Fréttablaðið - 30.01.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.01.2009, Blaðsíða 26
8 föstudagur 30. janúar ✽ út með öll kemísk efni útlit MARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR martamaria@365.is G amla apótekið byggir fram-leiðslu sína á gömlum upp- skriftum sem hafa verið þróaðar í samstarfi við lækna og lyfjafræð- inga. Vörurnar innihalda gæða hráefni, lágmarks rotvarnarefni og eru algjörlega lausar við öll ilm- og litarefni,“ segir Ólafur Kristins- son lyfjafræðingur um húðvörur Gamla apóteksins sem hafa verið framleiddar frá 1953 og henta jafnt börnum sem fullorðnum. „Vörurnar eru framleiddar sam- kvæmt ströngustu gæðakröfum, undir handleiðslu lyfjafræðings. Þær eru upplagðar fyrir þá sem hafa þurra húð og þá sem þurfa góð, mýkjandi og rakagefandi krem samhliða húðlyfjameðferð. Gamla apótekið býður líka upp á úrval vara til varnar og meðhöndl- unar á harðri húð, kælandi, kláða- stillandi- og sótthreinsandi vörur, svo eitthvað sé nefnt. Vörurnar henta fyrir alla sem kjósa vand- aðar húðvörur, ekki síst fyrir þá sem þola illa aukefni í kremum,“ bætir hann við, en vörur Gamla apóteksins fást í flestum apótek- um um land allt. - ag Gæðavörur frá Gamla apótekinu: HÚÐVÖRUR SEM ERU ÁN ALLRA AUKEFNA Einfalt Ólafur segir umbúð- irnar undirstrika einfaldleik- an varanna sem innihalda hvorki ilm- né litarefni. LA BASE FRÁ LANCÔME Til að fá sem fallegasta áferð á húðina skaltu bera á þig La base frá Lancôme. Þetta undragel sléttar húðina og gerir hana silkimjúka og dásamlega. Þetta er sérstaklega gott fyrir húðina í frosti og kulda. Giorgio Armani hefur nú sent frá sér „Intense“ útgáfu af Empor- io Armani Diamonds ilmvatninu. Spennandi kvenlegur blómailmur- inn sem samanstendur af rósum, rifsberjum, patchouli og vanillu. Ómótstæðileg og tælandi blanda. Unlimited-útgáfan af Fuel for life frá Diesel er spennandi nýr ilmur. Gullinn ávaxtailmur mætir krydduðum blómailmi með vott af viði og ferskjum. Ilmvatnið er ekki síður flott gjöf því glasið er ekki síður flott, klætt heklaðri hlíf og gull- keðju. Fáguð lykt sem passar vel við öll tækifæri. SLÍPAÐU DEMANT- INN Í MYRKRINU Á dögunum var ég stödd hjá vinafólki mínu þegar líkamsrækt og aðrar mannbætandi at- hafnir bárust í tal. Vinur minn tilkynnti að hann væri svo sannarlega ekki í átaki, hann væri bara aðeins að slípa demantinn. GERÐU LÍFIÐ SKEMMTILEGRA Þetta fannst mér alveg frábær frasi enda hlýtur að vera mun skemmtilegra að hlaupa af sér spikið þegar litið er á fellingar og aukakíló sem eitthvað dásamlegt en ekki lýti á eigin útliti. Það að hugsa um heilsuna á þar fyrir utan ekki að vera í „leiðinlega flokknum“ í lífi okkar heldur eitthvað dásamlega skemmtilegt og eftirsóknarvert. VELDU RÉTTAN KLÆÐNAÐ Það er þó hægt að „slípa demantinn“ í fleiri liðum en með líkamsrækt. Það að velja sér réttan klæðnað hefur ótrúlega mikið að segja og oft er hægt að klípa af sér mörg kíló með réttu fötunum. Þegar við erum í rétt samsettum fatnaði sem klæðir okkur vel þá gefum við frá okkur svo góða og jákvæða strauma að líf okkar verður mun betra fyrir vikið. VELDU RÉTTA FATASTÆRÐ Það er mjög mikilvægt að velja sér fatnað í réttri stærð. Of lítil föt gera ekkert fyrir okkur nema skapa óþægindi. Buxur sem eru of þröngar í strenginn láta okkur líta út fyrir að vera breiðari um okkur miðjar en við erum í raun og veru. Of þröngir bolir gera brjóstahaldarafarið enn þá meira áberandi en það er í raun og veru. Í sjónvarpinu sést langbest þegar fólk er í of þröngum jökkum, þá ýtast herðapúðarnir upp og fólk verður ólögulegt í laginu. BREYTTU OG BÆTTU Á tímum sem þessum þar sem nægjusemi er dyggð er afar mikilvægt að yfirfara fataskápinn sinn. Best er að taka allt út úr honum, máta hverja flík áður en hún er sett inn aftur. Svo er ekki úr vegi að reyna að sjá ljósið í gömlu fötunum og finna nýjar og spennandi samsetningar án þess að bæta nýju í skápinn. Ekki gleyma því heldur að það er yfirleitt hægt að breyta fötum og bæta ef þau passa ekki alveg inn í okkar nýju tilveru. PRÓFAÐU BARA Þótt ný föt framkalli oft mikla gleði og hamingju þá er hægt að upplifa slíkt hið sama þegar við röðum gömlu fötun- um okkar rétt saman. Prófiði bara … L‘Occitane hefur valið f i m m m i s m u n - andi afrísk blóm fyrir nýtt Ultra Rich Body krem sem kemur að- eins út í takmörkuðu upplagi. Kremið er gefið út í tilefni af 20 ára afmæli Shea but- ter línu L‘Occitane, en Shea butter hefur ein- staklega mýkjandi eigin- leika. Nýju Ultra Rich Body kremin innihalda öll 25 prósent Shea Butter og fást með ilmi af Acaciu Robinia frá Túnis, rósailm frá Marokkó og vanillu, Frangipani og Ylang Ylang frá Madagaskar. Kremin eru mjög rakagefandi og henta því sérstaklega vel fyrir þurra og viðkvæma húð. Þau skilja ekki eftir olíukennda áferð held- ur smjúga fljótt inn í húðina og veita raka í allt að sólarhring eftir að þau eru borin á líkamann. Dekraðu við þig í vetrarkuldan- um með þessu nærandi kremi frá L‘Occitane á meðan náttúrulegur blómailmur Afríku leikur um þig. Nýtt frá L‘Occitane: Afbragðskrem með afrískum blómum Takmarkað upplag Ultra Rich Body kremin koma aðeins í takmörkuðu upp- lagi með afrískum blómailmi og fást í fimm mismunandi tegundum. ILMAÐU Á ÞORRANUM Notorious-ilmvatnið frá Ralph Lauren er bæði djarft og kyn- þokkafullt. Kryddaður ilmur- inn endist lengi og hentar vel í vetur, en hann ber vott af súkkulaði-, kanil- og mosku- slykt. Notorious er ilmvatn fyrir sjálfsöruggar konur sem vilja vekja athygli.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.