Tíminn - 19.01.1983, Qupperneq 20
Opið virka daga
9-19.
Laugardaga 10-16
HEDD“
Skemmuvegí 20 Kopavogi
Simar (91)7 75 51 & 7 80 30
Varahlutir
Mikið úrval
Sendum um land allt
Ábyrgð á öllu
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
Gagnkvæmt
tryggingaféJag
w-
labriel
HÖGGDEYFAR
QJvarahlutir
Armiila 24
Sfmi 36510
Friðjón um
úrslitin á
Vesturlandi:
„PERSÓNU-
LEGUR
SIGUR
FYRIR MIG
OG MÍNA
STUÐNINGS-
MENN”
■ „Églítfyrstogfremstáþessi
úrslit sem persónulegan sigur
fyrir mig og mína fylgismenn",
sagði Friðjón Þórðarson, dóms-
málaráðherra en hann varð í
fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Vesturlandskjör-
dæmi, með 1367 atkvæði, og í
tveimur næstu sætum voru fylgis-
menn hans, þeir Valdimar Ind-
riðason og Sturla Böðvarsson,
en í fjórða sæti varð svo fulltrúi
Geirs-armsins, Inga Jóna Þórð-
ardóttir. „Auk þessa,'1 sagði
Friðjón, „tel ég þessi úrslit vera
sigur sjálfstæðismanna, og ég
sagði það einhvern tínia að við
á Vesturlandi myndum feysa
okkar vandamál ein og sjálf, ef
við fengjunt að vera í friði, við
sjálfstæðisfólk á Vesturlandi, og
þessi úrslit eru vísbending um að
okkur hafi tekist það.“
-AB
vongóður
■ „Ég vonast til þess að listi
flokksins í Vesturlandskjördæmi
verði sterkur og Sjálfstæðis-
flokknum til framdráttar," sagði
Geir Ffallgrímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, þegar Tím-
inn innti hann álits á úrslitum í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Vesturlandskjördæmi, þar sem
Friðjón Þórðarson og tveir
stuðningsmanna hans höfnuðu í
þremur efstu sætum listans.
-AB
■ Kertaverksmidja Grýlu kerlingarinnar hefur verift í fullum
gangi að undanfurnu, enda starfsskilyrðin eins ug best vcrftur á
kosift. Vetur konungur hefur styrkt þessa iðngrein i riki sínu meö
ríkulegu vatnsmagni úr sparisjúfti himinsins. (Timamynd Róbert)
Mikið um það undanfarið að bilar aki á hross:
BIFREIÐ GJÖRÓNÝT
EFTIR AD HAFA
m Á TVÖ TRIPPI
■ „Vift vitum um ein fjögur
óhöpp hér undanfarna daga þar
sem bílar hafa lent á hrossum og
stórskemmst, en hrossin þó
sloppift án mikilla áverka aft því
ég best veit. Fimmta tilvikið var
milli jóla og nýárs þar sem bíll
ók á tvö trippi og annað fór upp
á vélarhlíf og framrúðu. Annað
trippið drapst og bíllinn varð
gjörónýtur eftir“, sagði Sveinn
Isleifsson, lögregluþjónn á
Hvolsvelli.
Sveinn sagði mikið um hross
á vegum nú að undanfötnu eftir
að allar girðingar hafi fennt í
kaf. Astandið sé því stórháska-
legt bæði fyrir vegfarendur og
skepnur og því ástæða til að
hvetja menn til ýtrustu varkárni.
„Þetta er jafn mikið vandamál
bæði fyrir ökumenn og bændur,
sem sjálfsagt eiga í vök að
verjast gagnvart girðingunum
þegar þær eru komnar á kaf í
snjó, sem einmitt hefur verið
ástæða þessara fjögurra óhappa
sem ég gat um áðan", sagði
Sveinn. Þessi fjögur síðustu
óhöpp hafa öll orðið á sama
stað, skammt frá Brekkum í
Holtum.
Aðspurður kvaðSveinn hross-
in alltaf í fullum rétti varðandi
skaðabótaskyldu. Þykir honum
það heldur skammsýn löggjöf að
ábyrgð skuli öll vera á hendur
vegfarenda en engin á eigendur
gripanna.
A Selfossi urðu tvær ákeyrslur
á hross í kringum síðustu helgi
að sögn lögreglunnar. Drápust
þau bæði og töluverðar skemmd-
ir urðu á bílunum. Þar í nágrenn-
inu kvað lögreglan einnig tölu-
vert um hross á vegum, af sömu
ástæðum, þ.e. að allar girðingar
eru á kafi, og ís á skurðum,
þannig að ekkert hindrar hrossin
í að fara á flakk.
Guðmundur, lögregluþjónn á
Sauðárkróki, sagði 3 ákeyrslur
hafa orðið sama daginn á Sauð-
árkróksbrautinni rétt fyrir jólin,
þ.e. milli Sauðárkróks og
Varmahlíðar. Hann taldi tilvikin
vera eitthvað fleiri þótt ekki hafi
verið leitað til lögreglu vegna
þeirra.
Ekki vildi Guðmundur kenna
snjónum um, kvað alltaf mikið
um hross á vegum í Skagafirði
hvort sem snjóar væru eða ekki.
„Þetta er vandræðamál", sagði
Guðmundur.
Kollegi hans á Blönduósi kvað
ekki mikið um hross á vegum
eftir að kæmi fram á vetur og
heldur ekki óhöpp í sambandi
við bíla. Hins vegar sæktu hross
töluvert í vegkantana fram eftir
hausti. T.d. hafi bíll lent á þrem
hrossum uppi í Vatnsskarði í
haust. Hrossin drápust öll og sá
töluvert á bílnum.
„Við erum komnir yfir þetta
nún a, en það var ekið á tvö hross
hér í Borgarnesi rétt fyrir jólin
og varð að aflífa þau“, sagði
lögregluþjónn í Borgarnesi. Nú
kvað hann hrossaeigendur í
Borgarnesi hafa tekið öll sín
hross í hús og gefa þeim inni, og
úr sveitunum hafði hann ekki
haft spurnir af slíkum óhöppum.
-HEI
Hef misst fjög-
ur hross fyrir
bíia sldustu daga
— segir Hannes, bóndi á Brekkum
■ „I*aö er allt á kafi í snjó svo
hrossin komast yfir allar girðing-
ar, skurði og hvað sent er. Það
er harðfcnni, og þvi ekkert sem
heldur þcim. Ég er nú búinn að
loka inni öll hross sem ég kent í
hús og hin hafa ckki farið útfyrir
síðan ég hækkaði girðinguna
dálítið,“ sagði Hannes Árnason
bóndi á Brekkum. En fjögur
hrossa hans hafa lent fyrir bílum
nú undanfarna daga.
Hjá Hannesi hagar þannig til
að þjóðvegurinn liggur vestan
við holtscnda hvar fjárhús og-
hlaða - þar sem Hannes hefur
gefið hrossum sínum - eru uppi
á holtinu. Kemur því hvort-
tveggja til að hrossin sækja
gjárnan í skjól undir holtinu og
einnig kvað Hannes þau sækja
töluvert í grösuga mýri. frá
Meiri-Tungu, sem er hinu megin
vegarins.
Hrossin kvað Hannes hafa
sloppið furðu vel frá óhöppun-
um. Aðeins eitt trippi hafi
slasast, en dýralæknirinn telji
'þar aðeins um mar að ræða.”
Annað hross lenti hlns vegar upp
á vélarhlif á mjólkurbíl og braut
framrúðuna í honum, en stökk
svo í burtu og sér ckki á því,“
sagði Hannes.
-HEI
dropar
Þjóðviljaritstjóri
samur við sig
■ Ávallt þegar eitthvað
markvert gerist á íslcnsku
þjóðmálasviði er óbreyttum
fréttamönnum Þjóðviljans
ekki trcyst til þess að koma
þeim á framfæri við lesendur.
Það sjá ritstjórarnir um. Engan
undraði því að er blaðið kom
fyrir augu manna í gær trónaði
efst á forsíðu þess fyrirsögnin:
„Alþýðubandalagið með 12
sértillögur í stjórnarskrár-
nefnd“ Fréttin sem fylgdi var
merkt ritstjóranum, Einari
Karli, sem þó var fjarri góðu
gamni á blaðamannafundi í
fyrradag, er skýrsla stjórnar-
skrárnefndar var kynnt. Önnur
stór fyrirsögn var um miðja
forsíðu blaðsins: „Skýrsla
stjórnarskrárnefndar kynnt,“
- að sjálfsögðu einnig merkt
ritstjóranum.
Aldrei fór þó svo að blaða-
manni Þjóðviljans á fundinum
væri alveg útskúfað. Hann
fékk að skrifa pínulitla frétt á'
baksíðuna undir fyrirsögninni
„Skýrslan kynnt í gær“, þar
sem hann rakti samviskusum-
lega gang fundarins, en hélt sig
í góðri fjarlægð frá efni skýrsl-
Margrét með
flest atkvæði
■ Þeir Garðar Sigurðsson,
alþingismaður, og Baldur Ósk-
arsson, framkvæmdastjóri Al-
þýðubandalagsins, hafa lengi
keppt um þingsæti Allaballa í
Suðurlandskjördæmi. í fyrri
umferð forvalsins hjá Alþýðu-
bandalaginu í því kjördaémi
um helgina urðu þeir hins
vegar að sætta sig við, að ung
stúlka, Margrét Frímannsdótt-
ir, fengi fleiri atkvæði en þeir.
I forvalinu hlaut Margrét
110 atkvæði og fyrsta sætið, en
Baldur kom næstur með 98
atkvæði og Garðar lenti í
þriðja sætinu með 92. Komu
þessi úrslit mjög á óvart, en
eru talin merki um að margir
Allaballar í kjördæminu séu
orðnir þreyttir á eilífum deilum
þeirra Garðars og Baldurs um
þingsætið og vilji því gefa þeim
báðum reisupassann.
Seinni umferðin er hins veg-
ar cftir, og þar mun Garðar
t
leggja allt kapp á að endur-
heimta fyrsta sætið.
Kunnugir segja, að það hafi
fyrst og fremst verið verkalýðs-
armur flokksins, sem komið
hafi Margréti í fyrsta sætið í
fyrri umferðinni.
Krummi ...
...heyrir að erfðaprinsar Al-
þýðubandalagsins á Suður-
landi leggi nú til að ríkið erfist
aðeins í karllegg.