Tíminn - 06.02.1983, Page 5

Tíminn - 06.02.1983, Page 5
SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 19X3 5 ■ Jónas Jónsson frá Hriflu: Um áratugaskeið einn atkvæðamesti stjórnmálamaður á íslandi. Hefur hann átt ríkan þátt í að móta þá söguskoðun sem nú virðist viðtekin á íslandi? hugtakið er einungis önnur hliðin í frjálshyggju höfundar. Hin hliðin er ákaflega sterk einstaklingshyggja. Þessi einstaklingshyggja birtist í mjög mis- munandi formi. Hún veldur því m.a. að íslandssaga er umfram allt annað per- sónusaga mikilvægra og hetjulegra ein- staklinga. Þessi skilningur sést glögglega í hugleiðingum Jónasar um fall þjóðveld- isins: „Sjálfstæði landsins var glatað fyrir manngildiskort nokkurra íslendinga. Þjóðveldið, sem drengskapur, vit og framsýni forfeðranna hafði reist með vinnu margra kynslóða, var hrunið í grunn og dró með sér í eyðilegginguna þá glæsilegu, en skammsýnu menn, sem höfðu ætlað að byggja upphefð sína á niðurlægingu þjóðarinnar." í samræmi við þessar niðurstöður lýsir hann baráttu þessara einstaklinga ná- kvæmlega með mjög svo rómantísku viðhorfi til hetjanna. Hið sama gildir raunar um hetjur sögualdar, sem frá þessi ummæli frá Jónasi: „Aldrei hefur verið á íslandi jafnmikið af framúrskar- andi mönnum, körlum og konum, og þá, en helst til sjaldan fór þar saman gæfa og gervileiki... Þannig féllu fyrir eldi og vopnum flestir þeir afreksmenn söguald- arinnar, sem síðan hafa orðið mönnum kærastir og mest eftirsjá mátti í þykja. Þess vegna er þetta tímabil í einu bæði aðdáunarvert og raunalegt.“ Lýsir daglegum háttum og jafnvel klæðaburði Jónas fær líka í fáu dulið aðdáun sína á þeim glæsilegu mönnum er hann segir frá. Sums staðar getur hann meira að segja ekki stillt sig um að lýsa daglegu hátterni þeirra og jafnvel klæðaburði. Skýrasta dæmið um þetta er að finna í frásögn af Jóni Sigurðssyni heima hjá forseta: „Forseti sat þá oftast við skrifborð við að lesa eða skrifa, klæddur í síðan slopp ystan klæða, með vestið menn, en grimmdarseggir, eins og þeir áttu kyn til.“ Um Hrafn Brandsson dótturson Hrafns Guðmundssonar lög- manns lætur Jónas þessi orð falla: „Hann bjó í Rauðuskriðu, höfuðbóli ættarinnar, og virðist hafa erft frá afa sínum uppreisnarlund gegn biskupsvald- inu. Félagslegt náttúruval Annað einkenni á einstaklingshyggju Jónasar er hugmynd um nokkurs konar félagslegt náttúruval. Þeir komast best frá lífinu sem hæfastir eru. Þessi hug- mynd skín í gegn í hugleiðingum hans um uppruna fslendinga, þegar hann ræðir um þá er ekki vildu sætta sig við ofríki Haralds hárfagra. Jónas fær ekki dulið hér þá skoðun að þeir sem beygðu sig undir vilja konungs hafi verið kjarnminna og veiklundaðra fólk en þeir sem ekki vildu þola þá smán. Þess vegna segir hann: „En þessir atburðir ollu því, að til íslands fór mikið af kjarnmesta fólkinu, sem til var í landinu. En um leið var það sá hlutinn, sem óbilgjarnastur var og verst að stjórna. Og sjálfræðið kom Islendingum síðan á kaldan klaka. » Þeir halda frelsi si'nu, stolti og sjálfræði sem óbilgjarnastir eru og kjarnmestir, enda þótt það eigi eftir að koma þeim á kaldan klakann. Hér er reifuð sú kenning að hinir hæfustu og kjarnmestu komist best af. Kemur þessi hugmynd víðar fram svo sem í greinar- gerð um vinnufólk, en þar segir Jónas: „Voru sumir, einkum lítilsgildir menn, í vinnumennsku alla ævi, en margir unnu þá eins og nú um stund hjá öðrum og drógu saman efni til að geta síðar orðið sjálfstæðir bændur. Þeir voru því fyrst og fremst lítilsgildir vinnumennirnir til forna nema þeir næðu þeim merka áfanga að geta komið yfir sig eftir dygga þjónustutíð moldarkofa og hokrað í einhverjum afdalnum að hætti Bjarts í Sumarhúsum. Það er því samkvæmt við málstað þjóðfrelsisins. Gott dæmi um þetta er frásögn af Þjóðfundinum 1851. Skeyti til Dana Skemmtilegust verður þó þessi þjóð- ernishyggja höfundar í ýmsum smá- skeytum til Dana og annarra erlendra valdhafa hér á landi. Mest beinist fyrirlitning hans og hatur að dönskum yfirvöldum og dönskum kaupmönnum. Oft er athugasemdum komið haganlega fyrir, þannig að þær eru hafðar eftir öðrum mönnum: „Er það álit margra manna er vel bera skyn á að einokunar- verslun sé það þjóðarböl sem mest hafi dregið afl og kjark úr íslendingum." Annars hirðir Jónas lítt um að fara leynt með skoðanir sínar. Hann ræðst oft beint að dönskum kaupmönnum. Um Hörmangarafélagið kemst hann svo að orði: „Voru stjórnendur þess ókunn- ugir landsháttum en gerráðir og illir viöskipta." Svo verður jafnvel á köflum að hann gerist helst til ósanngjarn í garð kaup- manna. Um þá sjálfbjargarviðleitni eins Danans að flýja á bát með fjölskyldu sína úr Vestmannaeyjum undan Tyrkjum segir Jónas: „Danski einokun- arkaupmaðurinn sá hættuna, náði bát og komst til lands með hyski sínu en eigi varð Islendingum slíkrar undankonu auðið.“ Nokkuð ber einnig á því að reynt sé að gera danska stjórnendur broslegri en efni standa til. Jónas tilfærir m.a. sögu af höfuðsmanni þeim er á Bessastöðum bjó á tímum Tyrkjaráns. Tyrkir höfðu strandað upp við landsteinana í Skerja- firði: „Vildu íslendingar þá greiða atlögu að víkingum en höfuðsmaður bannaði það. Þótti hann lítill garpur og hafði hest söðlaðan skammt frá virkinu til að geta flúið ef Tyrkir gerðust of nærgöngulir." arform, sem Haraldur hárfagri kom á í Noregi. Á fslandi stofnuðu afkomendur þessara manna Þjóðveldi, en með engri framkvæmdastjórn til þess að takmarka sem minnst frelsi einstaklingsins. Lög- hlýðni íslendinga var alltaf mjög ábótavant, en þó var sæmilegt stjórnar- far í landinu á öndverðum þjóðveldis- tímanum, meðan helstu goðaættirnar voru nokkuð jafnar að völdum og metorðum. En þegar kom fra á 12. öld, breyttist þetta. Þá söfnuðust goðorðin í hendur fárra manna og ætta og mikill annar auður með þeim. Þessir stórlátu ríkismenn voru aldir upp við deilur og agaleysi. Þeir vöndust á að fótum troða lögin og hagsmuni smælingjanna. Og þar serri ekkert ríkisvald var til að halda ofstopamönnunum í skefjum, varð frið- sömum mönnum ólíft í landinu fyrir deilum og yfirgangi höfðingjanna. Allur almenningur þráði mest frið, en óttaðist þó erlenda valdið. En því miður gat tæplega nokkur veitt þennan frið nema Noregskonungur, því að enginn af íslenzku höfðingjaunum var nógu vold- ungur til þess að geta beygt alla landsmenn undir sig og haldið þeim í skefjum." Hér er frelsisástin látin leika hlutverk syndarinnar í sagnfræðilegri „synda- fallskenningu“. Það er sjálfstæðið sem verður íslendingum að falli. Sú frelsis- þrá sem varð til þess að forfeðumir leituðu hingað verður til þess að þeir koma sér ekki upp neinu framkvæmda- valdi. En skortur á því orsakar sundr- ungu landsmanna og ófrið með þeim afleiðingum að eina leiðin til friðar er að afhenda völdin Noregskonungum. Frelsisást forfeðranna verður afkomend- unum að falli. Siðaskipti að vísu æskileg Ekki er þó svo að skilja að Jónas telji frelsið eða frelsisástina hættulega í sjálfu sér, heldur einungis misbeitingu þess. Enda er saga íslands eftir þessa atburði samkvæmt skilningi hans frásögn af viðskiptum íslendinga og hins erlenda valds. Þegar fjallað er um kaþólsku kirkjuna er það gert í formi þess að hún sé sá aðili sem lengst af veitir konungum andstöðu. Siðaskiptin eru að vísu æski- leg, en eigi að síður sigur konungsvalds yfir íslensku kirkjuvaldi. í kjölfarhennar eflist konungsvald, einokun og einveldi á kostnað frelsisins. Það er ekki fyrr en á átjándu öld að fjotrar einveldisins taka að rakna. Og frelsisbarátta íslendinga hefst af alvöru snemma á nítjándu öld Við kennslu í Samvinnuskólanum veturinn 1951-52. Jónas þótti snjall í stjórnmálaumræðu, og sá eiginleiki setti einnig svip KvllllMU liailS. og nær hámarki um miðja öldina og seinni hluta hennar í persónu Jóns Sigurðssonar. íslandssaga Jónasar frá Hriflu er því saga frelsisbaráttu íslendinga. Hún tak- markast að mestu leyti við frásagnir af stjórnmálalegu og stjórnarfarslegu á- standi hér á landi með áherslu á þá þætti sem snúa að sjálfstæði lands og þjóðar. Sterk einstaklingshyggja Það er alkunna að Jónas frá Hriflu taldi sjálfan sig hafa því hlutverki að gegna í íslensku stjórnmálalífi að koma á fót frjálslyndum flokki að enskri fyrirmynd. Þessu takmarki sínu náði hann með stofnun Framsóknarflokksins 1916. Hugsjónir frjálslyndisstefnunnar ensku birtast einnig víða í ritum hans og er svo um íslandssögu. Hér er hvorki stund né staður til að gera grein fyrir inntaki þessarar stefnu í heild. enda munu margar og ólíkar hugmyndir setja mark sitt á hana. Hins vegar er vert að geta þeirra hugmynda sem mest ber á í íslandssögu og óneitanlega minna á hugmyndir ensku frjálshyggjumanna. Hér að framan var rætt um frelsishug- takið í íslandssögu Jónasar. En frelsis- flakandi frá sér en innan undir vestinu. skein í snjóhvíta ermaskyrtu." Það kemur einnig oft fram hjá Jónasi ofmat á styrk þessara átrúnaðargoða. Þannig telur hann að það hafi verið vegna skaðabótakröfu Jóns Sigurðsson- ar einnar, að íslendingar fengu því framgengt að Danir skyldu árlega greiða þeim fé: „Skömmu áður höfðu Danir ákveðið að gjalda árlega til íslands 60000 kr. um aldur og ævi og hafðist það upp úr skaðabótakröfum Jóns Sigurðs- sonar þótt árgjald þetta væri raunar af flestum dönskum mönnum fremur talið gjöf en gjald.“ Að erfa einstaklings- eigindir sínar En hugmyndir Jónasar um einstakl- inginn og hlutverk hans birtast einnig á annan hátt. Það örlar t.d. á þeirri kenningu sem ýmsir frjálshyggjumenn enskir hafa viljað flíka, að menn erfi einstaklingseigindir sínar. Þannig notar hann ætterni sem útskýringu á persónu- leika ýmissa manna. Um syni Þorvalds Vatnsfirðings kemst Jónas svo að orði, þegar þar er komið sögu hans að þeir hafa verið vegnir: „Þeir voru á tvítugs- aldri og þóttu í mörgu mannvænlegir skilningi Jónasar fyrst og fremst þjóðfé- lagsleg staða manna sem segir til um manngildi þeirra. Andi frásagnar eggjandi í skilnaðarátt Svo er að sjá á eftirmála Jónasar í 1. hefti endurútgáfu íslandssögu frá 1966 að mönnum hafi frá upphafi þótt hún heldur draga taum íslendinga. „Sumir erlendir kennarar töldu bókina of ís- lenska, allur andi frásagnarinnar væri eggjandi í skilnaðarátt." Því verður heldur ekki neitað að margt styður þessar ásakanir. Ekki einungis er íslandssaga skrifuð af mikilli þjóðerniskennd heldur dylst engum, sem lesa vill, fyrirlitning höfundar á erlendu valdi og fulltrúum þess. Þjóðernishyggja Jónasar birtist skýrt í uppbyggingu bókar hans. Þjóðernis- baráttan var enn í hámarki, þegar ‘íslandssaga var skrifuð og gætir áhrifa hennar mest í þeirri áherslu sem Jónas leggur á að lýsa langri og harðri baráttu landsmanna við að halda rétti sínum og frelsi gagnvart útlendingum. Víða er harmað hrun þjóðveldisinks og í köflunum um frelsisbaráttuna sjálfa er sums staðar að finna í orðavali stuðning í frásögninni af Jóni Sigurðssyni Iætur Jónas í veðri vaka að Danir hafi reynt að múta Jóni með embættistilboðum ef hann hætti stjórnmálaafskiptum. Með þessu móti leitast Jónas við að ófrægja Dani, en að sjálfsögóu er andstaðan við þá og illverk þcirra nauðsynleg í sjálfstæðisbaráttunni. Hrífandi í hlutdrægni sinni Þess er loks að geta að viðhorf Jónasar til heimilda sinna að íslandssögunni einkennist af mjög miklu gagnrýnisleysi. Hvergi er t.d. efast um sannleiksgildi íslendingasagna og annarra fornrita, né hikað við að tína til rætnar óhróðurs- sögur um fulltrúa erlends valds. Mætti af þeim halda að til embættisverka á íslandi hafi fyrr á árum einungis valist rakin varmenni. Allt um það er íslandssaga Jónasar frá Hriflu hið athyglisverðasta rit, og það er út af fyrir sig umhugsunarefni að þær kennslubækur í íslandssögu sem síðar hafa verið teknar saman, og við viljum telja réttari og víðsýnni, virðast ekki hafa náð sömu tökum á lesendum og bók Jónasar. Hún var, í fæstum orðum sagt, hrífandi í hlutdrægni sinni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.