Tíminn - 14.10.1982, Síða 9

Tíminn - 14.10.1982, Síða 9
FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982 teimm ■ „í meginatriðum er hættan samfara „frjálsu“ útvarpi sú, að einstakar stöðvar hafi framleiðslu efnis með þeim hætti, sem þeim eru þóknanlegar, án þess að önnur sjónarmið komist þar að til að bæta um betur eða finna að“. hefur verið sú að gjöldin hafa mælst í vísitölu framfærslukostnaðar í Reykj- avík. Reyndar hafa stjórnvöld aldrei freistað þess að semja við verkalýðs- hreyfinguna um frádrátt á afnotagjöld- um útvarps við útreikning verðbóta á laun, en sannfæring mín er sú, að verkalýðsforystan mundi gera sér Ijóst mikilvægi RUV sem menningarstofnun- ar og ekki taka fjarri hugmyndum af þvf tagi. Auglýsingar RUV er tekjustofn sem vafalaust er ekki fullnýttur eins og er. Hefði þar t.d. vafalaust mátt notfæra sér betur hina auknu eftirspurn eftir auglýsingum í desembermánuði ár hvert, auglýsendum og útvarpsnotend- um til verulegra hagsbóta. Að öllum líkindum mætti stórhækka auglýsinga- verðið í desember, við það mundi auglýsingum fækka nokkuð, en hið háa auglýsingaverð jafnframt skila RUV auknum tekjum á móti. „Nefskattur“ til bóta. Fyrir löngu síðan hefði átt að vera hætt innheimtu afnotagjalda fyrir útvarp og sjónvarp í núverandi mynd, með innsiglunum á viðtækjum og álíka kreppuráðstöfunum er ekki er greitt. Láta hefði mátt af rekstri innheimtu- stofnunarinnar og leggja þess í stað á nefskatt, eitt gjald, sem innheimt yrði af öllum skattgreiðendum með öðrum opinberum gjöldum og rynni það beint til RUV. Til sanns vegar má færa, að allir landsmenn njóti þjónustu RUV í nokkrum mæli án tillits til þess, hvort þeir greiða fyrir hana eða ekki. Þannig hefði t.d. mátt tvöfalda tekjur RUV af afnotagjöldum á síðasta ári með því að leggja eitt þúsund krónur á hvern skattgreiðanda, er rynnu beint til RUV. Menn geta siðan gert sér í hugarlund hvaða möguleika slíkt byði hljóðvarpi og sjónvarpi uppá, að hafa þvílíkar fjárhæðir til ráðstöfunar. Vissulega er það margt í rekstri RUV, sem þarfnast endurskoðunar við, t.a.m. öll innlend þáttagerð á þess vegum. Eðlilegast væri, að sjónvarpið liti á sig sem verkkaupa hvað innlent skemmti- og afþreyingarefni varða, en framleiddi ekki nema lítið eitt af slíkum þáttum sjálft. Verktakar yrðu síðan hin ýmsu fyrirtæki úti í bæ, er skotið hafa upp kollinum undanfarið. Þau myndu framleiða þættina, en byðu síðan RUV þá til kaups. Sjálfsagt mundi þetta aðallega eiga við um efni til sjónvarpsins, en mætti þó einnig vel hugsa sér verktakastarfsemi af þessu tagi innan hljóðvarpsins. Verði tillögur útvarpslaganefndar enhverntíma að stjórnarfrumvarpi á Alþingi, eins og allt bendir til, mun það vafalaust renna þar ljúflega í gegn og ekki mun Haukdalsarmurinn í Sjálfstæð- isflokknum fara að bregða fæti fyrir það frumvarp þó allt annað megi fara til andsk... Er vel að tillögur útvarpslaganefndar séu lagðar fram jafn snemma og raun ber vitni, svo góður tími gefist til umræðu og umfjöllunar um málið meðal alls almennings. Ríkisfjölmiðlarnir þarfnast auk þess stöðugrar umræðu og endurskoðunar á ríkjandi gildismati svo þeir fái gegnt hlutverki sínu til fulls. Bolli Héðinsson hagfræðingur ■ Öm Björnsson er að í stjórnarskrárnefnd er tilnefndur maður af hálfu Framsóknarflokksins sem hefur tjáð undanhaldsstefnu sína i þessum efnum í bláðagrein í Tímanum þann 22. nóvember 1978, og aldrei hefur verið túlkaður málstaður landsbyggðar- innar af hálfu blaðsins öll þau ár sem breytingar á stjórnarskránni hafa verið til umræðu* Allar samþykktir þinga og miðstjórn- arfunda flokksins um þetta mál hníga í þá veru að beita sér fyrir, - frekar en draga úr,- fyrmefndri valdatilfærslu milli landshluta, þ.e.a.s. stjórfjölgun alþingismanna á Reykjavíkursvæðinu. Pað liggur því beinast við að álíta að forusta Framsóknarflokksins hafi gleymt sér og þar með hætt að vera málsvari landsbyggðarinnar sem áður var - bæði til sóknar og varnar - enda hefur flokkurinn notið trausts íbúanna þar, svo sem atkvæðatölur frá síðustu alþingiskosningum sýna, - eða yfir 43% atkvæða í þrem kjördæfnum. Án þess að vilja vera með neinar hrakspár er það okkar álit, að slík vinnubrögð hljóti að leita til fylgishruns flokksins úti á landsbyggðinni, sem hann virðist vera búinn að slíta tengslin við og þar með gleyma uppruna sínum og markmiðum. Að minnsta kosti sjáum við ekki ástæðu til að styðja flokkinn j næstu kosninguip að óbreyttri stefnu háns í þessu máli. Virðingarfyllst Aðalbjörn Benediktsson, Hvammstanga Öm Bjömsson, Gauksmýri. gagnastofnun að sjá skólunum - fyrir fræðslumyndum. Myndefni fræðslu- myndasafnsins er að stórum hluta til úrelt og hrein tilviljun ef kennarar fá pantaðar filmur á réttum tíma þar sem aðeins örfá eintök eru til af þeim myndum sem mest eru notaðar. Þetta vandamál verður auðvitað að leysa með nýrri tækni, þ.e.a.s. mynd- böndum. Þrátt fyrir þá staðreynd að myndbönd eru orðin mjög útbreidd heimilistæki er þessi tækni sáralítið notuð í grunnskólum landsins. Skortir þar bæði tæki og hæft myndefni. Námsgagnastofnun hefur gert áætlanir um framleiðslu á kennsluefni á mynd- böndum en skortir fjármagn til að hrinda þeim í framkvæmd. Þegar á það er litið hve Íslendingar eru fljótir að notfæra sér tækninýjungar af ýmsu tagi gegnir það furðu hve skólar landsins eru illa búnir tækjum og langt á eftir tímanum. En fagna ber því sem vel er gert. Kennslumiðstöð Námsgagnastofn- unar hefur tekið til starfa og lýsa skólastjórnarmenn yfir ánægju með framtakið. Er þar að rætast áratuga draumur skólamanna. Það er von þeirra að fullur skilningur ráðamanna ríki um þessa starfsemi. Þá vilja skólastjórnarmenn fagna stóraukinni kynningu Námsgagnástofn- unar til skólanna og kennara almennt um námsgögn með fréttabréfum, heim- sóknum á fundi og þing kennara, sýniseintökum nýrra námsgagna, auknu vöruvali og beinum samskiptum. En þessa viðleitni stjórnar og starfsmanna stofnunarinnar mé ekki drepa í fæðingu með fjársvelti og aðstöðuleysi. Stjórn Félags skólastjóra og yfir- kénnara á grunnskólastigi skorar á alþingismenn og aðra ráðamenn að tryggja Námsgagnastofnun fjármagn og aðstöðu til að sinna verkefnum sínum fyrir skólastarfið í landinu samkvæmt lögum og reglugerðum. Virðingarfyllst, Stjórn Félags skólastjóra og yfirkennara á grunnskólastigi Sigurður R. Guðmundsson skólastjóri Heiðarskóla (sign) Gunnlaugur Sigurðsson skólastjóri Garðaskóla (sign) Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri Rvk. (sign) Haraldur Finnsson skólastjóri Réttarholtsskóla (sign) Eggert J. Levý skólastjóri Húnavallaskóla (sign) Byggt og búið ■ Þrjár gerðir kaffikvarna, allar notaðar á íslandi; ítölsk t.v. (lítil), dönsk í miðið, þýsk, úr málmi, t.h. allstór. KAFFISOPINN INDÆLL ER! ■ Nú, nú er von á gestum? varð mér unglingnúm að orði, þegar sterka kaffibrennslulyktina lagði út úr eldhúsinu. Kaffibaunirnar gráu vorú brenndar í potti og hrært vel í. Fylgdi reykur og svæla. Fullorðna fólkið drakk kaffi einu sinni á dag, en börn og unglingar fengu mjólk eða heita mjólkúr- blöndu. Gosdrykkir sáust varla í þá daga, en skyrmysa var góð við þorsta. í bók séra Jónasar frá Hrafnagili „íslenzkir þjóðhættir" segir að kaffi hafi fyrst farið að flytjast til Íslands um 1760, en var lengi lítið notað. Kaffibrúkun fór ekki að verða almenn fyrr en um eða eftir 1850, nema helst í kaupstöðum við sjóinn. En fór úr því mjög vaxandi. I smásögunni „Bjöm í Gerðum“ lýsir séra Jónas mikilli kaffikerlingu, Þorbjörgu að nafni, og dregur ekki af! Árni, sonur þeirra Björns, var að koma úr verinu með varningspoka meðferðis og komu í Ijós 2 skeppur af rúgi, stór skjóða með kaffibaunum og önnur með „Exporti" (kaffibæti), óg kandíssykri. Þorbjörg vó kaffi- skjóðuna í hendi sér og tautaði „Ja, já, það munu vera ein tuttugu pund. Betur má hann skammta mér blessaður ef vel á að fara“. Þegar búið var að brenna kaffi- baunirnar voru þær malaðar í fremur lítilli kaffikvörn og fengum við krakkarnir stundum þann starfa. Fyrir kom áð kötturinn fór þá líka að mala á sinn hátt! „ Nú sjá stówirkar vélar um brennslu og mölun kaffibaunanna. Við kaup- um vöruna fullunna, oft í loftþéttum umbúðum, og hætt er að mestu að nota kaffibæti. En allmörgum þykir alltaf „heima best“, og kaupa t.d. brenndar kaffibaunir og mala þær sjálfir í gömlum eða nýjum kaffikvörnum - og laga ágætis kaffi. Undirritaður fékk lánaðar þrjár kaffikvarnir og tók Ijósmyndari hjáTímanum mynd- ir af kaffimölun og kvörnunum þremur 28. september. Þarna sést Silja mala kaffi í kvörn, sem hún keypti á Ítalíu fyrir tveimur árum. Gerðin er svipuð og á gömlu kaffikvörninni héima á Hámundar- stöðum fyrir meira en hálfri öld. Á kvarnamyndinni sést kvörn Silju t.v., opin skálin 'er full af brenndum kaffibaunum, tilbúnum til mölunár. Miðmyndin sýnir kvörn af danskri gerð, keypta árið 1951, notaða til 1974. Eigandi Jóhanna Egilsdóttir Hvammi á Hvítársíðu. í útdreginnni skúffunni er nýmalað kaffi. Þarna er skálin lokuð með vængjaspeldum. Kvörnin til hægri er stærst, þýsk að gerð og úr málmi, en hinar úr tré. Þessi kvörn var í eigu Ingibjargar Guðmundsdóttur og ■ Silja malar kaffi. (28. sept. 1982) Kristjáns Jóhannessonar vélstjóra og skipaskoðunarmanns á Patreksfirði. Þau hjón önduðust fyrir fáum árum hátt á níræðisaldri. Eru allar líkur á að þau hafi fengið kvörnina úr búi Guðbjargar Guðmundsdóttur og Ara Einarssonar á Patreksfirði, en þau dóu öldruð fyrir 25-30 árum. Kvörnin er nú í eigu Ingibjargar Helgadóttur í Kópavogi. Má ætla að þessi kaffikvörn sé .70-80 ára eða eldri. E.t.v. eiga einhverjir eldri kvarnir og kannski sykurtengur? Öðru skálarspeldinu eða vængn- um er hleypt frá á myndinni, svo hægt sé að láta kaffibaunir í holið. Á lokalausum skálum þurfti að halda hendinni yfir þegar malað var. Á mínum uppvaxtarárum var aðal- lega notaður kandís, eða þá toppa- sykur. Voru sykurtopparnir oft allstórir og þurfti fyrst að kljúfa þá og síðan klippa í hæfilega mola með sérstakri sykurtöng. Fjall eitt á Grænlandi hafa Danir skírt sykurtoppinn. Enn eru sykur- tangir framleiddar og m.a. noiaðar i Afríku. Gamall formaðúr, Bjarni Andrésson. fór með ferðafólki til Sahara í Spænsku Marokkó fyrir 12 árum, eða þar um bil. Arabar veittu te og toppasykur með á torgi einu. Þjónn kom með stóran bakka og þykka sveðju, - lagði hana á toppinn ,og barði á með haptri til að kljúfa toppinn í flögur, sem hann lét á lófa sér og sundraði með minni ha.mri í _ hæfileg stykki. Þar rétti hann fram til gestanna, en lófinn var ekki þrifa- legur! - ég kaus að drekka sykur- laust! sagði Bjarni. Ingólfur Davídsson, skrifar - 358

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.