Tíminn - 05.11.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.11.1982, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1982 ir og — þótt henni mistækist á Wimbledon Barker bros er ■ Wimbledon-mótið síðsta gekk mjög illa hjá bresku tennisstjörnunni Sue Barker, vinkonu söngvarans Cliffs Richard, og þá birtust myndir af henni hálfgrátandi undan ágangi fréttamanna og ljós- myndara, og ýmsar fréttir bár- ust af sambandi þeirra Sue og Cliffs, ýmist voru þau sögð ætla að fara að gifta sig, eða þau væru bara vinir og hugsuðu ekkert um giftingu o.s.frv. Nú segist Sue, í viðtali við breska blaðakonu, hafa fengið hugarró sína aftur. „Ég get alveg sætt mig við að tapa í tennisleik, og sömuleiðis æsir það mig ekki til reiði, þó ég sé elt af blaðamönnum. Þetta fylgir því, þegar maður hefur einu sinni komist í fréttir, hvort sem það er nú vegna þess að ég er nr. 1 í tennis í kvennaflokki í Bretlandi, - eða bara vegna vinskapar okk- ar Cliffs. Ég hef fundið það sem er mér dýrmætast í lífinu, trúna á Jesú, og get þess vegna litið vonglöðum augum fram á veginn, og þetta er sameigin- legt áhugamál okkar Cliffs.“ Sue er sem sagt nr. 1 í tennis í Bretlandi, en á heimsmæli- kvarða er hún nr. 18. „Cliff er orðinn ofsalega góður tennis- leikari, ég er mest hrædd um að hann fari að mala mig í tennis", sagði Sue hlæjandi í viðtalinu. Hún bætti því við, að honum væri alltaf að fara fram, þó hann sé orðinn fer- tugur. Sjálf segist hún standa mikið í stað, en það geti sjálfsagt lagast með góðri æf- ingu, þar sem hún sé þó aðeins 26 ára, og eigi mörg keppnisár framundan. ■ Sue segist vera ánægð með lífið og tilveruna, trúin hafi gefið sér innri styrk og bjartsýni Enn skrifar Marg- aret Trudeau bók ■ Margaret Trudeau segist loks hafa náð tökum á sjálfri sér. Rugluðu og vitskertu árin eru að baki, segir hún. ■ Það á ekki af aumingja Pierre Trudeau, forsætisráð- herra Kanada, að ganga. Hann á ekki upp á pallborðið hjá kjósendum sínum um þessar mundir og enn sem fyrr er kona hans, Margaret, að vekja á sér athygli. Mikið umtal vakti endur- minningabók hennar, sem út kom fyrir fáum árum, en nú hefur hún hnykkt á með nýrri bók, Consequences (Af- leiðingar). Þar fær maður hennar, en þau hafa ekki enn skilið lögskilnaði, þó að nú séu þrjú ár liðin síðan hún yfirgaf hann, heldur betur á baukinn. Hún er margorð um það, hversu illa henni hafi liðið í sambúð með manni sínum, sem er 29 árum eldri en hún. - Það var eingöngu barnanna vegna, sem ég hélt þetta út svona lengi, segir hún og bætir því við, að ekki hafi það verið sonunum þrem að kenna,- að foreldrunum samdi svona illa. Að vísu viðurkennir Margaret, að hún hafi sjálf ekki verið alveg gallalaus, en lætur í veðri vaka, að hún sé nánast full- komin, sé tekið mið af manni hennar. Hún segir hin og þessi ástarævintýri, sem hún átti með popphljómlistarmönnum, leikurum og öðrum glæsilegum ungum mönnum og urðu fræg í heimspressunni, aðeins hafa verið hennar aðferð til að kynnast sjálfri sér. En nú segist Margaret hafa sagt skilið við hið ljúfa líf og hafi ekki síst verið ástæðan hinir ungu synir hennar, sem[ búa hjá föður sínum. Húnl segist hafa skammast sín ofur-[ lítið, þegar hún hitti þá eftirl langan aðskilnað, og þeir voru| sárir út í hana fyrir að hafal gefið tilefni til alls konar æsi-P frétta í blöðum, sem þeirl höfðu lesið. Þá ákvað hún að| taka upp nýja lifnaðarhætti,f sem gæfu henni kost á að| heimsækja þá reglulega. - Núna reyni ég að lifa| svipuðu lífi og annað fólk, segir Margaret. - Ég hef vel-f launað starf sem umsjónar-j maður sjónvarpsþáttar og ál góðan vin, sem hefur taumhald f á mér. Synir mínir eru ánægðir, þegar ég hitti þá. En ég forðast I pabba þeirra eins og heitanf eldinn, segir hún. Norskur skófram- leiðandi hyggst græða á Carter ■ Fyrir um þrem árum birtist í fjölmiðlum um víðan heim mynd af Jimmy Carter, þá- verandi forseta Banda- ríkjanna, þar sem hann var orðinn uppgefinn í einum hlaupatúrnum sínum, en hann var ákafur hlaupagikkur og áleit hlaupin mikla heilsu- vernd. Almenningi leist ekki á blikuna og sýndist helst heilsu- rækt forsetans ætla að ganga af honum dauðum. Nú hefur norskur skófram- leiðandi notfært sér myndina á óvenjulegan og miður skemmtilegan hátt. f norskum blöðum má sjá auglýsingu með eftirfarandi texta: Þegar fætur þínir eru orðnir þreyttir, heitir og þandir, ættirðu að hafa skóskipti og fara í skó frá okkur. Með textanum er birt myndin fræga. tTTERfíA SKALDUHVILE F0TTENE/BREEZE I Ivtua <*»*: o* Ö'- TnKKK \mrrmaSSaiaas^ í T ***<>*> jímim#, » BTO K*«* ,*&**■&*» wd«í«>,-»» ■ Fyrir þrem árum varð Car- ter forseti að styðja sig við j öryggisverði sína, þegar hann gafst upp í 10 km hlaupi, sem átti að sýna kjósendum hans í | hversu góðu formi hann væri. ■ Nú auglýsir norskur j skóframleiðandi vöru sína með því að birta mynd af uppgefna forsetanum, ásamt ábendingu | til annarra, sem þreyttir kunna að vera orðnir í fótunum, þess efnis að nú sé tímabært að hafa skóskipti!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.