Tíminn - 02.12.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.12.1982, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982. ÞAUUFDUSÍN BERNSKUJÓL SEINT ÁSÍÐUSTU ÖID ■ Þeir öldnu íslendingar, sem segja frá sínum bernskujólum hér, eru aliir fæddir fyrir uldamót. Ég heimsótti Hrafnistu í Reykjavík og hitti þar að máli þau Guðrúnu Halldúrsdóttur, Guðmund Árnason, Guðmund Pétursson og Brynjólf Einarsson, en í Sunnuhlíð í Kópavogi hitti ég þau Gunnar Árnason, Klásínu Helgu Jónsdóttur og Hólmfríði Björnsdóttur að máli. Ég spurði þau um bemskujóiin þeirra og birtast svörin hér í opnunni. - A.K.B. ■ Guðmundur Ámason er 99 ára gamall. Hann býr á Hrafnistu. (Tíma- mynd: Róbert). ■ Klásína Helga Jónsdóttir, 87 ára í Sunnuhlíð. (Tímamynd: Anna) „Jólin hjá okkur voru alveg eins og aðrir dagar“ segir Guðmundur Árna- son, sem er 99 ára gamall Guðmundur Árnason er 99 ára gamall, fæddur 20. október 1883. Hann hafði þetta að segja um sín fyrstu ár. „Ég man ekki eftir því, að jóladagam- ir væru neitt öðru vísi en aðrir dagar, þegar ég var barn. Móðir mín missti manninn sinn, er ég var fimm ára gamall, elstur fjögurra systkina og móðir mín ófrísk. Jólin hjá okkur voru alveg eins og aðrir dagar, allt tóm fátækt. En við fórum til kirkju á jólunum, Spákonu- fellskirkju. Við áttum heima á Skaga- strönd. En lífsbaráttan var erfið og allt gekk út á að fá eitthvað að borða og eitthvað utan á sig. Það var enginn kostur á að læra neitt lftill lærdómur nema kverið, áður en maður ferradist. En þetta bjargaðist allt hjáokkur,systkini mín tvö fóru til systra mömmu, en ég hélt alltaf i pilsið hennar mömmu, þar til ég rúmlega tvítugur fór til Isafjarðar.14 ára fór ég með móður minni til Hjalteyrar og 15-16 ára fór ég að vinna og hjálpa henni. Ég hef unnið til sjós og í verkamannavinnu, var 25 ár til sjós og 30 ár í verkamannavinnu.“ „Það var gaman að fá nýjan kjól eða nýja svuntu“ segir Klásína Helga Jónsdóttir, 87 ára, frá Patreksfirði. ■ Klásína Helga Jónsdóttir er fædd 10. júlí 1895 og er 87 ára gömul. Ég spurði hana um bernskujólin. Klásína er frá Patreksfirði. „Maður hlakkaði mikið til jólanna. Yfirleitt fengum við ný föt. Það var gaman að fá nýjan kjól eða nýja svuntu. Svuntur voru þá miklu vandaðri og meira notaður fatnaður en nú er. Allt heimilið var svo hreinsað og fágað og við börnin öll þvegin hátt og lágt. Á aðfangadagskvöld var svo lesin hugvekja og sungnir jólasálmar og við fengum góðan mat, venjuleg^ kjötsúpu eða steikt kjöt, en hangikjöt fengum við alltaf á jóladag. Seint á aðfangadags- kvöldi var svo drukkið súkkulaði og bestu kökurnar með. Það voru pönnu- kökur og ég man að mámma bakaði líka yfirleitt smákökur fyrir jólin. Þetta var ósköp gott. Á aðfangadagskvöldið mátti ekki spila, því þetta var heilagt kvöld. Við fengum öll kerti og stundum ýmsa smáhluti í jólagjöf. “ ■ Brynjólfur Einarsson, 92 ára, býr á Hrafnistu: (Tímamynd: Róbert) „Spariskórnir voru úr blásteinslituðu sauð- skinni“. segir Brynjólfur Einarsson frá Reyni í Mýrdal Brynjólfur Einarsson er fæddur 2. ágúst 1890 á Reyni í Mýrdal. „Við fengum yfirleitt ný föt og nýja skó fyrir jólahátíðina", sagði Brynjólfur. „Spariskórnir voru úr blásteinslituðu sauðskinni, bryddaðir með álúneruðu skinni. Svo fengum við börnin kerti og spil. Ég man, að pabbi útbjó alltaf tólgarkerti í strokknum, sem rjóminn var strokkaður í. Þá var ekki um útlend kerti að ræða, enda tæplega komin verslun í Vík. Á aðfangadagskvöld var lesin jólahug- vekja og sungnir jólasálmarnir. Það var alltaf mikið sungið á mínu bernsku- heimili og heimilisfólkið hafði mikla ánægju af söng. Á aðfangadagskvöld var nú venjulega heldur betri matur en endranær, en hangikjöt var borðað á jóladaginn. I þá daga voru sauðir og þá var t.d. skammt- að ásamt ýmsu öðru handa fullorðna fólkinu eitt sauðarif. Sérstaklega handa karlmönnum, konur fengu minna. Þetta var svo ríflega skammtað, að menn torguðu ekki skammtinum, en geymdu afganginn, í það minnsta til næsta dags. Fyrir jólin voru bakaðar alls lags kökur og laufabrauð og seint á aðfanga- dagskvöld var alltaf drukkið súkkuiaði eða kaffi fyrir þá, sem það vildu og með var kleinur, jólakaka og lummur. Lumm- murnar voru bakaðar þannig að stálhella var sett á grind yfir eldinum og þær bakaðar á henni. Við fórum svo til kirkju á jóladag eða annan í jólum, en messað varætíð annan hvom jóladaginn í kirkjunni á Reyni.“ ■ Hólmfríður Bjömsdóttir, 98 ára, býr í Sunnuhh'ð. Upphlutinn, sem Hóimfrið- ur er í, saumaði hún sjálf, þegar hún var níræð að aldri. (Tímamynd: Anna). y „Það var gaman að horfa á, þegar amma bjó til tólgarkertin“ segir Hólmfríður Björns- dóttir, 98 ára Hólmfríður Björnsdóttir er 98 ára gömul, fædd 8. nóvember 1884. Hún minnist þess er hún rifjar upp sín bernskujól í Dölum á Fáskrúðsfirði að Guðríður, amma hennar var að steypa kerti og stóð þá við strokk, þar sem tólgin var í. Grind var höfð ofan á strokknum, þar sem garnið var hengt í og difið ofan í tólgina öðru hvoru. Hólmfríður minnist þess, hve gaman var að horfa á það, þegar kertinvom að stækka í hvert skipti, sem þeim var dyfið í tólgina. Guðríður var mjög gjafmild og gaf bæði börnunum á heimilinu og í nágrenninu í sveitinni kerti. Á jólunum voru þau kerti fest á disk eða undirskál með því að bræða svolítið af kertinu á undirstöðuna ogkertin fest með því. Hólmfríður segist minnast þess, þegar hún var svolítið farin að stálpast, að smíðað var lítið jólatré. „Var það stofn og álmur festar á hann eins og greinar. Fremst á hverja grein var sett kerti, en um stofn trésins var sett lyng.“ „Jólagjafir vom yfirleitt ekki sem sérstakar gjafir“ sagði Hólmfríður „en við börnin fengum svartlitaða sauð- skinnskó, sem bryddaðir voru með eltiskinni. Eins fengum við einhverja flík og sokka.“ Faðir Hólmfríðar, Björn Stefánsson, óf mikið, en móðir hennar Margrét Stefánsdóttir, saumaði svo flíkumar, sérstaklega handa yngstu bömunum. Breytt ver talsvert til í mataræði um jólin á æskuheimili Hólmfríðar. Á aðfangadagskvöld var yfirleitt borðað steikt kjöt og sagógrjónagrautur á eftir. Með kaffinu voru svo hafðar kleinur. Á jóladag var borðað hangikjöt með brauði og jafningi.“ ■ Guðmundur Pétursson er á Hrafn- istu. Hann er 91 árs. (Tímamynd: Róbert) „Kaupmaðurinn gaf vinnufólkinu brennivín til hátíðabrigða segir Guðmundur Péturs- son, 91 árs, frá Reykjar- firði í Strandasýslu Guðmundur Pétursson er 91 árs, fæddur 10. mars 1891. Ég spurði hann um bemskujólin hans. „Ég missti móður mína 5 ára gamall,,. sagði Guðmundur, „og við pabbi fluttum þá í vinnumannahúsið hjá kaupmannin- um í Reykjarfirði í Strandasýslu, þar sem við bjuggum. Kaupmaðurinn hét Jakob Jóhann Thorarensen. Hann var orðinn ekkjumaður og hafði ráðskonu. Ég fylgdi alltaf pabba mínum og ég var eini krakkinn á heimilinu. Um jólin man ég að borðaður var góður matur, vanalegur sveitamatur, hangikjöt og hafði hvur hjá sér skrínu, og í henni var geymdur afgangurinn af kjötinu, sem oft entist nokkuð lengi. Ég man ekki eftir neinum jólagjöfum, en kaupmaðurinn gaf vinnufólkinu brennivín til hátíða- brigða. Þrír jóladagar voru haldnir helgir og þá fengu allir frí og máttu gera sem þeir vildu. Minn leikur var nú aðallega að fylgja pabba. Hann passaði hesta hjá kaup- manninum. Ég man að ég byrjaði snemma að smíða og smíðaði þá báta til að leika mér að. Pabbi tálgaði líka oft handa með fugl og annað úr ýsubeini og tré. Þegar ég var 10 ára fór ég fyrst á rjúpnaveiðar. Sonur kaupmannsins lán- aði mér byssu. Hann hét Jakob Jens og varð seinna bóndi á Gjögri.“ „Ekki margbrotid iíf, en heilbrigt” — segír Gunnar Árnason, 92 ára, um jólin að Tréstöðum í Hörgárdal ■ Gunnar Árnason er 92 ára gamall,- fæddur 27. apríl 1890. Æskuheimili hans er Tréstaðir í Hörgárdal, en þar bjuggu foreldrar hans, sem eignuðust átta börn og náðu sex fullorðinsaldri. „Já, ég man vel eftir bemskujólunum mínum,“ sagði Gunnar, er ég hitti hann að máli í setustofu Sunnuhlíðar. „Við hlökkuðum mikið til jólanna. Þá fengum við góðan mat, hangikjöt, bringukolla og magála. Á aðfangadags- kvöld fengum við svo lummur og kleinur með kaffinu, en þá mátti ekkert leika sér eða spila. Það var heilagt kvöld. Þá var lesinn húslestur og sungnir sálmar. Húslesturinn var lesinn úr Jónsbók. Á jólunum voru ekki lesnar aðrar bækur en guðsorðabækur og yfirleitt farið til kirkju. Ég man eftir því að ég borðaði alltaf svo mikið af öllum góða jólamatnum að ég gubbaði. Maður var ekki vanur svona mat, því yfirleitt var borðaður mjólkur- matur. Ég á góða endurminningu um það, að alltaf þegar mamma mín mjólkaði kýrnar, bað hún mig að koma með bolla eða glas og svo mjólkaði hún beint í glasið og gaf mér. Það var gott, spenvolgnýmjólk og ég hef áreiðanlega haft gott af því. Jólagjafir voru ekki aðrar en þær að við fengum kerti og stundum spil. Oft sendi presturinn séra Davíð,'afi Davíðs skálds Stefánssonar, kerti og kökur á fátækustu heimilin það voru margir fátækir þá og mikil gleði að fá jólaglaðn- ing. Það var ekki margbrotið lífið í bernsku minni, en það var heilbrigt líf. Við krakkarnir lékum okkur að hrúts- homum, leggjum og kúskeljum. Kú- skeljamar vom kýr og við röðuðum þeim í brekku í fjallshlíðinni. Það var skemmtilegt að leika sér þá, og við ánægð með gullin okkar.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.