Tíminn - 19.01.1983, Qupperneq 6

Tíminn - 19.01.1983, Qupperneq 6
6______________ í spegli tímans wmmrn MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983 Róið öllum árum - í Finnlandi ■ Þeir fengu nóg að gera skipuleggjendur stóra róðrar- mótsins í Finnlandi, sem kallað er Sulkava. Yfir 1.500 þátttakendur gáfu sig fram í kappróðurinn, og tók langan tíma að raða þeim upp áður en hægt var að hleypa af byssuskotinu til að ræsa róörarmennina. Sumir fengu sér meira að segja smásundsprett á miili báta á meðan þeir biðu, því að veðrið var svo heitt, að flestir voru á sundskýlu einni fata. ÚHEPPINN FRIÐflRPOSTUll — Elizabeth Taylor f Austurlöndum nær Elizabeth Taylor hefur verið á ferðalagi í Austurlöndum nær að undanförnu, og hefur lagt sig fram um að hafa tal af ráðamönnum þar, til þess að vinna að því að friður komist á. Margir samninga- menn og friðarpostular hafa verið þar á ferð á ófriðartímum þeim, sem hafa lengi ríkt þar, en flestum orðið lítið ágengt. hafði hún fallið í öngvit, er hún var í heimsókn í Negev-eyði- mörkinni, og var hún þá flutt í ofboði á sjúkrahús, en náði sér fljótt. Elizabeth Taylor hafði heim- sótt Ariel Sharon varnarmála- ráðherra á búgarð hans áður en hún heimsótti Begin. Liz réðist ekki á garðinn þar sem hann var lægstur, heldur snéri sér fyrst beint til Menac- hem Begins, og fékk viðtal við hann. Begin forsætisráðherra varð þó að bíða í meir en hálftíma eftir leikkonunni, því að henni seinkaði til viðtalsins. Loks kom hún og tók Begin á móti henni með kossi, en Elizabeth var með stuðnings- kraga um hálsinn, vafið hné og ökkla, því að hún hafði lent í bflslysi, og baðst hún afsökun- ar á því hvað hún væri sein fyrir, en sér hefði liðið svo illa vegna meiðslanna. Elizabeth hefur tvisvar lent á spítala síðan hún kom til ísraels í sína einka-friðarferð. Annað skiptið var eftir bílslys- ið, sem hún lenti í, en þar áður ■ Liz lét ekki meiðsli eftir bflslys aftra sér frá því, að reyna að tala við ráðamenn í ísrael og hvetja til friðarvið- ræðna. Hér tekur Begin á móti henni á skrifstofu sinni. vidtal dagsins Einar J. Gíslason í Ffladelfíu: „ÉG VIL AÐ TEK- IN VERÐI UPP HLUTASKIPTI” ■ Einar J. Gíslason er for- stöðumaður Hvítasunnusafnað- arins í Reykjavík en því starfi hefur hann gegnt frá 1. október 1970. Einar hefur unnið mikið að kirkjulegu starfi, innanlands sem utan, er menntaður frá Biblíuskóla í Svíþjóð og löngu þjóðkunnur fyrir skeleggar pre- dikanir sína í Fíladelfíukirkj- unni. Hvað er Einari efst í huga á nýbyrjuðu ári? „Mér er efst í huga þakklæti til guðs fyrir að búa í góðu landi. En minnistæðasti atburður síð- asta árs er sorgarslysið við Vest- mannaeyjar þegar belgíski togarinn Pelagus fórst. Mér er einnig ofarlega í huga bæn og ósk þjóðinni til handa, að hún hafi vit á því að standa saman og notfæra sér gæði þessa góða lands og þá stóru landhelgi sem við eigum. En til að það takist þarf kökunni að vera réttlátlega skipt." - Hvemig á að fara að því að skipta réttlátlega? „Ég hef mjög ákveðnar skoðanir á því. Ég var sjómaður í sautján ár, þar hafði háseti einn hlut, stýrimaður og vélstjóri 1 1/2 hlut og skipstjórinn hafði tvo hluti. Við gætum þá miðað við Dagsbrúnartaxtann sem verka- mannalaun, síðan fengju ráðu- neytisstjórar og aðrir háttsettir embættismenn 50% ofan á þau vegna menntunar sinnar en síðan ættu ráðherrar. forseti og biskup að fá tvöföld verka- - mannalaun og ekki meira. Það ætti sem sagt að láta þessi gömlu hlutaskipti ráða. Binni í Gröf, sá landsfrægi aflamaður hafði aldrei nema tvo hluti, hásetarnir hans einn hlut og vélstjórinn fékk 1 1/2.“ ■ „Við gætum fætt hungraðan heim.“

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.