Tíminn - 09.12.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.12.1982, Blaðsíða 1
Jóiagjafahandbók Tímans fylgir blaðinu í dag , TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Fimmtudagur 9. desember 1982 281. tölublað - 66. árgangur Álviðræðunefndin sprungin eftir vidræðurnar við Alusuisse á þriðjudag: ?? EG LYSI ALLRI ABYRGÐ A HENDUR IÐNAÐARRAÐHERRA — segir Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður, eftir að hafa sagt sig úr henni, er Hjörleifur hafði hundsað meirihluta nefndarinnar ?? ¦ „Éghefsagtmigúrálviðræðunefnd- inni vegna þess að iðnaðarráðherra hundsaði vilja meirihluta nefndarínnar í samningaviðræðunum við Alusuisse á þríðjudaginn", sagði Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaðnr, í viðtali við Tímann, en bann átti sæti í nefndinni, sem skipuð er sérfræðingum og fulltrú- um flokkanna, fyrír hönd Framsóknar- flokksins. „Ég tel að iðnaðarráðherra verði sjálfur að bera alla ábyrgð á framgangi þessara samningaviðræðna." Guðmundur gerði tillögu um máls- meðferð af hálfu íslendinga í viðræðun- um við Alusuisse á fundi nefndarinnar á mánudagskvöldið. Hann sagði að tillagan hefði haft þann tilgang að reyna að koma samningaviðræðum á milli aðilanna í gang. Fyrir hafi legið bréf frá Alusuisse, þar sem fram kæmi að þeir vildu opna viðræður, og hefði hann talið nauðsynlegt að láta reyna á það, hvort þeim væri alvara að fara að ræða málin efnislega. 1 tillögu sinni hafi því verið gert ráð fyrir, að lagt yrði fyrir Alusuissemenn skriflegt tilboð m.a. um að samið yrði um 20% hækkun á raforkuverði ísal frá 1. febrúar n.k., en jafnframt farið í frekari viðræður um endurskoðun á raforkuverðinu almennt með tilliti til þess verðs, sem álver greiða fyrir raforkuna í Evrópu og Ameríku, og þeim viðræðum lokið í síðasta lagi 1. apríl 1983. Jafnframt var gert ráð fyrir því í tillögu Guðmundar að Islendingar gætu að meginstefnu fallist á stækkun álversins, ef samningar næðust um öll atriði sem slíka stækkun snerta, þar á meðal raforkuverð. Jafnframt væru ís- lendingar opnir fyrir því að nýr hluthafi kæmi inn í þennan rekstur, vegna þeirra erfiðleika sem nú eru í álframleiðslu, með ákveðnum skilyrðum. Pá var í SAKADOMUR FJALLAR UM TVO MANNDRÁPSMÁL SAMA DAGINN ¦ Réttarhöld í tveimur óskyldum manndrápsmálum fóru fram fy rir luktum dyrum í sakadómi Reykjavíkur í gær. Eldra málið er tæpra fjögurra ára gamalt, frá 27. janúar 1979. Lést þá 21 árs gömul stúlka af áverkum sem hún hlaut af samskiptum sínum við pilt á líkum aldri. Hittust þau á dansleik og urðu þau samferða í hús við Háaleitis- braut. Síðar um nóttina fóru þau um líkt leyti út úr húsinu og urðu samferða að fjölbýlishúsi í Safamýri þar sem kom til ryskinga með þeim. Bar pilturinn að hann hefði hrint stúlkunni og að hún hefði hlotið áverkana af því. Fimmtánda apríl 1979 kom til átaka milli 38 ára gamals manns og 19 ára gamals pilts í húsi við Ferjubakka í Reykjavík og leiddu átökin til láts þess fyrrnefnda. Hafði hann verið sambýlis- maður móður piltsins, en þau höfðu slitið samvistum skömmu áður. Var maðurinn í heimsókn hjá móður piltsins, en þar voru fyrir faðir hennar, pilturinn og annar maður. Kom fljótlega til átaka með hinum látna og piltinum, en aðrir viðstaddir reyndu að stilla til friðar en án árangurs. Var þá kallað í Iögregluna, en þegar hún kom á vettvang, voru áverkar hins látna orðnir svo miklir að ihann var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann lést næsta dag Dómari í Safamýrarmálinu er Jón Abraham Ólafsson, en Jón Erlendsson, sakadómari, dæmir í Ferjubakkamálinu. -Sjó tillögu Guðmundar ákvæði um endur- skoðun á skattareglum og fleira. „Það var góður meiríhluti fyrir því í nefndinni að leggja fyrir Svisslendingana tillögu á þessum grundvelli, og var iðnaðarráðherra gerð grein fyrir því", sagði Guðmundur. „Ráðherra hundsaði hins vegar þessar hugmyndir þegar viðræðurnar hófust á þriðjudag kl. 14. þann dag var aftur haldinn fundur í nefndinni. J?ar skýrði ég frá því, að ef iðnaðarráðherra legði ekki fram hug- myndir í svipuðum dúr og mín tillaga gerði ráð fyrir, og sem meiríhluti var fyrir í nefndinni, á fundinum með fulltrúum Alusuisse síðar um daginn, þá teldi ég að grundvöllur fyrir samstarfi í álviðræðunefndinni væri brostinn. Myndi ég þá segja mig úr nefndinni og Iýsa allri ábyrgð á hendur iðnaðarráð- herra á framgangi samningavið- ræðnanna. Iðnaðarráðherra ræddi svo á ný við Svisslendingana kl. 16 en lagði þar ekki fram neinar tillögur í þessum dúr". Guðmundur sagði einsýnt að iðnaðar- ráðherra hefði staðið mjög klaufalega að þessu máli, þar sem staðan hefði án efa skýrst mjög mikið ef þessi hugmynd, sem meirihluti álviðræðunefndarinnar studdi, hefði verið lögð fram í viðræðun- um við Svisslendinga. -ESJ I varðhald ffyrir kyn- ferðis- afbrot — grunaður um að leita á unglings- stúlkur ¦ Fullorðinn karlmaður var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald í Saka- dómi Reykjavíkur vegna gruns um síendurtekin kynferðisafbrot gegn unglingsstúlkum, Hljóðaði úr skurðurinn upp á allt að tveggja vikna •varðhald en hann var kveðinn upp af Ágústi Jónssyni fulltrúa í Sakadómi Reykjavíkur. Tekið skal fram aðumræddur maður mun ekki vera sá sami sem leitað var að fyrr á þessum vetri fyrir að leita á unglingsstúlkur á Miklatúni í Reykja- vík. Mál hans er nú til rannsóknar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.