Fréttablaðið - 02.02.2009, Blaðsíða 12
12 2. febrúar 2009 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
LEIKKONAN FARRAH FAWCETT ER 62
ÁRA Í DAG.
„Guð skapaði karlmanninn sem
sterkara kynið, en ekki endi-
lega það greindara. Hann gaf
konunni innsæi og kvenleika
og með réttri notkun hefur sú
blanda frá fyrstu tíð ruglað í
ríminu hvern einasta karlmann
sem ég hef hitt.“
Farrah Fawcett var uppgötvuð
vegna fegurðar sinnar á 7. ára-
tugnum. Hún öðlaðist heimsfrægð
sem ein af englum Charlies í samnefndum sjónvarpsþáttum
1976 til 1980.
MERKISATBURÐIR
1883 Sex manns farast þegar
snjóflóð fellur á bæinn
Stekk í Njarðvík við Borg-
arfjörð eystra.
1906 Páfi mótmælir heilshugar
aðskilnaði ríkis og kirkju.
1932 Mafíuforinginn Al Capone
fangelsaður.
1982 David Letterman byrj-
ar með sjónvarpsþátt-
inn Late Night with David
Letterman á NBC-sjón-
varpsstöðinni.
1983 Alþingi samþykkir með
29 atkvæðum gegn 28 að
mótmæla ekki hvalveiði-
banni Alþjóðahvalveiði-
ráðsins.
1988 Hjarta og lungu grædd í
Halldór Halldórsson, fyrst-
an Íslendinga.
1990 Þjóðarsátt undirrituð.
„Góð vísa er aldrei of oft kveðin, og mik-
ilvægt að fá fólk til að hugsa um eigin
ábyrgð í tannverndun með daglegri
burstun og notkun tannþráðar, sem við
sjáum því miður ekki nógu marga nota,
en víst að við gætum bætt tannheilsu
landsmanna enn betur ef allir aldurs-
hópar notuðu tannþráð,“ segir Hólm-
fríður Guðmundsdóttir, tannlæknir hjá
Lýðheilsustöð, í upphafi tannverndar-
vikunnar 2009, þar sem sérstök áhersla
er á tannþráðinn og kjörorðið: Taktu upp
þráðinn!
„Þegar tennur fara að snertast, og
allar barnatennur komnar upp, þarf
að vakta tannbil barna niður í þriggja
ára, en noti foreldrar ekki tannþráð
á sínar tennur er ólíklegt að þeir noti
hann á tennur barna sinna. Í rannsókn
Lýðheilsustöðvar á heilsu og líðan Ís-
lendinga 2007 kemur fram að aðeins
12 prósent fullorðinna karla og 24 pró-
sent kvenna nota tannþráð hvern dag.
Því er ljóst að allur hópurinn þarf að
herða sig í notkun tannþráðar því tann-
skemmdir og tannholdsvandamál skrif-
ast að stórum hluta á þá staðreynd að við
hreinsum tennur okkar ekki nógu vel né
notum tannþráð daglega,“ segir Hólm-
fríður, sem hvetur landsmenn til að
taka ábyrgð á eigin tannheilsu og vinna
samkvæmt ábendingum tannlækna og
nýta sér fræðsluefni á heimasíðu Lýð-
heilsustöðvar. „Því orsakir tannsjúk-
dóma þekkjum við vel og vitum að góð
munnhirða hefur þar úrslitaáhrif. Með
einföldum ráðum, eins og að borða holl-
an mat, bursta tennur tvisvar á dag með
flúortannkremi, nota tannþráð og fara
í tanneftirlit getum við haldið tönnum
okkar ævina út.“
Hólmfríður segir slæmar neyslu-
venjur einn helsta óvin tannanna, þar
sem margir þættir valda tannskemmd-
um og glerungseyðingu. „Drykkir sem
fólk velur sér í dag eyða glerungi tann-
anna hratt og þá er ekki aðeins átt við
gosdrykki, heldur einnig orkudrykki,
íþróttadrykki og ávaxtasafa. Í munn-
vatni okkar felst náttúruleg vörn fyrir
tennur, en til að þjóna hlutverki sínu
þarf munnurinn hlé frá neyslu. Margir
sötra þessa drykki allan daginn og taka
sopa á korters fresti, en þá fær munn-
urinn ekki næði til að vinna sína vinnu.
Því er mikilvægt að drekka slíka drykki
á ákveðnum tímum.“
Í rannsókn Lýðheilsustöðvar kemur
fram að tannheilsa Íslendinga hefur
batnað undanfarna tvo áratugi. „Við 45
ára aldur eru nú 77% Íslendinga með
allar eigin tennur, samanborið við 52%
1990, en eftir það fara tennurnar að týna
tölunni og af Íslendingum 65 ára og eldri
eru einungis 7% með allar tennur sínar,
en voru 3% árið 1990,“ segir Hólmfríður,
sem bendir á að þrátt fyrir bætta tann-
heilsu sé tíðni tannskemmda íslenskra
barna áhyggjuefni. „Íslensk börn búa
við verstu tannheilsu á Norðurlöndum
og má gera ráð fyrir að efnahagsþreng-
ingar geti leitt til enn verri tannheilsu.
Það er því full ástæða að hafa áhyggjur
og vekjum við sérstaka athygli á því að
öllum 3ja, 6 og 12 ára börnum stendur
til boða ókeypis eftirlit hjá tannlæknum
sem vinna í umboði Sjúkratrygginga Ís-
lands.“ thordis@frettabladid.is
KJÖRORÐ TANNVERNDARVIKUNNAR 2009: TAKTU UPP ÞRÁÐINN!
Eigin tannábyrgð mikilvægust
Bandaríski tónlistarmaðurinn Buddy
Holly kom fram í síðasta sinn fyrir
áheyrendur þennan febrúardag fyrir
hálfri öld síðan.
Buddy var á hljómleikaferðalagi
með Dion and the Belmonts, Ritchie
Valens og J.P. „Big Bopper“ Richard-
son þegar listamennirnir stigu á svið
í Clear Lake í Iowa-ríki að kvöldi 2.
febrúar. Eftir tónleikana ákvað Buddy
að taka flugvél til Fargo í Norður-Da-
kóta þaðan sem hann ætlaði til tón-
leikahalds í Minnesota. Big Bopper
fékk far í fjögurra sæta vélinni, ásamt Ritchie Val-
ens, sem hafði kastað upp smápeningi um flug-
sætið við hljóðfæraleikara úr hljómsveit Budd-
ys. Um miðnætti fór flugvélin í loftið í snjóbyl
og hrapaði skömmu síðar. Flakið fannst fáeinum
klukkustundum seinna um þrettán kílómetra frá
flugvellinum. Buddy, Ritchie og Big
Bopper létust samstundist, ásamt
flugmanninum, en þessi örlaga-
ríki dagur hefur síðan verið kallaður
„dagurinn sem tónlistin dó“.
Buddy Holly var jarðsettur 7.
febrúar 1959. Eiginkona hans var
ekki við útförina, en hún var orðin
ekkja aðeins sex mánuðum eftir
hjónaband þeirra og missti fóstur við
tíðindin.
Þótt ferill Buddy Holly hafi aðeins
varað í hálft annað ár hafa áhrif hans
á þróun rokktónlistar verið skráð í sögubækurn-
ar og lög hans flutt af öðrum listamönnum, svo
sem Bítlunum og Rolling Stones.
Árið 2004 valdi Rolling Stone-tímaritið Buddy
Holly í 13. sæti lista yfir hundrað merkustu lista-
menn sögunnar.
ÞETTA GERÐIST: 2. FEBRÚAR 1959
Buddy Holly syngur sitt síðasta lag
HREINAR TENNUR SKEMMAST EKKI
Hólmfríður Guðmundsdóttir tann-
læknir segir mikilvægt að takmarka
neyslu gos-, orku-, íþrótta- og ávaxta-
drykkja við ákveðinn tíma dagsins, til
verndar glerungi tannanna og nota
tannþráð reglulega til að forðast tann-
skemmdir og glerungseyðingu.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/PJETU
R
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra
sem sýnt hafa okkur vináttu og hlýhug
vegna andláts okkar ástkæra,
Friðfinns Kristjánssonar
blómaskreytingamanns,
Flókagötu 63.
Sérstaklega þökkum við starfsfólki Landspítalans.
Þórunn Ólafsdóttir
Margrét Eyjólfsdóttir Sigurjón Kristinsson
Jóhanna Eyjólfsdóttir Jón Ólafur Magnússon
Anna Karen Friðfinnsdóttir Atli Viðar Thorstensen
Fanney S. Friðfinnsdóttir Jóhann Örn Bjarnason
Jana Friðfinnsdóttir Einar Þór Bogason
Birna Friðfinnsdóttir Andri Már Ólafsson
og barnabörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
Birgit M. Johansson
Hörðukór 1, Kópavogi,
lést á Hrafnistu í Reykjavík, þriðjudaginn 13. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir færum við Pétri Thorsteinssyni lækni
og starfsfólki á H-2 fyrir frábæra umönnun.
Margrét Tryggvadóttir Guðmundur Borgþórsson
Tryggvi Andersen
Halldóra Guðmundsdóttir
Kamilla og Daniel
Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug og samúð vegna andláts og
útfarar elsku móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
Ásbjargar Guðgeirsdóttur.
Sérstakar þakkir til starfsfólks að Roðasölum 1 fyrir
alúð og umhyggju.
Hildisif Björgvinsdóttir Sigurður Ólafsson
Kjartan Björgvinsson
Björgvin Sigurðsson Daníel Sigurðsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
Andrés Guðjónsson
fyrrv. skólameistari Vélskóla Íslands,
Mánatúni 2, Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 22. janúar, verður jarðsunginn
frá Grensáskirkju þriðjudaginn 3. febrúar kl. 15.00.
Ellen M. Guðjónsson
Jens Andrésson Kristín Þorsteinsdóttir
Grímur Andrésson María Friðriksdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför systur minnar
og frænku,
Bergljótar Eddu
Alexandersdóttur
hjúkrunarfræðings, Lautasmára 10,
áður Grettisgötu 26.
Ólafur Alexandersson
Guðmundur Kristjánsson Helga Zoëga
Útför elskulegs föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
Jakobs Björgvins
Þorsteinssonar
Sléttuvegi 13, Reykjavík,
fer fram frá Bústaðakirkju, miðvikudaginn 4. febrúar
kl. 11.00.
Þóra Jakobsdóttir Friðrik Sveinn Kristinsson
Þorsteinn Þröstur Jakobsson Guðrún Óðinsdóttir
Óskar Matthías Jakobsson Angela Jakobsson
Halldór Jakobsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.