Tíminn - 15.10.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.10.1982, Blaðsíða 8
8 Leikhúsin um helgina FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1982 JCAFFI VMNINN VIÐ GRANDAGARÐ SÍMI 15932 «&,e FISKRÉTTA HLAÐBORÐ FÖSTUDAG, LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 19:00 Á DAGLEGUM MATSEÐLI ERU AUK ÞESS Þrjár sýningar á Skilnaði ■ í kvöld (föstudagskvöld), annað kvöld og á sunnudagskvöld verður hið nýja leikrit Kjartans Ragnarssonar Skilnaður sýnt hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa og er reyndar þegar orðið uppselt á allar helgarsýningarnar. Verkið hefur vakið athygli fyrir nýstár- leika í sviðsetningu og vegna efnisins, sem allir kannast við í einhverri mynd. Það eru Guðrún Ásmundsdóttir og Jón Hjartarson sem leika hjónin sem skilja í verkinu, aðrir leikarar í stórum hlut- verkum eru Valgerður Dan, Aðalsteinn Bergdal, Soffía Jakobsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir. Kjartan leikstýrir sjálfur en leikmynd er eftir Steinþór Sigurðsson. Annað kvöld (laugardagskvöld) verð- ur þriðja sýningin í Austurbæjarbíói á Hassinu henar mömmu eftir Dario Fo, sem sýnt hefur verið þar tvívegis fyrir troðfullu húsi við- fádæma góðar undir- tektir. í stærstu hlutverkum eru Margrét Ólafsdóttir, Gísli Halldórsson, Emil G. Guðmundsson, Kjartan Ragnarsson og Aðalsteinn Bergdal auk Ragnheiðar Stcindórsdóttur og Guðmundar Páls- sonar. Leikstjóri er JónSigurbjörnsson, leikmynd er eftir Jón Þórisson. Sýningin er miðnætursýning og hefst kl. 23:30, miðasala er í Austurbæjarbíói. Þjóðleikhúsið um helgina ■ í kvöld,- föstudagskvöld, verður brcska verðlaunaleikritið Amadeus cftir Pcter Shaffers sýnt í 35. sinn í Þjóðleikhúsinu. Þetta er „sakamála- leikrit í æðra veldi“ sem farið hefur sigurför mikla um heim allan og hlaut uppfærsla Þjóðleikhússins einróma lof í fyrra. Bent skal á að einungis örfáar sýningar eru eftir á þessu verki sem Helgi Skúlason leikstýrði, en í aðal- hlutverkunum eru Sigurður Sigurjóns- son, Róbert Arnfinnsson og Guðlaug María Bjarnadóttir. Á laugardags - og sunnudagskvöld verða 9. og 10. sýningarnar á Garð- veislu, nýjasta leikriti Guðmundar Steinssonar sem vakið hefur mikið umtal og jafnvel deilur. Nú þegar hefa yfir 3.000 áhorfendur séð leikritið, sem er eins og fyrri verk höfundar dæmisaga og áminning til nútímamannsins. María Kristjánsdóttir leikstýrði, en Þórunn S. Þorgrímsdóttir sá um leikmynd og búninga, tónlistin er eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Ásmundur Karlsson sér um lýsinguna. Með aðalhlutverkin fara Kristbjörg Kjcld og Erlingur Gíslason, sn meðal fjölda annarra leikenda eru Guðjón P. Pedersen og Jórunn Sigurðar- Jóttir. Barnaleikritið Gosi sem Brynja Bene- diktsdóttir samdi og leiksýrði eftir vinsælli sögur ítalans Collodis verður á fjölunum á sunnudag kl. 14.00 og er það 43. sýning leiksins. Bent er á að einungis örfáar sýningar eru eftir á þessu verki, sem á síðasta leikári reyndist vera vinsælasta uppsetning Þjóðleikhússins. Tónlist Sigurðuar Rúnars Jónssonar við söngtexta Þórarins Eldjárn er nú komin út á hljómplötu og leikritið sjálft er komið út á bók. Árni Blandon leikur Gosa og Árni Tryggvason leikur Láka leikfangasmið. Einróma lof hefur veirð borið á sýningu Litla sviðs Þjóðleikhússins á Tvíleik eftir Tom Kempinski. Þetta verðlaunaleikrit er nú sýnt við miklar vinsældir víða um heim, enda fyndið verk og manneskjulegt þó fjallað sé um alvarlega hluti. Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Gunnar Eyjólfsson fara með hlutverkin í leiknum sem fjallar um manneskju sem verður að endurmeta allt sitt líf og reyna að finna sér nýjan tilgang. Sýningin á Tvíleik hefst kl. 20.30 á sunnudagskvöldið. Garðaleikhúsid heldur „Miðnæturhátíð í léttum dúr“ í Háskólabíói ■ Garðaleikhúsið ætlar að halda „Mið- næturhátíð í Íéttum dúr" í Háskólabíói í kvöld kl. 23:30, til þess að geta hafið starf að nýju nú í vetur. Þarna koma fram margir fremstu listamenn landsins með alls kyns gamanmál, söng, leik og dans. Meðal annarra sem hafa lagt leik- húsinu lið eru: „Nýja kompaníið“; Erlingur Gíslason og Brynja Bene- diktsdóttir; Páll Heiðar Jónsson; Úllen dúllen doff leikhópurinn, þau Randver Þorláksson, Edda Björgvinsdóttir og Sigurður Sigurjónsson; fiðlustúlkan úr Garðabæ, Sigrún Eðvaldsdóttir og undirleikari hennar Nína Grímsdóttir; „Stúdíó Sóley“; nokkrir meðlimir Garðaleikhússins; - og síðast en ekki síst óperusöngvarinn Kristján Jóhanns- son og undirleikari hans Guðrún A. Kristinsdóttir. Hið opinbera hefur enn sem komið er ekki sýnt starfsemi Garðaleikhússins nægilegan skilning og því er þessi hátíð haldin, leikhúsinu til styrktar. Miðasala fer fram í Háskólabíói og opnar kl. 16:00. Sýningar Nýlistasafnið heldur áfram með sýningu á verkum hins kunna listamanns og íslandsvinar Dieter Roth. Safninu hefur nú borist myndsegulband með verkum listamannsins, sem verða sýnd á sýningunni á tímabilinu milli 14 og 16 á morgun og sunnudag, sem jafnframt eru sýðustu dagar sýningarinnar. Ásmundarsalur. Á morgun klukkan 15 opnar Edda Jónsdóttir sýningu á teikningum. Sýningin verður tii 24. október og er opin alla daga frá klukkan 16 til 22. Ásgrímssafn er opið alla daga nema laugardaga frá klukkan 13.30 til 16. Árbæjarsafn er opið samkvæmt umtali. Upplýsingar í síma 84412 milli klukkan níu og tíu alla virka daga! Listmunahúsið. Nú stendur yfir sýning á verkum Kolbrúnar S. Kjarval, sem fæst við leirmunagerð. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá klukkan 10 til 18 en laugardaga og sunnudaga frá klukkan 14 til 22. Kjarvalsstaðir. Sýning dansk-íslenska snillingsins Bertel Thorvaldsen er opin frá klukkan 14-22 daglega. Listasafn Einars Jónssonar. Opið sunnudaga og miðvikudaga frá klukkan 13.30 til 16.00. Norræna húsið. Á sunnudag lýkur sýningu á verkum álenska málarans Guy Frisks. Á sýningunni eru 95 myndir, olíumálverk, vatnslitamyndir og myndir unnar með blandaðri tækni. Gallerí Langbrók: Á morgun klukkan 16 opnar Edda Jónsdóttir sýningu á polaroid skúlptúrum. Sýningin verður til 24. október. FÖSTUDAGSKVOLD i Jl! HÚSINUI í JIS HÚSINU MATVORUR FATNAÐUR HÚSGÖGN RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL Munið okkar stóra og vinsæla kjötborð FÖSTUDAGSKVÖLD OPIÐ I ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 10 I KVOLD Munið okkar hagstæðu kaupsamninga A A A A A A »■ k cacns cjcjuna. ldlzuu ui C'J uudqjt xm Jón Loftsson hf. — Hringbraut 121 — Sími 10600 ■ Úr Skilnaði eftir Kjartan Ragnarsson, sem sýnt verður þrisvar í Iðnó um helgina. ýmsir úrvals fískréttir. V KAFFI - VMNINN VIÐ GRANDAGARÐ SÍMI 15932 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfrétlir. 19.40 Tilkynningar. Tónieikar. 20.05 „Bjart er yfir byggðum" Jón R. Hjálmarsson ræöir viö Sigurö Ágústsson i Birtingaholti. 20.30 Einsöngur i utvarpssal. 20.55 Með Vigdfsi forseta i Vesturheimi - II. þáttur. Umsjón: Páll Heiðar Jonsson. .45 Almennt spjall um þjóðfræði - I. þáttur. Dr. Jón Hnefill Aöalsteinsson sér um þáttinn. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Frá tónleikum Kammermúslk- klubbsins að Kjarvalsstöðum 23. mal s.l. 23.00 „Fæddur, skírður..." Umsjón: Benó- ný Ægisson og Magnea Matthíasdóttir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. ■ „Með Vigdísi forseta í Vesturheiini" nefnist þáttur Páls Heiðars á fímmtudag. Fimmtudagur 21.,október 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í , mund. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. 8.00Fréttlr. 8.15 Veöurfregnir. Morgun- orö: Jenna Jensdóttir talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). -9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Meira af Jónl Oddi og Jóni Bjarna" eftir Guðrúnu Helgadóttur Steinunn Jó- hannesdóttir byrjar lesturinn 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Iðnadarr.iál, Umsjón: Sigmar Ár- mannsson og Sveinn Hannesson. 10.45 Vinnuvernd. Umsjón: VigfúsGeirdal 11.00Við Pollinn. 11.40 Félagsmál og vinna. Umsjón: Helgi Már Arlhúrsson og Helga Sigurjónsdóttir 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Fimmtudagssyrpa. Ásta R. Jó- hannesdóttir. 14.30 „Móðir mín I kví kví“ eftir Adrian Johansen. 15.00 Miðdegistónleikar. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Útvarpssaga barnanna: , 16.40 Tónhornið Stjórnandi: Anne Marie Markan. 17.00 Bræðlngur Umsjón: Jóhanna Harðardóttir. 17.55 Snertlng I umsjá Arnþórs og Gisla Helgasona. útvarp

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.