Fréttablaðið - 02.02.2009, Side 4
4 2. febrúar 2009 MÁNUDAGUR
I. Aukið lýðræði, jöfnuður og
upplýsingar
■ Virk upplýsingagjöf til þjóðarinnar.
■ Nýjar siðareglur fyrir ráðherra og
æðstu embættismenn.
■ Eftirlaunalögin verða afnumin.
■ Nýjar reglur um skipan dómara.
■ Lög um ráðherraábyrgð endur-
skoðuð.
■ Breytingar á stjórnarskrá lýðveld-
isins:
a) Kveðið verður á um auðlindir í
þjóðareign.
b) Sett verður ákvæði um þjóðar-
atkvæðagreiðslur.
c) Aðferð við breytingar á stjórn-
arskrá með sérstakri þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
■ Lög um skipan og verkefni stjórn-
lagaþings.
■ Opnað fyrir möguleika á persónu-
kjöri í kosningum til Alþingis.
II. Endurreisn efnahagslífsins
■ Leitað leiða til að lækka vexti eins
fljótt og kostur er.
■ Tímasett áætlun gerð um rýmkun
hafta.
■ Staðinn vörður um velferðarkerfið
og grunnþjónustu samfélagsins.
III. Endurskipulagning í stjórnsýslu
■ Skipt um yfirstjórn Seðlabankans.
■ Skipaður einn seðlabankastjóri
ráðinn á faglegum forsendum.
■ Hafin verður endurskoðun á pen-
ingamálastefnu Seðlabankans.
■ Ný yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins.
■ Breytingar á yfirstjórn einstakra
ráðuneyta.
■ Erlendir sérfræðingar fengnir til
liðsinnis Fjármálaeftirlitinu.
■ Kannað hvort unnt sé að kyrrsetja
eignir.
IV. Aðgerðir í þágu heimila
■ Aðgerðir til að bregðast við fjár-
hagslegum vanda heimila.
■ Sett verður á fót velferðarvakt.
■ Lög um greiðsluaðlögun og
greiðslujöfnun gengistryggðra lána.
■ Lög um frestun nauðungarupp-
boða vegna íbúðarhúsnæðis.
■ Gjaldþrotalögum breytt þannig að
staða skuldara verði bætt.
■ Húsnæðislán færð til Íbúðalána-
sjóðs.
■ Tryggt að greiðsluvandaúrræði
Íbúðalánasjóðs verði að fullu virk.
■ Áætlun um hvernig skuldavanda
heimilanna verði frekar mætt.
■ Lög um séreignarsparnað sem
veita sjóðfélögum tímabundna
heimild til fyrirframgreiðslu.
V. Aðgerðir í þágu atvinnulífs
■ Kynnt áætlun um opinberar fram-
kvæmdir og útboð á árinu.
■ Engin ný áform um álver verða á
dagskrá ríkisstjórnarinnar.
■ Átaksverkefni með öflugum vinnu-
markaðsaðgerðum til að vinna
gegn atvinnuleysi.
■ Leitað leiða til þess að örva
fjárfestingu innlendra og erlendra
aðila og sköpun nýrra starfa á
almennum vinnumarkaði.
■ Aðlaga þarf lánareglur LÍN breyttu
efnahagsumhverfi.
■ Útlánageta Byggðastofnunar efld.
■ Meta áhrif efnahagsástandsins á
stöðu kynjanna.
■ Við endurreisn efnahagslífs og
uppbyggingu faglegra stjórnunar-
hátta verði jafnrétti kynjanna haft
að leiðarljósi.
VI. Aðgerðir til að byggja upp fjármála-
kerfið og greiða úr vanda fyrirtækja.
■ Greitt verður úr vanda lífvænlegra
fyrirtækja á grundvelli gegnsærra
og alþjóðlega viðurkenndra reglna.
■ Hugað sérstaklega að því að við-
halda virkri samkeppni.
■ Verðmati á eignum nýju ríkisbank-
anna verður lokið hið allra fyrsta.
■ Ljúka á endurfjármögnun ríkis-
bankanna.
■ Ríkisbönkum sett útlánamarkmið
fyrir árið til að örva hagkerfið.
VII. Alþjóðasamningar og
Evrópusamstarf
■ Tekið saman yfirlit um lántökur og
heildarskuldbindingar þjóðarbús-
ins og kynnt almenningi.
■ Alþjóðlegir sérfræðingar ráðnir
til að veita aðstoð við samninga
á alþjóðavettvangi vegna skulda
þjóðarbúsins.
■ Úttekt á viðhorfum hagsmunaaðila
til Evrópusambandsins.
■ Mat lagt á framtíðarhorfur í gjald-
miðlamálum.
■ Aðild að Evrópusambandinu verði
aldrei ákveðin nema í þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
PUNKTAR ÚR VERKEFNASKRÁ
STJÓRNMÁL Verkefnaskrá og ráð-
herralisti nýrrar ríkisstjórnar
Samfylkingar og Vinstri grænna
var kynntur á blaðamannafundi á
Hótel Borg rúmlega fjögur í gær.
Meðal aðgerða sem ný ríkis-
stjórn boðar er að setja lög um
greiðsluaðlögun, greiðslujöfnun
gengistryggðra lána og frestun
nauðungaruppboða vegna íbúð-
arhúsnæðis í allt að sex mánuði.
Einnig að breyta gjaldþrotalög-
um til að bæta stöðu skuldara.
Íbúðalánasjóður mun, samkvæmt
verkefnaskránni, taka við lánum
gömlu viðskiptabankanna eða
þá tryggja með öðrum hætti að
úrræði hans verði notuð til að
koma til móts við fólk í greiðslu-
vanda.
Einnig verður sjóðsfélögum sem
eiga í brýnum fjárhagsvanda gert
kleift með nýrri lagasetningu að
fá fyrirframgreiðslu úr séreigna-
sjóði sínum um ákveðinn tíma.
Von er á enn frekari aðgerðum
því gerð verður langtímaáætlun
um hvernig skuldavanda heimil-
anna verði mætt og á slík áætlun
að líta dagsins ljós í næsta mán-
uði.
Til að örva atvinnulíf hyggst ný
stjórn endurskoða framkvæmda-
áform opinberra aðila og knýja
á um að verkefnin verði þjóð-
hagslega arðbær og krefjist mik-
ils vinnuafls. Þó verða engin ný
áform um álver lögð fram. Eins
eru engar breytingar fyrirhugað-
ar á samstarfinu við Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn.
Ný stjórn hyggst einnig boða
endurbætur á stjórnsýslunni með
það fyrir augum að auka lýðræði
og skerpa á heiðarleika í samfélag-
inu. Eftirlaunalögin verða afnum-
in og þingmenn og ráðherrar mun
lúta almennum reglum um lífeyr-
iskjör opinberra starfsmanna.
Skipt verður um yfirstjórn Seðla-
bankans en ekki er enn búið að
útfæra hvernig það verður gert.
Eins verður skipuð ný yfirstjórn
Fjármálaeftirlitsins og erlendir
sérfræðingar fengnir til liðsinn-
is þar.
Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum verður stjórnlagaþing sett
á laggirnar til að gera breytingar
á stjórnarskrá en ekki kom fram
hvenær það verður. Ráðgert er að
breyta kosningalögum og þannig
að ekki verði loku fyrir það skot-
ið að hægt verði að kjósa persónur
í stað flokka. Kosningar eru fyr-
irhugaðar 25. apríl næstkomandi
og því hefur stjórnin 80 daga til
verkanna.
Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir, formaður Samfylkingarinnar,
tekur ekki sæti í nýrri ríkisstjórn
en hún tók það skýrt fram á blaða-
mannafundinum að það þýddi
hreint ekki að hennar afskiptum af
stjórnmálum væri lokið. „Ég ætla
að einbeita mér að sjálfri mér og
svo að flokknum þegar ég er búin
að safna kröftum,“ sagði hún.
Ekki er nóg með að Jóhanna
Sigurðardóttir sé fyrsta konan
til þess að verða forsætisráð-
herra heldur er þetta fyrsta rík-
isstjórnin með jafnt kynjahlutfall
ráðherra. jse@frettabladid.is
Stjórnin boðar björg-
un og hreingerningar
Ný ríkisstjórn vill opna aðgang fólks að séreignasparnaði. Setja á lög um
greiðsluaðlögun og frestun nauðungaruppboða. Ný vinnubrögð og skipan í
stjórnsýslukerfinu boðuð. Nýjar stjórnir í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti.
FRÁ BLAÐAMANNAFUNDINUM Á HÓTEL BORG Afmælisbarn gærdagsins og nýskipaður menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir,
situr hér lengst til hægri. Við hlið hennar er Steingrímur J. Sigfússon, fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Kristján Þór Júlíusson um nýja ríkisstjórn:
Verkefnaskrá ábótavant
STJÓRNMÁL „Ég óska þessu
fólki velfarnaðar í sínum
störfum og vonandi geta
þær aðgerðir sem það
grípur til orðið þjóðinni
til góðs. En áður en hægt
er að leggja mat á þessar
aðgerðir verður maður
fyrst að fá betri upplýs-
ingar um útfærslur á
hugmyndum þeirra. En
þær hljóta að koma fram
fljótlega, ég trúi ekki öðru,“ segir
Kristján Þór Júlíusson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokks,
um nýja ríkisstjórn sem
kynnt var gær.
Kristján segir verk-
efnaskrá stjórnarinnar
vera ábótavant. „Sjálfsagt
má ýmsu breyta í lýð-
ræðismálum en afkoma
heimila og fyrirtækja er
brýnasta málið. Þær hug-
myndir sem nefndar eru
hafa legið fyrir í fjárlaga-
frumvarpinu. Ég bíð spenntur að
sjá hvað gerist.“ - kg
KRISTJÁN ÞÓR
JÚLÍUSSON
Ný ríkisstjórn tekur við völdum
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
17°
3°
6°
1°
1°
4°
6°
6°
1°
1°
20°
4°
6°
18°
-2°
5°
14°
-1°
Á MORGUN
Hæg austlæg eða
breytileg átt
MIÐVIKUDAGUR
8-15 m/s við austur-
ströndina annars mun
hægari
3
3
3 2
3
1
5
2
5
3
4
1
-3
-2
-1
-5 -4
-3
-5
0
-4
-9
-4 -4
-3
-5
-5
-4 -5
-7
-7-6
KALT EN BJART,
EINKUM SYÐRA
Í dag verður í raun
fínasta veður á
landinu þótt kalt sé
á landinu. Ekki að sjá
neinar breytingar á
því nú alveg í bráð. Á
hinn bóginn verður
heldur þungbúnara
norðan til og austan
á morgun og hinn
frá því sem er í dag.
Það verður yfi rleitt
úrkomulítið en um
miðja vikuna er
heldur eindregnari
éljagangur á landinu
norðanverðu.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
flugfelag.is
Fundarfriður
Markvissir fundir í friði og ró
Upplýsingar:
Sími 570 3075
hopadeild@flugfelag.is
REYKJAVÍK
AKUREYRI
EGILSSTAÐIR
FÆREYJARVESTMANNAEYJAR
ÍSAFJÖRÐUR
GRÆNLAND
VOPNAFJÖRÐUR
ÞÓRSHÖFN
GRÍMSEY
NARSARSSUAQ
KULUSUK
CONSTABLE POINT
NUUK