Fréttablaðið - 30.01.2009, Blaðsíða 28
10 föstudagur 30. janúar
KAUPTU:
1. Svartar buxur úr góðu efni
og gættu þess vel að þær
klæði þig súpervel.
2. Vel sniðnar skyrtur, þær
hvítu standa alltaf fyrir
sínu.
3. Uppháa sokka. Þeir tröll-
ríða öllu núna og verða
áfram það allra flottasta í
fataskápnum.
4. Flík með tígrisdýramynstri,
það er alltaf klassískt
5. Appelsínugulan varalit.
EKKI KAUPA:
1. Ofurskræpóttar mussur sem bæta á þig 10
kílóum.
2. Gallabuxur sem eru lágar í mittið og fá
björgunarhringinn til að vella upp úr.
3. Bleikt gloss.
4. Stuttar peysur.
5. Boli sem verða sjúskaðir eftir einn þvott.
ÉG ER MIKIÐ FYRIR SKÓ, ég get
ekki valið hvað er mest í uppá-
haldi, ég elska þá alla. Þessir eru til
dæmis í sérlegu uppáhaldi hjá mér
enda líflegir og kvenlegir.
ÞETTA ER HÁLSFESTI
OG HRINGUR sem kær-
asti minn hannaði og lét gera
fyrir mig. Steinninn er hrafntinna
úr Esjunni sem hann fann þegar við
fórum í lengstu göngu sem ég hef
farið í á ævinni, við köllum þetta
Tárin úr Esjunni.
Föstudagur 23. janúar: Hvar er allt kjötið?
Ég er alveg með það á hreinu að það er á tíu ára plani að flytja í Garða-
bæ. Til að tékka enn þá betur á stemningunni smyglaði ég mér með vinum
mínum á þorrablót Stjörnunnar. Aðallega þó í maka-
leit en mér hefur einhvern veginn skilist á vinum mínum
að sætustu gæjana sé að finna í þessu bæjarfélgi. Varð
því fyrir ógurlegum vonbrigðum þegar ég komst að því
að allir heitustu og sleikvænu bitarnir voru fráteknir …
Þarna var til dæmis Jón Haukur Baldvinsson, mark-
aðssnillingur hjá Marel, og mágur
hans, Bjarni Benediktsson, sem
fékk engan frið til skemmtana-
halds þvi allir vildu ræða stjórnmál-
in á fimmta glasi. Þar voru líka Svava
Johansen, Lóló, Guðlaug Halldórsdóttir hönnuður, hin
fagra Inga Lind fjölmiðlakona, Þorkell Máni útvarps-
maður, Jason Ólafsson fyrrum handboltakappi, Brynd-
ís Ásmundsdóttir leikkona, Helgi Björnsson og Þórunn
Clausen leikkona. Þar var líka fasteignasalinn Gummi
Th, Þóra Margrét Baldvinsdóttir hönnuður og Auður
Guðmundsdóttir hjá VÍS. Varð fyrir svo miklum vonbrigðum með úrvalið að
ég ákvað að drífa mig heim svo ég yrði hress fyrir morgundagurinn, tvistur-
inn yrði það þessa helgi …
Laugardagur 24.janúar: Magnað stelpustuð
Kíkti í geðveikt stelpupartý hjá Marín Magnúsdóttur eiganda Practical. Þar
var stuðið allsráðandi. Þar var Hanna Stína innanhússar-
kítekt, grafíski hönnuðurinn Baddý, Hrafnhildur Vala hjá
Landsbankanum, Kristín Eva hjá Gagarín og Gunnhild-
ur Arna Gunnarsdóttir blaðamaður á Mogg-
anum. Eftir marga drykki og hressileg-
ar samræður var ferðinni heitið á B5.
Þar voru fallegustu tvíburar lands-
ins, Óttar og Ómar Guðnasynir og
Elli Schram. Þar var líka lögmaðurinn
Sveinn Andri Sveinsson og Vilhjálm-
ur Hans Vilhjálmsson í villtum dansi
við unnustuna, Önnu Lilju Johansen. Þar var líka Björg
hjá MAC, Anna María Ragnarsdóttir og Óli Hjört-
ur rekstrarstjóri á Q bar. Einu sénsar kvöldsins voru
þó í formi strokna á dansgólfinu eða meira svona
líkamsnudds. Þegar sveittur gæi var farinn að
þreifa á mér datt ég alveg úr stemningu …
tíðin
✽ farðu út á snjóþotu...
DÍANA MIST
HEIÐUR Ekki missa af þessu einstaka verki um
ástina, hjónabandið, fórnir og réttlætingar. Verkið er
eftir margverðlaunaðan ástralskan höfund og fjall-
ar um gráa fiðringinn. Skelltu þér í kassann í Þjóðleik-
húsinu og sjáðu einvala lið leikara í áleitinni og áhuga-
verðri sýningu.
AER-BOXIÐ OG HLJÓÐNEMI eru tæki
sem ég nota mjög mikið við
mína vinnu.
OSTABAKKINN FRÁ KÖTU MINNI
ÞESSAR VINKONUR fékk ég sendar til
mín þegar ég var að klára kennaranám í
Bandaríkjunum.
ÉG A TVO SVONA KERTASTJAKA
núna, einn gulan og svo bláan. Það
kemur svo yndisleg birta frá þeim og
myndin svo sæt.
ÉG FÉKK ÞENNAN KJÓL í Rokki og
rósum og held mikið upp á hann. Bæði
sniðið og liturinn henntar mér voða vel.
FYRSTI GEISLADISKURINN MINN.
TÖLVAN MÍN er ótrúlega nett og þægi-
leg. Hún hefur verið lengi með mér og
segir mér allt um heiminn.
MARGRÉT EIR
söngkona
TOPP
10
MÁLVERKASÝNING Inacio Pacas, sem er betur
þekktur sem Pacas úr hæðinni, opnar sýningu á málverk-
um sínum á Sólon Íslandus á sunnudaginn. Beggi og Pacas
hafa bæði sýnt og sannað að þeir kunna að innrétta og eru
afbragðskokkar svo nú er um að gera að sjá málverk Pa-
casar á sýningunni sem stendur yfir til 1. mars.
Nú fer hver að verða síðastur að næla sér í útsölugóss áður en verslan-
ir landsins fyllast af sumarlínunni 2009. Ef fólk ætti einhvern tíma að kaupa
sér fatnað á útsölum þá er það akkúrat núna. En hverju á fólk að fjárfesta í og
hvað ber að varast?
HVERNIG ÁTTU AÐ HAGA ÞÉR Á ÚTSÖLUM?
Kauptu sérlega
vandaðan fatnað
ÉG FÉKK ÞETTA PÍANÓ FRÁ ÖMMU MINNI, ÞAÐ ER ORÐIÐ GAMALT OG
FALSKT OG mér þykir enn vænna um það þess vegna.