Tíminn - 06.02.1983, Page 2

Tíminn - 06.02.1983, Page 2
2 SUNNUDAGUR 6. FEBRUAR 1983 Mistökin urðu SAS dýr VIÐSKIPAVINUR FÆR DÆMD- AR HÁAR SKAÐABÆTUR ■ Eitthvaö á þessa leið mætti þýöa fyrirscgn á frétt úr Politiken frá því um miðjan janúarmánuö, en þar er greint hjá okkur, eins og hjá öllum félögum. Astæöa þess er aö þaö er gert er einfaldlcga sú, að félögin eru að verja sig tjóni því sem þau myndu annars veröa fyrir, vegna svokallaöra skrópfar- þega. Það er staðreynd að vél sem er bókuð 100%, og ekkert fram yfir, fer aldrei í sína áætlun full í Atlantshafsflug- Yfirbókanir flugfélaga eru viðurkennd staðreynd: Dyr fejl for SAS Kunde f&r stor erstatning AfTim Johnson En norsk domstol har domt ísAS til at betale 35.000 kr. til en norsk passager, der blev tvunget til at chartre et pnvat jetfly, da det SAS- fly han havde billet og end- og boarding-kort til, var overfyldt ved afgangen fra Stavanger til London. Sa- i*oer meget Ppincipiel for SAS og mange internatio- nale luftfartsselskaber, der kan blive tvunget til at œndre deres billet-boo- kmgsystemer. Direktoi- Björn Ivar Mong var klar til at gá om bord efter indcheckning i juni 1980, da han fik at vide, at flyet allere- de var fyldt til sidste plads. Han var pá vej til Canada, via London, pá en vigtig forret-| ningsrejse og skulle ná et fly i London. SAS tilbod ham en | omvej over Kobenhavn, der ogsá ville bringe ham rettidigt eíf"1* P6t afsl°E han °8 chartrede í stedet et privatflv sammen med flere andre pas- 1 sagerer. Regningen, 21.000 norske kroner sendte han til SAS, der I nægtede at betale. Sagen end- te i Stavanger Byret og siden I den norske landsret. Direkta- ren fik medhold begge steder h.ftff? PrinciP'el f°rdi luftfartsseJskaberne;, ogsá bAS, altid regner med, at 3-4 passagerer, der har bestilt bil- let, udebhver. Derfor var der solgt flere billetter til flyet fra Stavanger end der rent fak- tisk var sæder til. Tíminn ræðir við Svein Sæmundsson, forstöðumann kynningardeildar Flugleiða um yfirbókanir, og dóm í Noregi, sem féll SAS í óhag, og gerði félaginu að greiða viðskipta- vini 35 þúsund norskar krónur í skaðabætur, vegna þess að yfirbókað var í ferð sem hann átti pantað far í, en fékk ekki ■ Fréttin sem birtist í Politiken um mistök SAS. „Aldrei yfirbókað frá Islandi” frá því að norskur dómstóll, fyrst undirréttur, síðan Hæstiréttur, hafi dæmt SAS til þess að greiða einum viðskiptavina sinna 35 þúsund krónur norskar, vegna þess að hann fékk ckki far með vél félagsins, frá Stavangcr til London, þó svo að hann ætti bókað far með vélinni. SAS hafði einfaldlega yfirbókað, því það er nokkurs konar hefð fyrir því hjá stærri flugfélögum að yfirbóka, til þess að bæta sætanýtinguna, þar sem tölulegar upplýsingar frá liðnum árum sanna að á bilinu 3 til 4 farþegar að meðaltali, mæta ekki í flug það sem þeir hafa bókað sig í. Er talið að þessi dómsúrskurður í Noregi, geti gert það að verkum, að flugfélög um heim allan komi til með að þurfa að breyta bókunarkerfum sínum til þess að koma í veg fyrir að þau geti átt yfir höfði sér miklar skaðabótakröfur. Það sem þykir enn furðulegra, þegar þetta sérstaka ntál er skoðað, er að áðurnefndur viðskipta- vinur, sem var rcyndar á leiö frá Stavangri til Kanada á ráðstefnu, en ætlaði að millilenda í London, fékk það boð frá félaginu, þegar í ljós kom að hann fengi ekki far með vélinni til London, að lljúga með annarri vél félagsins til Kaupmannahaínar og þaðan áfram til Kanada, og var í boðinu greint frá því að hann kæmist á réttum tíma til Kanada. Viðskiptavinurinn hafnaði þessu boði og tók sér leiguflugvél og sendi síðan reikninginn til SAS, og það var þessi reikningur, auk einhverra miskabóta sem dómstólarnir dæmdu SAS til þess að greiða. Nú kynnu sumir að velta því fyrir sér hvort þessi atburður muni að einhverju leyti marka tímamót í íslenska flugbók- unarsögu, og það var einmitt það sem umsjónarmaður þessarar síðu gerði og hafði þess vegna samband við Svein Sæmundsson, forstöðumann kynningar- deildar Flugleiða og ræddi við hann um þetta mál. „Aldrei yfirbókað héðan frá íslandi“ - Þekkið þið hliðstæð vandamál hjá Flugleiðum, Sveinn? „Já, auðvitað þekkjum við þetta vandamál, en það er regla hjá Flug- leiðum að það er aldrei yfirbókað héðan frá íslandi. Öðru máli gegnir hins vegar í Atlantshafsfluginu, - þar er yfirbókað ■ Sveinn Sæmundsson, forstöðumaður kynningardeildar Flugleiða. inu. Hins vegar á er því þannig varið, að ef svo vill til að fleiri farþegar mæta en pláss er fyrir í vélinni, og allir eiga bókað far, þá er alltaf hægt að koma umframfarþegum á Norður-Atlantshaf- leiðinni yfir á önnur félög." - Gerist það oft að grípa þurfti til slíkra ráðstafna? „Nei, það gerist ekki oft. Auðvitað hefur það komið fyrir að bókaðir farþegar hafa ekki komist með, en þá hefur því yfirleitt verið þannig varið, að farþegar hafa komið með staðfesta miða, sem einhverra hluta vegna hafa ekki verið inni f okkar kerfi, og í slíkum tilvikum er ákaflega erfitt að segja til um hvað raunverulega hefur komið fyrir, en sem betur fer er þetta ákaflega sjaldgæft." - Er það eitthvað nýtt í flugsögunni að flugfélögin grípi til þessara yfirbók- ana? „Nei, síður en svo. Þessar yfirbókanir hafa viðgengist ákaflega lengi, en voru mjög lengi svona hálfgert leyndarmál hjá félögunum. Svo var það fyrir nokkrum árum, að forstjóri stórs, amer- ísks flugfélags, hann skrifaði grein í blað sem félagið ætlar sínum farþegum, og sagði frá þessum yfirbókunum ogástæðu þess að þær viðgangast. Ástæðuna sagði hann m.a. vera þá að farþegar létu kannski bóka sig á tvö flug, því þeir vissu ekki hvort þeir ætluðu að nota og afpöntuðu síðan hvorugt flugið.“ „Ákaflega hissa á þessum dómsúrskurði“ - Sveinn, ertu þú trúaður á að dómsúrskurðurinn í Noregi, geti haft einhver áhrif á bókunarkerfi flugfélag- anna? „Ég er ákaflega hissa á þessum dómsúrskurði í Noregi. því nú bauð SAS að koma manninum á leiðarenda, bara cftir annarri leið, en það er nákvæmlega það sem félög eru skyldug til að gera, t.d. í Ameríku, þar sem til er reglugerð um svona tilfelli. Ef félögunum hins vegar tekst ekki að ■ „Aldrei yfirhókað í ferðir frá ís- landi", segir Sveinn Sæniundsson. Tímamyndir - G.E. koma viðkomandi manni á leiðarenda innan ákveðins tíma, þá verða þau að greiða sekt. „Ég tel erfitt að sjá nú hvort þessi dómur hefir einhver áhrif á bókunarkerfi flugfélagnna, en ég skal ekki segja hvað víðtæk. Svona uppákomur setja náttúr- lega flugfélögin í vanda, og rýra rekju- möguleika þeirra ef þetta yrði „praktís- erað“ í einhverjum mæli. Afkomumögu- leikar flestra flugfélaga nú til dags eru ákaflega rýrir. Það má kannski segja að SAS sé t sérflokki þar, því þeir höfðu gott ár síðastliðið ár. Ég efast um að mörg félög þyldu marga slíka reikninga eins og SAS fékk með dómsúrskurði norskra dómstóla." „Við verðum hart úti í innanlandsfluginu“ - Þú segir að þetta sé ekki stórt vandamál hjá Flugleiðum í millilanda- fluginu, og að yfirleitt megi kippa þessu í liðinn þar, ef upp koma yfirbókunartil- felli. er slíkt hið sama að segja um innanlandsflugið hjá Flugleiðum? „Nei, í innanlandsfluginu er ekki hægt að segja sömu sögu, því þar verðum við einmitt töluvert hart úti vegna skrópfar- þega. Það eru í rauninni mikil vandræði í innanlandsfluginu, hvað bókanir stand- ast oft illa. Við höfum reynt að útskýra þetta fyrir fólki, t.d. með útgáfu á smáspjöldum, þar sem þessi mál eru rædd, því sá sem gleymir í dag að afpanta, eða einfaldlega sinnir því ekki, getur orðið fyrir því á morgun eða seinna, að hann fær ekki far með vél sem hann vill fá, vegna þess að einhver annar hefur gleymt því sama og hann gerði, eða látið það undir höfuð leggjast. Það er svo mikið meginmál hjá okkur í innanlandsfluginu að fá fólk til þess að afpanta far sem það ætlar ekki að nota að það verður ekki nógsamlega ítrekað. Það kemur oft upp sú staða að fólk hringir og ætlar að panta far með tilteknu flugi, en fær það svar að allt sé fullt. Þetta fólk er tæplega að standa í því að mæta út á flugvöll upp á von og óvon, nenia eitthvað mikið liggi við. Þó er það oft svo, að þó að vél sé sögð full, að það eru það margir skrópfarþegar, að viðkomandi kemst með, ef hann fer út á völl. Þetta hefur reynslan í gegnum árin sýnt. Það kostar ekki nema eitt símtal að láta vita, ef maður ætlar ekki að nota flugfarið og það sparar bæði óþægindi og fyrirhöfn."

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.