Tíminn - 24.09.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.09.1982, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1982 VIDEOBANKINN Laugaveg 134 sími 23479 |\ÖbÁnS' einn IVIEÐ öluj ^ Vídeómyndir ★ Vídeótæki ★ Videókasettur (óáteknar) ★ Vídeómynda vélar 1-3 túbu vélar. ★ Kasettuhylki. vídeóbanönn bvðvr ★ Sjónvörp ★ Kvikmyndavélar 16 mm ★ Allar myndir með réttindum ★ Vfírfærum 16 mm fílmur lit eða svart hvítar á vídeóka- settu. ★ Tískusýningar - ★ Mannfagnaðir. Tök- um að okkur að mynda samkvæmið. Erum með öll tæki. YÍDEÓBANKINN bvdiír ★ ÖL ★ GOS ★ tóbak ★ SÆLGÆTI HJÁ OKKUR SÉRÐU HJÁ OKKUR FÆRÐU VIDEOBANKINN Laugaveg 134 sími 23479 >*******! Helgarpakkinn Kvikmyndir Háskólabíó Kafbáturinn ★★★ ■ Verk Wolfgang Petersen Kafbát- urinn er að mörgu leyti óvenjuleg stríðsmynd. Hún fjallar um daglegt líf þýskrar kafbátaáhafnar á árum seinni heimsstyrjaldarinnar í blíðu og stríðu en það væri vægt til orða tekið að segja að líf þeirra væri helvíti líkast. Þótt hægt sé að finna að vissum atriðum myndarinnar dregur það ekki úr áhrifamiklum lýsingum Petersens á innilokunarkenndu andrúmslofti í kafbátunum og á mannlegum dug og dugleysi. Regnboginn Síðsumar ★★★ ■ „Síðsumar er falleg mynd, sambland af fyndni og trega um vandamál æsku og elli, um óttann við dauðann, og um þær hömlur sem svo oft hindra fólk í að láta ást sína í ljós þar til það er orðið of seint eða næstum því.“ Myndin greinir frá lífi fjölskyldu einnar síðla sumars við Gullnu tjörnina en í myndinni leiða saman hesta sína í fyrsta sinn, í kvikmynd, tveir af risum bandaríska kvikmynda heimsins þau Henry heitinn Fonda og Katharine Hepburn. Regnboginn Morant liðþjálfí ★★★ ■ Morantliðþjálfiergerðafeinum fremsta leikstjóra Astrala um þessar mundir Bruce Beresford og um hlut nokkurra Ástrala í Búastríðinu. Þcir eru hermenn í sérsveitum og hafa fengið fyrirskip- anir um að taka enga fanga. Þetta leiðir svo til þess að þeir eru dregnir fyrir herrétt af pólitískum ástæðum og eiga að svara til saka fyrir að hafa fylgt fyrirskipunum. Bruce Beresford gerir úr þessum efnivið áhrifamikla, spennandi og myndræna kvikmynd sem er frábærlega vel leikin. Laugarásbíó Okkar á milli ★★ P Svo mikið hefur verið rætt og ritað um Okkar á milli að jafnvel stutt kynning er að bera í bakkafullan lækinn. Myndin fjallar um verkfræðinginn Benjamín, ágætlega leikinn af Benedikt Árnasyni, en hann á að vera okkar fremsti sérfræðingur í virkjanagerð. Myndin skoppar mjög frjálslega fram og aftur í tíma í byrjun og verður af þeim sökum mjög ruglingsleg framan af. Auk Benedikts má sérstaklega geta Valgarðs Guðjónssonar, Valla í Fræbbblunum, sem fer ágætlega með sitt hlutverk enda leikur hann sjálfan sig í myndinni. Stjörnubíó Stripes ★★ ■ Stripes er ágætisafþreyingar mynd sem tekur sig á engan hátt alvarlega en er einungis ætlað að kitla hláturtaugar áhorfenda. Bill Murray leikur hér mann sem gengur illa í flestu ef ekki öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og af þeim sökum ákveður hann að ganga í herinn og mannast. Tónabíó Bræðragengið ★★★ ■ Þótt að því hafi verið haldið fram á síðustu árum að vestrinn sem slíkur tilheyrði sögunni, lítill áhugi væri á gerð slíkra mynda og leikstjórar nútímans hefðu ekki lag á því þá hafa komið einstaka myndir sem skera sig úr og er Bræðragengið ein þeirra. Flestir þekkja sögu Jesse James og kappa hans en Bræðragengið fjallar um þá og er spennandi og vei gerð myndrænt séð. Leikur er með miklum ágætum, sérstaklega hjá Keach bæðrum en myndin er sérstök að því leyti að bræður eru í öllum hlutverkum. Laugarásbíó Næturhaukarnir ★ ■ Næturhaukarnir er að mörgu leyti ágætlega unnin mynd, sviðsetning og spennuatriði vel gerð en hinsvegar koma inn í hana atriði sem setja heildarmynd- ina úr skorðum eins og fyrirlestrar um hryðjuverk. Stallone og Williams leika hér tvær harðsoðnar löggur á strætum New York en þeir eiga að hafa upp á þekktum hryðjuverkamanni sem svífst einskis. FÖSTUDAGSKVOLD í JB HÚSIIMUI í JE HÚSINU MATVORUR FATNAÐUR HÚSGÖGN RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL ■ ■ Munið okkar stóra og vinsæia kjötborð FOSTUDAGSKVOLD OPIÐ I OLLUM DEILDUM TIL KL. 10 I KVOLD Munið okkar hagstæðu kaupsamninga t A A A A A A % k -!SiJOkiIJ5> . i LJíirin-%^1 □ i lJ Ciíl fel iJH3JJ iiuiMria*iiaw<wuHli Jón Loftsson hf. — Hringbraut 121 — Sími 10600 Iþróttir helgarinnar: ,,Líst ágæt- lega á leik- inn við FH” — segir Páll Björgvinsson, Víkingi ■ „Mér líst ekkert alltof vel á að úrslitin í þessum leik á móti FH verði mjög hagstæð. En mér líst ágætlega á leikinn og við munum auðvitað reyna að sigra. Það hefur hins vegar verið í gangi hjá okkur „hörku- Reykjavíkurmót" og ég held að það sitji dálítið í mannskapnum.“ Þetta sagði Páll Björgvinsson leikmaður með íslandsmeisturum Víkings í samtali við Tímann í tilefni af leik FH og Víkings sem háður verður í Hafnarfirði á morgun, laugardag klukkan 14.00. Þessi liðháðu baráttu um íslandsmeistaratitilinn í fyrra og einn af síðustu leikjunum þá, var einmitt milli þeirra í Hafnarfirði. Tveir aðrir leikir verða í 1. deildinni í handbolta um helgina. Á sama tíma og leikurinn fer fram í Hafnarfirði keppa Fram og Þróttur í Laugardalshöll. Á sunnudag leika svo KR og Stjarnan í Laugardals- höll. Sá leikur hefst klukkan 14.00. í 2. deild leika Breiðablik og KA á Varmá á föstudag klukkan 20.00 og á sama tíma leika á Seltjarnarnesi Grótta og Þór Vestmannaeyjum. Á laugardag strax eftir leik Fram og Þróttar leika í Laugardalshöll Ár- mann og Þórsarar úr Vestmanna- eyjum. Klukkan 14.00 á laugardag leika í Ásgarði í Garðabæ HK og KA. Á mánudagskvöid verða leiknir tveir leikir í 1. deild karla og þá leika í Laugardalshöll Víkingur og ÍR klukkan 20.00 og á sama tíma leika FH og Þróttur í Hafnarfirði. Körfuknattleiksmenn halda áfram með Reykjavíkurmótið um helgina. Á laugardag leika klukkan 14.00 ÍS-Fram og ÍR-KR strax á eftir. Á sunnudag klukkan 19.00 leika svo ÍR og ÍS og á eftir þeim leik keppa Valur og Fram og verður það að öllum líkindum úrslitaleikur mótsins. . sn J útvarp Fimmtudagur 30. september 7.00 Veðurfregnlr. Fréttir. Bæn. 7.15 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð: Sigríð- lur Jóhannsdóttir talar. 8.15 Veðurtregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) Tónleikar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Stork- arnir“ og „Hans klaufi“, ævintýri H.C. Andersens 9.20 Tónleikar. Tilkynningar. Tónleikar., 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurlregnir. 10.30 Morguntónleikar 11.00Verslun og viðskiptl Umsjón: Ingvi Hrafn Jónsson. 11.15 Létttónlist 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Hljóð úr horni Þáttur í umsjá Stefáns Jökulssonar. 15.10 „Kæri herra Guð, þetta er Anna“ eftir Fynn 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Lagið mitt 17.00 Síðdegistónleikar: JTónlist eftir Franz Schubert. 18.00Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Ólafur Oddsson flytur þáttinn. 19.40 Á vettvangi 20.05 Gesturí útvarpssal: Gisela Depkat leikur einleik á selló 20.30 Leikrit: „Aldinmar" eftlr Sigurð Róbertsson - V. og síðasti þáttur - .Gangan mikla." 21.30 Hvað veldur skólaleiða? - Hvernig má bregðast við honum? 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins 22.35 „Horfinn að eilifu", smásaga eftir Þröst J. Karlsson. Helgi Skúlason leikari l@s 22.50 „Fugl“ - Ijóðatónleikar eftir Aðal- stein Asberg Sigurðsson og Gisla Helgason. 23.00 Kvöldnótur 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. ■ Leikrít Sigurðar Jtóbertssonar „Aldinniur" verður "á dagskrá fimmtudagskvöld en þetta er síðasti þáttur og nefnist „Gangan mikla"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.