Fréttablaðið - 02.02.2009, Side 2

Fréttablaðið - 02.02.2009, Side 2
2 2. febrúar 2009 MÁNUDAGUR VINNUMARKAÐUR Hundruð manna urðu atvinnulaus nú um helgina þegar uppsagnarfrestur tók gildi hjá stórum hópi fólks. Um þrettán þúsund manns eru nú á atvinnu- leysisskrá og fer þeim hraðfjölg- andi. Sigurbjörg Pétursdóttir inn- anhússarkitekt er ein af þeim sem hafa verið atvinnulausir lengi. Sigurbjörg hafði verið í viku í vinnu hjá Bauhaus síðasta haust þegar bankarnir hrundu. Tugum manna var þá sagt upp, þar á meðal henni. Sigurbjörg var aðeins með viku uppsagnarfrest og hefur verið atvinnulaus síðan. „Ég fékk sjokk,“ segir hún. Uppsögnin kom þétt í kjölfarið á bankahruninu. Áfallið var gríðar- legt og Sigurbjörg segist hafa orðið þunglynd. „Fótunum var kippt undan mér. Ég var fertug þegar ég seldi allar eigur mínar og fór utan í nám. Ég hef alla tíð unnið fyrir mér og unnið mikið. Ég hef nú unnið sem innanhússarkitekt í tólf ár og allt í einu var grund- völlur tilverunnar brostinn. Mér fannst ég ein í heiminum.“ Sigurbjörg hefur sótt um fjöl- mörg störf og boðist eitt verslun- arstarf í Kringlunni en þar voru mánaðarlaunin ekki hærri en atvinnuleysisbæturnar þannig að hún sá sér ekki fært að taka því. Sigurbjörg telur virðingarleysi að fá ekki svar við atvinnuumsókn- um, ekki einu sinni afsvar, eins og er alltof algengt og segir það nið- urbrjótandi. „Þetta fer rosalega illa með fólk.“ Sigurbjörg segist hafa verið „komin með kvíðahnút og ótta. Fyrst eftir að ég varð atvinnulaus var ég bara að átta mig á þessu, fór að kíkja í kringum mig eftir starfi og velta fyrir mér hvað ég gæti gert. Svo fór atvinnuástand- ið hríðversnandi og alltaf var verið að segja upp fólki í mínum geira og að lokum datt ég alveg niður og komst ekki fram úr rúmi,“ segir hún. „Ég fór til læknis og leitaði síðan til VR sem er frábært félag. Ég hef fengið hálfgildings áfallahjálp hjá þeim, farið í viðtöl hálfsmánaðar- lega og það hefur gefið mér mikinn stuðning. Svo hef ég nýtt mér þjón- ustu VR, til dæmis Hlutverkasetr- ið,“ segir hún og telur miklu skipta að hafa rútínu og halda sér félags- lega virkum. Sigurbjörg er 53 ára og eina fyr- irvinnan á heimilinu. Ein dóttir býr heima. Sigurbjörg segist reyna að þrauka. Hún hafi húsnæðislán hjá Íbúðalánasjóði og myntkörfu- lán á bílnum og fengið frystingu í eitt ár. Hún veit ekkert hvað tekur við eftir það. ghs@frettabladid.is Nýttu þér framúrskarandi þekkingu og þjónustu ásamt úrvalinu á stærsta varahlutalager landsins fyrir allar tegundir bíla. Gerðu vel við bílinn þinn! 100.000 vörunúmer. 1 símanúmer. N1.ISN1 440 1000 Á B Y R G Ð V A R A H L U T I R 3 ÁRA Þráinn, þýðir þetta nýtt líf fyrir Framsóknarflokkinn? „Já, það er kominn tími til að rifja upp nýtt og betra líf.“ Þráinn Bertelsson rithöfundur stefnir á efsta sæti á lista Framsóknar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna í komandi alþingiskosningum, en hann sagði sig úr flokknum vegna stuðnings við Íraksstríðið árið 2003. Þráinn leikstýrði hinni ógleym- anlegu kvikmynd „Nýtt líf“ árið 1983. KENÝA Eitt skæðasta slys í Afríku síðastliðin ár varð í Molo í Kenía þegar eldur braust út í olíuflutn- ingabíl aðfaranótt sunnudags. Bíllinn varð skyndilega alelda þegar fólk reyndi að ná sér í olíu úr bílnum sem valt. Yfir 100 manns létust og um 200 slösuð- ust í eldhafinu sem orsakaðist líklega af sígarettuglóð. Stjórnvöld í Kenía hafa nýlega verið gagnrýnd fyrir lélegar öryggisreglur en um 30 manns létu lífið síðastliðinn miðvikudag þegar eldsvoði braust út í stór- markaði í miðbæ Naíróbí. - hs Olíuflutningabíll alelda: Yfir 100 látnir eftir eldsvoða ÍSRAEL Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, hét því í gær að brugðist yrði harðlega við fleiri loftskeytaárásum á Ísrael frá Gasasvæðinu. Ísraelar og Hamas-samtök- in lýstu yfir hvorir sínu vopna- hléinu fyrir hálfum mánuði sem bundu enda á þriggja vikna árás- ir Ísraela á Gasasvæðið. Loft- skeytum var hins vegar skotið á Ísrael bæði í gær og í fyrradag og lenti eitt þeirra á milli tveggja leikskóla í Eshkol-héraði í Suður- Ísrael í gær. Annað sprakk nálægt borginni Ashkelon en engan sak- aði. „Við höfum sagt að ef loft- skeytaárásum linnir ekki á suður- hluta landsins þá munu viðbrögð okkar verða í öfugu hlutfalli við árásir á ísraelska borgara og öryggissveitir landsins,“ sagði Olmert og nefndi einnig að ekki yrði samþykkt að taka aftur upp gamlar leikreglur heldur yrði leikið eftir nýjum reglum sem tryggja myndu að Ísraelsmenn yrðu ekki dregnir inn í endalaus- ar gagnárásir sem standa í vegi fyrir eðlilegu lífi í suðurhluta landsins. Um 1.300 Palestínumenn og 10 ísraelskir hermenn létu lífið í þriggja vikna árás Ísraelsmanna en 3 ísraelskir borgarar létust í loftskeytaárásum. -hs Forsætisráðherra Ísraels heitir hörðum viðbrögðum við loftskeytaárásum: Ísraelsstjórn heitir hefndum Var komin með kvíðahnút og ótta Hundruð manna urðu atvinnulaus nú um mánaðamótin. Þrettán þúsund eru án atvinnu. Sigurbjörg Pétursdóttir innanhússarkitekt var komin með kvíða- hnút og ótta í atvinnuleysinu. Hún segir mestu skipta að halda rútínu og virkni. Allt í einu var grundvöll- ur tilverunnar brostinn. SIGURBJÖRG PÉTURSDÓTTIR INNANHÚSSARKITEKT ■ Halda rútínu ■ Hreyfa sig reglulega ■ Fara út á hverjum degi ■ Reyna að hitta fólk á hverj- um degi ■ Leita aðstoðar, til dæmis hjá stéttarfélagi ■ Nýta alla þjónustu í boði ■ Hugsa bara um einn dag í einu ■ Halda áfram að leita að vinnu SIGURBJÖRG RÁÐLEGGUR FANNST ÉG VERA EIN Í HEIMINUM „Allt í einu var grundvöllur tilverunnar brostinn,“ segir Sigur- björg Pétursdóttir innanhússarki- tekt sem hefur verið atvinnulaus frá því í haust. Hún er í hópi þrettán þúsund manna sem eru atvinnulausir á Íslandi í dag.FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N STJÓRNMÁL Framsóknarflokkur- inn er nú með fimmtán prósenta fylgi, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Þetta er sjö prósentustiga aukning frá því í desember. Á sama tíma hefur fylgi Samfylk- ingarinnar minnkað um sex pró- sentustig og mælist 22 prósent. Vinstri græn hafa mest fylgi kjósenda, eða þrjátíu prósent. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24 prósenta fylgi. Frjáls- lyndi flokkurinn og Íslandshreyf- ingin mælast hvor um sig með þriggja prósenta fylgi. Fjögur prósent aðspurðra segjast ætla að kjósa önnur framboð. - hhs Vinsældir Framsóknar aukast: Með fimmtán prósenta fylgi FORYSTA FRAMSÓKNAR Fylgi við Fram- sóknarflokkinn jókst um sjö prósentu- stig á milli desember og janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÖGREGLUMÁL Hraðbanka var stolið úr verslunarmiðstöðinni Sunnumörk í Hveragerði aðfara- nótt sunnudags. Hraðbankinn var í anddyri verslunarmiðstövarinnar og var hann numinn á brott í heilu lagi. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er unnið að rannsókn málsins og er verið að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum. Líklegt er að nokkrir hafi verið að verki þar sem hraðbankar af þessu tagi eru rúmlega 500 kíló að þyngd. Man lögreglan aðeins eftir einu öðru tilfelli þar sem hraðbanka var stolið í heilu lagi á Íslandi. Enn hefur ekki verið gefið upp hve miklir peningar voru í bank- anum. - hs Stálu hraðbanka í Hveragerði: Burt í heilu lagi LOFTSKEYTAÁRÁSIR HAFNAR AÐ NÝJU Loftskeytum hefur verið skotið á Ísrael frá Gaza svæðinu síðustu daga og heita Ísraelar hörðum viðbrögðum. Hér sjást Palestínumenn gera við smyglgöng sem eyðilögðust í árás Ísraela. MYND/AFP ELDUR Í KENÍA Um 200 slasaðir leituðu sér aðstoðar á sjúkrahúsi. MYND/AP DÓMSMÁL Lögmenn Hafnarfjarðar- bæjar ætla að kalla hluta stjórn- enda Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Bjarna Ármannsson, fyrrver- andi stjórnarformann Reykjavik Energy Invest (REI), sem vitni í dómsmáli vegna sölu á hlut í Hita- veitu Suðurnesja (HS). Til stendur að kalla fyrir dóm níu vitni sem bera eiga um samn- ingsgerð milli Hafnarfjarðar og OR vegna sölu á hlut bæjarins í HS, segir Stefán Geir Þórisson, lögmaður Hafnarfjarðarbæjar. Til stóð að kalla til átján vitni en vegna mótmæla lögmanns OR hefur þeim verið fækkað. Vitnin eiga meðal annars að bera um það hvað bjó að baki þegar samið var um kaupin, sem getur skipt máli fyrir túlkun á samningnum segir Stefán. Hafnarfjarðarbær krefst þess að OR standi við samning um kaup á 15,4 prósenta hlut bæjarins í HS á samtals 7,6 milljarða króna. Nær öruggt má telja að verðmætið er mun minna í dag. OR vill að samningurinn við Hafnarfjarðarbæ gangi til baka, þar sem samkeppnisyfirvöld hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann brjóti í bága við lög, segir Þórunn Guðmundsdóttir, lögmað- ur OR í málinu. Hún segir engan ágreining um málsatvik, og því í raun óþarft að kalla til vitni. - bj Hafnarfjarðarbær krefst 7,6 milljarða frá OR fyrir hlutinn í Hitaveitu Suðurnesja: Stjórnendur kallaðir til vitnis Vitnalisti Hafnarfjarðarbæjar: ■ Bjarni Ármannsson, fyrrverandi stjórnarformaður REI. ■ Guðmundur Þóroddsson, fyrrver- andi forstjóri OR og REI. ■ Haukur Leósson, fyrrverandi stjórnarformaður OR. ■ Hjörleifur Kvaran, forstjóri OR. ■ Bryndís Hlöðversdóttir, fyrrver- andi stjórnarformaður OR. ■ Gunnar Svavarsson, fyrrverandi formaður bæjarráðs Hafnarfjarð- ar. ■ Haraldur Þór Ólason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði. ■ Guðmundur Benediktsson, bæj- arlögmaður Hafnarfjarðar. ■ Árni Árnason lögmaður. Aðrir sem hætt hefur verið við að kalla í vitnastúkuna: ■ Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokks- ins. ■ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrr- verandi borgarstjóri. ■ Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geys- is Green Energy. BJARNI ÁRMANNSSON Á VITNALISTANUM ORKUMÁL Umhverfisráðuneytið hefur staðfest úrskurð Skipulags- stofnunar um að fyrirhuguð sex megavatta virkjun í Brúará í Blá- skógabyggð skuli sæta umhverf- ismati. Ráðuneytið segir fram- kvæmdina geta haft verulega neikvæð og varanleg umhverfis- áhrif á sérstöðu svæðisins, meðal annars á náttúrufyrirbæri sem njóti verndar náttúruverndar- laga. Árfarvegur gæti þornað upp á um 700 metra kafla í Brú- ará. „Sjónræn áhrif vegna stíflu, vegagerðar og frárennslisgerðar geta orðið varanleg á svæði sem telja verður að miklu leyti órask- að,“ segir í úrskurði umhverfis- ráðuneytisins. - gar Ráðuneyti um áform í Brúará: Virkjun fari í umhverfismat STJÓRNMÁL Fyrrum forsætisráð- herra, Geir H. Haarde, flaug til Hollands í gær til að leita sér læknismeðferðar við illkynja æxli sem hann greindist með í vélinda í síðasta mánuði. Núverandi forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, sagði að sér þætti vænt um Geir og kvað hann gæddan mörgum mannkost- um þegar hún tók við lyklum að forsætisráðuneytinu úr höndum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdótt- ur í gær. Hún þakkaði Þorgerði sömuleiðis fyrir samstarfið. - hs Þorgerður afhenti lyklana: Geir flaug til Hollands í gær SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.