Tíminn - 02.12.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.12.1982, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982. 15 ■ Ynrmatreiðslumennirnir í Hótel Sögu: Francois Fons og Sveinbjöm Friðjónsson. Tímamynd: Róbert). 5. Eftirfarandi bl. í hakkið. Rjómi, sítrónusafí, egg, pylsukrydd og salt, bl. í mixer eða hrært vel saman þar til það verður ljóst og létt. 6. Blandaðu smáttskorinni tungunni í. 7. E.t.v. meira krydd. 8. Fóðraðu formið með spiksneiðunum. 9. Láttu farsið í formið og pressaðu örlítið. 10. Skerðu kjúklingalifrina í smábita og láttu ofan á farsið. 11. Klæddu þétt yfir með spiksneiðum. 12. Láttu lárviðarlauf ofan á. 13. Pakkaðu yfír formið með álfilmu. 14. Sett í vatnsbað í ofni. Bakað í um þ.b. 2 tíma á 175° eða þar til efsta fitulag er orðið tært, þá er lárviðarlaufið tekið og pakkað yfir með álfilmu og kælt. GJjáður hamborgarhryggur ■ Hryggurinn er soðinn við vægan hita í 'A klst. og látinn standa í soðinu góða stund. í>á er hryggurinn færður upp úr og snyrtur. Ef spiklagið er þykkt verður að skera nokkuð af fitunni af, áður en hryggurinn er gljáður. Hryggurinn er stráður sykri og brúnaður í vel heitum ofni. Framreiddur með ýmsu grænmeti, frystum pipparrótarrjóma og madeirasósu eða rauðvínssósu. Gljáðan hamborgarhrygg má einnig framreiða kaldan t.d. með grænmetissalati og cumberland-sósu. Innbakaður hamborgarhryggur Utan um hamborgarhrygginn er látið rúgbrauðs- deig sem lagað er úr rúgmjöli, vatni hnoðað og flatt út svo það verði um 1 cm á þykkt. Hryggurinn er steiktur í ofni í 1 klst. Þá er lok skorið af deiginu, hryggurinn stráður sykri og gljáður á sama hátt og áður er getið. Hryggurinn er skorinn í sneiðar og látinn aftur í deigið. Framreiddur á sama hátt og gljáður hamborgar- hryggur. Hamborgarhryggur sem er matreiddur á þennan hátt er mjög safaríkur og bragðgóður. Hrísgrjónabúðingur með ávöxtum 150 gr. hrísgrjón eru skoluð í köldu vatni og suðunni hleypt upp á þeim. Skoluð í köldu vatni og sett yfir til suðu í 1 I. af mjólk, krydduð með salti og soðin í ofninum í 'h klst. Kæld og 200 gr. af smátt skornum niðursoðnum ávöxtum blandað í þau. 12 eggjarauður eru þeyttar með sjóðandi sykursýrópi, sem er lagað úr 200 gr. af sykri og 1 dl. af vatni. Þeytt unz eggin eru hæfdega stff og köld. Þá eru 30 gr. af matarlími sett út í, bragðbætt með vanillu. 1 1. af þeyttum rjóma blandað gætilega út í hrísgrjónin. Síðan er búðingurinn settur í form með hindberjahlaupi í botninum. Áður en búðingnum er hvolft á fat er forminu dyfið augnablik í volgt vatn. Búðingurinn er skreyttur með þeyttum rjóma og niðursoðnum ávöxtum. Hvítvínssósa eða aprikósusósa er borin með. -A.K.B. Ljósar piparkökur 250 g hveiti, 100 g smjör, 100 g sykur, 1/2-1 tsk, hvítur nýmalaður pipar. 3/4 dl rjómi Smjörið er mulið í hveitinu og síðan hnoðað með sykrinum, pipamum og bleytt í með rjómanum. Deigið er strax hægt að hnoða í lengjur og úr þeim litlar kúlur, sem eru svo bakaðar við 200 gráðu hita í um 8 mínútur. Jólahjörtu 125 g mjúkt smjör 50 g sykur, 2 matsk. hunang, 1 tsk. kanill, 50 g hakkaðar möndlur 200 g hveiti, 3/4 tsk. matarsódi. SKRAUT: glassúr úr flórsykri og vatni, ávaxta- litur (ef vill), sykraðar fjólur eða annað kökuskraut. Smjör og sykur er hrært vel saman og hunangið hrært saman við. Síðan er deigið hnoðað með hveitinu, kanelnum, möndlunum og matarsódan- um. Deigið er flatt út og hjörtu mótuð með hjartalöguðu móti. Kökumar eru bakaðar við 175 gráðu hita í 12-15 mínútur. Á þær er síðan settur glassúr, gjarnan áður en þær eru orðnar alveg kaJdar og í glassúrinn fer ca. 200 g flórsykur og sjóðandi vatn, byrjið með lítið vatn svo að glassúrinn verði ekki of þunnur. Áður en glassúrinn stífnar er skrautið sett á. Þegar glassúrinn er orðinn þornaður eru kökurnar settar í kökukassa og smjörpappír hafður á milli þeirra. Möndlukökur 100 g sykur, 100 g mjukt smjör, 1 lítil eggjarauða, 100 g hvelti, ca. 100 g saxaðar möndlur. Smjör og sykur er hrært saman og eggjarauðunni og hveiti bætt við og deigið hnoðað létt saman. Deigið er mjög mjúkt. Það er svo látið standa á köldum stað smátíma og mótaðar úr því litlar flatar kúlur, sem síðan er dyfíð í möndlurnar. Kökumar eru settar á plötuna og haft langt á milli þeirra, Bakaðar við 200 gráður í 8-10 mínútur. Jólasamlokur Möndlukökurnar (sjá uppskrift) em lagðar saman með þeyttum rjóma og marsipankökum, sem em skomar út úr marsipani í sömu stærð og möndlukbkurnar. Skreytt með hálfri valhnetu. Finnskt kaffíbrauð 3oo g hveiti, 200 g smjör, 100 g sykur, 3 matsk. sherry SKRAUT: egg, sykur, möndlur. Deigið er hnoðað vel saman og rúllað í fingurþykkar lengjur sem eru penslaðar með hrærðu eggi og dyfið í möndlur og sykur. Kökurnar em bakaðar við góðan hita (200 gr.) í um 10 mínútur. Eggjahvítukökur 375 g hveiti, 2 eggjarauður, 250 g mjúkt smjör, 2 matsk. rjómi. MARENGS: 3 eggjahvítur, 150 g sykur, 11/2 tsk. edik, 75 g saxaðar möndlur. Öllum efnunum í deigið er blandað saman og það hnoðað. Látið síðan deigið bíða á köldum stað í um hálftíma (gjaman lengur). Stífþeytið eggjahvít- urnar og þeytið síðan edikið í, síðan sykurinn og hökkuðu möndlurnar. Kökudeigið er flatt út eins þunnt og hægt er og hver kaka síðan skorin undan litlu glasi. Lítill marengstoppur er settur á hverja köku. Kökurnar eru síðan bakaðar við 170-175 gráðu hita (celcius) í 8-10 mínútur. Kökumar eiga eiga að vera ljósar og marengsinn ljósbrúnn. Jólakrans 125 g smjör, 125 g ljós púðursykur, 1/4 dl hunang, 2 egg> 1/2 tsk. kanill, 1/4 tsk. negull, II2 tsk. múskat, rifinn börkur og safi úr 1/2 appelsínu og 1/2 sítrónu, 125 g ávextir í bitum, t.d. rúsínur, kokkteilber, hnetukjamar, fíkjur og döðlur. 150 g hveiti, 3/4 tsk. lyfliduft. Skreytt með sigtuðum flórsykri og marsipanblóm- um. Smjör, púðursykur og hunang er hrært vel saman og eggin síðan hrærð saman við. t>á er bætt í kryddinu og ávaxtasafanum og síðast ávöxtunum til skiptis við hveitið og lyftiduftið, sem hefur verið sigtað saman. Deigið er sett í vel smurt kringlótt form og bakað við lítinn hita (160 gráður C) í tæplega 1 klukkustund. ^ Jólahjörtu og fleiri kökur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.