Fréttablaðið - 02.02.2009, Blaðsíða 10
10 2. febrúar 2009 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is
og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
RV
UN
IQ
UE
0
10
90
3
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Lengri
opnun
artími
í verslu
n RV
Opið m
án. til f
ös. frá
8.00 til
19.00
Lauga
rdaga
frá 10.
00 til 17
.00
Rekstrarvörur
- fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili,
sem vilja spara og hagræða!
Strákarnir og stelpurnar á
Borginni
Nú er tími Þingvallastjórnarinnar
horfinn í aldanna skaut en nafn-
ið fékk hún samkvæmt hefð frá
staðnum þar sem tilvist hennar var
staðfest; á Þingvöllum. Í gær tók
svo nýja stjórnin við á Borginni, eða
Hótel Borg. Það verður síðan
gaman að fylgjast með
því hvor stendur sig
betur Borgarstjórnin
eða borgarstjórnin.
Leikhússtemning
Þingvallastjórnin
byrjaði og endaði
með kossi og enn
er heitt flokkanna
á milli. Skúli Helgason, framkvæmda-
stjóri Samfylkingarinnar, segir að
forysta Sjálfstæðisflokksins hafi gefið
loforð um að stokka upp í stjórn
Seðlabankans en svikið það loforð.
Geir H. Haarde segir hins vegar að
Samfylkingin hafi sett upp leikrit þar
sem látið var í veðri vaka að flokkur-
inn vildi halda stjórnarsamstarfinu
áfram á sama tíma og hann var
farinn að ræða um nýja stjórn
með Vinstri grænum.
Væntanlega fæst ekkert
staðfest um þennan
leikþátt en hitt er
víst að flokkurinn
var í Þjóðleikhús-
inu, reyndar í
kjallaranum.
Bara bjallan eftir
Sagt hefur verið að embætti forseta
Alþingis sé lítils metið; þangað eru
þeir settir sem eru ekki að gera sig
sem ráðherrar lengur. Í raun ætti það
að vera upphefð að fara úr ráðherra-
stól í stól forseta Alþingis ef löggjaf-
arvaldið nyti þeirrar virðingar sem
því bæri, segja menn. Nú verður
sjarminn og virðingin jafnvel enn
minni við þetta embætti. Þing-
veislur hafa nú verið slegnar af í
sparnaðarskyni sem og aðrar
samkundur sem þing-
forseti boðar til. Hann
fær vonandi eitthvað
spennandi að gera eftir
stjórnarskrárbreytingar.
jse@frettabladid.is
UMRÆÐAN
Ólafur F. Magnússon skrifar um
Hrein Loftsson og DV.
Nýlega bártust fréttir um að Baugs- og einkavinavæðingarmaðurinn, Hreinn
Loftsson, væri orðinn eini eigandi útgáfu-
félagsins Birtings, sem m.a. gefur út DV.
Um svipað leyti bárust fréttir af því að sá
sami Hreinn hygðist einnig eignast Morg-
unblaðið. Af því tilefni ritaði Agnes Braga-
dóttir grein í Moggann, þar sem hún lét í ljós þá von
að títtnefndur Hreinn yrði ekki eigandi blaðsins,
enda hefur hann verið talinn sá maður sem gefur
ritstjórn DV fyrirmæli um það, hverra mannorði
skuli eytt á síðum blaðsins og hverra ekki.
Hreinn Loftsson hefur verið hatursmaður minn,
frá því að ég gekk úr Sjálfstæðisflokknum árið
2001. Hreinn var þá formaður einkavæðingarnefnd-
ar ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar en gerðist í kjöl-
farið auðmaður með því að verða taglhnýtingur
Baugsveldisins. Sem eigandi og áhrifamaður fjöl-
miðla hefur Hreinn notað áhrif sín á DV til að koma
þungu höggi á mannorð mitt, eins og ótrúlega rætin
skrif DV um persónu mína, daginn eftir að
ég varð borgarstjóri, bera vitni um.
Í helgarblaði DV föstudaginn 30. janúar
sl., er enn á ný vegið að persónu minni í
grein undir fyrirsögninni „Ólafur F. neit-
ar að skila 3 milljónum“. Þar er látið að því
liggja, að ég hafi reynt að draga að mér fé,
sem Frjálslyndi flokkurinn ætti að hafa
með höndum. Þessar ásakanir eru úr lausu
lofti gripnar. Áðurnefnd fjárhæð er ætluð
til starfsemi borgarstjórnarflokks F-lista,
Frjálslyndra og óháðra, og er geymd á
reikningi borgarmálafélags F-listans. Fyrir ligg-
ur lögfræðileg álitsgerð um að hér sé rétt að verki
staðið.
Allir sem þekkja til starfa minna sem kjörins
fulltrúa Reykvíkinga vita að ég hef sýnt ráðdeild
og heiðarleika í hvívetna og barist gegn þeim flott-
ræfilshætti og fyrirgreiðslupólitík, sem hefur leik-
ið íslenskt samfélag svo grátt. Ég frábið mér þess
vegna, að eigandi DV, sem gjarnan kennir sig við
„hreint loft“, mengi líf mitt og mannorð meira en
hann hefur þegar gert.
Höfundur er læknir og borgarfulltrúi.
Ekki meira „hreint loft“
ÓLAFUR F.
MAGNÚSSON
Til hamingju öll: Loksins ...Loksins höfum við fengið
konu sem forsætisráðherra – gler-
þakið brast og eitt kallhlunka-
klíkuvígið til er fallið.
Loksins er hér minnihlutastjórn
sem þarf að ráðfæra sig við þing-
menn, leita lausna í sameiningu
í stað þess að „sterkir leiðtogar“
taki einir fráleitar ákvarðanir
á borð við stuðning við innrás-
ina í Írak. Enn eru Framsóknar-
menn að læra á þingræðið – í svo
mörg ár hefur sá flokkur snúist
um stöðuveitingar og fjárplógs-
starfsemi að ekki er að undra að
reynsluleysi í pólitík hái þeim ...
Loksins er hér vinstri stjórn.
Systraflokkarnir Samfó og VG
þurfa nú að vinna saman enda
kosnir af sama fólki meira og
minna sem ætlast til þess að þeir
vinni saman – og alls ekki með
íhaldinu því allt er betra en það.
Loksins er hér forsætisráðherra
með rætur í verkalýðshreyfing-
unni sem lítur á sig sem full-
trúa íslenskrar alþýðu fremur en
valdastéttarinnar; loksins er hér
forsætisráðherra sem kemur ekki
úr lagadeild Háskóla Íslands.
Loksins er hér forsætisráðherra
sem kemur hvorki úr Framsókn
eða Sjálfstæðisflokki. Já, loksins
loksins loksins loksins er hér eng-
inn ráðherra sem kemur úr Sjálf-
stæðisflokknum.
Allt er betra en íhaldið
Viðskilnaður Sjálfstæðisflokks-
ins er verri en Bush-stjórnarinn-
ar í Bandaríkjunum. Í efnhags-
málum er landið ein rjúkandi rúst
– orðspor þjóðarinnar er hroða-
legt – misskipting auðs er smánar-
leg – aðferðir við landstjórnina til
margra ára einkennast af virðing-
arleysi við stjórnskipan, stjórn-
arskrá og almennar leikreglur í
vestrænum lýðræðisríkjum.
Allt er betra en íhaldið. Það er
kannski rangt að Sjálfstæðisflokk-
urinn sé kommúnistaflokkur þó
að hann hafi löngum litið svo á að
hann sé hinn rétti vettvangur við
ákvarðanir og útdeilingu gæða (og
Framsókn fengið restarnar) – hins
vegar hefur flokkurinn verið svo
afskiptasamur um stórt og smátt
í samfélaginu að hann hefur nálg-
ast það að mega heita nokkurs
konar ríkisflokkur: Ég hef áður
líkt honum við Kongressflokkinn
á Indlandi, sem líka varð til upp
úr sjálfstæðisbaráttu og þar sem
valdaöfl sköpuðu sér vettvang til
að ráða ráðum sínum, svo sem útt-
deilingu embætta á vegum hins
opinbera, styrkja, einkaleyfa – og
auðvitað kvóta.
Hann varð nokkurs konar þjóð-
arflokkur. Sá flokkur sem hinir
ópólitísku gátu kosið og þurftu
að tengjast ef þeir ætluðu sér
frama – eða lóð, aðild að einhverj-
um félagsskap eða hreinlega bara
þessa einföldu og gefandi tilfinn-
ingu að „tilheyra“. Það að kjósa
Sjálfstæðisflokkinn var einfald-
lega bara gert, án svo sem að velta
því mikið fyrir sér hvers vegna;
svona eins og að láta ferma sig ...
Flokkurinn varð sífellt spilltari.
Og upp úr aldamótunum kastaði
algerlega tólfunum í umgengni
Flokksbroddanna við vald. Virð-
ingarleysið við þingið var algert
– ekki var farið eftir stjórnarskrá
– seilst var inn á sífellt ný vald-
svið, nú síðast dómsvaldið með
ótrúlegum dómaraskipunum.
Stjórnlagaþing?
En sem sagt: Við skulum brosa.
Við skulum klappa. Við skulum
brosa og klappa og segja: „Loks-
ins loksins“ nú þegar ríkisstjórn
Jóhönnu Sigurðardóttur tekur við,
þó ekki væri nema fyrir þá sök að
Jóhanna er heilsteypt og heiðarleg,
vinnusöm og einbeitt og kemur
manni þannig fyrir sjónir að hún
sé sá leiðtogi sem þjóðin þarf á að
halda um þessar mundir. Um leið
og hennar tími kom – var tími ann-
arra liðinn.
Hins vegar verð ég að játa að
ég skil ekki alveg þessar hug-
myndir um stjórnlagaþing og nýtt
lýðveldi. Vissulega blasir við að
endurbætur þarf að gera á starf-
semi þingsins – það þarf að efla
það og framkvæmdavaldið þarf að
virða það; kjörnir þingmenn þurfa
að fá meira vald, til að mynda
í rannsóknarnefndum, og lág-
marks krafa til ráðherra hlýtur að
vera sú að þeir virði stjórnarskrá
landsins. Þingið á að sjálfsögðu að
hætta þessum afkáralegu fríum
kringum heyannir og göngur og
réttir, töðugjöld og fardaga, eða
hvernig sem þetta er eiginlega
hugsað. Kjördæmaskipan þarf að
endurspegla búsetu. Og svo fram-
vegis. En hvers vegna á þjóðin að
kjósa sérstakt fólk til að breyta
stjórnarskránni? Hverja á að
kjósa? Audda og Sveppa og Njörð
P. Njarðvík?
Eftir átján ára valdasetu er
stjórnkerfið undirlagt af mönn-
um sem hafa ekkert til brunns að
bera í starfið annað en vera í Réttu
Klíkunni í Flokknum. Sumum
þessara manna þarf að finna eitt-
hvað við sitt hæfi – augljóslega.
Það þarf að hreinsa, endurreisa,
starfa, lofta út. Margvíslegt end-
urreisnar- og uppbyggingarstarf
bíður nýrrar stjórnar sem vonandi
á eftir að starfa í mörg ár og skapa
nýja kjölfestu í landstjórninni.
En þurfum við nýtt lýðveldi eða
sérstakt stjórnlagaþing? Þurfum
við ekki bara að hætta að kjósa
Sjálfstæðisflokkinn?
Loksins-stjórnin
GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON
Í DAG | Ný ríkisstjórn
J
óhanna Sigurðardóttir braut blað í Íslandssögunni í gær
þegar hún fyrst kvenna tók við embætti forsætisráðherra.
Til þessa háa embættis er hún hins vegar ekki kölluð af
þeim sökum. Þar er hún vegna verðleika og vinsælda. Þær
hefur hún áunnið sér með því að vera framar öðrum stjórn-
málamönnum trú hugsjónum sínum og fyrirheitum.
Nýi forsætisráðherrann braut annað blað í gær. Því vandasama
hlutverki að verða sameiningartákn ríkisstjórnar fylgdi sú kvöð
að búa enn og aftur til tafafléttu um Evrópusambandsaðildina,
stærsta hugsjónamál Samfylkingarinnar. Það er dýrkeypt töf
fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu.
Segja má að stefna Samfylkingarinnar um Evrópusambands-
aðild hafi fengið svipaðan sess og Nató-andstaða VG. Það lag er
leikið fagurlega á flokksfundum en falskt fyrir fólkið í landinu.
Í þessu efni er stigið skref til baka frá þeim möguleikum sem
virtust vera að opnast í fyrra stjórnarsamstarfi.
Helsta gagnrýnin á fyrri ríkisstjórn var að vinna ekki jöfn-
um höndum að bráðaaðgerðum og mótun framtíðarstefnu. Nýja
stjórnin sýnist vera sama marki brennd. Gamla stjórnin kom sér
ekki saman um framtíðarstefnu í peningamálum. Nýja stjórnin
gerir enga tilraun til að eyða þeirri örlagaríku óvissu. Í því efni
hleypur tíminn þó hratt frá mönnum.
Unnið hefur verið að endurreisn bankanna. Gamla stjórnin
lagði ekki opinberlega glöggar línur um hvernig staðið yrði að
því verki né á hvaða grundvelli nýtt fjármálakerfi yrði rekið.
Nýja stjórnin svarar þeim spurningum ekki heldur, þar er tími
án skýrrar og opinberrar stefnumörkunar líka dýrmætur.
Gamla stjórnin var með viðbótaraðgerðir fyrir fyrirtæki og
heimili á prjónunum. Sú nýja hefur stigið einu skrefi framar og
tekið nokkrar ákvarðanir þar um. Þær á þó eftir að útfæra. Skörp-
ustu stefnumarkandi skilin við gömlu stjórnina eru þó loforð um
að taka veiðiheimildir af útgerðum og smábátasjómönnum. Það
fyrirheit er þó ekki útfært og engin grein gerð fyrir efnahags-
legum áhrifum þess. Þeim upplýsingum verður haldið leyndum
fram yfir kosningar.
Nýja stjórnin lýsti engum nýjum markmiðum fyrir viðræður
við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn síðar í þessum mánuði. Annaðhvort
eru þau ekki til eða þeim á að halda leyndum. Það er vinnulag
sem ýmsum þykir eflaust minna á gömlu stjórnina. Stærsta mál
nýju stjórnarinnar verður að sauma saman gatið á ríkissjóði.
Þar skilar nýja stjórnin auðu. Þannig gæti mesta hagsmunamál
almennings orðið leyndarmál kosningabaráttunnar.
Ríkisstjórnin hefur ekki ákveðnar tillögur um stjórnarskrár-
breytingar. Á móti lýsir hún hvernig fjalla á um hugmyndir þar
að lútandi. Segja má með sanni að þannig séu þau viðfangsefni
tekin skrefi lengra en fyrri stjórn hafði gert. Það er framför.
Fylgi stjórnarflokkanna og stuðningsflokksins er svo afger-
andi að hér er tvímælalaust verið að mynda ríkisstjórn næsta
kjörtímabils. Ráðherrastólar eru augljóslega geymdir fyrir Fram-
sóknarflokkinn. Samfylkingin getur ekki rofið samstarf aftur
í bráð. Hún er því bundin VG til lengri tíma. Útilokað er fyrir
Framsóknarflokkinn að líta til hægri strax eftir kosningar.
Þær munu því fyrst og fremst snúast um hvort VG nær for-
ystunni sem stærsti flokkurinn. Að öðru leyti munu þær afráða
hvort Sjálfstæðisflokkurinn geti veitt aðhald í stjórnarandstöðu
af meiri styrk en skoðanakannanir gefa til kynna.
Ríkisstjórn búsáhaldabyltingarinnar:
Hvað breytist?
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871