Tíminn - 08.01.1983, Page 4

Tíminn - 08.01.1983, Page 4
4 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1983 Borgarspítalinn Lausar stöður Reyndir aðstoðarlæknar Tvær stöður reyndra aðstoðarlækna (superkandidata) við lyflækn- ingadeild Borgarspítalans eru lausar til umsóknar. Önnur staðan veitist frá 1. mars, og hin frá 1. maí n.k., til eins árs, meö möguleika á framlengingu. . Umsóknarfrestur til 31. janúar n.k. Umsóknir sendist til yfirlæknis lyflækningadeildar spítalans, sem veitir allar nánari upplýsingar. Hjúkrunarfræðingar Lausar eru stöður á eftirtöldum deildum. Sérfræðimenntun æskileg. Ásótthreinsunardeild. Afleysingastaða. Vinnutími4klst. virkadaga. Á geðdeild. Á gjörgæsludeild. Full vinna og hlutavinna, vinnutími kl. 13.00 - 17.00 virka daga. Á skurðdeild. Full vinna og hlutavinna. Vinnutími kl. 8.00 - 14.00 virka daga. Á svæfingadcild. Á Hjúkrunar-og cndurhæfingadeild (Grensás). Full vinna og hlutavinna, næturvakt. A ýmsum deildum spítalans. Um er að ræða 8 klst. eða 4 klst. vaktir. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og störf sendist hjúkrunarfor- ■ stjóra. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra sími 81200. Sálfræðingur Við Geðdeild Borgarspítalans er laus staða sálfræðings til afleysinga og veitist staöan til 31. des. 1983. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf skulu sendar yfirlækni deildarinnar fyrir 1. febrúar n.k. og veitir hann jafnframt frekari upplýsingar um stöðuna. Reykjavík, 7. janúar 1983 Borgarspítalinn. Útboð Olíufélagið Skeljungur h.f. óskar eftir tilboðum í að byggja bensínstöð í Borgarnesi. Um er að ræða að byggja á tilbúnum grunni, léttbyggt einnar hæðar hús, 1802 að grunnfleti. Verkinu skal lokið 1. júní á þessu ári. Útboðsgagna má vitja gegn kr. 1.000,00 skila- tryggingu, á bensínstöð Skeljungs h.f. við Brákarbraut í Borgarnesi eða hjá undirrituðum. Þar sem tilboð verða opnuð fimmtudaginn 20. jan. ‘83 kl. 11.00. ARKUEKTASTOFAIM SF ORMAR ÞÖR CUÐMUNDSSON OrnOlfur HALL ARKITEKTAR FAl Borgartún 17 • 105 Reykjavik • Simi 26833 Lausar stöður hjá Reykjavíkurborg Laun skv. kjarasamningum borgarstarfsmanna. • Umsjónarmaður með hjólbarðaverkstæði S.V.R. • Vörslumaður borgarlandsins. • Skrifstofustarf (framtíðarstarf). • Skrifstofustarf (8-10 mán. starf). Umsóknir skulu vera skriflegar og greina m.a. frá menntun og starfsreynslu auk almennra persónulegra upplýsinga. Allar frekari upplýsingar veitir starfsmannahald Reykjavíkurborgar í síma 18800. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,6. hæð, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 14. janúar 1983. Útboð Tilboö óskast í uppsteypu og fullnaðarfrágang á þriðja áfanga bækistöðvar Hitaveitu Reykjavíkur við Grensásveg. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuö á sama stað þriðjudaginn 8. febr. 1983 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirtcjuvcgi 3 — Sími 25800 fréttir Helgi Gud- mundsson á Akureyri: Ekkert eftir til eigna- breytinga Akureyri: „Það sýnist vera nokkurn- vinn sama hljóðið í sveitarstjómar- mönnum hér um allt að sjaldan hafi verið eins slæmt að koma saman fjárhagsáætlun og nú. í fyrsta lagi ér þetta vegna þess að tekjustofnar sveitarfélaganna - sérstaklega þeirra sem krafist er töluvert mikillar þjónustu af - þeir gefa ekki meiri tekjur en svo að það fer að nálgast það að ekkert verður eftir til eignabreytinga - það fer allt í rekstur", sagði Helgi Guðmundsson, bæjarfulltrúi á Akureyri, þar sem nú er unnið að fjárhagsáætlun ársins 1983. - Eins og allir vita hafa sveitarfé- lögin tekið að sér margvísleg aukin verkefni undanfarin ár af ýmsu tagi, sem hefur þýtt það að menn hafa kannski þóst góðir ef þeir hafa haft um 10-15% af tekjunum í eignabreyt- ingar. En ætli að það fari ekki svo hjá flestum núna að þetta fari niður í ekki neitt. Mér heyrist þetta sama lika á sveitarstjórnarmönnum sem ég hef verið að tala við t.d. á Húsavík og Ólafsfirði. - Ekki er heldur orðið svo glæsi- legt að taka mikið af lánum til framkvæmda - þótt góðar séu - er það? - Menn hafa einmitt á undanförn- um árum verið að framkvæma fyrir lánsfé. Og þau eru nú að koma inn af nokkrum þunga. - HEI Eru konur fródleiksfúsari en karlar? (eða vita þeir kannski allt?) Borgarnes: Á skýrslur hefur nú verið fært að ekkert hefur verið ofsagt um dugnað Verkalýðsfélags Borgarness og annarra áþekkra félaga þar um slóðir við að halda námskeið um hin fjölbreytilegustu efni til fróðleiks og. skemmtunar fyrir félagsmenn sína. t í skýrslu um starf Menningar og fræðslusambands alþýðu frá 1. okt. 1981 til sama tíma 1982 kemur m.a. fram að MFA hefur staðið að 13 námskeiðum á árinu, öðrum en trúnaðarmannanámskeiðum, á alls 7 stöðum á landinu. Af þessum 13 námskeiðum var tæpur- þriðjungur- inn eða 4 talsins haldin í Borgarnesi. Efni þeirra var: Hópefli, neytenda- vernd og verðlagsmál, fjölmiðlun og Ijósmyndun. til samanburðar má geta að 3 námskeið voru haldin í höfuðborginni, Reykjavík (2 félags- mála- og 1 i ljósmyndun), 2 námskeið á Akureyri og eitt á hverjum eftirtal- inna staða: Grundafirði, Akureyri, Selfossi ogHveragerði, er öll voru um félags og vekalýðsmál. Af þeim 214 alls sem sóttu þessi námskeið voru rúm 38% í Borgarnesi og grennd.eða 82. t>ar sem Reykvík- ingar eru t.d. um 51 sinnum fleiri samsvarar þetta að tæp 4.2oo manns kæmu á slík námskeið í Reykjavík á sama tíma, en námskeiðin þar sóttu 62. Þá vekur athygli að konur sýna þessum námskeið áberandi meiii áhuga. Af heildarfjöldanum voru konur 124 en karlar 90.1 Borgarnesi var það hlutfall t.d. 48 konur en 34 karlar. Auk fyrrnefndra námskeiða voru á vegum MFA haldin 8 trúnaðarm- annanámskeið (Þar af eitt til viðbótar í Borgarnesi). Þau námskeið sóttu 102 konur á mófi 48 körlum, eða alls 15o þátttakendur. _ HEl ,Mjögslæmt fyrir krakk- anaaðmissa þrjá skóla daga’ — sagði skólastjórinn á Hellu á Rangárvöllum Rangárvellir: „Það er mjög slæmt fyrir krakkana að missa þrjár daga úr skóla - þau máttu varla við því. Sérstaklega er þetta slæmt fyrir þau sem eiga að ljúka grunnskólaprófun- um og verða að fara í samræmdu prófin nú strax í byrjun febrúar. Þá munar um hvern einasta dag“, dagði Margrét Jafetsdóttir skólastjóri í Grunnskólanum á Hellu á Rangár- völlum. En þar eins og eflaust víðar féll kennsla alvegniður á þriðjudag, miðvikudag og fimnitudag. Á þriðjudagsmorguninn sagði Mavgrét veðrið hafa verið gott þar tilóveðrið skall á um kl. korter fyrir níu. Skólabíllinn ofan af Rangár- völlum - alla leið ofan frá Svínhaga - komst þá að Heilu en hinir urðu fastir í sköflum einhversstaðar og urðu að snúa við. „Þetta skali svo snöggt og veðrið var svo ægilegt að við vorum dauð- hrædd um börnin hérna úr þorpinu sent voru á leið í skólann. Þau lögðu af stað að heiman í sæmilegu veðri, cn lentu svo í miklum hrakningum á leiðinni í' skólann. Ég fékk svo upplýsingar um það hjá einum hópn- um að einn 8 ára drengur sem var þeim samferða hefði týnst í hríðinni einhversstaðar á leiðinni. Einn kenn- aranna fór að leita ásamt móður barnsins - sem við hringdumíog fannst barnið nú fljótt - Guði sé iof. Þá hafði sést til hans fyrir utan leikskólann og hann komist þangað inn", sagði Margrét. Ekki var gerð tilraun til að sækja börnin í skólann á miðvikudag vegna óveðursogófærðar. Á fimmtudaginn sagði Margrét veðrið hafa verið orðið sæmilegt. „En ófærðin var svo mikil um allar sveitir og kennarar veðurtepptir hér og þar svo við ákváðum að leggja skólann alveg niður í dag líka,‘' sagði Margrét á fimmtudagskvöldið. Þann dag var hins vegar unnið að mokstri svo hún vonaðist til að kennsla gæti hafist á föstudagsmorguninn. -HEl Hótelstjórinn f Borgarnesi: ,Skólakrakk ana settum vid í f lat- sæng í einn salinn’ Burgarnes: „Jú það hefur vcrið mikið að gera hér hjá okkur á hótelinu frá því t nótt. Milli klukkan hálf tvö og hálf þrjú í nótt tókum við á móti um 70-80 rnanns sem búnir voru að vera í rútubílum á leið frá Reykjavík frá því morguninn áður, rn.a. ein Hölmavtkurrúta og tvær Norðurleiöa," sagði Jón S. Karisson, hotelstjóri í Hótel Borgarnesi, er við ræddurn við hann á finimtudags- kvöldið. - Voru menn ekki svangir, þyrstir og hraktir? - Enginn var hrakinn. Tnilega matarleysið sem hefur þjakað fólk mest því ég held að mjög fáir hafi verið eitthvað nestaðir - og svo auðvitað að þurfa að hanga svona í óvissu í bílunum klukkutímum saman. Veghefill átti aðvera væntan- legur og svo kom hann kannski ekki fyrr en eftir 7, 8 til 9 tíma. En við vissum auðvitað um þetta með góðum fyrirvara og vorum búin að dekka borð og undirbúa þetta vel. Allir komust stðan í rúm nema hópur af skólakrökkunt á leiðnorður - þau settum við í fiatsæng í einn salinn hérna. Það var svona rétt að komast ró á mannskapinn um kl, fjögur um morguninn. Jón kvað þá á Hólmavíkur rútunni síðan hafa snúíð við til Reykjavtkur daginn eftir, þarsem þeirsáu fram á að komast ekki norður fyrr en jafnvel eftir lielgi. Norðlendingar biðu hins vegar daginn eftir og næstu nótt og vonuðust til að geta lagt af stað á íöstudagsmorguninn. Var þeim tíð- förult í heimsóknir til vegagerðar- manna til að spjalla við þá og leita frétta af mosktri, færð og fá aðrar upplýsingar. Jón, sem tók við hótelstjórn í Borgarncsi fyrir rúmum mánuði kvaðst aðspurður áður hafa starfað á sumarhótcli - Edduhóteli í Bjarkar- lundi, sem sé mjög lítið miðað við hið nýlega stækkaða og cndurbætta Hótel í Borgarnesi. Einu sinni kvaðst hann þó hafa lent í þvf að taka á móti 150 manna ættarmóti í mat með litluin fyrirvara. „Þrátt fyrir þrcngslin var virkilega gatnan að taka á móti svona stórum hóp og sjá hvað hægt er að gera þegar allir lcggja saman”, sagöi Jón. Þar sem desember er yfirleitt rólegasti hótelmánuður ársins kva'ð hann ekki hafa .verið mikið um að vera á hótelinu í Borgarnesi þar til nú í jressari viku. „Þetta hefur þó gengið alveg þokkalega. því hótelið cr í raun og vcru einnig félagsheimili fyrir Borgarnes og nokkurskonar miðstöð Borgnesinca". - HEl

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.