Fréttablaðið - 30.01.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 30.01.2009, Blaðsíða 46
30 30. janúar 2009 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ VAR ÉG AÐ SPÁ? LÁRÉTT 2. hagga, 6. mjöður, 8. meðal, 9. nagdýr, 11. tveir eins, 12. afspurn, 14. fet, 16. karlkyn, 17. bar, 18. for, 20. klaki, 21. fimur. LÓÐRÉTT 1. eins, 3. gangflötur, 4. sumbl, 5. þróttur, 7. undirförull, 10. stykki, 13. struns, 15. aflast, 16. kóf, 19. slá. LAUSN LÁRÉTT: 2. bifa, 6. öl, 8. lyf, 9. mús, 11. ll, 12. umtal, 14. skref, 16. kk, 17. krá, 18. aur, 20. ís, 21. frár. LÓÐRÉTT: 1. sömu, 3. il, 4. fyllerí, 5. afl, 7. lúmskur, 10. stk, 13. ark, 15. fást, 16. kaf, 19. rá. „Mig langar helst af öllu að verða lögfræð- ingur. Ég get ímyndað mér að það sé svo gaman að starfa við það. Svo get ég auð- vitað alveg hugsað mér að fara á listaskóla eins og í Fame og læra að verða danskennari.“ Selma Björnsdóttir í Helgarpóstinum 23. apríl 1987. Hún hafði þá unnið freestyle- keppni 10-12 ára. „Ég stefndi að því að verða lögfræðingur alveg þar til um tvítugt eða þar til ég slysaðist í prufu fyrir söngleik. Ég hef nú kennt dans svo þetta var alls ekki svo fjarri lagi. En ég held að ég sé alveg búin að gefa lögfræðidraum- ana upp á bátinn, það gerist ekki úr þessu,“ segir Selma í dag. Svo virðist sem bundist hafi ævarandi vináttuböndum í frægri för undir handleiðslu Jónínu Benediktsdóttur þeir Ásgeir Þór Davíðsson sem kenndur er við Goldfinger, Árni Johnsen þing- maður og Gunnar Þorsteinsson kenndur við Krossinn. Geiri og Gunnar eru reyndar kallaðir Krossfingers í Kópavogi en þeir sáust snæða saman hádegisverð í Turninum í Kópavogi og var það í boði eins eig- enda staðarins og ferðafélaga: Þorsteins Hjaltested. Nýr þáttur Sveppa og Audda hefur mælst vel fyrir þó svo að þeir hafi á síðustu stundu hætt við að bjóða til sín sem aðalgesti Benna Ólsara. Þess í stað fengu þeir Ólaf F. Magnússon til sín og virðist sem þeir ætli að halda sig við opinberar persónur því næsti gestur þeirra er Geir Jón Þórisson yfirlög- regluþjónn og gospelsöngvari. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í þættinum muni Geir Jón „meisa” þá félaga með piparúða en sem kunnugt er leggja Sveppi og Auddi sig alla fram þegar dagskrár- gerðin er annars vegar. Þriðja hjólið undir vagni, sem var með Sveppa og Audda í þátt- unum Strákarnir, Pétur Jóhann Sigfússon, er ekki síður vel séður fugl meðal landsmanna. Hann er nú að fara að standa á leiksviði í fyrsta skipti í einleiknum Sannleik- urinn sem frumsýndur verður 6. febrúar í Borgarleikhúsinu. Það er 3Sagas sem framleiðir verkið og eru þeir þar alsælir með forsölu aðgöngumiða en uppselt er á fyrstu sextán sýningar verksins. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Hljómsveitin Amiina seldi nýverið lag sitt Seoul í breska auglýsingu fyrir Hitachi-tölvur. „Það dettur alltaf inn eitthvað annað slagið,“ segir Sólrún Sumarliðadóttir úr Amiinu. Hún segir að fleiri lög hafi verið notuð í auglýsingar bæði í Banda- ríkjunum og Bretlandi og nefnir Uglu sem dæmi. Hún segir þær stöllur ekki græða á tá og fingri á þessu. „Þetta eru engar svimandi upphæðir en þetta er nóg til að halda manni gangandi eitthvað.“ Lög Amiinu hafa eingöngu verið notuð í erlendar auglýsingar og enn hefur ekkert íslenskt fyrirtæki séð ástæðu til að nota þau. „Þetta byrj- aði að koma inn um 2007 eftir að platan kom út,“ segir Sólrún og á þar við einu breiðskífu Amiinu til þessa, Kurr. Þau tíðindi urðu í herbúðum Amiinu á dögunum að María Huld Markan Sigfúsdóttir eignaðist barn með manni sínum Kjartani Sveinssyni úr Sigur Rós. Er það jafnframt fyrsta barnið sem með- limur Amiinu eignast. „Við erum búin að taka því frekar rólega síð- ustu mánuði en við erum að kom- ast á skrið aftur,“ segir Sólrún. Á döfinni er verkefni á Listahátíð í Reykjavík og ný smáskífa með Kippa Kaninus. Einnig ætla þær að ljúka upptökum á nýrri plötu á árinu og fara í tónleikaferð í sumar. „Þetta verður aðeins í breyttri mynd því það er lítið barn með. Það er lítil hefð fyrir kvenna- böndum og börnum á ferðalögum og þess vegna þarf aðeins að finna upp hjólið. Við ætluðum alltaf að gera þetta á sama tíma og láta öll börnin vera saman í bandi og hita upp fyrir okkur. Þau fara vonandi að koma sem flest.“ - fb Seldu lag í breska auglýsingu AMIINA Hljómsveitin seldi lag sitt Seoul í breska auglýsingu fyrir Hitachi-tölvur. „Þetta er gríðarlega stór hópur. Ég er aðeins farin að spá í þetta og fyrir liggur markaðsáætlun sem sérhæfir sig fyrir þennan mark- aðshóp,“ segir Eva María Þórar- insdóttir, markaðsstjóri Eldingar. Fjölmargir aðilar innan ferða- þjónustunnar sjá mikil sóknarfæri samfara því að Jóhanna Sigurðar- dóttir verður, ef að líkum lætur, fyrsti lesbíski forsætisráðherra í heimi. Fjölmiðlar heimsins hafa veitt þessu athygli og þeir sem starfa innan ferðaþjónustunnar segja þetta jákvæða athygli – og veiti ekki af eftir að Einar K. Guð- finnsson sjávarútvegsráðherra heimilaði auknar hvalveiðar – nokkuð sem Samtök ferðaþjónust- unnar hafa fordæmt. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamála- stjóri Íslands segir: „Dásamlegt. Öll skilaboð sem við sendum út þess efnis að hér búi frjálslynd þjóð og jafnréttissinnuð, burtséð frá því hvar þú stendur í pólitík, eru frábær.“ Hún segir hóp sam- kynhneigðra einkar eftirsóknar- verðan. Þetta sé markhópur sem sé þekktur fyrir að skilja eftir sig fé, sé oft auðugur og hafi gaman af því að eyða. „Þetta eru dásamleg- ir og frábærir ferðamenn. Ég þori ekki að segja til um hvaða áhrifum þessi embættisveiting skilar beint en þetta er afar eftirsóknarverð- ur hópur.“ Í sama streng tekur Pétur Ósk- arsson ferðamálafrömuður og annar eigandi Katla Travel. Hann veit reyndar ekki hversu mik- inn áhuga almenningur í Þýska- landi eða Bandaríkjunum hefur á stjórnmálamönnum. „En þetta bætir ímynd Íslands og ekki veit- ir af. Þetta er sóknarfæri.“ Pétur líkir þessu við það þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti fyrst kvenna og var það nýtt til að kynna land og þjóð. Ólöf og Pétur segja ferðaþjónustuna skapa um 70 milljarða af gjaldeyrisforða þjóð- arinnar eða um 20 prósent á árs- grundvelli. Það er um 50 prósent þess sem sjálarútvegurinn skilar. Eva María segir ýmsar mark- aðsrannsóknir segja að hópur- inn sem lesbíur og hommar telj- ist til gangi undir nafninu dink´s (disposeble income and no kids). „Þetta er hópur sem almennt er tekjuhár, eyðir miklu í afþreyingu, tísku og heilsu. Þetta er stór hópur eða um fimm til sjö prósent mann- kyns sem um að gera er að höfða til í markaðsstarfi.“ Engum orðum er aukið að Jóhanna Sigurðardóttir, sem lesb- ískur verðandi forsætisráðherra, hefur vakið mikla athygli heim- spressunnar. Sjá síðu 22. jakob@frettabladid.is EVA MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR: SÓKNARFÆRI FYRIR FERÐAÞJÓNUSTUNA Ísland markaðssett fyrir samkynhneigða ferðamenn EVA MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR Segir lesbíur og homma mjög eftirsóknarverðan hóp og í sama streng tekur meðal annarra ferða- málastjóri Íslands: Þetta eru dásamlegir ferðamenn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég er alveg einstaklega glað- ur,“ segir Gaukur Úlfarsson kvik- myndagerðarmaður en Hæstirétt- ur sýknaði hann í meiðyrðamáli sem almannatengslafulltrúinn og laganeminn Ómar R. Valdi- marsson höfðaði á hendur honum. Í stuttu máli sagt er forsagan sú að Gaukur kall- aði Ómar aðalrasista blogg- heima á bloggsíðu sinni í apríl 2007. Í kjölfarið hóf- ust orðaskipti milli þeirra tveggja sem enduðu með því að Ómar höfðaði meiðyrðamál á hend- ur Gauki. Héraðsdóm- ur féllst á rök Ómars og dæmdi Gauk til að greiða honum 800 þúsund krónur í málskostnað og miskabætur. Gaukur vildi ekki una dómn- um og áfrýjaði til Hæstaréttar sem kvað upp úrskurð sinn í gær. Þar kemur fram að þegar Gaukur hafi sett þess- ar ályktanir fram hafi það verið á valdi hvers þess, sem kynnti sér grein hans, að móta sér á þeim grunni sjálfstæða skoðun á því hvort gildisdómar hans væru á rökum reistir. „En gagn- vart þeim, sem ekki voru sama sinnis, dæmdu orð áfrýjanda sig sjálf,“ stendur í dómsorði Hæsta- réttar. Gaukur segir þetta vera sigur fyrir málfrelsið og lýðræð- ið. „Ég spurði mig þeirrar spurn- ingar þegar dómur héraðsdóms var kveðinn upp hvort við lifðum í þannig þjóðfélagi að ekki mætti tjá sig um talsmenn stórfyrirtækja á Netinu. Hæstiréttur hefur nú sannað að við lifum ekki í þannig landi,“ segir Gaukur. Fréttablaðið náði tali af Ómari R. Valdimarssyni. Hann sagðist vera ósáttur við dóminn en vildi að öðru leyti ekki tjá sig. „Mér finnst dapurlegt að Hæstiréttur skuli leyfa ærumeiðingar á Net- inu,“ sagði hann. - fgg Gaukur sýknaður í meiðyrðamáli Ómars ÓSÁTTUR Dapurlegt að Hæstiréttur skuli leyfi ærumeiðingar á Netinu, segir Ómar R. Valdimarsson. SÝKNAÐUR Gaukur Úlfarsson var sýkn- aður í Hæstarétti í meiðyrðamáli sem Ómar R. Valdimarsson höfðaði á hendur honum. TÚNFISKSSTEIKUR STÓR HUMAR VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Jaap de Hoop Scheffer 2 AZ Alkmaar 3 Katrín Jakobsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.