Tíminn - 15.10.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.10.1982, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1982 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1982 6 IHelgarpakkinn Helgarpakkinn Sjónvarpskynning Sunnudagur klukkan 22.25: „Töf ra- búrið við Tiberfljót” dönsk sjónvarpsmynd um lif og starf norrænna listamanna í Rómarborg ■ Unga stúlkan og flóttamaðurinn í myndinni Alvara lífsins sem verður í sjónvarpinu annað kvöld klukkan 21.05. Laugardagsmyndin: Alvara lífsins” ■ „Töfrabúrið við Tíberfljót“ ncfnist dönsk heimildarmynd um líf og starf norrænna listamanna í Rómarborg um 150 ára skeið, sem sjónvarpið sýnir á sunnudag klukkan 22.35. Það var danski kvikmyndagcróar- maðurinn Tue Ritzau sem gerði mynd- ina í. tilefni af 150 ára afmæli Norræna félagsins í Róm. Ritzau er vel kunnugur í Róm, því fljótlega eftir stríð fór hann þangað til náms, þá um tvítugt. Hann kynnti sér líf og störf norrænna listamanna í borginni og sá að þeir voru ekki svo fáir sem þar höfðu dvalið um lengri eða skemmri tíma. Má þar nefna Henrik Ibsen, tónskáldið Grieg, skáldið Snoilsky, dansk tslenska listamanninn Bertel Thorvaldsen og fleiri og fleiri. Sýningartími myndarinnar er 50 mínút- ur. Þýðandi er Óskar Ingimarsson og þulur Hallmar Sigurðsson. svissnesk sjónvarpsmynd Trá 1981 ■ „Alvara lífsins“ nefnist svissnesk sjónvarpsmynd frá árinu 1981 sem verður sýnd í sjónvarpinu klukkan 21.05 á laugardag. Myndin gerist í svissnesku þorpi á stríðsárunum og lýsir áhrifum styrjaldar- innar í hlutlausu landi og þó einkum hvernig lítilli stúlku verður ljós alvara lífsins vegna afskipta hennar af flótta- manni frá Þýskalandi. Einn góðan veðurdag er stúlkan á gangi um þorpið og hittir ungan veiklulegan mann, klæddan þykkum frakka, sem ekki var beint viðeigandi miðað við árstíma. Hún gefur sig á tal við manninn og kemst þá að því að hann heitir Francois og er flóttamaður frá Þýskalandi. Hún kemur honum í kynni við frænda sinn, barnaskólakennara, sem tekur honum vel og veitir honum húsaskjól. Stúlkan og flóttamaðurinn verða smám saman góðir vinir og í raun verður hún ástfangin af honum þrátt fyrir ungan aldur. Koma flóttamannsins veldur tals- verðu fjaðrafoki í þorpinu. Stúlkan skilur ekki hvað veldur og tekur það mjög nærri sér. Leikstjóri myndarinnar er Pierre Matteuzzi. Aðalhlutverk: Anna Pruc- nal, Bernard Fresson, Marina Vlady og Vlasta Hodjis. Þýðandi Ólöf Péturs- dóttir. ■ Dansk-íslenski listamaðurinn Bertel Thorvaldssen dvaldi iangdvölum í Rómaborg. Hann kemur talsvert við sngu í myndinni „Töfrabúrið við Tíberfljót“ sem verður í sjónvarpinu kiukkan 22.25 á sunnudag. klukkan 22.10: „Pabbi’ bandarísk kvikmynd Trá 1969 — með Alan Arkin í aðalhlutverki ■ Föstudagsmynd sjónvarpsins að þessu sinni heitir Pabbi (Popi) sem hinn heimsfrægi leikstjóri Arthur Miller leikstýrir. Myndin er frá 1969 og fjallar um Abraham Rodriguez, sem leikinn er af Alan Arkin, og fjölskyldu. Abraham er ekkjumaður, ættaður frá Puerto Rico en býr ásamt börnum sínum í Spönsku Harlem í New York. Honum finnst erfitt að ala upp börn sín í hverfinu og setur sér, að komast burt úr sóðaskapnum og spillingunni sem þar ríkir. Abraham er ( þingum við konu, Lupe sem Rita Moreno leikur, og hún vill að þau flytji til Brooklyn og giftist, þá muni allt ganga betur. Þrátt fyrir að Abraham sé hrifinn af Lupe líst honum ekki á hugmyndir hennar. Hann tekur djarfa ákvörðun; ákveður að koma börnum sínum á bát út af ströndum Florida og láta bátinn stranda. Bjóst hann við að þar myndi strandgæslan finna þau og álíta þau flóttafólk frá Kúbu. Abraham reiknaði síðan með, að þeim yrði komið fyrir hjá ríkri fjölskyldu þar sem þau fengju sæmilegt lífsviður- væri. Auk Alan Arkin og Ritu Moreno leika í myndinni, Miguel Alejandro, Ruben Figueroa, John Harkins, Joán Tompkins, Anthony Holland og Arny Freeman. Sýningartími er 113 mínútur. Sólarkvöld í Súlnasal — Hollands og Amsterdamkynning ■ Hin vinsælu Sólarkvöld Samvinnu- ferða-Landsýnar hefjast að nýju í Súlnasalnum í kvöld. Vegna mikillar aðsóknar síðastliðinn vetur, verða nú þrjú kvöld í röð, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Að þessu sinni er Holland og þá sérstaklega Amsterdam kynnt. Leitast verður við að skapa hina réttu hollensku stemmningu, hollenskur matur og drykkur á borðum og hollenskir listamenn skemmta. Hollendingar eru frægir fyrir blómarækt og fá allar konur blóm sem Aad Groeneweg eigandi verslunarinnar Breiðholtsblóm hefur útbúið af þessu tilefni. A þessum Sólarkvöldunt verður að sjálfsögðu spilað bingo, tískusýningar verða öll kvöldin og hinn frábæri jafnvægissnillingur Walter Wasil skemmtir. Hljómsveitin Gautar frá Siglufirði leikur fyrir dansi öll kvöldin. Næstu sólarkvöld verða síðan 19.-21. nóvember. Páll Jóhannesson, ^ óperusöngvari: Heldur þrenna tónleika á Norðurlandi Guðrún S. Friðbjörnsdóttir ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur Tímamynd Ella „Ekki sldra að syngja Tyrir íslendinga” — en Þjóðverja segir Guðrún Frið- björnsdóttír, óperusöngkona, sem nú leggur upp í söngTerð um landið ■ Páll Jóhannesson, tenórsöngvari, heldur þrenna tónleika á næstunni. Hinir fyrstu verða laugardaginn 16. október n.k. kl. 17.00 í Borgarbíói á Akureyri, sunnudaginn 17. október kl. 21.00 í félagsheimilinu Miðgarði, Varmahlíð, og sunnudaginn 24. október kl. 17.00 í sal Hamrahlíðarskóla í Reykjavík. Píanóleikari er Jónas Ingimundarson. Þetta eru fyrstu opinberu tónleikar Páls Jóhannessonar. Hann er fæddur og alinn upp á Akureyri og þar hóf hann söngnám hjá Sigurði Demenz Franzsyni, söngkennara. Síðan stundaði hann nám við Söngskólann í Reykjavík og var Magnús Jónsson, óperusöngvari, aðal- kennari hans þar. Páll stundar nú nám við tónlistarskólann í Fiorenzuola D’Arda á Ítalíu, hjá hinni mikilhæfu óperusöngkonú professor Eugenia Ratti. Á efnisskránni verða m.a. verk eftir Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Einarsson, Eyþór Stefánsson, Pergolesi, F. Ciléa, Scarlatti, Verdi og Donizetti. „Þetta verða þematónleikar. Ég hef sett saman prógram undir nafninu „Líf og ástir kvenna“, sem er heiti á gömlum Ijóðaflokki eftir Schuman. Ég verð hvorki með tónlistina né Ijóðin úr ljóðaflokknum, heldur hef ég safnað saman nokkrum lögum og Ijóðum, innlendum og erlendum, sem fjalla um líf og ástir kvenna. Tónleikarnir byrja á Unglingnum í skóginum eftir Jórunni Viðar og enda á Ég elska eftir Beethoven, sem er ástarljóð hinna ráðsettu." Þetta sagði Guðrún Sigríður Frið- björnsdóttur, óperusöngkona, sem um helgina leggur upp í tónleikaför um landið ásamt Önnu Guðnýju Guð- mundsdóttur, píanóleikara. Þær stöllur1 byrja á Flúðum n.k. laugardag klukkan 21 en á sunnudag klukkan 21.30 verða þær í Árnesi. Áframhaldið er óráðið. Guðrún Sigríður hefur lítið komið fram á íslandi. Hins vegar hefur hún sungið talsvert á erlendri grund, síðast í Þýskalandi, þar sem henni hlotnaðist sá heiður að fá styrk frá Toepfer-stofnun- inni í Hamborg. „Það var Hafliði Hallgrímsson sem kom því til leiðar að ég fékk þennan styrk, sem var mikill heiður fyrir mig,“ segir Guðrún Sigríður. Guðrún Sigríður sagðist hafa lifað eins og blóm í eggi í Þýskalandi. Þar væri óperutónlist í hávegum höfð og því mjög gaman að syngja fyrir Þjóðverja. „En ég veit að það verður ekki síðra að syngja fyrir íslendinga," sagði hún. - Sjó. Páll ásamt undirleikara sínum, Jónasi Ingimundarsyni. ■ Alan Arkin leikur föður í Spönsku Harlem í New York sem vill allt til þess vinna að börn hans fái að alast upp í betra umhverfí. sjónvarp Þriðjudagur 19. október 1945 Fréttaágrlp á táknmálí 20.00 Fréttir og veiur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Flskurinn Lítil kvikmyndasaga um börn að leik. Þýðandi Hallveig Thorlaci- us. (Nordvision - Sænska sjónvarpið) 2Q.45 Þróunarbraut mannsins. Þriðji þátt- ' ur. Að vera maður Richard Leakey vítjar búskamanna i Kalaharieyöimórkinni sem eru enn safnarar og veiðimenn líkt og torfeður okkar voru frá örófi alda. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 2) .40 Derrick Egill dauðans Derrick lið- sinnir ungum manni sem óttast um líf sitt fyrir konu í hefndarhug. Þýðandi Velurliði Guðnason. 22.40 Á hraðbergl Nýr viðræðu- og umræðuþáttur í umsjón Halldórs Hall- dórssonar og Ingva Hrafns Jónssonar. I þætti þessa verða fengnir þeir menn í þjóðfélaginu sem taldir eru hafa svör á reiðum höndum við ýmsu því sem fólk fýsir að vita. Fyrsti gestur Á hraðbergi verður Davíð Oddsson, borgarstjóri. 23.30 Dagskrárlok. ■ Sjóndeildarhringurinn nefnist þátt- ur Ólafs Torfasonar sem sendur verður frá Akureyri á þriðjudag. utvarp Þriðjudagur 19. október 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull f mund. 7.25 Leikfimi 7.55 Daglegt mál. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð: Sveinbjörg Arnmundsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 8.30 Forustugr. dagbl. (utdr.). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Starrarnir í Tjarnargötu" eftir Sigrúnu Schneider 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfrettir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „Áður fyrr á árunum“ Ágústa Björnsdóttir sér um þáttinn. 11.00 fslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.30 Gæðum elllna lifi. Umsjón: Dögg Pálsdóttir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttlr. 12.45. Tilkynningar. Þriðju- dagssyrpa. Páll Þorsteinsson og Þor- qeir Ástvaldsson. 14.30 „Ágúst" eftir Stefán Júlíusson. Höfundurinn les (7). 15.00 Miðdegistónleikar. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Laglð mitt. Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 17.00 „SPÚTNIK". Dr. Þór Jakobsson sér um þáttinn. 17.20 Sjóndeildarhringurinn Umsjónar- maður: Ólafur Torfason. (RÚVAK.) 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttlr. 19.45 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Frá tónleikum Fflharmónfusveitar Berlfnar 23. janúar s.l. 21.15 Óperutónlist. 21.45 Útvarpssagan: „Brúðarkyrtillinn" oftir Kristmann Guðmundsson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Stjómleysi — Þáttur um stjórnmál fyrir áhugamenn. Umsjónarmenn: Barði Valdimarsson og Haraldur Kristj- ánsson. 23.15 Onf kjöllnn Bókmenntabáttur I um- sjá Kristjáns Jóhanns Jónssonar og Dagnýjar Kristjánsdótlur. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. ■ sjónvarp Miðvikudagur 20. október 18.00 Stikilsberja-Finnur og vinir hans Þriðji þáttur. Trúlofun Framhaldsmynda- flokkur gerður eftir sögum Marks Twains. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.25 Svona gerum við Þriðji þáttur. Ljósið Fræöslumyndaflokkaur um eðlis- fræði. Þýðandi og þulur Guðni Kolbeins- son. 18.50 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáll 20.00 Fréttir og veður 20.35 Melarokk Síðari hluti upptöku sem Sjónvarpið lét gera af rokkhátíð á Melavelli. i jjessum hluta koma fram hljómsveitirnar Q4U, Vonbrigði, Þrumu- vagninn, Bara-flokkurinn og Purrkur Pillnikk. Stjórn upptöku Viðar Víkings- - son. 21.15 Dallas Ðandarískur framhaldsflokkur um Ewingfjölskylduna I Texas. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.00 Mariiyn og Marie Fréttamaður ræðir við skáldkonurnar Marílyn French og Marie Cardinal um stöðu kvenna, ástina, fjölskylduna og samfélagið með hliö- sjón af bókum þeirra. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision - Danska sjónvarpið). 22.55 Dagskrárlok ■ Leifur Þórarinsson kynnir kammer- tónlist í dagskráriok á miðvikudag. útvarp Miðvikudagur 20. október 7.00 Véðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull f mund. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: Gunnlaugur Snævarr talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Star- arnir f Tjarnargötu" eftir Slgrúnu Schneider Ragnheiður Gyða Jónsdóttir lýkur lestrinum. 9.20 Leikfiml. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfreftir. 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Sjávarútvegur og siglingar. Um- sjónarmaður: Ingólfur Amarson. 10.45 Tónleikar. 11 05 Lag og Ijóð. Þáttur um vísnatónlist í umsjá Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. 11.45 Ur byggðum. Umsjónarmaður: Rafn Jónsson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikár. 13.30 (dúr og moll. Knútur R. Magnússon 14.30 „Móðir mfn f kvf kv(“ eftir Adrian Johansen. Benedikt Arnkelsáon þýddi. Helgi Efiasson byrjar lesturinn. 15.00 Mlðddegistónleikar: Tónlist eftir Jón Leifs. 15.40Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðu(fregnir. 16.20 Útvarpssaga barnanna. 16.40 Litll barnatimlnn. i 17 00 Djassþáttur i umsjá Jóns Múia Árnasonar. 17.45 Neytendamál. Umsjónarmaður: Jó- hannes Gunnarsson. 17.55 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttlr. 19.45 Daglegt mál. Ólafur Oddsson flytur þátttinn. 19.50 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Áfangar. Umsjónarmenn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 20.40 Tónlistarhátíð norrænna ungmenna í Reykjavik 1982. 21.45 Útvarpssagan: 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá rnorg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 fþróttaþáttur Hermanns Gunnars- sonar. 23.00 Kammertónlist Leifur Þórarinsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.