Tíminn - 14.10.1982, Page 8
8
FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982
Wmmm
Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn.
Framkvæmdastjórl: Gfsll Slgurðsson. Auglýslngastjórl: Stelngrlmur Gfslason.
Skrlfstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrelðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson
Ritstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Ellas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl: Oddur
V. Ólafsson. Fréttastjóri: Krlstinn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tlmans: Atli
Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghildur Stefánsdóttir, Eirikur St.
Elrfksson, Friðrik Indriðason, Helður Helgadóttir, Slgurður Helgason(íþróttir), Jónas
Guðmundsson, Krlstfn Leifsdóttir, Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti
Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn
Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarklr: Flosi Kristjánsson, Kristín
Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorsteinsdóttlr. Ritstjórri, skrifstofur og auglýsingar:
Slðumúla 15, Reykjavfk. Sfmi: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og
86392.
á vettvangi dagsins
Um álit útvarpslaganefndarinnar:
Frelsi fyrir
hverja?
Verð í lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 130.00.
Setning: Tœknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
eftir Bolla Hédinsson, hagfræding
„Slíkt offors væri
mikil skammsýni”
■ Innan Sjálfstæðisflokksins hefur risið sterk
andspyrna gegn þeim fyrirætlunum flokksstjórnar-
innar að ætla að knýja þingmenn flokksins nauðuga
og viljuga tií að fella bráðabirgðalög ríkisstjórnar-
innar um efnahagsmál.
Þetta hefur komið glöggt fram í forustugreinum
Dagblaðsins og Vísis, en ekki munu aðrir bera meiri
umhyggju fyrir Sjálfstæðisflokknum en helztu
aðstandendur þess blaðs. Þess vegna rísa þeir oft til
andmæla, þegar Árvakurskiíkan í flokknum er að gera
mestu vitleysurnar.
Ellert B. Schram, annar af ritstjórum DV, varð
fyrstur til að ríða á vaðið . Hann undirbýr nú þátttöku
sína í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík
og veit því vel hvað klukkan slær hjá hinum óbreyttu
liðsmönnum flokksins.
í forustugrein eftir Ellert, sem birtist í Dagblaðinu
og Vísi 6. þ.m. ræðir hann um bráðabirgðalögin og
segir í greinarlokin:
„Það væri ábyrgðarlaust og ástæðulaust fyrir
stjórnaradstöðuna að bregða fæti fyrir þá aðgerð. Og
þótt ótrúlegt megi virðast mundi það mælast illa fyrir.
Fólk vill að þessi stjórn fari frá, en það vill ekki að
það sé gert með því að fella það litla af viti, sem hún
kemur í verk.“
Greininni lýkur Ellert svo með þessum orðum:
„Slíkt offors væri mikil skammsýni.“
Haukur Helgason, aðstoðarritstjóri Dagblaðsins og
Vísis fylgir í slóð Ellerts í forustujrein, sem hann ritar
í blaðið 9. þ.m. Hann segir í greinarlokin:
„Stjórnmálamönnum hvort sem er í ríkisstjórn eða
stjórnarandstöðu, er hollast að gleyma sér ekki í
dægurbardaganum, Hugsi stjórnarandstæðingar nú
um þjóðarhag, er ljóst, að í óefni stefnir, taki við langt
tímabil stjórnleysis í vetur. Þótt þeir hugsuðu
eingöngu um eigið skinn er þeim hollast að hindra
ekki aðgerðir og standa síðan gagnvart kjósendum
sem ábyrgðarmenn þess mikla vanda, sem á eftir
kemur.“
Annar af ritstjórum Dagblaðsins og Vísis, Jónas
Kristjánsson, rekur svo lestina í forustugrein, sem
birtist í blaðinu 12. þ.m. Hann byrjar greinina á þessa
leið:
„Þetta er verra en glæpur, þetta er heimska. Þannig
má á máli sem stjórnmálamenn skilja, lýsa
ráðagerðum stjórnarandstöðunnar gegn bráðabirgða-
lögum ríkisstjórnarinnar. Þær munu nefnilega koma
stjórnarandstöðunni sjálfri í koll.“
I greininni skorar Jónas Kristjánsson á ábyrga
menn í Sjálfstæðisflokknum að reyna að koma vitinu
fyrir þingmenn flokksins.
Jafnvel Morgunblaðið sleppir ekki við það að svipað
sjónarmið birtist á síðum þess. í Morgunblaðinu í
gær (13. þ.m.) birtist grein eftir fyrrverandi þingmann
Sjálfstæðisflokksins, Jónas Pétursson, þar sem hann
biður menn vel að íhuga þau umm'æli Tímans, að
hótanir forustumanna Sjálfstæðisflokksins um að fella
bráðabigðalögin séu sprottnar af því, að forustumenn
stjórnarandstöðu armsins hatist svo við Gunnar
Thoroddsen, að þeir telji öll bolabrögð afsakanleg, ef
hægt væri að koma honum frá völdum.
Jónas Pétursson beinir þeim tilmælum til flokks-
systkina sinna að íhuga þessi ummæli og afstöðu
flokka og blaða til bráðabirgðalaganna. Þannig
vill hann vara þingmenn flokksins við, líkt og ritstjórar
Dagblaðsins og Vísis. Þ.Þ.
Álit útvarpslagunefndar:
Frelsi fyrir hverja?
Ríkisútvarpið ekki notið
skilnings stjórnvalda.
Eftir að svo breið samstaða náðist,
sem raun ber vitni, í útvarpslaganefnd-
inni er ekki fjarri lagi að álykta, að dagar
íslenska ríkisútvarpsins (RUV) séu senn
taldir og við taki hið óhefta útvarp
þeirra, er auraráðin hafa. Sé hins vegar
staldrað við og hugað að RUV
stofnuninni sjálfri, má í raun segja, að
það hafi aldrei fengið að koma til móts
við óskir notenda sinna eins og það hefði
viljað og aldrei fengið að innheimta það
fjármagn af notendum, sem þcir
velflestir hafa verið fúsir til að greiða
gegn aukinni þjónustu. Hér eiga
misvitrir og skammsýnir stjórnmála-
menn sök á málum.
Ekki leikur nokkur vafi á því, að með
tiltölulega litlum tilkostnaði mætti bæta
svo rekstur hljóðvarps og sjónvarps, að
allur mcginþorri þjóðarinnar mundi vel
við una. Mætti hér nefna atriði á borð
við efni, er útvarpað yrði á „afþrey-
ingarrás" (,,Rás2“) sem útvarpað yrði
samhliða þcirri dagskrá, sem nú berst á
öldum Ijósvakans frá Skúlagötu. Sú
staðreynd, að á öðrum hvorum vinnu-
stað í Reykjavík og á Reykjanesi skuli
vera hlustað á „kanann" ætti ein sér að
bcra vott um þörfina fyrir „afþrcyingar-
rás“.
Hvað varðar sjónvarpið þá má segja
að svipað gildi um fjárfestingu lands-
manna í vídeótækjum. Sú fjárfesting
sýnir, hversu miklu þjóðin er reiðubúin
að kosta til að fá aukið sjónvarpsefni.
Þó ekki væri nema lenging sjónvarps-
dagskrár með aðkeyptu efni á völdum
tíma dagsins og sjónvarp dag hvern árið
um kring mundi það fara langt með að
fullnægja þörfinni fyrir aukið sjón-
varpsefni.
Með tillögum þeim, sem útvarpslaga-
nefndin gerir ráð fyrir, er gengið mun
lengra en hjá nágrannaþjóðum okkar,
sem búið hafa við svipað skipulag og við
fram að þcssu, þegar slakað hefur verið
á einokun ríkisins á hljóðvarpi og
sjónvarpi í þessum löndum. Á íslandi er
verið-að taka stórt hliðarspor í skipulagi
áhrifaríkustu fjölmiðlanna og þannig
farið öfganna á milli.
„Frjálst“ eða ríkis?
Þegar rætt er um „frjálst" útvarp er
rétt að huga að því hvert það frelsi
raunverulega er. Þá sakar ekki að leiða
hugann að hreyfingu á borð við „Moral
majority" vestur í Bandaríkjunum til að
gera sér grein fyrir ýmsum þeim
afbrigðilegu tilhneigingum, sem fá að
ráða ferðinni, þegar aðrir aðilar en ríkið
stendur að rekstri áhrifamestu fjölmiðl-
anna. Það sýnir e.t.v. betur en margt
annað að „frjálsir" fjölmiðlar geta aldrei
verið „frjálsari“ en nemur því sem
fjármangscigendur leyfa þeim, hvaða
hvötum sent þeir kunna að stjórnast af.
Umræðan um „frjálst" útvarp eða
ríkisútvarp hefur í raun farið svo oft og
svo víða fram, að það er að bera í
bakkafullan lækinn að brydda á þeirri
umræðu hér, enda flestum vafalaust
kunn rök og gagnrök í þeim efnum. í
meginatriðum er hættan samfara
„frjálsu" útvarpi sú, aðeinstakarstöðvar
hafi framreiðslu efnis með þeim hætti,
sem þeim eru þóknanlegar, án þess að
önnur sjónarmið komist þar að, til að
bæta um betur eða finna að. Engin
ástæða er til að óttast, að ekki verði
staðið við öll ákvæði um að öllum verði
leyft að koma fram og skýra sín
sjónarmið. Hættan á misbeitingu
útvarpsins er fyrst og fremst fólgin í því,
að valið verði eftir tilteknum skoðunum
hvaða efni sé tekið til umfjöllunar. Þrátt
fyrir „hlutlausa" umfjöllun er hætt við
að það verði einmitt meðferðin og
útfærslan á efninu sem verði einmitt
eigendum stöðvanna þóknanleg.
Sem dæmi um víti til varnaðar geta
menn skoðað fjölmiðilinn Morgunblað-
ið og hvernig ætíð er gætt fyllsta
„hlutleysis" í fréttum og frásögnum þar.
Blaðið gætir þess yfirleitt að ræða við
alla aðila er einstök mál varða og fá þá
mcnn, jafnt fylgjandi blaðinu sem
andsnúnir að láta Ijós sitt skína. En sé
hins vegar litið til þess hvaða málefni eru
tekin fyrir, þá er Ijóst að þau mál sem
koma ritstjórunum vel er stór hluti
þeirra mála, sem skrifað er um í blaðið.
Á þennan hátt nær blaðið að verða eitt
af lymskufyllstu og þar með áhrifamestu
áróðurstækjum hér á landi.
Raunin hjá RUV hefur hins vegar
orðið sú, að þar geta nánast allir sem
vilja, komið áhugamálum sínum á
framfæri og sjálfir ráðið framreiðslu
efnisins. En þar skiptir vitanlega einnig
máli, að á meðan aðeins er um eina stöð,
einn vettvang að ræða, þá er líka mun
betur tryggt að þannig sé að málum
staðið.
Áður hefur verið minnst á misvitur
stjórnvöld sem ekki hafa gert sér grein
fyrir mikilvægi Ijósvakafjölmiðla og því,
að slíkir fjölmiðlar verða að vera í
stöðugri sókn til að halda sínum hlut.
Reksturinn er dýr og gæði kosta
peninga, mikla peninga. Afnotagjöld
þau, sem innheimt hafa verið, eru góð
svo langt sem þau ná, en ógæfa RUV
Opið bréf til
framkvæmda-
stjórnar Fram-
sóknarflokksins
■ Við undirritaðir mótmælum ein- viðhaft við undirbúning breytinga á
dregið afstöðu Framsóknarflokksins og stjórnarskrá landsins hvað snertir valda-
vinnubrögðum þeim sem hann hefur tilfærslur á milli landshluta. Staðreynd
Opið bréf til
alþingismanna
Háttvirtu alþingismenn,
Stjórn Félags skólastjóra og yfir-
kennara á grunnskólastigi leyfir sér að
vekja athygli á því ófremdarástandi sem
ríkir í útgáfumálum Námsgagnastofn-
unar. Ár eftir ár mega kennarar og
nemendur í skólum landsins búa við það
að áætluð útgáfa á nántsgögnum stenst
ekki og skólum berst bréf frá stofnuninni
í skólabyrjun þar sem tilkynnt er um
seinkun á áætluðum útkomutíma náms-
gagna.
Hér er ekki verið að tala um einstaka
verk heldur tugi útgáfutitla og er
augljóst að vöntun á námsgögnum
truflar mjög allt skólastarf og dregur
verulega úr árangri af starfi kennara og
nemenda.-
Námsgagnastofnun tók við verkefn-
unt Rikisútgáfu námsbóka og Fræðslu-
ntyndasafns ríkisins 1979 santkvæmt
lögum er Alþingi setti. Þeim stofnunum
var ætíð haldið í fjárhagslegu svelti og
af reynslu síðustu ára hefur ekki orðið
breyting á í þeim efnum.
Samkvæmt lögum ber Námsgagna-
stofnun að sjá skólunum fyrir sem
bestum náms- og kennslugögnum, al-
mcnnum sent og sérhæfðum en lög
Alþingis eru gagnslítil ef stofnunin fær
ekki fjármagn til að framfylgja þeim.
Það er raunar stjórnvöldum til van-
sæmdar að tryggja ekki aðalþjónustu-
stofnun skólanna aðstöðu og nægilegt
fjármagn svo betur megi standa að
skólastarfi fyrir rúmlega 40 þúsund
grunnskólanemendur sem er u.þ.b.
sjötti hluti þjóðarinnar.
Auk almennra námsgagna ber Náms-