Tíminn - 14.10.1982, Qupperneq 2

Tíminn - 14.10.1982, Qupperneq 2
FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982 : Umsjón: B.St. og K.L. SJOMAÐUR FERI FRÍ MEÐ STÚLKU ■ Undanfarna daga hefur mátt sjá frásagnir af því, að mikið hafí gengið á í Bretlandi vegna þess, að Andrew prins leyfði sér að fara í sólarfrí til Karíbahafsins með ungri stúlku. Mar- grét prinsessa frænka Andrews, á bústað á eyjunni Mustique í Karíbahafínu, og henni hefur sjálfsagt þótt ungi frændinn eiga skilið að fá að taka sér gott frí eftir vosbúð og hættur Falk- landseyjastríðsins, og lánað honum lykilinn. Andrew hefur að undan- förnu ált vinkonu, sem meira ■ Þessi mynd var tekin af „frú Cambridge“ (Koo Stark) þegar hún var aö fara til Mustique í Karíbahafi með prinsinum. að segja hann hafði boðið til Balmoral-hallarinnar yfir helgi, og nú fóru þau saman í frí, - eins og ungt fólk gerir um allan heim. En það er víst ekki það sama hver í hlut á, því að bresku blöðin fóru bara „á hvolf“ eins og sagt er, vegna þess að stúlkan hafði leikið í nektarkvikmynd, svo þetta þótti þeim konunghollu Bret- um ekki nógu gott. Vonandi hefur unga fólkið eytt þarna góðum og skemmti- legum dögum á Karíbahafinu. og kannski fara þeir að jafna sig þama í Fleet Street, og hætta að æsa sig út af prinsinum. Hann var tekinn eins og hver annar sjómaður - eða réttara sagt flugmaður - í átökunum við Falklandseyjar, og ætti því að mega lifa lífi eins og hver annar ungur maður, sagði í einu bresku blaði. Sá blaðamaður bætti við, að mikill væri sá munur, sem orðinn væri á blaðaheiminum i Bretlandi frá því að prinsinn af Wales (Edward VIII) fór í frí með hinni fráskildu frú Wallis Simpson árið 1936. Þá minntust bresku blöðin ekki á neitt, - ekki eitt einasta blað - fyrr en málið hafði verið gert opinbert, en sem sagt nú keppast blöðin í Englandi við að birta myndir og skrifa slúðursögur af svipuðu tilefni. Koo Stark - þessi mynd birtist á forsíðum sumra blaðanna í Englandi nú síðustu dagana en hún er tekin úr kvikmynd, sem Koo lék í fyrír nokkrum ámm. BERAXLAÐAR FÍNAR KONUR ÍNEWYORK ■ Kimberly Farkas heitir þessa firía axlabera dama. Hún er í vínrauðum taft-kjól, hlíra- lausum, eftir Arnold Scaasi. ■ Nú er byrjaður sam- kvæmistíminn víða um heim jafnt í Reykjavík og New York. Nýjar myndir frá N.Y. sýna að kvöldkjólarnir þar eru mjög íburðarmiklir og glæsilegir. Mikið er um hlíralausa kvöldkjóla, og er sú tíska oft kennd við Díönu Bretaprinsessu. Myndir af henni í hlíra- lausa kjólnum, sem hneykslaði suma Breta, bárust víða um heim og vöktu hrifningu. ítalskir hönnuðir gera lukku í New York, og þessir samkvæmiskjólar, sem við birtum myndir af, eru eftir tískuteiknara Arnold Scaasiog Valentino, - en ekki er talað um verðið á kjólunum, en það er líklega ekki fyrir nema fáa útvalda að ráða við. ■ Perlubróderaður hlíralaus kjóll með mörgum pífum eftir tískukónginn Valcntino. Petula Clark er alveg rasandi reið ■ Lcikkonan og söngkonan Petula Clark er fjúkandi vond ól í ævisöguritarann, sem tók |að sér að skril'a uin lif hennar. Rithöfundurinn Andrea Kon liefur unnið að undanförnu að bókinni, og liafði niiirg viðtöl við söngkonuna og kynnti sér líf hennar. Þegar svo Petula sá handrit- ið varð hón hoppandi vond. Andrea segir að hón hafi viljað láta sleppa nokkrum köflum, sein henni líkaði ekki við. Þar var minnst á ýmsa athuröi seni hón rildi auðsjáanlerga helst gleyma, sagði Andrea, en bætti svo við: „Ég ætla ekki að fara að breyta bókinni svo Petula geti komið fyrir al- inenningssjónir eins og ein- hver engill. Hún er vissulega mannleg eins og við öll. Bókin á að koma út næsta vor og bera titilinn „This is my ® Petula Clark hótar ævi- song“, eins og vinsælasta lagið söguritaranum málssókn. hennar. Petula Clark og maður málssókn, ef rithöfundurinn ! hennar Claus Wolff hafa hótað breyti ekki handritinu. Hver er mest á sprettinum ■ Samkvæmt þýskri rann- sókn, þá gcngur götulögreglu- þjónn. sem vinnur sína vakt á fullu. ekki eins langa vega- lengd og hósmóðir á meðal- heimili stiklar um i eldhósinu. Lögregluþjónninn mældist ganga 4.2 milur á dag, en hósmóðirin gekk 5.78 mílur á dag. Bæði voru þau með mæli. sem sýndu spor þeirra. Þó átti pósturinn metið, því að hann gekk 12 mílur á dag, - en á hæla honum kom svo þjónn á matsöluhúsi, þar sem mikið var að gera, en hann hafði lagt að haki 11 mílur að loknum vinnudegi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.