaðar eru í eamla kirkjugarðinum.
Og í ár hafa um 9 milljarðar af
kirkjugarðspeningum farið í sama
málmblendi. Og enginn segir orð,
nema hvað iðnaðarráðuneytið hefur
nú heitið á alla Íslendinga að taka
sæti í nefnd um framtíð rafskauta í
þessu landi og heimtar að trúað sé
á Cooper og Læbrant og önnur
blóðvitni þess.
En það er fleira, sem menn hafa á
prjónunum til að tapa á í þessu landi,
þar á meðal er steinullin á Sauðár-
króki. Þar mun ríkissjóður taka að
sér að eiga 40% hlutafjár og leggja
svo franr 20% í formi góðra lána.
Felld verða niður öll aðflutnings-
gjöld af vélum til þessarar verk-
smiðju. Tollar og svoleiðis. Þetta er
gert þótt vitað sé fyrirfram að þessi
verksmiðja getur ekki keppt við
verksmiðju í Þorlákshöfn, en hvað
þarna á eftir að fara mikið af
kirkjugarðspeningum ■ framtíðinni
skal ósagt látið. En þetta er gert
meðan annar iðnaður stynur undan
ómxldum þunga og álögum frá
ríkisvaldinu. Má þar t.d. ncfna
verksmiðjur Sambandsins á Akur-
eyri, er veita fleiri hundruð manns
atvinnu og skapa gífurlegar gjald-
eyristekjur. Þær stefna nú í á-
lögugjaldþrot og greiða húsmæðra-
taxta fyrir rafmagn á sama tíma og
kirkjugarðsfé er dælt í Álafoss,
stcinull og málmblendi.
Óvinir landsins eru svo útgerðar-
menn, álverið og launþegar.
Margir telja ríkisafskipti vera af
hinu illa. Undirritaður er þó ekki í
þeim hópi. Þó er það fyrir löngu
orðið Ijóst, að hér ríkir glundroði í
iðnaði. Völd eru án ábyrgðar, og
ábyrgð er án valda. Það virðist svo
til sama hvað menn tapa miklu
kirkjugarðsfé, ef ríkið er í spilinu.
Mér er til dæmis sagt, að mikið af
aðföngum málmblendisins hafi
hreinlega verið keypt út úr jámvöru-
búð í Osló á búðarverði, sem var
helmingi hærra en á sömu hlutum á
íslandi í paradís hinna tímabundnu
vörugjalda. Að tollfrelsi á vissum
föngum málmblendisins hafi oft
verið herfilcga misnotað af Noregi.
Ekki veit ég sönnur á því, en af
hverju eru Coopcr og Læbrant ekki
látnir glugga svolítið í annað bók-
hald á fslandi? Bókhaldið í Álafossi,
Landsvirkjun, Mjólkursamsölunni,
útgerðinni og öllum mögulegum
firmum er byggja tilveru sína á því
að ríkið taki að sér að greiða tapið
með kirkjugarðspeningum þjóðar-
innar?
Á sunnudagsmorgun var byrjað að
rigna á Suðurláglendinu og komin
var slydda fyrir norðan. Vetur
nálgast, og þá mun verða dimmt og
kalt í leiðslukjöllurum.
Við spáum örðugum vetri, þótt
húsmæður greiði skilvíslega rafmagn
stóriðjunnar og iðnaðaráðuneytisins.
Jónas Guðmundssun
Jónas Guðmundsson
rithöfundur, skrifar
flokksstarf
Aðalfundur
framsóknarfélaganna í Snæfellsnes og Hnappadalssýslu verður á
Breiðabliki fimmtudaginn 16. sept. kl. 21.00. Alþingismennimir
Alexander Stefánsson og Davíð Aðalsteinsson mæta á fundinum.
Trúnaðarmenn félaganna eru hvattir til að mæta.
Stjórnin.
Fundir í Vestfjarðakjördæmi
verða sem hér segir:
Drangsnesi fimmtudaginn 16. sept. kl. 21.00
Árnesi, föstudaginn 17. sept. kl. 16.00
Birkimel, laugardaginn 18.sept. kl. 16.00
Patreksfirði sunnudaginn 19. sept. kl. 16.00
Allir velkomnir.
Félag Framsóknarkvenna
í Reykjavík
Félagsstarfið hefst að nýju með fundi mánudaginn 20. sept. kl. 20.45
að Rauðarárstíg 18.
Við munum kynna málfreyjufélagið, ræöa vetrarstarf ið og borgarmál.
Mætum vel og eflum félagið
Stjórnin
Við m innum eldri félagskonur á kaffi og rabbfund mánudaginn 4.
okt. kl. 16.00 í félagsherberginu.
UMBOÐSMENN
Akranes:
Guðmundur B|Ornsson
Jaðarsbraut 9. s 93-1771
Borgarnes:
Unnur Bergsvemsdottir
Þoroffsgotu 12. s 93-7211
Rif:
Snædis Knstinsdotlrr.
Haarift 49 s 93-6629
Ólafsvík:
Stefan Johann Sigurðsson
Engihhð 8 S 93-6234
Grundarfjörður:
Johanrra Gustafsdottir.
Fagurholstum 15. s 93-8669
Stykkishölmur:
Esther Hansen,
Silfurgotu 17. s 93-8H5
Buðardalur:
Patreksfjörður:
Vigd.s Helgadotlir.
Sigtum 8. s 93-1464
Bíldudalur:
DagbjOrt Bjarnadottir
Longuhlið 37. s 94-2212
Flateyri:
Guðnjn Knstiansdotlir.
Bnmnesvegi 2, s 94-7673
Suðureyri:
Lilja Bernodusdotlir.
Aðalgotu 2. s 94-6115
Bolungarvik:
Knslrun Benediktsdotlir.
Hafnarg 115. s 94-7366
ísafjörður:
Guðmundur Svemsson.
Engjavegi 24. s 94-3332
Súðavik:
Heiðar Guðbrandsson
Neðn-Grund. s 94-6954
Hólmavík:
Guðbjorg Sfelansdottir.
Brotlugotu 4. s 95-3149
Hvammstangi:
EyjOtfur Eyjólfsson
s 95-1384
Blönduós:
Olga Ola Bjarnadottir.
Arbraut 10 s 95-4178
Skagaströnd:
Arnar Amorsson.
Sunnuvegi 8. s 95-4600
Sauðárkrókur:
Guttormur Oskarsson Skag
firðmgabr 25.
s 95-5200 og 5144
Siglutjörður:
Friðfmna Simonardotlir.
Aðalgotu 21. s 96-71208
Ólatsfjörður:
Heiga Jonsdottir.
Hrannarbyggð 8. s 96-62308
Dalvik:
Brynjar Friðleitsson.
Asavegi 9. s 96-61214
Akureyri:
Viðar Garðarsson.
Kambagerði 2. s 96-24393
Húsavik:
Hafliði Jostemsson.
Garðarsbraut 53. s 96-41444
Rautarhöfn:
Arm Heiðar Gylfason,
Sotvollum s 96-1258
Pórshöfn:
Kristmn Johannsson
Austurvegi 1. s 96-81157
Vopnafjörður:
Margret Leifsdotlir,
Kolbemsgotu 7. s 97-3127
Egilsstaðir:
Pall Pelursson.
Arskogum 13. s 97-1350
Seyðisfjörður:
Þordis Bergsdottir
OkJugotu 11. s 97-2^91
Neskaupstaður:
Þorleifur G Jonsson
Nesbakka 13. s 97-7672
Eskifjörður:
Asdis Valdimarsdonir
Reyðarljörður:
Marmo SigurbjOrnsson,
Heiðarvegi 12. s 97-4119
Fáskrúðsfjörður:
Sonia Andresdottir.
Þmgholti. s 97 5148
Stöðvarfjörður:
Johann Johannsson
Varmalanoi. s 97-5850
Höfn:
Knstm Sæbergsdottir
Kirk|ubraut 46 S 97-8531
Vik:
Ragnar Guðgeirsson
Kirkjuvegi 1. s 99-7186
Hvolsvöllur:
Bara Solmundsdottir
Solheimum s 99-5172
Hella:
Guðrun Arnadottir
Þruðavangi 10 s 99-5801
Vestmannaeyjar:
Bima Þorhallsdottir
Kirkjuvegi 64 s 98-1592
Stokkseyri:
Sturta Geir Palsson
Snæfelh s 99-3274
Eyrarbakki:
Petur Gislason
Gamta-Lækmshusmu.
Þorlákshöfn:
Franklin Benediktsson
Skalhottsbraut 3. s 99-3624
Selfoss:
Þuriður Ingolfsdottir.
Hiarðarholh 11. s 99-1582
Hveragerði:
Stemunn Gisladottir.
Breiðumork 11. s 99-4612
Grindavik:
Olma Ragnarsdotlir
Asbraul 7 s 92 8207
Sandgerði:
SnjOUug Sigfusdotiir
Suðurgotu 18 s 92-7455
Keflavik:
Erla Guðmundsoottir
Greniteig45 s 92-1165
Ytri-Njarðvik:
Stemunn Snioltsd Ingim
Ha'narbyggð 27 s 92-3826
Innri-Njarðvik:
Johanna Aðalstemsdonir
Stapafefh s 92-6047
Hafnarfjörður:
Hilrr.ar Knstmsson
Heiga Gestsdonir #
Nonnuslig 6 s h 91-53703
s v91-71655
Garðabær:
Sigrun Fnðgetrsdontr
Heiðarlundi 18. s 91-44876
áhvert heimili
AÐALSKRIFSTOFA - AUGLÝSINGAR - RITSTJÓRN
SÍÐUMÚLA 15 - REYKJAVÍK - SÍMI 86300
yUMFERÐAR
RÁÐ
Góð orð ^
duga skammt.
Gott fordæmi
skiptir mestu
máli
Bilaleiga |"ÁS
CAR RENTAL «o’MÍ^
£* 29090 mazoa 323 DAIHATSU
ftEYKJANESBRAUT 12 REYKJAVÍK
Kvöldsimi: 82063
ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBÉR 1982
Kvikmyndir
Sími 78900
Salur 1
Frumsýnir
grínmyndina
Porkys
-. Porkys er frábær grlnmynd sem
slegið hefur öll aðsóknarmet um
allan heim, og er þriðja að-
sóknarmesta mynd I Bandaríkj-
unum þetta árið. Það má með
sanni segja að þetta er grlnmynd
ársins 1982, enda er hún í
algjörum sérflokki.
Aðalhlutv.: Dan Monahan, Mark
Herrier og Wyatt Knight.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11
Bónnuð innan 14 ára.
Hækkað verð.
Salur 2
STUNTMAN
ÍÉL
The Stunt Man var útnefnd fyrir 6
GOLDEN GLOBE verðlaún og 3
ÓSKARSVERÐLAUN.
Peter O'Toole fer á kostum I
þessari mynd og var kosinn leikari
ársins 1981 af National Fitm
Critics. Einnig var Steve Railsback
kosinn efnilegasti leikarinn fyrir
leik sinn.
Aöalhlutv. :Peter O’Toole, Steve
Railsback, Barbara Hershey
Leikstjóri: Rlchard Rush
Sýnd kf. 5,7.30 og 10.
Salur 3
When a Stranger
Calls
Pessi mynd er ein spenna frá
upphafi til enda. Ung skólastulka
er fengin til að passa böm á
kvöldin, og lífsreynslan sem hún
lendir í er ekkert grín.
Blaðaúmmæli: Án efa mest
spennandi mynd sem ég hef séð
(After dark Magazlne)
Spennúmynd érsins.
(Dally Trlbute)
Aðalhlutverk: Charles Dumlng,
Carol Kane, Colleen Dewhurst
Bönnuð bömum Innan 16 éra
Sýnd kl. 5,7 og 9
Píkuskrækir
(Pussy-talk)
Þussy Talk er mjög djörf og jafn-
framt fyndin mynd sem kemur
öllum á' óvart. Myndin sló öll
aðsóknarmet i Frakklandi og
Sviþjóð.
Aöalhlutverk: Penelope Lamo-
ur, Nils Hortzs.
Leikstjóri: Frederic Lansac.
Stranglega bönnuð börnum
innan 16 ára.
Sýnd kl. 11.
Salur 4
Amerískur varúlfur
í London
Pað má með sannl segja að þetta
er mynd I algjðrum sérflokki, enda
gerði John Landls þessa mynd,
en hann gerði grínmyndimar
Kentucky Fried, Delta klíkan, og
Blue Brothers. Einnig lagði hann
mikið við að skrifa handrif að
James Bond myndinni The Spy
Who Loved Me. Myndin fékk
Óskarsverðlaun fyrir förðun i mars
s.l.
Sýnd kl. 5,7 og 11.20
Fram í sviðsljósið
(Belng There)
(7. mánuður)
Grínmynd I algjömm sérflokki.
Aðalhlutverk: Peter Sellers,
Shirley MacLane, Melvin
Douglas og Jack Warden.
Leikstjóri: Hal Ashby.
íslenskur textl.
Sýnd kl. 9.