Tíminn - 08.01.1983, Qupperneq 11

Tíminn - 08.01.1983, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1983 LAUG ARDAGUR_8. JANÚAR 1983 10 fþróttir ■ íslenska landsliðið í körfuknattlcik sigraöi Dani í gxrkvöldi í landsleik í Keflavík, 80-67. íslendingar höfðu frum- kvxöiö í fyrri hálfleik og staöan i leikhléi var 39-34 íslandi í hag. Um miöjan síöari hálfleik jöfnuöu Danir og leikurinn varð mjög spennandi á tímahiii. En Lslendingar sigu smám saman fram úr og sigruöu. Ekki cr erfitt að ímynda sér að Danirnir geti sýnt klærnar betur á morgun, þegar ferðaþreytan er úr þeim. Þeir komu nefnilega beint í leikinn úr flugvélinni. Þcir lentu 19.55, kontu í íþróttahúsið í Keflavík um klukkan 20.45 og hófu leikin klukkan 21.30. Símon Ólafsson var stigahæstur ís- lendinga og reyndar allra í leiknum, skoraði 24 stig. Axel Nikulásson skoraði 16 og Jón Kr. Gíslason 16. Torfi Magnússon, Hreinn Þorkclsson, og Pálmar Sigurðsson skoruðu 4 stig hver, og Þorvaldur Geirsson og Valur Ingi- mundarson 2 stig hvor. Að sögn heimildarmanns Tímans var Jón Kr. Gíslason ntjög góður í leiknum svo og Símon Ólafsson. Torfi Magnús- son lenti í villuvandræðunt, og gat því ekki beitt sér allan leikinn. Allir leik- menn íslenska liðsins fengu að spreyta sig og stóðu sig vel. Dómgæslan var í höndum eins frá hvorum aöila, það er að segja einn danskur dómari og einn íslenskur. Tókst dómgæslan þokkalega, og það sem • miður fór jafnaðist upp. Pétur með á morgun I dag leika liðin aftur og þá í Laugardalshöll klukkan 14.00. Einhverj- ar breytingar verða væntanlega á liðinu þar eð James Dooley segir að allir 13 leikmennirnir í hópnum muni fá að spreyta sig. Ef Danirnir standa sig betur á morgun, kemur það á móti að á verður Pétur Guðmundsson með íslenska liðinu, og munar liðið líklega um minna. KRJNGAR TÖPUÐU FYRIR ELECTROMOS ■ KR-ingar töpuðu aftur í gær á alþjóðlega mótinu í handknattlcik í Vcstur-Þýskalandi. KR-ingar léku gegn ungvcrska liðinu.Electromos Budapest, og töpuðu 19-20. KR-ingar voru mistæk- ir í gær að sögn Alfreðs Gíslasonar leikntanns liðsins. „Það má segja að skytturnar hafi brugðist", sagði Alfreð. „Og svo nýttum við' ekki tækifærin, við misnotuðum til dæmis 4 vítaköst, meðan þeir skoruðu úr öllum sínum. Við áttum ' að geta unnið.“ Kiel lið Jóhanns Inga Gunnarssonar sigraði í gær Sarajevo frá Júgóslavíu. Sigurinn var sannfærandi, 26-20. Þó settu heimadómarar leiðinlegan svip á þann leik að sögn Alfreðs. „Kielarliðið virtist miklu agaðra í kvöld“, sagði Alfreð Gíslason. Það var greinilegt að Jóhann Ingi var kominn. Allt miklu skipulegra. Það er cnginn vafi á að hann er að gera hér mjög góða, hluti." KR-ingar eiga frí í mótinu á morgun, sitja yfir, en á sunnudag leika þeir síðasta leikinn gegn Sarajevo. „Gísli Felix Bjarnason cr enn meiddur eftir leikinn við Dankersen í fyrrakvöld, og óvíst hvort hann getur leikið á sunnudag- inn. En Jens stóð sig mjög vel í gærkvöld," sagði Alfreð að lokum. 1982 AR KNATISPYRNUNNAR — sagði Örn Eiðsson ■ “Það má segja aö síöasta ár hafi verið ár knattspyrnunnar" sagði Örn Eiðsson forniaöur frjálsíþróttasainbands Islands í hófinu á Loftleiöum í gxr. „En nxsta ár verður ár frjálsra íþrótta, þó viö kannske látum öðrum íþróttagrein- um eftir einn og einn mánuö.“ Örn vísaði síðan til margra merkra móta scm verða í frjálsum íþróttum á næsta ári og ber þar hæst heimsmeistara- mót í frjálsum íþróttum sem verður Italdið í Helsinki. Það má segja að Örn Eiðsson hafi hitt naglann á höfuðið, í þessum orðum sínum. Síðastliðið ár var á margan hátt ár knattspyrnunnar. íslenskir knatt- spyrnumenn voru mjög í sviðsljósinu og landsliðið náði athyglisverðum árangri er það gerði jafntefli við bæði Englend- ■ Arnór varð í öðru sxti í kosning- unni um íþróttamann ársins. inga og Hollendinga. Einnig voru knatt- spyrnumenn mjög í sviðsljósinu sem einstaklingar á árinu. Nægir þar að líta á kjör íþróttamanns ársins. Þrír knatt- spyrnumenn eru meðal tíu efstu. Arnór Guðjohnsen er í öðru sæti í kjörinu. Hann er vel að því kominn hefur staðið sig frábærlega á árinu, bæði með íslenska landsliðinu og liði sínu Lokcren. Þorsteinn Bjarnason hefur einnig staðið sig mjög vel á árinu, hann varð í þriðja sæti í kjörinu. Og það að knattspyrnumenn séu í bæði öðru og þriðja sæti segir meira en mörg orð. Lárus Guðmundsson varð í tíunda sæti. Hann var mjög í sviðsljósinu er hann tryggði liði sínu sigur í belgísku bikarkeppninni. Þess má geta að lokum að Marteinn Geirsson knattspyrnumaður í Fram, varð í tólfta sæti í kosningunni og Rósa Valdimarsdóttir knattspyrnukona í Breiðabliki í því þrettánda. „KLYFJAÐUR EINS OG JOLASVEINN — sagdi Óskar Jakobsson sem fór til Bandaríkjanna í gær ■ „Ég er vissulega nijög ánxgöur með þessa útnefningu“, sagði Óskar Jakobs- son íþróttamaður ársins 1982 eftir verð- launaveitinguna í gxr. Óskar er við nám í háskólanum í Austin í Texas í Bandaríkjunum þar sem hann einnig xfir og keppir. Hann xtlaöi að fljúga til Bandaríkjanna í fyrradag, en frestaði ferð sinni um einn dag. Eftir verðlaunaveitinguna myndatökur, út- varps og sjónvarpsviðtöl náöi Tíminn tali af Óskari. Eftir þaö steig Óskar svo aö scgja bcint upp i bílinn sem flytur fólk á Flugstöðina í Keflavík. „Nu taka við þrotlausar æfingar", sagði Óskar„lnn'.anhússmótin byrja í lok janúar, og utanhússmót í lok febrúar. Eg reikna ekki með að byrja keppni á fullu fyrr en utanhúss í lok febrúar, þar sem meiðsli á ökkla sem ég varð fyrir í haust eru ekki að fullu orðin góð." - Hvað er minnisverðast í þínum huga á árinu sem nú er liðið? „Það er fyrst og fremst sá jafni og góði árangur sem ég náði, ég er ánægður með að hafa haldiö því að kasta um 20 metra mestan hluta ársins." Eins og áður sagði er Óskar við nám í háskóla í Texas í Bandaríkjunum, en hvað er hann að læra? „Ég er við nám í íþróttafræði, það nám tekur um fjögur ár“ sagði Óskar. „Þegar því námi er lokið er ntaður íþróttafræðingur eins og það er kallað. “ Er ekki crfitt að samræma svona miklar æfingar erfiðu námi? „Jú vissulega. Maður leggur mest að sér á haustin í náminu, þá er lítið um keppnisferðalög. Þá æfir maður á staðnum og stundar námið. Maður reynir að Ijúka sem mestu á haustönn- inni, því þegar keppnin hefst fyrri hluta árs fylgja mikil ferðalög og það kentur óneitanlega niður á náminu. Þá getur maður ekki tekið eins mikið fyrir." „Þegar þessu námi er lokið má maður kenna í menntaskóla, eða highschool. en að sjálfsögðu getur maður tekið mastersgráðu og þá eru réttindi til að kenna í háskóla fyrir hendi. Þeir Einar Vilhjálmsson og Oddur Sigurðsson eru við nám í sama skóla og Óskar í Texas. „Ég fer nú út klyfjaður eins og jólasveinn", sagði Óskar. „Ég fer út með harðfisk og jólamat til þess að færa strákunum." Og þar með var Óskar Jakobsson kvaddur, og fór skömntu síðar til Bandaríkjanna, þar sem þessi hugljúíi drengur mun verða sjálfum sér, landi og þjóð til sóma. Kosning íþróttamanna tilkynnt á Loftleiðum eftir hádegi í gær: OStUR MtOTTAMAfillR ÁRSKS1982 ■ Óskar Jakobssun var kjörinn íþrótta- ntaöurársins í kjöri Samtaka íþróttafrétta- manna fyrir árið 1982 Kjör Óskars var tilkynnt í hófi á Hótel Loftleiðum eftir hádegið í gær. Hófið var á vegum Veltis hf., enda styrkir Volvo fyrir- tækið í Svíþjóð kjöríþróttamanns ársins á öllum Norðurlöndunum, og sér um kjör íþróttamanns ársins á Norðurlöndum sem valinn er úr hópi íþróttamanna ársins frá hverju landi. Alls hlutu 20 íþróttamenn stig í kosningu íþróttafréttamanna að þessu sinni. Hér kemur listi yfir 10 efstu: 1. OskarJakobsson 2. AmórGnðjohnsen 3. Þorsteínn Bjaraason 4. Bjarai Friðriksson 5. OddnrSignrðsson 6. PétnrGDknksMi 7. Krislján Arason 8. ÞórdísGísladóttir 9. lngiÞórJónsson lð. Lárus Guðmundsson 11. JónPállSigmarsson IR 52stig frjálsaríþróttir Lokeren 46stig knattspyraa IBK 42 stig knattspyraa Annanni 35stig jódó KR 29stig frjálsariþróttir ÍR 27stig körfuknattleiknr FH 27stig handknattleiknr ÍR 14stig frjálsar iþróttir ÍA llstig sund Waterschei lOstig knattspyraa KR lOstig kraftlvftingar. Þórarinn Ragnarsson formaður samtaka íþróttafréttamanna kynnti kjörið. í ræðu sinni sagði hann meðal annars: „Það hefur lengi tíðkast að íþróttafrétta- menn í hverju landi kjósi íþróttamann ársins. Hvarvetna er fylgst með þessu kjöri og það vekur mikla athygli, líka hjá okkur, fámennri þjóð norður við heimskautsbaug. Á síðustu árum hefur orðið hér á landi sama þróun og víðast hvar annars staðar í heiminum. íþróttahreyfingin lætur æ meir að sér kveða í þjóðlífinu. Virkum þátttakendum fjölgar og óhætt er að segja að þeim fer fækkandi sem láta sig íþróttir og útilíf engu skipta. ■ Þórarinn Ragnarsson formaður samtaka íþróttafréttamanna. ■ Óskar Jakobsson með verðlaunagripina Við Islendingar höfum allt frá því að land byggðist haft dálæti á afreksmönnum, sem ekki láta hug sinn fyrir öðrum, hvorki innanlands né utan. Svo mun enn verða meðan við hirðum um að vernda sjálfstæði okkar og þjóðarstolt. En hér er ekki verið með þessu kjöri að ýta undir stjörnudýrkun, síður en svo. Hér er verið að reyna að vekja athygli á gildi íþrótta fyrir land og þjóð. Við vitum að æskan hefur að leiðarljósi þá menn sem skara fram úr. Oft er umbun íþróttafólks ekki mikil, og það er því við hæfi að heiðra íþróttafólk sem skarar fram úr, eins og héi er gert í dag. Gildi íþrótta er ekki allt fólgið í sigrum. 1 íþróttum öðlast ungt fólk félagsþroska og einbeitingu, lærir að temja skap sitt og taka mótlæti sem meðbyr. Þar verður hver einstaklingur að leggja sig fram í þágu eftir útnefninguna í gær. liðsheildar, en jafnframt að treysta á samherja og samstarf. íþróttamaðurinn. æskumaðurinn, stælir líkama sinn, skapgerð og andlegan þroska og fátt er ungu fólki heilbrigðara en ástundun íþrótta, hvort sem það er fyrir ánægjuna eða keppnina. Hvort tveggja fer þetta þó oftast saman, sem betur fer. íþróttir snúast mikið um sigra og ósigra. Keppnin er hvatningin en sigurinn er uppskeran. Þegar á allt er litið á þjóðfélagið íþróttunum mikið að þakka. Þær örva æskuna til líkamsræktar, efla félagskennd og skyldur við aðraen sjálfa sig og þær setja svip sinn á lífið og tilveruna. Þeim sem ekki fylgjast með íþróttum kann að þykja með ólíkindum hvílíkt erfiði og ástundun íþróttamenn og -konur leggja á sig, og jafnframt þeir sem starfa með íþróttafólk- inu. íþróttafólkið æfir oft sex sinnum í viku og oft tvisvar á dág. Stjórnarmenn í íþróttafélögunum leggja nótt við dag til að undirbúningur, fjárhagur, og starfsemin öll geti verið í sem bestu lagi. I íþróttafélögunum þykir þetta sjálfsagður hlutur. Þar er starfað af lífi og sál, og sú ræktarsemi og sá áhugi sem þúsundir manna sýna félögum sínum er til mikillar fyrirmynd- ar. Og hvað er æskilegra en að beina starfsorku sinni að æskulýðsmálum, heil- brigðu íþróttalífi, þar sem menn blanda saman geði í metnaðarfullum leik.“ Þórarinn afhenti síðan íþróttafólkinu verðlaun sín, frá tíunda sæti og upp úr. Allt íþróttafólkið fékk í verðlaun Ferðabók Eggerts og Bjarna í glæsilegu broti. Óskar Jakobsson hlaut að auki hinn stórglæsilega farandgrip sem veittur er á hverju ári, og auk þess bikar til eignar frá Velti hf. Þá gaf Veltir hf. Jóni Páli Sigmarssyni íþróttamanni ársins 1981 fagra kristalskál. ■ Hópurinn sem tók við verðlaunum í gær. Talið frá vinstri: Faðir Lárusar Guðmundssonar knattspymumanns, faðir Amórs Guðjohnsen knattspyraumanns, Bjami Friðriksson júdómaður, Jón Páll Sigmarsson lyftingamaður, Óskar Jakobsson frjálsíþróttamaður, Þorsteinn Bjarnason knattspymumaður, Kristján Arason handknattleiksmaður, Ingi Þór Jónsson sundmaður, Pétur Guðmundsson körfuknattleiksmaður og faðir Þórdísar Gísladóttur. ■ Víkingar sigruðu Framara 26-20 í fyrstu deild íslandsmótsins í handknatt- leik í gærkvöld. í leikhléi var staðan 13-8 Víkingi í hag. Víkingar höfðu allan tímann frum- kvæðið í leiknum, en Framarar héngu í þeimframan af fyrri álflcik. 1-0, 1-1,2-1, 3-1, 3-2. 4-2, 4-3. 5-3, 5-4 og þar með var draumurinn búinn. Víkingar komust í 8-4 og 9-5 og í hálfleik var 13-8. Framarar hertu aðeins á sér í síðari hálflcik, en alltaf höfðu Víkingar yfir þetta 3-4 mörk. Undir lok leiksins hresstust þó Framarar aðeins en þá vantaði herslumuninn til að fylgja því eftir. komust í 18-20, en þá tóku Víkingar öll völd á vellinum. Víkingar eru ekki ósigrandi það er víst, en erfitt er að komast í gegnum hakkavélina sem vöm þeirra er. Þeir leika kerfisbundinn sóknarieik, en samt skemmtilegan, það er skemmtilegra að sjá fallegar og vel heppnaðar fléttur en sífellt einstakTIngsframtak, þó það sé gott og blessað. Framarar eru með efnilegt lið, ekki vantar það. Stórskyttur eins og Dagur Jónasson og Egill Jóhannesson lofa góðu. svo og Erlendur Davíðsson. Ragnar markvörður stóð sig vel í síðari hálfleik, enda lék hann aðeins þá. Það var aftur leiðinlegt að reyndari menn Framliðsins stóðu sig verr en búast mátti við, svo sem Hannes Leifsson. Og af Hermanni Björnssyni bjóst undirritaður við meiru. En vörnin er höfuðverkur liðsins. Víkinga bestur var Sigurður Gunnars- son, virtist geta skorað þegar hann vildi. Santa ntá segja unt Guðmund Guð- mundsson sem er einn alskemmtilegasti leikmaður sem við íslendingar eigum. Mörkin: Víkingur Sigurður ), Guð- numdur 6. Viggó 4, Steinar 3, Páll. Ólafur og Árni eitt hver. Fram Egill 7, Dagui 4, Hannes4, Erlendur3, Sigurður og Hermann 1 hvor. Verðlagsstofnun Verðlagsstofnun óskar að ráða viðskiptafræðing/ hagfræðing til starfa í hagdeild stofnunarinnar. Tvö hálfs dags störf koma til greina. Upplýsingar um starfið eru veittar í síma 27422. UmsóKnir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri.störf sendist Verðlagsstofnun, Borgartúni 7, Reykjavík fyrir 15. janúar n.k. Til sölu International traktor B-614 árgerð 1964. Einnig ýtutönn - geyspuskófla og Volvo N-10 árgerð 1975. Upplýsingar í síma 99-5922. rKeuJL* V Innritun á vetrarönn fer fram sem hér segir: í Miðbæjarskóla mánud. 9. jan. og þriðjud. 10. jan. kl. 17-21 í Fellahelli miðvikud. 11. jan. kl. 14-16 í Árseli miðvikud. 11. jan. kl. 18-20 í Breiðhoitsskóia Fimmtud. 12. jan. kl. 19:30-21:30 Námsgjald greiðist við innritun íslenska 1. og 2. flokkur Kennslustaður: Miðbæjarskóli Danska byrjenda, 12., 3., 4., 5. fl. Kennslustaður: Miðbæjarskóli Norska byrjenda, 1 .,2.,3., og 4.fl. Kennslustaður: Miðbæjarskóli Sænska byrjenda, 1 .,2., og 3.fl. Kennslustaður: Laugalækjarskóli Enska byrjenda, 1 .,2.,3.,4.,5. og 6.fl. Kennslustaðir Miðbæjarskóli Laugalækjarskóli Breiðholtsskóli Fellahellirog Ársel Þýska byrjenda, 1 .,2.,3. og 4.fl. Kennslustaðir: Miðbæjarskóli Breiðholtsskóli og Ársel Franska byrjenda, 1 .,2.,3., og 4.fl. Kennslustaður: Miðbæjarskóli ítalska byrjenda- og framhaldsfl. Kennslustaður: Miðbæjarskóli Spænska byrjenda- og framhaldsfl. Kennslustaðir: Laugalækjarskóli Miðbæjarskóliog Kínverska byrjenda- og framhaldsfl. Kennslustaður: Miðbæjarskóli Vélritun 1. og 2. flokkur Stærðfræði fyrir grunnskólastig og Kennslustaður: Laugalækjarskóli iðnskólastig Kennslustaður: Miðbæjarskóli Tölvukynning byrjenda- og frh.fl. Kennslustaður: Miðbæjarskóli Bókfærsla byrjenda-, 1. og 2.fl. Kennslustaður: Miðbæjarskóli Ættfræði Kennslustaður: Miðbæjarskóli Leikfimi íslenska fyrir útlendinga Kennslustaður: Ársel byrj.-1. og 2.fl. Kennslustaður: Miðbæjarskóli Sníðarog saumar Kennslustaðir: Miðbæjarskóli og Breiðholtsskóli Barnafatasaumur Kennslustaðir: Miðbæjarskóli og Breiðholtsskóli Formskrift -Teikning og akrýlmálun Hnýtingar - Postulínsmálun Myndvefnaður Námsflokkar Reykjavíkur Kennslustaður: Miðbæjarskóli

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.