Fréttablaðið - 02.02.2009, Side 1

Fréttablaðið - 02.02.2009, Side 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MÁNUDAGUR 2. febrúar 2009 — 29. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Mér þykir óskaplega vænt um þessa lágmynd af Jóni Sigurðs-syni. Hún var í eigu ömmu minn-ar og afa og alltaf á áberandi stað í stofu þeirra enda mikil virðing borin fyrir Jóni á því heimili semog öðrum ísl k hálsbrotnaði styttan og lenti uppi á háalofti, þar sem hún fannst á unglingsárum mínum, en þá átti að henda henni. Ég gat ekki hugs-að mér að sjá á eftir h runalega var Jón gulbrúnn á lit, sem mér hugnaðist ekki,“ segir Óðinn Bolli og veltir fy ihvort k Silfurpoppuð þjóðhetja Jón forseti Sigurðsson var í virðingarsessi íslenskra stássstofa hjá eldri kynslóðum síðustu aldar, þar sem traustur vangasvipur hans veitti staðfestu og ábyrgð í hátíðlegu heimilishaldi þjóðar í nýju lýðveldi. Lágmyndinni af Jóni Sigurðssyni svipar mjög til þeirrar sem prýðir legstein þjóðhetjunnar í Hólavallakirkjugarði og gæti verið eftirmynd hennar, en sú var gerð af norska myndhöggvaranum Brynjúlfi Bergslien. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FALLEG LÝSING skapar notalega stemningu. Þetta skemmtilega ljós heitir Stjörnubjartur og er hannað af Hildi Héðinsdóttur og Troels Jörgensen. Það fæst í Kraum og kostar 37.000 krónur. Næsta námskeið hefst 6 feb k VEÐRIÐ Í DAG ÓÐINN BOLLI BJÖRGVINSSON Lágmyndin af Jóni höfð á öndvegisstað • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Taktu upp þráðinn Tannverndarvikan 2009 er hafin. TÍMAMÓT 12 2. FEBRÚAR 2009 Fasteignamarkaðurinn ehf. er með til sölu neðri sérhæð ásamt bílskúr í Kópavogi. Í búðin er 134,3 fermetra og fimm herbergja, staðsett á neðri hæð tveggja hæða hús-næðis ásamt 25,1 fermetra bílskúr við Andarhvarf 11E í Kópavogi.Íbúðin skiptist í flísalagða for-stofu með fataskápum. Parketlagt hol. Flísalagða gestasnyrtingu með glugga. Flísalagða geymslu með skápum á heilum vegg. Inn af geymslu er síðan þvottaher-bergi með glugga og vinnuborði með vaski. Parketlagða borðstofu, sem er opin við eldhús. Eldhúsið er með innréttingu úr hnotu með hvítu sprautulakki og graníti á borð-um; uppþvottavél er innfelld í inn-réttingu. Rúmgóða, parketlagða stofu með útgangi á verönd til suðausturs. Tvö rúmgóð, parket-lögð barnaherbergi með fataskáp-um. Baðherbergi sem er flísalagt á gólfum og veggjum, með inn-réttingu og baðkari með sturtuað-stöðu; Handklæðaofn er í baðher- bergi. Stórt, parketlagt hjónaher-bergi með fataskápum.Bílskúr er rúmgóður, með raf-magnsopnara og rennandi heitu og köldu vatni. Epoxy er á gólfi bílskúrs. Opið hús verður í dag á milli klukkan 17 og 19. Fallegur útsýnisstaður Íbúðin er staðsett á neðri hæð þessa húsnæðis. Hún er fimm herbergja og henni fylgir rúmgóður bílskúr, Sími: 586 8080 • Kjarna • Þverholti 2 • 207 Mosfellsbær • www.fastmos.is 10 ár í MosfellsbæMosfellsbæ Einar Páll Kjærnested,lögg. fasteignasali Fálkahöfði - Mjög fallegt 148 fm endaraðhús á einni hæð, með inn-byggðum bílskúr V 3 Lágholt 2 - Einbýli heimili@heimili.is Sími 530 6500 Erum með fjölda eigna á skrá þar sem fólk er tilbúið að skoða ýmis skipti.Hafðu samband við okkur og kannaðu möguleika á eign í makaskiptum. Þú gætir verið komin í hentugri eign áður en þú veist af. Búmenn hsfHúsnæðisfélag Klettháls 1110 ReykjavíkSími 552 5644Fax 552 5944bumenn@bumenn.iswww.bumenn.is BÚMENN AUGLÝSA ÍBÚÐIR Bæði félagsmenn og utanfélagsmenn geta gefið tilboð í búsetu- réttinn. Réttur til kaupa miðast við 50 ára og eldri. Þeir sem áhuga hafa er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins að Kletthálsi 1 í síma 552 5644 milli 9-15, eða senda tölvupóst á netfangið bumenn@bumenn.is Akurgerði í VogumTil endurúthlutunar er búseturéttur í nýlegum eins herbergja íbúðum í raðhú- salengju sem tengist þjónustumiðstöð fyrir eldriborgara í Vogum. Um er að ræða um 46 fm og 53 fm íbúðir. Einnig er til endurúthlutunat 2ja herbergja íbúð um 67 fm. Íbúðirnar geta verið til afhendingar fl jótlega.Hvammsgata í VogumTil endurúthlutunar er búseturéttur í nýlegur parhúsi. Íbúðin er 3ja herbergja ásamt bílskúr. Íbúðin er um 90 fm og bílskúrinn um 25 fm. Íbúðin getur verið til afhendingar fl jótlega. Kríuland í GarðiTil endurúthlutunar er búseturéttur í nýlegum parhúsum. Um er að ræða 3ja og 4ra herbergja íbúðir um 90 og 105 fm. Um 35 fm bílskúrar fylgja báðum íbúðum. Íbúðirnar geta verið til afhendingar fl jótlega.Miðnestorg í SandgerðiTil endurúthlutunar er búseturéttur í 2ja herbergja íbúð. Íbúðin er um 74 fm á þriðju hæð í þriggja hæða lyftuhúsi. Íbúðin getur verið til afhendingar strax.Víðigerði í GrindavíkTil sölu er búseturéttur í 2ja herbergja íbúð í parhúsi. Íbúðinni fylgir garðskáli og bílskúr. Íbúð og garðskáli er um 91 fm og bílskúr um 28 fm. Íbúðin getur verið til afhendingar fl jótlega. Umsóknarfrestur er til 9. febrúar n.k.Hægt er að fá nánari upplýsingum á skrifstofu félagsins í síma 552-5644 milli kl. 9-15. fasteignir FASTEIGNIR Fallegur útsýnisstaður Sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Tónlistarmenn bera vitni Málsókn Jóhanns Helgasonar gegn lagahöfundinum Rolf Løvland vindur upp á sig. FÓLK 22 ÁFRAM FROST Í dag verður hæg austlæg eða breytileg átt. Víðast bjart veður en þó hætt við stöku éljum við suðausturströndina og á annesjum vestan til. Frost 0-10 stig, kaldast til landsins. VEÐUR 4 -3 -1 -4 -5 -4 ÓLÖGLEGT NIÐURHAL Tómlegt í plötubúðum Vinsælar plötur ekki fáanlegar FÓLK 16 Loksins-stjórnin „Loksins er hér forsætisráðherra með rætur í verkalýðshreyfing- unni sem lítur á sig sem fulltrúa íslenskrar alþýðu“, skrifar Guð- mundur Andri Thorsson. Í DAG 10 Á beinu brautina Fernando Torres sá um að afgreiða Chelsea í stórleik gærdagsins á Anfield. ÍÞRÓTTIR 18 BRETLAND Djúpsjávarkafarar, sem komust í feitt fyrir tveimur árum þegar þeir náðu í gullmynt úr spænskri galeiðu, segjast hafa gert aðra merka uppgötvun er þeir fundu sögufrægt breskt her- skip í Ermarsundi. Könnunarleiðangurinn, Odyss- ey Marine Exploration, leitar enn að um 4 tonnum gullmyntar sem talið er að hafi verið um borð í HMS Victory sem sökk í Ermar- sundi árið 1744. Breska herskips- flakið fannst í maí en það sökk fyrir 264 árum síðan. Tekist hefur að bjarga tveimur látúnsfallbyss- um úr flakinu. Skipið var stærsta og best vopnaða skip síns tíma. - hs Skipsflak finnst í Ermarsundi: Leita að fjórum tonnum af gulli STJÓRNMÁL „Þarna er verið að styrkja sérfræðiþekkingu innan ríkisstjórnarinnar, en þessar skip- anir eru ekki mjög lýðræðisleg- ar. Þessir nýju ráðherrar eru ekki kosnir til þings og hafa því ekki lýðræðislegt umboð þjóðarinnar. Maður veltir því fyrir sér hvort stjórnarflokk- arnir búi ekki yfir nógu öflugu fólki á þessum sviðum til að taka þessi ráð- herraembætti að sér,“ segir Baldur Þórhalls- son stjórnmála- fræðiprófessor um skipun utan- þingsráðherra í nýrri ríkisstjórn sem kynnt var í gær. Baldur segir nýju stjórnina veika. „Stjórnin hefur ekki stuðn- ing nema 27 þingmanna. Stjórn- arandstaðan hefur á að skipa 29 þingmönnum og því þarf stjórnin á stuðningi Framsóknar að halda í hverju einasta frumvarpi sem hún leggur fram. Stjórnin hefur líka afar skamman tíma til stefnu því þingið mun að öllum líkindum fara í frí nokkrum vikum fyrir kosningar hinn 25. apríl.“ - kg Prófessor í stjórnmálafræði: Ólýðræðisleg skipun ráðherra BALDUR ÞÓRHALLSSON STJÓRNMÁL Nýmynduð ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hyggst setja lög um séreignar- sparnað svo sjóðsfélagar sem komnir eru í fjárhagskröggur geti fengið fyrirgreiðslu úr honum tímabundið til þess að borga skuld- ir sínar. Í verkefnaskrá hennar sem kynnt var í gær segir: „Sett verða lög um séreignarsparnað sem veita sjóðsfélögum tímabundna heimild til fyrirframgreiðslu úr séreignar- sjóðum til að mæta brýnum fjár- hagsvanda.“ „Það hringdi í mig kona norð- an úr landi, atvinnulaus með þrjú börn, sem á talsverða peninga inni á svona reikningi en á í mikl- um erfiðleikum með að ná endum saman í dag. Orð hennar duga mér eiginlega sem rök, því hún sagð- ist heldur vilja að börnin sín fái að borða í vetur en að hún eigi ein- hvern sparnað þegar hún kemst á elliárin. Það er kannski ein- falda röksemdafærslan í þessu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, nýr fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann segir ekki tímabært að lýsa mögulegum framkvæmdaleiðum nákvæmlega. „Hugsanlegar leiðir verða að sjálf- sögðu ræddar við sjóðina áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Ætlunin er ekki að galopna þessa sjóði heldur að skoða hvernig þetta geti orðið fólki í knýjandi þörf til bjargar. Bæði er hægt að hugsa sér að þetta verði almennar regl- ur með tilteknum takmörkunum og líka að staða fólks verði skilgreind í þessu tilliti,“ segir Steingrímur. „Ég var með frumvarp í smíðum sem kvað á um það sama og hefði verið kynnt fyrir ríkisstjórninni á þriðjudag í síðustu viku hefði hún fundað þá,“ segir Árni Mathie- sen, fráfarandi fjármálaráðherra. Hann segir þó ákveðna hættu geta falist í þessari leið. „Sérstaklega fyrir minni sjóðina sem ekki hafa mikið lausafé,“ útskýrir hann. „Þeir gætu þá hugsanlega þurft að selja það sem er auðseljanlegast úr skuldabréfasafninu til að greiða út og þá sætu eftir bréf sem eru ekki jafn mikils virði. Þá gætu þeir sem ættu eftir í sjóðnum setið uppi með slakari eign.“ Hann segist ekki sjá á verk- efnaskrá nýrrar ríkisstjórnar af hverju Samfylkingin hefði þurft að slíta samstarfinu við Sjálfstæðis- flokkinn því á skránni séu meira og minna sömu mál og sami andi og unnið var eftir í síðustu ríkis- stjórn. - jse,kg / sjá síður 4 og 6. Fólk í kröggum fær sparnað greiddan út Ný ríkisstjórn vill opna séreignarsparnað tímabundið fyrir þá sem eru í fjár- hagskröggum. Frumvarp um þetta hefði verið kynnt í síðustu viku ef ekki hefði komið til stjórnarslita, segir Árni M. Mathiesen fyrrverandi fjármálaráðherra. VAKTASKIPTI Í FORSÆTISRÁÐUNEYTINU Jóhanna Sigurðardóttir, nýr forsætisráðherra Íslendinga, tók við lyklunum úr hendi Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fráfarandi menntamálaráðherra, í gær. Þorgerður leysti Geir Haarde, fráfarandi forsætisráðherra, af við þetta tilefni, en hann flaug til Hollands í gær í aðgerð vegna illkynja æxlis í vélinda. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Á GÖMLUM VOLVO Steingrímur mætti á Bessastaði á forláta sænskri bifreið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.