Tíminn - 02.12.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.12.1982, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982. Vanilluhringir með val- hnetum 200 g mjúkt smjör, 50 g sykur 50 g flórsykur, 200 g hveiti 50 g kartöflumjöl 2 tsk. vanillusykur og skraut: valhnetur. Smjör og sykur og flórsykur er hrært vel og hveitið og kartöflumjölið hrært saman við og vanillusykur- inn. Deigið er sett í stóran sprautupoka og deiginu sprautað á plötuna í hringi (á bökunarpappír) og á hvem hring er sett hálf valhneta. Hringirnir eru bakaðir við 200 gráðu hita (celcius) í 8-10 mínútur. Jólabollur 3/4 dl volg mjólk, 40 g þurrger, 100 g smjör, 3 matsk. sykur, 1 tsk. kardimommur, legg, ca. 250 g hveiti, ca. 100 g fínskorið súkkat. Gerið er hrært út í mjólkina og hinum efnunum blandað saman við. Hnoðað saman með skeið. Eftir að deigið hefur beðið :á hlýjum stað í 10 mínútur er hægt að móta úr því 15-20 litlar bollur, sem eru settar á smurða plötu og þegar þær hafa stækkað um helming eru þær penslaðar með eggi og bakaðar við 225 gráðu hita (celcius) í 20 mínútur. ■ Jólasamlokur Hnetukaka 4 eggjarauður, 100 g sykur, 150 g malaðir hnetukjarnar (bæði heslihnetu og valhnetukjarnar) 1 tsk. lyftiduft, 4 stífþeyttar eggjahvítur. Kakan er lögð saman með sólberjahlaupi eða annari góðri sultu, pela af þeyttum rjóma og skreytt með 100 g af hjúpsúkkulaði og valhnetum. Eggjarauðurnar og sykurinn er þeytt vel saman og hnetunum er blandað saman við lyftiduftið og hrært saman við ásamt um helmingnum af stífþeyttum eggjahvítum. Afgangnum af eggjahvít- unum er blandað mjög varlega í deigið. Deigið er sett í vel smurt form stráð raspi og bakað við lítinn hita (160 gr.) í um 50 mínútur. Kakan er tekin varlega úr forminu, þegar hún hefur kólnað aðeins. Þegar kakan er orðin köld er hún skorin í sundur og lögð saman með sultu og rjóma. Bráðið súkkulaði er sett yfir kökuna og hún skreytt með valhnetum. Brúnar kökur 100 g dökkt súkkulaði (hjúpsúkkulaði) 75 g smjör, 2 eggjarauður, 190 g sykur, 2 eggjahvítur, 1 tsk. vanillusykur, 100 g saxaðir valhnetukjamar, 70 g hveiti, 1/2 tsk. lyftiduft, 1/4 tsk. salt. ■ Brúnar kökur (brownies) Bræðið saman súkkulaði og smjörið og látið kólna. Hrærið síðan í það eggjarauðurnar. Þeytið sykur og eggjahvítur, bætið í vanillusykri og valhnetukjörnum og blandið þessu saman við ásamt sigtuðu hveiti, lyftidufti og salti og deigið er síðan hrært létt saman. Deigið er sett í vel smurt mót og bakað í 35-40 mínútur við 175 gr. hita. Þegar kakan hefur kólnað aðeins er hún skorin í lítil ferköntuð stykki. Sigtaður flórsykur er settur yfir kökumar áður en þær eru bornar fram. Síropskaka 250 g síróp, 2 boflar sykur, 1 bolli vatn, 4 bollar hveiti, 2egg 1 og 1/2 tsk. matarsódi Síróp, sykur og vatn er soðið saman. Kælt og síðan er hveiti, eggjum og matarsóda hrært í. Hrærið ekki lengur en nauðsynlegt er til að deigið verði samfellt. Setjið síðan deigið í tvö vel smurð tertumót og bakið við 175 gr. hita í 20-25 mínútur. Þegar kakan er orðin köld er hún lögð saman með smjörkremi og skreytt með möndlum. Best er kakan sé hún látin bíða minnst einn dag áður en hún er borðuð, hún getur geymst í marga daga sé hún í góðum umbúðum. Bollinn sem notaður er til að mæla í kökuna á að taka um 1 og 1/2 dl. SMJÖRKREMIÐ: 100-125 g smjör, 50-75 g flórsykur, ein eggjarauða, vanUlusykur. Valhnetuterta 3egg, 175 g sykur, 30 g hvciti 30 g kartöflumjöl, 1 tsk. lyftiduft, 50 g saxaðir vaUinetukjarnar FYLLING: 2 1/2 dl þeyttur rjómi 2 matsk. flórsykur, 50 g saxað súkkulaði GLASSÚR: 100 g flórsykur 1 matsk. sterkt kafli. Egg og sykur er þeytt vel saman. Hveiti og lyftiduft er sigtað og sett í ásamt valhnetukjömunum. Deigið sett í vel smurt mót og bakað ca. 20 mínútur við 200 gr. hita (celcius). Þegar kakan er köld er hún skorin í tvö eða þrjú lög og sett saman með þeytta rjómanum, sem flórsykrinum hefur verið þeytt saman við og súkkulaði bætt út í. Skreytt með glassúr og valhnetum. ■ Jólakrans

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.