Fréttablaðið - 30.01.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.01.2009, Blaðsíða 30
Vakna snemma, gleyma því að tölvan sé til og lesa minning- argreinar með morgunkaff- inu. Það er hollt og lærdóms- ríkt. Ganga í nýföllnum snjó og stillu á fund skemmtilegu vina minna sem leggja nú á ráðin fyrir sýn- inguna Húmanimal. Koma við á kaffihúsinu á Kárastíg og hitta þar hóp eldri borgara sem býður mér að setj- ast hjá sér og spjalla. Matur hjá mömmu og pabba með fólkinu mínu góða. Fá óvænta símhringingu, þegar ég er á leið í háttinn, um að skella mér út og dansa hressi- lega fram að dögun. föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 1 30. JANÚAR 2009 Íris Björk Tanya Jónsdóttir er fædd 25.6.1969. Þegar þversumman af tölunum er fundin kemur út talan 38 og þegar hún er lögð saman kemur út talan 11. „Það eru skiptar skoðan- ir í talnaspekinni hvort fólk sé talan 11 eða 2 þegar talan 38 kemur upp. Fyrir mér er það bara val en talan 11 er mikil masterstala og gefur fólki kraft til að rokka og róla í lífinu. Það eru margir listamenn sem skreyta sig með þessari tölu. Madonna hefur til dæmis lífstöluna 11 og það er aldeilis búið að vera fjör hjá henni. Íris hefur mikla sköpunargáfu og getur búið til allt úr engu. Hún deyr aldrei ráðalaus, alveg sama hvað mætir henni. Nú er hún á árstölunni 6 sem táknar ástina. Þegar árstalan sex er yfir okkur getum við búist við mörgum sprengjum í kringum okkur og oft þurfum við að færa okkur um set þegar þessi tala er í kortunum. Þó að manni finnist þetta dálítið erfitt þá er þetta manni alltaf til mikillar blessun- ar. Íris á eftir að hasla sér völl á erlendri grund, byggja hús fyrir auðkýfinga um allan heim. Hún er ekki að fara inn á neitt rólegt tímabil. Ég sé fyrir mér land á fjarlægum slóð- um þar sem viðskiptamöguleikar bíða Írisar. Ástamál- in hjá henni þróast og útkoman verður falleg. Íris byrjar á þessu breytingaskeiði í kringum 20. apríl og þá verð- ur mikið um að vera í kringum hana. Næsta sumar verður eitt það besta sem hún hefur upplifað. Nýir vinir eru á næsta leiti sem koma með nýjar hug- myndir. Það er einhver hreinsun í kringum hana, nýtt fólk mun koma og gamalt mun hverfa á braut. Árið 2010 mun hún vera komin inn á mikla andlega braut og ekkert mun stoppa hana. www.klingenberg.is KLINGENBERG SPÁIR Íris Björk Tanya Jónsdóttir athafnakona FRÁBÆR FÖSTUDAGUR Margrét Bjarnadóttir danshöfundur 5 2 3 4 Þorra hvað? Ferskur og ljúffengur þriggja rétta matseðill með frábæru útsýni á 4.990 kr. út febrúar. Forréttur Humar með ætifíflamauki, epla chutney og kexi, heslihnetufroðu og heslihnetu-humargljáa. eða Dönsk urtönd með maísmjölköku, bökuðum maís og andadjús. Aðalréttur Lambarúlla, tunga og sultað lamb með lagskiptri kartöflu, ertumauki og rauðvínssósu. eða Steinbítur og hörpuskel með kremuðu banka-byggi, ætiþystlum, dijon sinnepi og froðu. Eftirréttur Mjólkursúkkulaðimús og brownie með heslihnetu kurli, tapioca perlum og tonkabaunaís. eða Bananakaka með hægelduðum banana, karamellu og „rum&cola“ ís. Sérvalin frönsk og ítölsk vín einnig í boði í samráði við vínþjón okkar. Tilboðið gildir öll kvöld frá 30. janúar til 28. febrúar. Borðapantanir í síma 595 8545 eða dine@panoramarestaurant.is Ljúffengt tilboð í febrúar Það er óþarfi að vera súr á þorranum Útsýnisferð fyrir bragðlaukana Ingólfsstræti 1 | 101 Reykjavík | www.panoramarestaurant.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.