Tíminn - 05.11.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.11.1982, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1982 menningarmál Hetjur hvers dagsleikans ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ HJÁLPARKOKKARNIR Höfundur: GEORGE FURTH Þýöandi: Óskar Ingimarsson Lýsing: Kristinn Danielsson Búningar: Helga Björnsdóttir Leikmynd: Baitasar Leikstjóri: Heigi Skúlason (fnunsýning) Bandarísk gamanmál ■ Það skemmtilega við leikhúsið er meðal annars það, hversu víða er komið við. Seinast sáum við Garðveislu þá, sem nú er komin á bók, og er leikritið nú ekki aðeins sýnt, heldur einnig kennt í metnaðarfulium skólum, þar á meðal í Menntaskólanum við Hamrahlíð, þar sem nemendur lesa þessa aukaútgáfu af bilblíunni og Litlu gulu hænunni, og sjá auðvitað sýninguna, og gjöra um ritgerð- ir. Með þessu móti nær leikhúsið dýpra í þjóðarsálina, sem er fagnaðarefni, jafnvel þótt gefa verði leikrit með teskeiðum í skólum. Síðastiliðinn föstudag, bauð svo Þjóð- leikhúsið til annars fagnaðar, en gest- gjafar þar voru Hjálparkokkamir. Þar eru til umræðu aðstandendur, eða öllu heldur makar frægra manna í Ameríku, en það er víst ekki tekið út með sældinni að búa með stjömu, sem í raun og vem er í sambýli með þjóð sinni allri að auki. Frægðarmenn verða nefnilega að deila lífi sínu með svo ótal mörgum, og einnig reyna þeirað lifa og halda vissri æm, er sumir nefna goðsögn. Höfundurinn George Furth er frá Chicago, og hóf afskipti sín af leikhús- inu, sem leikari. Nam leiklist í North- westen University, þar sem hann tók BS próf og kom síðan fram í mörgum leiksýningum, m.a. á Broadway, en auk þess fékkst hann við kvikmyndagerð. Þá lauk hann M.F.A. prófi við Colombia- háskólann í New York. Síðan hóf hann að skrifa leikrit, og hefur notið áiits sem leikjahöfundur á Broadway í rúman áratug, en auk þess hefur hann kennt leiklist við háskólann í Suður Karólínu. Þetta er því fremur óvenjulegur ferill, þó það sé síður en svo nokkurt einsdæmi, að leikarar semji leikrit. Mörg af merkilegustu leikritaskáldum hafa ein- mitt komið úr röðum leikara, því þeir hafa það oft umfram aðra, er skrifa fyrir sviðið, að þeir em öllum hnútum kunnugir, geta skrifað út frá öðrum forsendum en t.d. bókmenntum og öðmm brjósthroða menningarinnar. Margir telja það vera aðalforsendu, að höfundar þekki þá veröld, er þeir lýsa, og það á svo sannarlega við George Furth í þessu verki. Hann ritar um frægðarmenn, sem hann þekkir eflaust marga og hann skrifar fyrir leiksviðið, sem hann þekkir út og inn. Bæði sem BS og M.F.A. og sem leikari. Hjálparkokkamir em gamanleikur, eða bandarískt gamanmál. Frá þessu er ekki greint vegna þess að nauðsynlegt sé fyrir áhorfendur að vita það fyrirfram að þessu sinni að þetta sé ekki harmleikur í venjulegum skilningi. Heldur er það hitt, að leikurinn skírskotar mjög sterkt til bandarískrar hefðar, er við þekkjum dálítið úr ýmsum gamanleikjum í sjónvarpinu. Hjálparkokkarnir Leikurinn gerist seint í nóvember í Malibu í Kaliforníu, en Ellen (Helga Bachmann) hefur skrifað bók. Hún er gift frægðarmanni og þekkir þá þjáningu sem því er samfara. Hún býður til sín þrem konum og einum manni. Vinum sínum, er gegna sams konar hlutverki í lífinu, að vera einskonarhúsdýr frægðar- manna, eða makar. Hún hefur skrifað bók um þetta fólk. Mjög raunhæfar lýsingar á hegðan þess og kjörum. Áður en bókin fer á markað, vill hún að vinir hennar lesi bókina og því býður hún þeim til sín, til Kaliforníu. George Furth er bráðsmellinn höf- undur og býsna skáldlegur á köflum. Texti hans er ekki aðeins skemmtilegur, heldur einnig mjög myndrænn. Leikurinn er hvort tveggja í senn létt kímni, og einnig hæðist hann óspart að gerviveröld fræðgarmanna, er búa aðal- lega í fjölmiðlum, þótt þeir haldi annars heimili. Hjálparkokkarnir eru ágæt sýning, en þeirra gerðar, að hún er líklega verst á sjálfri frumsýningunni. I svona leikjum er það nefnilega eins og í barnaleik- ritum, að leikararnir verða að leita að sambandinu við áhorfendur eða inn- stungunni frammi í sal. Það tekur dálítinn tíma. Það er ef til vill þess vegna, sem maður hefur það stundum á tilfinningunni, að verkið hafi ekki verið nógu vel æft. Þetta ræður maður m.a. af því, að f síðari hálfleik gengur allt mun betur. Þá er öllum farið að líða vel. Og heim fór maður í léttu skapi. Einna mesta hrifningu vakti leikur Eddu Þórarinsdóttur og Herdísar Þor- valdsdóttur. Ég man ekki í svipinn eftir að hafa séð Eddu í gamanleik, en Herdís Þorvaldsdóttir hefur aftur á móti á valdi sínu það víða svið leikhæfileika, að kunna bókstaflega alla vinnu á leiksviði. Hjá öðrum vantar einhvem óútskýran- legan herslumun. Ég geri ráð fyrir að þessi leikur eigi eftir að slípast í vinnslu og við spáum góðum viðtökum og aðsókn, þegar fram líða stundir. Jónas Guðmundsson Jónas Guðmundsson, rithöfundur skrifar I stormum sinna tída Oddný Guðmundsdóttir; Haustnætur í Berjadal. Unglingasaga. Reykjavík 1982. Gefið út á kostað höfundar. ■ Þessi saga er sögð í sendibréfum telpu á 14. ári. Berjadalur er sveitabær, nokkuð afskekktur en í bílvegasambandi þó. Og straumar tímans ná að þessum bæ og þar gerist saga engu síður en annars staðar. Höfundur sögunnar var lengi bama- kennari og hefur sennilega sem farkenn- ari fjölþættari reynslu að baki sér en nokkur annar sem nú er fyrir mold ofan. Svo víða og lengi hefur Oddný kennt, m.a. í sumum afskekktari sveitum landsins. Hún þekkir því býsna vel uppeldi og uppeldisskilyrði eins og þau hafa verið í sveitum. Þeir sem hafa Iesið blaðagreinar Oddnýjar vita líka að hún hefur bent á misstigin spor í tísku síðustu tíma og hefur þá komið við ýmislegt sem snertir málfar, kennslumál og uppeldi. Og víst er Oddný sjálfri sér lík í þessari sögu. Ég á von á því að einhverjum þyki það með ólíkindum að telpa á ferming- araldri hafi þroska til að skrifa svona bréf: Þó vitum við að krakkar hafa oft ákveðnar hugmyndir og skoðanir. I öðru lagi hygg ég að hér vilji höfundur draga fram hve þátttaka í sveitastörfunum eða segjum ábyrg þátttaka barnsins í lífsbar- áttu heimilisins er þroskandi og mennt- andi á margan hátt. Og þá er ekki unnt að sakast um að fulltrúi þess uppeldis sé valinn ofan við meðaltal. Oddný veit um hvað hún er að tala. Og því hittir hún í mark. Straumur tímans beljar og stundum með boðaföllum. Við getum ekki horfið til liðins tíma þó að við vildum. En okkur er gott að vita hvað reyndist okkur best fyrr á dögum því þar af má læra. Lífsreynslan kennir í Berjadal eins og annars staðar. Síst skyldu menn þó halda að þessi saga sé aðeins endurómur einhvers sem er liðið og horfið og aldrei kemur aftur. Þvert á móti eru hér myndir úr samtíð- inni, sannar og naktar, blákaldar stað - reyndir ef við viljum orða það svo. Spuming sem mig langaði til að vita svar við er sú hvemig þessi unglingasaga nái til unglina samtímans. Þess vegna fékk ég 13 ára telpu til að lesa hana. Og þar stóðst hún prófið sem spennandi og skemmtileg saga. Það próf skiptir líka vemlegu máli, þó að fyllilega réttmætt sé að segja hinum fullorðnu sögur af börnum og unglingum. Þessi unglingasaga er gripin beint úr samtíðinni og fellur að umræðu um uppeldi og menningu líðandi stundar. Hún er byggð á reynslu og þekkingu höfundar, og því er hún vekjandi umhugsunarefni. Það er gaman að hafa fengið þetta kver. H.Kr. Með Eðvarð Ingólfsson; Birgir og Asdís. Skáldsaga Bamablaðið Æskan. Hér segir frá þeim Birgi og Ásdísi sem vom söguhetjurnar í Gegnum bemskumúrinn. Nú em þau 18 ára, byrjuð sambúð og komin út í starfslífið. Hér segir frá einu sumri í þorpi úti á landi, bernskustöðvum Birgis. Sagan Gegnum bemskumúrinn vakti vonir og þær vonir bregðast ekki með þessu framhaldi. En þó að hér sé framhald er þetta sjálfstæð saga um nýja reynslu, nýtt umhverfi, nýja erfiðleika. Erfiðleikar em líka þar sem flest er lagt upp í hendurnar. Svo meinlega er maðurinn gerður. Ytri frágangur bókarinnar er góður en nokkra hnökra má ftnna á stíl og málfari sem vandaðri prófarkalestur hefði mátt sjá við. Sumt kunna að vera prentvillur, annað pennaglöp. Mér finnst vænt um hverfa neðan úr jörðinni, treysta fyrir leyndarmáli t.d. Þá er það smekksatriði hvort notað er slangurmál utan beinnar ■ Eðvarð Ingólfsson. ungu ræðu persónanna, feila sig, plana o.s.frv. Vitanlega á sagan ekki síst erindi við það fólk sem slíkt mál talar svo að þetta kunna að vera skynsamleg vinnubrögð. Alltaf skyldu menn vanda yfirlestur áður en prentað er og handrit að öllum betri bókum ættu höfundar að láta aðra lesa. Venjulegir menn geta orðið furðu sljóir á það sem þeir hafa sjálfir skrifað. Þessi hugleiðing er almenns eðlis. En mestu skiptir um hverja sögu hvort hún nær til lesandans svo að hann þekki sig og sína í henni. Og hér er sagt frá ungu fólki eins og það er í dag. Unglingar byrja sambúð og þá koma í ljós ýmsir erfiðleikar. Og þrátt fyrir allt sem sagt er á öld frjálshyggjunnar um auðveld sambúðarslit verða þau oft bæði erfið og sár þegar á hólminn er komið. Þegar rætt var um Gegnum bernskumúrinn kom fram það álit að naumast væri eðlilegt að gagnfræða- skólakrakkar neyttu hvorki áfengis né tóbaks. Það þótti enginn æskubragur. Og það átti engu að breyta í þeim efnum þó að unglingur ætti móður sem drykki frá sér líf og lán. Það gildir víst einu hvað manni finnst rökrétt í því sambandi. En nú mega lesendur sennilega huggast og taka gleði sína. Hér er því lýst að ungu fólki getur orðið erfitt að lifa í bindindi. Kannske er það erfiðara fyrir þá sem átt hafa drykkfellt foreldri. Hitt er svo önnur saga að áfengisáhrifin eru stundum fólki býsna neikvæð, enda þótt neytandinn eigi langt í land að verða alkóhólisti. En skuggar fortíðarinnar leggjast stundum þungt á menn. Það reynist Birgi erfitt eftir móðurmissinn. Þetta er íslensk og raunsæ samtíma- saga. Sögusviðinu er rétt lýst og per- sónumar eins og fólkið sem við töluml daglega við. Erfiðleikarnir heimatilbúnir eins og gengur og gerist. Því held ég að ungt fólk muni þekkja sjálft sig, samtíð sína og umhverfi í þessari sögu. Og vel má vera að lesendur sjái þar eitthvað í nýju ljósi og þá er til nokkurs lesið. Þá hefur líka verið skrifað til nokkurs. H.Kr. Halldór Kristjánsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.