Tíminn - 09.12.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.12.1982, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 Ófullburða lamb leiftursóknarinnar Svar Árna Johnsen við bréfi Gudjóns Jónssonar ■ Roði hljóp í kinnar ábúenda Fram- sóknarmaddömmunnar þegar þú, Guð- jón minn blessaður, Jónsson mæltirsvo fjálglega um óráðsíðu þjóðfélagsins alls og kvaðst flest illt, sem aðrir ræðumenn hefðu lagt til mála á fundi Framsóknar- félags Reykjavíkur eitt haustkvöld fyrir skömmu. Að beisla stemminguna í stuttri frásögn í grein í Tímanum 24. nóv. sl. ritar þú opið bréf til mín deilir þar á fréttafrásögn mína í Morgunblaðinu af téðum fundi, kveður mig fara rángt með þótt ekki halli ég réttu máli. Undarleg er sú skoðun, en þó öllu furðulegri sá málflutningur að ég hafi komið til þessa fundar með því markmiði að vera andstæðingur Framsóknarflokksins. Ef þú hefðir hugsað lengra en nef þitt nær þá sakar þú hlutlausan fréttamann ekki um slíkt, því þótt blaðamaður hafi sjálfstæða skoðun þá liggur hún á milli hluta þegar fjallað er um menn og málefni í almennum fréttum þess blaðs sem ég vinn hjá. Á hinn bóginn hef ég löngum átt góða samvinnu með framsóknarmönnum. Það er auðvitað ávallt álitamál hvað eigi að meta fréttnæmt í stuttum frásögnum af löngum og efnismiklum fundum, en leiðarljósið er að reyna að gefa svipmynd af þeim anda sem markar fundinn og í minni stuttu frásögn kom það því eðlilega fram að mikil gagnrýni kom fram hjá flestum ræðumönnum á stjórnarstarf Framsóknarflokksins í nú- verandi ríkisstjóm. í slíkum frásögnum reynir maður að beisla stemmninguna og byggja á merg þess málflutnings sem ræðumenn setja fram. Enginn annar hefur kvartað yfir þessari stuttu frétta- frásögn nema þú Guðjón blessaður, og það sem þú finnur að er það að ég hafi lagt þér í munn orðið bæjarlækur þegar þú hafir talað um læk. En í umræðunni um lækinn fjallaðir þú um þá skoðun þína að þér þætti Framsóknarflokkurinn standa þannig að málum á vettvangi ríkisstjómarinnar í baráttunni gegn verðbólgunni að þér þætti sem flokkur- inn væri að skríða yfir lækinn með Alþýðubandalagið í eftirdragi í stað þess að freista þess á karlmannlegan hátt að stökkva yfir lækinn. Ef menn em á kafi í vatni á annað borð, og komast ekki fetið finnst mér vart skipta máli hvort þeir eru á skriði í bæjarlæk eða álum úthafsins. Ófullboríð lamb leiftur- sóknarínnar Þú kvartaðir yfir því í símtali við mig að ég hefði ekki birt allt sem þú hefðir sagt, því það hefði vissulega verið ástæða til þess og þú hefðir viljað segja miklu meira. Ég kvaðst sammála þér því margt forvitnilegt hefði verið í ræðu þinni, en í fréttafrásögn verður að sníða stakk eftir vexti. í grein þinni segir þú m.a. þar sem þú gerir mér upp fordóma :„Hlýt ég þó að ætla, að þú sem andstæðingur Framsókn- arflokksins, munir heldur vilja auka veg minn, en hitt, þegar ég gagnrýni þann ágæta flokk.“Þetta er misskilningur og sem dæmi um það nefni ég ntt ummæli þín um málflutning Kristins Finnbogason- ar sem var síðasti ræðumaður á undan þér á þessum fjöruga fundi. Þú sagðir skýrt og skorinort að ef Kristinn Finnbogason væri að túlka stefnu Framsóknar- flokksins í málflutningi sínum um efna- hagsmál, þá myndir þú ekki kjósa þann flokk framar. Sá andstæðingur sem þú talar um hefði getið slíkra persónulegra ummæla í frásögn sinni, en það gerði ég ekki. I bréfi þínu víkur þú að ýmsum merkilegum vangaveltum þínum um verðbólguna og þann vágest sem hún er, en í grein þinni í Tímanum vitnar þú í ummæli Ólafs Jóhannessonar og segir:„Hann varaði þá við leiftursókn- sem hann skyldi vissulega aldrei gert hafa- varaði við að reyna að „stökkva yfir lækinn", farsælla væri og áhættu- minna að feta sig áfram stuttum skrefum ■ Árni Johnsen (sem síðar mun heita „niðurtalningar- leið“.) Svo eindregin andstaða þin gegn fjármálastefnu Framsóknarflokksins veldur því að ég get ekki annað en talið að þú standir nær því en ég að vera andstæðingur Framsóknarflokksins því leiftursókninni mæli ég ekki bót. Sú hugmynd minnir helst á ófullburða lamb sem aldrei varð, og ekki að undra, það náðist aldrei að rökstyðja hana og móta þannig að hún stæði undir nafni. Það fór fyrir leiftursóknarmönnum eins og söng- vara sem mætir á sviði án þess að kunna lagið sem hann á að syngja. Þótt ég sé sammála þér í því að taka þurfi fast og ákveðið á verðbólgunni þá er hugtakið leiftursókn engin lausn ekki fremur en það fát í verðbólgubaráttunni að byggja allt á hækkun vaxta einna og sér og skerðingu verðbóta í öðru lagi. Þeir einu sem hafa hagnað af þessu er yfirbygging ríkisbáknsins, sem er eins og ofalinn kálfur sem étur og étur og étur sér til óbóta. Þeir sem græða eru kommissarar ríkisjötunnar, þeir sem tapa er fólkið í landinu og það er skammarlegt að Alþingi skuli með lögum stuðla að því sívaxandi launamisrétti sem á sér stað hjá almennum launþegum, bændum og sjómönnum. Á meðan sífellt er troðið í vasa þeirra launahærri, er hlufallslega minnkaður hlutur þeirra með lægri launin. Frá stofnun lýðveldis og fram yfir 1970 voru engin skilyrði fyrir byltingu „öreiganna" á íslandi, en nú er hafin þróun þá átt að upp úr hlýtur að sjóða fyrr en seinna ef skynsemi og sanngirni fær ekki að sitja í fyrirrúmi. Á meðan ráðherranum eru réttar 2800 kr í verðbætur og verkamanninum 280 kr. fyrir sama vinnustundafjölda, þá er alvarlegur sjúkdómur á ferðinni og mér sýnist á bréfi þínu að við séum sammála um það. Verðbólgan skemmir þjóðarsálina Þú vilt senda mig í „leiftursókn" og segir „Ég skal fúslega reyna að fægja vopn þín þá.“ Ekki hefur þú þó sýnt fram á ráð þín, ekki hugsað þá sókn til enda, en ég get ekki annað en þakkað þér vinsámleg ummæli þín í minn garð og traust það er þú sýnir mér og víst eru vopn mín brýnd. Skoðun þín á Verð- bólgunni er drengileg og einörð, því vissulega er hún þjóðarglæpur, og skemmir sál íslendinga, en það að kalla blaðamann einu nafni andstæðing þess viðfangsefnis sem við er að glíma hverju sinni, það er rökleysa. Með baráttukveðju Árni Johnsen menningarmál Iðrun Ólafs Thors ■ í hinu fróðlega riti Matthíasar Jóhannessen um Ólaf Thors er frásögn eftir Jónas Haralz um kynni hans af Ólafi. Jónas segir m.a. frá því, að Ólafur hafi eitt sinn sagt sér frá því, að hann iðraðist ekki nema tveggja atburða á löngum stjórnmálaferli sínum. Hinn fyrri var andstaða hans gegn vökulögunum. Um síðari atburð- inn farast Jónasi þannig orð: „Hinn atburðurinn voru aðgerðir Sjálfstæðisflokksins til að beita á- hrifum sínum í verkalýðshreyfingunni til að spilla fyrir vinstri stjórn Her- manns Jónassonar til að hafa hemil á launamálum. Þær aðgerðir hefðu verið hvort tveggja í senn heimskuleg- ar og lúalegar og byggðar á mikilli skammsýni." Það er full ástæða til að rifja þetta upp, þegar stjórnarandstaðan í Sjálf- stæðisflokknum hótar að vinna svipað verk og Ólafur Thors segir að sig hafi iðrað mest á stjórnmálaferli sínum. Heimskulegt, lúalegt og skammsýnt Geri leiðtogar stjórnarandstæðinga í Sjálfstæðisflokknum alvöru úr þeirri hótun sinni að fella bráðabirgðalögin um efnahagsaðgerðirnar, vinna þeir hliðstætt verk og Sjálfstæðisflokkurinn gerði, þegar hann tók höndum saman við stjórnarandstæðinga í Alþýðu- bandalaginu sumarið 1958 og knúði fram launahækkanir, sem leiddu til stjórnarskipta. Það er engin ástæða til að kvarta undan því, þótt stjórnarandstæðingar í Sjálfstæðisflokknum sæki hart gegn ríkisstjórninni og reyni að fella hana með heiðarlegum aðferðum. Slíkt er eðlileg stjónmálabarátta. Hitt væri hins vegar heimskulegt, lúalegt og mikil skammsýni, svo notuð séu orð Ólafs Thors, ef stjórnarand- stæðingar létu sig engu varða þjóðar- hagsmuni í þessu sambandi og stuðl- uðu þannig að því að auka efnahags- vandann. Menn verða að kunna sér hóf í hinni pólitísku baráttu. Persónuleg óvild og hatur má ekki setja ofar þjóðarhags- munum. Gott fordæmi Það væri ekki ófróðleg! fyrir for- ustumenn stjómarandstæðinga á ís- landi að rifja upp atburð, sem gerðist Hvernig gat þetta átt sér stað? — ,,Á leið til annarra manna” eftir Trausta Ólafsson á Bandaríkjaþingi rúmum tveimur mánuðum fyrir kosningarnar í haust. Þingið hafði þá til umfjöllunar frumvarp um hærri skattaálögur en áður eru dæmi um, að fælist í einu frumvarpi. Reagan forseti lagði metnað sinn í það að fá þetta frumvarp samþykkt. Eigi að síður snerist nær helmingur flokksmanna hans í fulltrúadeildinni gegn frumvarpinu. Það var því í lófa lagið fyrir stjórnarandstæðinga að láta forsetann bíða mesta ósigur sinn til þessa. Þeir töldu hins vegar ekki rétt að nota þetta tækifæri. Meira en helming- ur þeirra í fulltrúadeildinni greiddi atkvæði með frumvarpinu. í öldunga- deildinni réði stuðningur þeirra einnig úrslitum. Meðal þeirra, sem þar greiddu atkvæði með frumvarpinu, var Edward Kennedy. Stjómarandstæðingar mátu þjóðar- hagsmuni meira en að klekkja á forsetanum. Annað fordæmi í þessu sambandi er ekki síður ástæða til að rifja upp, hvernig ástatt var á þingi haustið 1958 eftir myndun minnihlutastjómar Alþýðuflokksins. Stjórnin naut stuðnings og hlutleysis Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubanda- lagsins, sem hét þá Sósíalistaflokkur. Hlutleysi Alþýðubandalagsins var þó bundið því skilyrði, að það myndi ekki styðja efnahagsfrumvarp ríkisstjórnar- innar, þar sem í því fólst lækkun á umsömdu grunnkaupi. Staðan var þá sú á Alþingi, að Framsóknarflokkurinn og Alþýðu- bandalagið höfðu meirihluta í efri deild, en vom f minnihluta í samein- uðu þingi og neðri deild. Framsóknar- flokkurinn, sem var eini stjórnarand- stöðuflokkurinn, átti því kost á að fella efnahagsfrumvarpið í efri deild. Hann hafnaðiþví að nota þessa aðstöðu sína. Því réðu tvær ástæður. Fyrri ástæðan var sú, að hann taldi sitthvað í frumvarpinu til bóta og í samræmi við það, sem hann hafði haldið fram. Síðari ástæðan var sú, og hún var jafnvel öllu þýðingarmeiri frá sjónarmiði aðalforingja flokksins þá, Hermanns Jónassonar og Eysteins Jónssonar, að þingræðislega væri rangt, að minnihluti þingmanna notaði sér öfugsnúið deildafyrirkomulag til að fella mál, sem naut stuðnings meirihluta þingmanna. Niðurstaða Framsóknarflokksins var því sú, að hann sat hjá við atkvæðagreiðslur um frumvarpið. Ábyrgðarlaust og ástæðulaust Innan Sjálfstæðisflokksins hefur ris- ið sterk andspyma gegn þeim fyrirætl- unum flokksstjórnarinnar að ætla að knýja þingmenn flokksins nauðuga og viljuga til að fella bráðabirgðalögin. Þetta hefur komið glöggt fram í forustugreinum Dagblaðsins og Vísis, en ekki munu aðrir bera meiri um- hyggju fyrir Sjálfstæðisflokknum en helztu aðstandendur þess blaðs. Þess vegna rísa þeir oft til andmæla, þegar Árvakursklíkan í flokknum er að gera mestu vitleysurnar. Ellert B. Schram, annar af rit- stjómm DV, varð fyrstur til að ríða á vaðið. í forustugrein eftir Ellert, sem birtist í Dagblaðinu og Vísi 6. október ræddi hann um bráðabirgðalögin og sagði í greinarlokin: „Það væri ábyrgðarlaust og ástæðu- laust fyrir stjórnarandstöðuna að bregða fæti fyrir þá aðgerð. Og þótt ótrúlegt megi virðast, mundi það mælast illa fyrir. Fólk vill að þessi stjórn fari frá, en það vill ekki að það sé gert með því að fella það litla af viti, sem hún kemur í verk.“ Greininni lauk Ellert svo með þess- um orðum: „Slíkt offors væri mikil skammsýni." Fjarri virðist því, að þessi afstaða Ellerts hafi spillt fyrir honurn í prófkjörinu hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Hann varð sá fjórði í röðinni Hollast að gleyma sér ekki Haukur Helgason, aðstoðarritstjóri Dagblaðsins og Vísis fylgdi í slóð Ellerts í forustugrein, sem hann ritar í blaðið 9. október. Hann segir í greinarlokin: „Stjórnmálamönnum, hvort sem er í ríkisstjórn eða stjórnarandstöðu, er hollast að gleyma sér ekki í dægurbar- daganum. Hugsi stjórnarandstæðingar nú um þjóðarhag, er ljóst, að í óefni stefnir, taki við langt tímabil stjórn- leysis í vetur. Þótt þeir hugsuðu eingöngu um eigið skinn er þeim hollast að hindra ekki aðgerðir og standa síðan gagnvart kjósendum sem ábyrgðarmenn þess mikla vanda, sem á eftir kemur." Yerra en glæpur Annar af ritstjórum Dagblaðsins og Vísis, Jónas Kristjánsson, rak svo lestina í forustugrein, sem birtist í blaðinu 12. október. Hann byrjar greinina á þessa leið: „Þetta er verra en glæpur, þetta er heimska. Þannig má á máli sem stjórnmálamenn skilja, lýsa ráðagerð- um stjórnarandstöðunnar gegn bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar. Þær munu nefnilega koma stjórnarand- stöðunni sjálfri í koll.“ í greininni skoraði Jónas Kristjáns- son á ábyrga menn í Sjálfstæðisflokkn- um að reyna að koma vitinu fyrir þingmenn flokksins og forða þeim frá að ana út í ófæruna. Aðkallandi afgreiðsla Bráðabirgðalögin um efnahagsmálin hafa nú fengið skjóta afgreiðslu frá deildinni, en þar er meirihlutinn fylgjandi þeim. Hins vegar ríkir óvissa um afgreiðslu þeirra í neðri deild, þar sem stjórnarandstæðingar eru í meiri- hluta og hafa hótað að fella þau. Úr þessu má það ekki lengi dragast, að lögin fái endanlega afgreiðslu. 1 þeim er fólgin mikil tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Meðan óljóst er, hvort þau verða samþykkt eða felld, er ekki unnt rA LEIÐ TIL _ANNARRA_ MANNA að ganga frá fjárlögum með sæmilegu móti. Það er óábyrgt að reikna í fjárlögum með tekjum, sem ekki er öruggt um að Alþingi samþykki. Við þetta bætist svo það, að fjár- málaráðherra hefur gefið yfirlýsingu um að verði bráðabirgðalögin felld, muni hann láta ríkið greiða opinberum starfsmönnum þá launaskerðingu, sem leiddi af bráðabirgðalögunum 1. des- ember síðastliðinn. Hér er um mikla upphæð að ræða, sem myndi hafa mikil áhrif á launagreiðslu á næsta ári, ef hún yrði greidd nú. Óhjákvæmilegt er, að full vitneskja liggi fyrir um þetta atriði áður en fjárlagafrumvarpið er afgreitt. Af þessum og fleiri ástæðum er nauðsynlegt, að bráðabirgðalögin verði afgreidd áður en gengið er frá fjárlögum. Geri stjórnarandstæðingar alvöru úr þeirri hótun sinni að fella lögin, er fullreynt, að ekki er fyrir hendi starfhæfur meirihluti á Alþingi. Eðlileg afleiðing þess væri að hraða kosning- um. Efnahagsástandið er slíkt, að ekki er hægt að búa við óstarfhæft þing. Vonir glæðast Nokkrar vonir um jákvæða afgreið- slu bráðabirgðalaganna hafa glæðzt vegna nýlokinnar fulltrúa- og for- mannaráðstefnu Sjálfstæðisflokksins. Fundurinn valdi sér sem vígorð: Ábyrgð í stað upplausnar. Ekkert myndi nú verða meira vatn á myllu upplausnar en fall bráðabirgðalag- anna. Ríkisstjórninni ber að taka Sjálf- stæðisflokkinn á orðinu og fá úr því skorið hvort hann stendur í verki við þessa ábyrgðaryfirlýsingu sína.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.