Tíminn - 19.01.1983, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 19. JANUAR 1983
þingfréttir
Olíusjóður og olíugjald:
Oskad eftir skjótri
afgreiðslu málsins
— Vilmundur boðar hjásetu
■ Frumvarp um Olíusjóð fiskiskipa,
olíugjald u.fl. var til umræðu í neðri
deild í gær og var málið rætt allan
liðlangan daginn og komu sumir þing-
menn víða við og hugleiddu vandamál
útgerðar, flskvinnslu og millifærslu,
störf og stefnu ríkisstjórnarinnar og
Bandalag jafnaðarmanna svo að eitt-
hvað sé nefnt.
Steingrímur Hermannsson, sjávarút-
vegsráðherra fylgdi frumvarpinu úr hlaði
og gerði grein fyrir stöðu útgerðar og
þeim skakkaföllum sem sá atvinnuvegur
og fiskvinnslan varð fyrir á s.l. ári og
rakti nauðsyn þess að grípa til þeirra
ráðstafana sem frumvarpið gerir ráð
fyrir til að halda útgerðarfyrirtækjum og
fiskvinnslu gangandi. Hann gat um
ýmsar leiðir til lausnar, sem skoðaðar
hafa verið og þær ráðstafanir sem fyrir
valinu urðu. Hann taldi að með 14 af
hundraði hækkun á fiskverði um
áramótin hafi verið gengið eins langt og
unnt var til að samræma tekjur sjómanna
þeim tekjum sem menn í landi hafa.
Hann minnti á að olía hafi áður verið
greidd niður og þótt hann væri í sjálfu
sér ekki hiynntur því að auka niður-
greiðslur eða millifærslur væri þetta þó
sá kosturinn sem álitlegastur væri til að
halda útgerð og fiskvinnslu gangandi.
Steingrímur sagði að t.d. hefði komið
til greina að hækka söluskatt um 2% í
stað þess að hækka útflutningsgjald, en
ekki verið talið eðlilegt að allur almenn-
ingur tæki á sig slíkt gjald. En með
ákvörðun um hækkun útflutningsgjalds,
sem bætt er með gengissigi væri í
rauninni um að ræða gjaldtöku sem öll
þjóðin ber, en sem því miður eykur
verðbólguna. Sj ávarútvegsráðherra
minnti á að ráðstafanirnar hefðu verið
samþykktar af meirihluta verðlagsnefnd-
ar sjávarútvegsins.
Hann óskaði eftir að Alþingi sæi sér
fært að afgreiða málið sem fyrst svo að
lögin gætu komið til framkvæmda, ef
þau verða samþykkt. Ef ekki væri
nauðsynlegt að það kæmi í ljós svo að
ekki verði á óvísan að róa í þessum
efnum.
Greint var frá aðalatriðum frumvarps
þessa í Tímanum í gær.
Matthías Á Mathiesen sagði vanda-
mál útgerðarinnar mætti að-mestu rekja
til rangrar stefnu allt frá 1978. En þó
væri ekki fyrir það að taka að stöðvun
loðnuveiða og minnkandi botnfiskafli á
síðasta ári ættu sinn þátt í hvernig komið
væri. Hann kvað niðurgreiðslur ekki þá
leið sem sjálfstæðismenn vildu fara til að
bæta stöðu útgerðar, en þeir vildu skapa
■ Steingrímur Hermannsson
henni tekjur með einum eða öðrum
hætti, svo að hægt væri að reka hana
hallalaust. Hann þvertók ekki fyrir að
sjálfstæðismenn mundu fella frumvarp-
ið, ef þeim tækist að rétta af einhverja
agnúa þess í meðferð sjávarútvegsnefndar
og tekið yrði tillitt til sjónarmiða þeirra
þar.
Sighvatur Björgvinsson taldi slæmt að
endurreisa olíusjóð og auka millifærslur.
Hann sagði að hér væri verið að mæta
rekstrarvanda útgerðar og með þeim
hætti að hluti fiskverðshækkunar væri
tekinn framhjá skiptum.
Vilmundur Gylfason tók undir það að
millifærslur væru miður heppilegar en
skoða yrði verðákvörðunarkerfi fisk-
veiða í heild, en með því að gera
aðfinnslur við þetta mál eitt en ráðast
ekki gegn „prinsippinu" þjónaði ekki
öðrum tilgangi en að stöðva flotann og
auka atvinnuleysi og vandræði. Hann
sagði verðlagsákvarðanir í 20 ár ekki
hafa verið annað en heljarmiklar milli-
færslur og þetta kerfi yrði að losna við.
Vilmundur sagðist ekki vilja bera
ábyrgð á því að flotinn stöðvaðist og
atvinnuleysi yrði í landi; muni hann
koma í veg fyrir að frumvarpið verði fellt,
með hjásetu.
Þingmaðurinn gerði grein fyrir afstöðu
Bandalags jafnaðarmanna til verðlags-
ákvörðunarkerfisins.
Karvel Pálmason talaði næstur og
gerði grein fyrir afstöðu sinni til Banda-
lags jafnaðarmanna, sem ekki verður
tíunduð hér. Einnig viðhafði hann þung
orð um frumvarpið sem var til umræðu
og ráðstafanir ríkisstjórnarinnar til að-
stoðar útgerðinni yfirleitt.
Fleiri þingmenn tóku til máls og stóð
fundurinn fram á kvöld.
OÓ
„BRAÐABIRGÐALOGIN” KOM-
IN TIL NEÐRI DEILDAR
■ I gær, 18. jan. var frumvarp um
efnahagsaðgerðir að lokum afgreitt frá
efri deild og neðri deild fengið það til
meðferðar. Hér er um að ræða bráða-
birgðalögin síðan í ágúst, sem hvað mest
var rekið á et'tir að taka fyrir og láta
reyna á í neðri deild, en sem margtuggið
er, voru allar líkur á að þar mundi
frumvarpið verða fellt á jöfnum at-
kvæðum. En svo undarlegt sem það má
virðast hafa orðið tafir á að skila málinu
til neðri deildar og hafa sjálfstæðismenn
seinkað málinu.
Það átti að koma til 2. umræðu s.l.
mánudag, en deildarfundum var frestað
að ósk sjálfstæðismanna. í gær var orðið
samkomulag um að málið yrði afgreitt
með hraði og fleytt gegnum tvær
umræður. Ólafur Ragnar Grímsson
Bogi Sigur-
björnsson
tekur sæti
á þingi
■ Bogi Sigurbjörnsson 1. varaþing-
maður framsóknarmanna í Norður-
landskjördæmi vestra tók sæti á Alþingi
í gær. Páll Pétursson er erlendis í
opinbcrum erindagerðum og skipar Bogi
sæti hans á meðan.
formaður fjárhags- og viðskiptanefndar
deildarinnar mælti með samþykkt og
bað menn að vera stuttorða. En Lárus
Jónsson flutti langa ræðu og síðan báðu
sjálfstæðismenn um fundarhlé til að þeir
gætu ráðið ráðum sínum og helst að
fjárhags- og viðskiptanefnd fjallaði á ný
um málið. Vildu þeir fá að vita hvort
Steingrímur Hcrmannsson,sjávarútvegs-
ráðherra hygðist flytja breytingartil-
lögur við frumvarpið varðandi gengis-
breytingasjóð og fleira, sem fram hefur
komið í blaðafréttum.
Tómas Árnason sagði að sjávarútvegs-
ráðherra væri í lófa lagið að flytja
breytingartillögur í neðri deild, ef þurfa
þætti og mundi frumvarpið þá koma til
efri deildar aftur og jiá gæti deildin
fjallað um það á ný. All lengi var karpað
■ Bogi Sigurbjömsson.
NÝIR KAUPENDUR
HRINGIÐU^x
BLAÐIÐ
KEMUR UM H Æi^’'
SÍMI 86300
um blaðafregnirnar og sjávarútvegsráð-
herra beðinn að standa fyrir máli sínu í
deildinni, en hann var upptekinn vegna
umræðna um Olíusjóð fiskiskipa í neðri
dcild.
En allt kom fyrir ekki. Þrátt fyrir allar
tafir og fundarhlé fór málið sinn gang.
Þegar deildarforseti fór fram á afbrigði
á þingsköpum til að málið mætti koma
til 3. umræðu með hraði, var það
samþykkt með 10 atkvæðum, einn var á
móti og 6 sátu hjá. Svo að ekki var
áhuginn mikill á að hraða meðferðinni,
þótt mikið hafi verið rekið á eftir þessu
máli á sínum tíma.
Að lokum var frumvarp um efnahags-
aðgerðir samþykkt í efri deild með 9
atkvæðum gegn 7 og sent neðri deild.
Happdrætti Sjálfsbjargar
24. desember 1982
Aðalvinningur: Bifreið ISUZU TROOPER,
árg. 1982. nr. 42095
Sex sólarlandaferðir að verðmæti kr. 15.000.- hver.
43 vinningar - vöruúttekt, að verðmæti kr. 1.500.- hver.
615 sólarferð 17317
845 17764
1720 19969
2117 20733
3049 21105
3251 23602
4250 sólarferð 24584
4255 26536
4486 27726
5406 28940
6462 29004
8042 29281
8298 32404
10687 32696
11101 35086 sólarferð
11325 35785
11565 39001
12200 39420 sólarferð
13813 41844 sólarferð
13858 42095 bíllinn
14885 45202
15474 45579
15503 46751
16198 53675
17239 58954 sólarferð
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra.
r
Kvikmyndir
Sími78900
Salur 1
Flóttin
(Pursuit)
Flóttinn er spennandi og jafnframt
fyndin mynd sem sýnir hvernig
J.R. Meade sleppur undan lög-
reglu og fylgisveinum hennar á
stórkostlegan hátt. Myndin er
byggð á sannsögulegum heim-
ildum.
Aðalhlutverk: Robert Duvall,
TreatWilliams, Kathryn Harrold
Sýnd kl. 5,7,9 og 11
Hækkað verð
Salur 2
Sá sigrar sem þorir
(Who Dares Wins)
Þeir eru sérvaldir, allir sjálfboðalið-
ar svífast einskis, og eru sérþjálf-
aðir. Þetta er umsögn um hina
frægu SAS (Special Air Service)
Þyrlu-björgunarsveit. Liðstyrkur
þeirra var það eina sem hægt var.
að treysta á.
Aðalhlv: Lewis Collins, Judy
Davis, Richard Widmark, Robert
Webber
Sýnd kl. 5,7.30 og 10
(ath. breyttan sýningartíma)
Bönnuð börnum innan 14 ára.
HÆKKAÐ VERÐ
Salur 3
Litli lávarðurinn ,
(Little Lord Fauntleroy)
Aðalhlutv: Alec Guinness, Ricky
Schroder og Eric Porter. Leik-
Stjóri: Jack Cold.
Sýnd kl. 5, 7 og 9
Snákurinn
Frábær spennumynd í Dolby
stereo
Sýnd kl. 11
‘Salur 4
Jólamynd 1982
Bílaþjófurinn
nonmmnsiTSiafcsnu
Bráðskemmtileg og fjörug mynd
með hinum vinsæla leikara úr
American Graffiti Ron Howard
ásamt Nancy Morgan
Sýnd kl. 5 og 7
Konungur grínsins
(King of Comedy)
Einir af mestu lista-
mönnum kvikmynda í dag
þeir Robert De Niro og
Martin Scorsese standa á
bak við þessa mynd.
Aðalhlutverk: Robert De
Niro, Jerry Lewis, Sandra
Bernhard
Leikstjóri: Martin Scorsese
Sýnd kl. 9 og 11.05
Hækkað verð.
_________Salur 5___________
Being There
Sýnd kl. 9
(10. sýningarmánuður)