Tíminn - 09.12.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.12.1982, Blaðsíða 10
10____________ heimilistíminn FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 umsjón: B.St. og K.L. Innkaupakarfa nr. 6: STÓRMARKAÐ- IR ERU AÐ JAFN- AÐI ÓDYRARI en einstaka hverfisverslanir standa þeim jafnfætis Veisluréttir sýndir og sendir heim úr Súlnasal ■ Föstudagana 3., 10. og 17. des- ember efnir Gildi hf. til nýstárlegrar kynningar á veisluréttum í Súlnasal. Vera þá á hláðborði á boðstólum ótal góntsætir jólaréttir með allskyns meðlæti og verða allar tegundir merktar nafni og númeri. Á kynningunni gel'st gcstum tæki- færi á að bragða á kræsingunum og afla sér nánari upplýsinga um tilbún- ing réttanna hjá matsveinum hússins, en þeir verða að sjálfsögðu til staðar. Fyrir jólahátíðina er sfðan hægt að panta einstaka rétti eða heitar tnált- íðir og fá allt sent heim ásamt lciðbeiningum um lokastig matar- gerðarinnar. Gestir geta valið uin að panta t.d. aðeins forrétli, eftirrétti og / eða alian vcislumatinn. Kynningarnar hefjast kl. 19.00 fyrmefnda daga og standa til kl. 22.00 Vcrð þessarra fjölbreyttu kvöld- máltíða er sérstaklcga stillt í hóf. ■ Nú hefur Verðlagsstofnun sent frá sér Innkaupakörfu nr. 6. I henni eru tekin til athugunar annars vegar ársút- gjöld meðalfjölskyldu vegna kaupa á kjötvöru eftir verslunum, og hins vegar ársútgjöld meðalfjölskyldu vegna kaupa á nýlenduvöru og fiski. Birt er heildar- upphæð lægsta verðs eftir verslunum. Er hér um nánari útfærslu að ræða á 5. Innkaupa körfunni, sem kynnt var fyrir viku. Á það skal minnt, að könnunin var gerð fyrirsíðustu mánaðamót, þ.e. áður en verð á landbúnaðarvörum var hækkað. Þá ber einnig að taka fram, að mjólk, öðrum mjólkurvörum og kartöflum, sem eru á sama verði í öllum verslunum, hefur verið sleppt. Þess vegna er heildarverðmunur milli verslana og inn- an þeirra meiri en ella. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi: Kjötvörur: 1. Verðmunur á heildarverði, þar sem það var lægst og hæst var 21.1% eða því sem næst 2.500 krónur. 2. Lítill sem enginn verðmunur er á kjötvörum innan hverrar verslunar ef keypt er í þeirri þyngdareiningu, sem hér er miðað við, þ.e. 1 kg. 3. Ekki er verulegur munur á verði kjötvöru í hverfisverslunum og stór- mörkuðum. Nýlenduvörur, fískur og hreinlætis- vörur: 1. Munur á heildarverði var mestur 26.8% á milli verslana, u-þ.b. 7.500 kr. 2. Verðmunur innan verslunar, efávallt var miðað við ódýrasta vörumerki annars vegar en dýrasta hins vegar varð allt að 36%. Þetta undirstrikar mikilvægi þess, sem áður hefur verið bent á, að meira er kleift að spara með verðsamanburði innan versiana en með því að fara á milli verslana. 3. Stórmarkaðir eru að jafnaði ódýrari þó að einstaka hverfisverslanir standi þeim jafnfætis. 4. í allmörgum tilvikum var of hátt verð á vörum. Einkum bar á þessu með súkkulaðikexið Prins Póló, en há- marksverð á því er 8.75 kr. Sagt hefur verið: „Sælgæti og gosdrykkir gera börnin óþæg” — nú er það vís- indalega sannað! ■ Fólk getur orðið árásargjarnt, ef það neytir næringarsnauðra hitaein- inga. Er álitið, aö það stafi einkum af skorti á B', B og B" vítamínum. Bandartskar rannsóknir hafa enn- frcmur leitt í ljós, að svefnleysi og síþreyta geta verið afleiðingar víta- míns- og steincfnaskorts í fæðunni. Hefur kontið t Ijós, aðþcir, sem líða af þessum einkennum og skyndi- legum óstjórnlegum geðsveiflum, hafa hlotið bót þessara meina, þegar þeir skipta um mataræði og taka að ncyta grænmetis, ávaxta, eggja og grófs korns í ríkara mæli. Hér var um að ræða fólk, sem neytti fyrst og fremst sætrar og fcitrar fæðu og bar engin önnur sjúkdóms- einkenni. Börn, sem hafa borið einkenni yfirvirkni (hyperaktivitet), hafa cinnig oft hlotið bót, þegar þau hafa veriö sctt á hollara fæði. f þeim tilfellum var unt að ræða börn, sem neyttumikilssælgætisoggosdrykkja. Um þessi mál liefur Jeffrey Bland, prófessor í næringarfræðum og yfir- maður lækningarannsóknastofunnar Bellcvue-Redmond í Easington, rit- að í tímaritiö „Psychology Today“. Einnig hafa á síðari árum farið fram víðtækar rannsóknir vfða um heim á áhrifum fæðuvals á sálarjafnvægi. Skv. þeim er það ekki einungis skortur á vissum ntikilvægum víta- ntínum, sem getur valdið ójafnvægi. Þar getur einnig verið um ofnæmi gegn tilteknum fæðuflokkunt að ræða, en það er oft erfitt aö átta sig á, hvaða efni eiga hér sök á, þar sem ekki koma fram venjuleg ofnæmis- einkenni. TIERÐKYNNING ft MERÐIAGSSTOFNUNARW INNKAUPA Verð eftir verslunum KAREAN Kjötvörur, ársútgjöld me&alfjölskyldu 12.000-12.500 kr. Kjötml&stöðln Lauglæk 2 - Víðlr Starmýri. 12.500- 13.000 kr. Allabúð Vesturbraut 12 Hf. Austurborg Stórholti 16 - Brekkuval Hjallabrekku 2 Kóp. - Freyjubúðln Freyjugötu 27 - JL-húslð Hringbraut 121 - Kaupfélag Kjalarnesþings - Kjörval Mosfellssveit - Kjöt og fiskur Seljabraut 54 - Teigakjör Laugateigi 24 - Víðir Austurstræti 17 - Vörumarkaðurlnn Armúla 1. 13.000-13.500 kr. Árbæjarkjör Rolabæ 9 - Ásgeir Tindaseli 3 - Dalmúli Síðumúla 8 - Fjarðarkaup Hólshrauni 16 Hf. - Gunnlaugsbúð Freyjugötu 15 - Grensáskjör Grensásvegi 46 - Hagkaup Laugavegi 59 - Hagkaup Skeitunni - Hólagarður Lóuhólum 2-6 - Kjörbúð Vesturbæjar Melhaga 2 - Kjörbúðin Laugarásl Norðurbrún 2- Kostakaup Reykjavíkurvegi Hf - KRON Eddutelli - KRON Snorrabraut 56 - KRON Tunguvegi 19 - Nóatún Nóatúni 17 - Skjólakjör Sörlaskjóli 42 - SS Hafnarstræti 5 - Straumnes Vesturbergi 76 - Valgarður Leirubakka 36 - Þlngholt Grundarstig 2 13.500- 14.000 kr. Álfaskeið Altaskeiði 115 Hf - Árbæjarmarkaðurlnn Rotabæ 39 - Arnarkjör Lækjarfit 7 Garðabæ - Breiðholtskjör Arnarbakka 46 - Dalver Dalbraut 3 - Drífa Hliðarvegi 53 Kóp. - Hagabúðin Hjarðarhaga 47 - Hringva! Hringbraut 4 Hf. - Kaupfélag Hafnfirðinga Garðabæ - Kaupfélag Hafnfirðinga Miðvangi Hf. - Kjötborg Ásvaliagötu 19 - Kjötbúð Suðurvers Stigahlið 45 - Kjöthöllin Háaleitisbraut 58-60 - Kjöthöllin Skipholti 70 - Kópavogur Hamraborg 12 Kóp. - KRON Állhólsvegi 32 Kóp. - KRON Hlíðarvegi 29 Kóp. - KRON stórmarkaður Skemmuvegi Kóp. - Langholtsval Langholtsvegi 174 - Lækjarkjör Brekkulæk 1 - Matval Þingholtsbraut 21 Kóp. - Melabúðin Hagamel 39 - Nesval Melabraut 57 Seltj.nesi - Snæbjörg Bræðraborgarstíg 5 - SS Austurveri - SS Bræðraborgarstíg 43 - SS Glæsibæ - SS Iðufelli 4 - SS Laugavegi 116 - Sundaval Kleppsvegi 150 - Telgabúðln Kirkjuleigi 19 - Vörðufell Þverbrekku 8 Kóp. 14.00-14.500 kr. Arnarhraun Arnarhraum 21 Hf. - Ásgelr Elstalandi 26- Borgarbúðln Hótgerði 30 Kóp. - Borgarkjör Grensásvegi 26- Hverfiskjötbú&in Hverfisötu 50 - Kaupfélag Hafnfirðlnga Strandgötu 28 Hf - Kaupgarður Engihjalla 4 - KRON Stakkahlið 17 - SS Aðalstræti 9 - SS Skólavörðustlg 22 - Sunnukjör Skaftahlíð 24 - Versl. Þórðar Þórðarsonar Suðurgötu 36 Hf. Nýlendurvörur, ársútgjöld meðalfjölskyldu 28.000-29.000 kr. Hagkaup Skeitunni - Hólagarður Lóuhólum 2-6- Kostakaup Reykjavlkurvegi Hf. - KRON stórmarka&ur Skemmuvegi Kóp. 29.000 - 30.000 kr. Brelðholtskjör Arnarbakka 46 - Fjarðarkaup Hólshrauni 16 Hf. -Gunnlaugsbúð Freyjugötu 15 - Hagkaup Laugavegi 59 - Kaupfélag Kjalarnesþlngs - Kjörbúðln Laugarásl Norðurbrún 2 - Kópavogur Hamraborg 12 Kóp. - Nóatún Nóatúni 17 - SS Iðutelli - SS Laugavegi 116 - Vfðlr Starmýri - Vörðufell Þverbrekku 8 Kóp. - Vörumarkaðurinn Ármúla 1. 30.000-31.000 kr. Árbæjarmarkaðurlnn Rofabæ 39 - Ásgeir Tindaseti 3 - Drlfa Hlíðarvegi 53 Kóp. - Freyjubúðin Freyjugötu 27 - Kaupgar&ur Engihjalla 4 Kóp. - Kaupfélag Hafnfirðlnga Miðvangi Hf - Kjörbúð Vesturbæjar Meihaga 2 - Kjötmiðstöðln Laugalæk 2 - KRON Állhólsvegi 32 Kóp. - KRON Hlíöarvegi 29 Kóp. - KRON Stakkahlíð 17 - Matvælabúðin Efstasundi 99 - Straumnes Vesturbergi 76 - SS Austurveri - Telgabú&ln Kirkjuteigi 19 - Telgakjör Laugateigi 24 31.000 - 32.000 kr. Árbæjarkjör Rofabæ 9 - Arnarkjör Laekjarfit 7 Garðabæ - Asgelr Efstalandi 26 - Brekkuval Hjallabrekku 2 Kóp. - Finnsbúð Bergstaðastræti 48 - Grensáskjör Grensásvegi 46 - Hamrakjör Stigahlíð 45 - Herjólfur Skipholti 70 - Holtskjör Langholtsvegi 89 - Hringval Hringbraut 4 Hf. - JL-húsið Hringbraut 121 - Kjörval Mosfellssveit - Kjöt og ftskur Seljabraut 54 - KRON Eddutelli - KRON Snorrabraut 56 - KRON Tunguvegi 19 - Langholtsval Langholtsvegi 174 - Skerjaver Einarsnesi 36 - Skjólakjör Sörlaskjóli 42 - Snæbjörg Bræðraborgarstíg 5 - SS Glæsibæ - Versl. Þór&ar Þór&arsonar Suðurgötu 36 Hl. 32.000 - 33.000 kr. Alfaskeið Alfaskeiði 115 Hf. — Allabúð Vesturbraut 12 Hf. — Austurborg Stórholti 16 - Baldur Framnesvegi 29- Dalmúli Siðumúla 8 - Dalver Dalbraut 3 - Hagabú&ln Hjarðarhaga 47 - Hlí&arkjör Eskihlíð 10 - Kársneskjör Borgarholtsbraut 71 Kóp. - Kaupfólag Hafnflrðinga Garðabæ - Kaupfélag Hafnfir&lnga Strandgötu 28 Hf. - Kjörbúð Hraunbæjar Hraunbæ 102 — Kjöthöllln Háaleitisbraut 58-60-Lækjarkjör Brekkulæk 1 -Matval Þingholtsbraut21 Kóp. -Melabú&ln Hagamel 39 - Sundaval Kleppsvegi 150 - Sunnuk|ör Skaftahlíð 24 - Valgarður Leirubakka 36 - Vlðlr Austurstræti 17 - Þlngholt Grundarsttg 2 33.000-34.000 kr. Arnarhraun Arnarhrauni 21 Ht. - Borgarbú&ln Hófgerði 30 Kóp. - Kjötborg Ásvallagötu 19 - KRON Langholtsvegi 130 - Nesval Melabraut 57 Seltj.nesi - SS Aðalstræti 9 - SS Bræðraborgarstíg 43 - SS Hafnarstræti 5 - Vegamót Nesvegi Seltj.nesi - Verslun Guðmundar Guðjónssonar Vallargerði 40 Kóp 34.000 - 35.500 kr. Borgarkjór Grensásvegi 26 - Hverfiskjötbú&ln Hverfisgötu 50 - SS Skólavörðustíg 22.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.