Tíminn - 06.02.1983, Blaðsíða 26

Tíminn - 06.02.1983, Blaðsíða 26
SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 Reimsókn „MÚSÍKIN ERSAM BÆRILEG LÍFINU SJÁLFU? ...” Nauðsynlegt að hafa frjálsa leikhópa - Það er sem sagt ekki leikarans að velja sér hlutverk? „Nei, það er fyrst og fremst leikstjór- ans, og í samráði við leikhússtjórann. Það væri svo sem nógu gaman ef leikarar gætu valið sér leikrit og síðan valiö leikstjóra. En í leikhúsi eins og Þjóð- leikhúsinu getur þetta ekki gengið þannig, þctta er svo stórt fyrirtæki. Það þarf að vera búið að skipuleggja allt leikárið meira og minna að hausti og það væri ekki vinnandi vegur ef allir ættu að ráða. Það er hins vegar hægt í leikhúsi eins og t.d. Alþýðuleikhúsinu þar sem þetta er miklu minna mál, enda fyrirtæk- ið ekki eins þungt í vöfum. Það er nauðsynlegt að hafa frjálsa leikhópa við hlið stofnanaleikhúsanna til að gefa ungu fólki sem er nýskriðið út úr skóla tækifæri til að spreyta sig og fá reynslu og enn fremur geta slíkir hópar verið vaxtarbroddur íslenskrar leiklistar. Þeir geta leyft sér meiri tilraunastarfsemi sem er bráðnauðsyn- legt að hafa með. Þó ég hafi ekki starfað sem leikari hjá Alþýðuleikhúsinu þá er ég félagi þar og mér finnst mjög hressandi að vera í tengslum við það og fylgjast með því sem þar er að gerast. Mér finnst líka sjálfsagt að allsherjar- fundur sem við köllum í Alþýðuleikhús- inu haldi sínu valdi þó auðvitað sé í lagi að fámennari ráð taki léttvægar ákvarð- anir án þess að þurfa að leggja þær undir allsherjarfund. En þegarkemuraðmeiri háttar ákvörðunum eins ogverkefnavali, „Það vefst nú í fyrsta lagi fyrir manni hvernig á að halda á hljóðfærinu, maður er stífur og fær harðsperrur í axlirnar. Auk þess er mjög erfitt að ná tón úr hljóðfærinu, en skrækir sem skerast gegnum merg og bein eru alkunnir hjá byrjendum.“ „Við höfum sko fengið að kynnast því“, segja Gróa og Edda með þjáning- arsvip en Finnur brosir vandræðalega. „Ég tek þessu námi af mikilli alvöru,“ heldur Finnur áfram, „ og er í einkatím- um hjá systur Eddu, Helgu Þórarinsdótt- ur víóluleikara sem er mjög góður kennari, ogsíðan kennir HaukurTómas- son mér tónfræði. Ég hef hugsað mér að reyna að komast utanskóla inn í tónfræðadeild tónlistarskólans því ég hef líka hug á að læra tónsmíðar. Ég lærði á píanó þegar ég var barn og spilaði þá svona létta klassík eins og krakkar gera en ég þurfti eiginlega að byrja alveg upp á nýtt að læra nótur. En ég hef mjög gaman af þessu námi og eyði öllum frístundum mínum núna í músík.“ I báðum herbúðum tónlistarmanna - Hvorf finnsf þér poppið eða klassík- in skemmtilegra? „Ég er nú eiginlega í báðum herbúð- um því ég var poppari og rokkari í mörg ár. Hins vegar hef ég gert mjög lítið af því að spila djass, ég náði rétt aðeins í endann á djasskynslóðinni. ■ Flugið er eitt af þeim áhugamálum Finns sem hafa orðið að víkja fyrír fiðlunni - en þama er hann nýlentur á Reykjavíkurflugvelli eftir flug á einshreyfilsvél frá Ameríku. ■ Edda í hiutverki sínu í Hjálparkokkunum sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir, ásamt Herdísi Þorvaldsdóttur. ■ í stofunni á Bókhlöðustígnum, en þau keyptu húsið árið sem hann Fróði fæddist, 1975. Tímamyndir: Róbert. stefnumótun og þess háttar finnst mér að allsherjarfundur eigi að ráða. Annars er hætta á að leikhúsið verði eins og stofnanaleikhús og það er einmitt það sem við viljum foröast." Einlit leikstjórn í sjónvarpi - Hefurðu leikið mikið fyrir sjónvarp- ið? „Nci, ekki mikið, en ég lék í Vér morðingjar eftir Guðmund Kamban undir stjórn Erlings Gíslasonar sem sjónvarpið sýndi 1973. Mér finnst árang- ur leiklistardeildar sjónvarpsins ákaflega misjafn, og alltof einlit leikstjórnin. Það er til fullt af góðum leikstjórum sem manni finnst eiginlega dálítið sorglegt að sjá ekki til þarna. En það vill brenna við að þeir sem einu sinni komast inn í sjónvarpið festist þar, annað hvort sem leikarar eða leikstjórar. Mér finnst Iíka sjálfsagt að íslenska sjónvarpið hlynni að íslenskri leikritun, það hefur líka gert það. - Hver er munurinn á því að leika í leikhúsi og í sjónvarpi? „Það getur nú verið misjafnt að leika í leikhúsum, til dæntis er tvennt ólíkt að leika á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu og litla sviðinu í Þjóðleikhúskjallaranum. Að sumu leyti minnir vinnan á litla sviðinu pínulítið á það að vinna fyrir framan kvikmyndavél, því það er allt miklu nær og maður notar í rauninni töluvert aðra tækni. Maðurgetur ímynd- að sér þrjú stig í leikaðferðum. Það er þá fyrst kvikmyndavélin þar sem t.d. getur verið nóg að lyfta annarri auga- brúninni til að koma til skila ákveðinni hugsun, það þarf í rauninni mjög lítið að gera. A litla sviðinu má maður síðan stækka hlutina aðeins, þarna eru kannski áttatíu áhorfendur og fjarlægðin ekki svo mikil. Á stóra sviðinu er tæknin orðin talsvert mikið önnur, því þá þarf að koma því sem maður segir, aftur á aftasta bekk í 600 manna húsi og þá er heldur ekki nóg að lyfta bara annarri augabrúninni til að koma einhverju ákveðnu til skila, heldur verður maður að nota allan líkamann." „Þarf ekki að hafa á tilfinn- ingunni að barnið mitt sé lyklabarn...“ - Hvernig gengur þér að samræina atvinnu og heimilislíf? „Mér gengur það sæmilega enda er vinnan að mörgu leyti þægileg. Ég vinn svona fjóra til sex tíma að deginum, og síðan á kvöldin þegar sýningar eru og þá er alltaf einhver heima, annað hvort Finnur eða Gróa, sem er 17 ára dóttir hans og stjúpdóttir mín. Ég þarf því ekki að hafa það á tilfinningunni, að barnið mitt sé lyklabarn. ” Leikið á fiðlu og píanó Finnur og Edda spiluðu mjög fallegan dúet! eítir Bach saman fyrir undirritaða og Ijósmyndara, Finnur á fiðlu og Edda á píanó. - Nú ertu þekktari sem poppari en klassíker Finnur, hvenær byrjaðirðu að læra á fiðlu? „Ég byrjaði fyrir tveimur árum. Það leist nú engum á þetta uppátæki í hálffertugum manninum. Því er nefni- lega haldið fram að maður verði að byrja fimm ára, eða a.m.k. mjög ungur, að læra á fiðlu, því að fiðlan er fremur óaðgengilegt hljóðfæri fyrir byrjendur. En ég hef einsett mér að afsanna þessa kenningu!" - Hvernig lýsa byrjunarörðugleikarn- ir sér?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.