Tíminn - 06.02.1983, Page 18

Tíminn - 06.02.1983, Page 18
SUNNUDAGUR 6. FEBRUAR 1983 HÁLF ÖLD FRÁ ÞVf HITLER VARD KANSLARI í ÞÝSKALANDI Hvernig gátu nas- istar náð völdum á lýöræðis- legan hátt? Adolf Hitlcr 18__________________________________ erlend hringekja ■ Þann 30. janúar 1933 var Adolf Hitler, leiðtogi Nasistaflokksins (National-sozialistische Arbeiterpartei) skipaður kanslari Þýskalands, og hálfu öðru ári síöar tók hann við forsetaembættinu. Hér er ætlunin að rekja aðdraganda og orsakir þess, að flokkur með jafn skuggalega og öfgasinnaða stefnuskrá skyldi geta náð völdum lýðræðislega í Evrópuríki á 20. öld. Weimarlýðveldið og V ersalasamningarnir Eftir heimsstyrjöldina 1914-18 var, aðvonum, allt í upplausn í Þýskalandi. Úrslit stríðsins komu eins og þrunta úr heiðskíru lofti fyrir hinn almenna Þjóðverja, því að þeir höfðu fram á síðustu stund verið leyndir því að Þjóðverjar fóru halloka í styrjöldinni. Keisarinn var flúinn, og hinn 9. nóvember söfnuðust saman í þinghúsinu hinir svokölluðu meirihluta- sósíaldemókratar, eftir að kanslarinn, Max prins af Baden, var stunginn af. Þeir komu saman undir stjórn Friedrichs Ebert og Philipps Scheidemann. Þeir voru óráðnir í hvað til bragðs skyldi taka. Þeir voru ekki hrifnir af hugmyndinni um byltingu, Ebert vildi helst fá einhvern Hohenzollara og stofna til þingbundinnar konungsstjórnar að breskri fyrirmynd, en á götum Berlínar var aftur byltingarástand. Ekki langt frá þinghúsinu í Berlín, voru vinstri sinnaðir aðilar að undirbúa byltingu, undir stjórn þeirra Rósu Luxemburg og Karls Liebknecht. Þegar fregnir af því bárust til þinghússins urðu menn flemtri slegnir, og sáu að málið þarfnaðist skjótra aðgerða. Scheidemann tók það til ráðs, án þess að ráðfæra sig við nokkurn mann að stinga höfðinu út um gluggann, og tilkynna mannfjöldanum á Königsplatz að lýðveldi væri stofnað. Þannig varð Þýska lýðveldið til, eins og fyrir tilviljun. Þetta sama kvöld gerði Ebert leynisamningvið herinn; stjórnin skyldi halda öflum eins og bolsévikum og stjórnleysingjum á mottunni, og láta herinn halda sinni gömlu stöðu (bera hag hersins fyrir brjósti), en herinn skyldi styðja stjórnina. Hernum var borgið, en lýðveldið var komið í pressu. Herinn varð lýðveldinu aldrei trúr, og endaði á því að svíkja það í klærnar á Hitler. í janúar 1919 var stjórnin neydd til þess að láta til skarar skríða gegn kommúnistum, og voru þá leiðtogar þeirra ofsóttir og myrtir (hin blóðuga vika, 10-17 jan. 1919). Svo til um leið fóru fram þingkosningar. Sósíaldemókratar hlutu 13,8 milljónir atkvæða (46%), tveir miðjuflokkar (Centrum og demókratíski flokkurinn) fengu til samans 11,5 milljónir atkvæða (38,3%), en íhaldssinnaðri flokkar fengu afganginn. Þingið kom saman í Weimar 6. febrúar 1919, og var samin stjómarskrá' á næstu 6 mánuðum. Hún þykir ein frjálslegasta stjórnarskrá sem 20. öldin • hefur augum barið; allir jafnir fyrir lögunum, almennur kosningaréttur (konur sem karlar) um tvítugt, og þar fram eftir götunum. Stjórnarskrá Weimar-lýðveldisins var ekki fullgerð þegar lýðveldið varð fyrir sínu fyrsta stóráfalli, nefnilega hinum óumflýjanlegu Versalasamningum. Þar tapaði Þýskaland miklu landi, þ.á.m. Elsass og Lóthringen (til Frakka), auk þess sem Belgar fengu hluta af Þýskalandi, Danir fengu Slésvík (eftir kosningar) og svo misstu Þjóðverjar einnig talsvert land til Póllands. Þeim var og gert að greiða stórar upphæðir í stríðsskaðabætur, í gullmörkum, og hluta til í vörum, s.s. kolum, skipum og fleiru. Þjóðverjar voru einnig beinlínis afvopnaðir; þeim var gert að hafa aðeins takmarkaðan her. En mestum deilum olli 231. grein, þar sem Þjóðverjum var einum kennt um stríðið. Ebert spurði æðstu menn hersins hvort hugsanlegt væri að herinn gæti staðist áhlaup úr vestri, ef þeir myndu nú neita að skrifa undir. Svarið var neikvætt, þeir neyddust til að skrifa undir. Samningurinn var því undirritaður þann 28. júní 1919 í Versalahöll. Herinn og aðrir óvinir lýðveldisins ' notuðu samninginn óspart. Jafnskjótt og hann hafði verið undirritaður gerðu þeir sitt til að láta svo líta út sem stjórnin ein væri ábyrg fyrir samningunum, og varð vel ágengt. Hitler og Nasistaflokkurinn Adolf Hitler fæddist árið 1889 í austurríska bænum Braunau. Hann var dekraður af móður sinni, en faðir hans sem var embættismaður hjá tollinum var strangur. Hitler dreymdi um að verða listamaður, listmálari eða arkitekt. En í listaháskólanum þótti hann ekki hafa næga hæfileika, og hann féll tvisvar á inntökuprófi í arkitektaskólanum. Hann var vinnufælinn, og vann ekki nema rétt til að hafa í sig og á. Hann gerðist pólitískur, aðhylltist skoðanir á borð við að Þjóðverjar væru öðru fólki meira, það ætti að sameina allt þýskumælandi fólk í eitt ríki og þar fram eftir götunum. Þegar hann átti peninga hélt hann til á knæpum í Vín, og ræddi stjórnmál við menn með skuggalega fortíð. Árið 1921 ákvað hann að flýja sín misheppnuðu ungdómsár, og hélt til Múnchenar, og hafði þar atvinnu af málun og teiknun. Stríðið var fyrir hann eins og gjöf frá himnum, tækifæri til þess að gera stóra hluti. Hann skráði sig í þýska herinn, og var gerður að undirforingja. Hann særðist nokkrum sinnum í stríðinu, og var sæmdur Járnkrossinum. Úrslit stríðsins urðu honum mikið áfall; hann gat ekki trúað því að Þjóðverjar gætu tapað í eðlilegu stríði, heldur hlytu þeir að hafa verið stungnir í bakið af gyðingum og marxistum. Eftir stríðið fékk hann atvinnu hjá herdeild sinni, sem „Bildungsoffizier", hann átti að sjá um pólitískt uppeldi hermanna. Eftir stríðið hafði hann ákveðið að gerast stjórnmálamaður, til að hefna fyrir ósigurinn. Hitler komst í kynni við Deutsche Arbeiterpartei vorið 1919. Það var andmarxískur flokkur, sem hafði það á stefnuskrá sinni að skapa þjóðernissósíalisma til að binda enda á stéttardeilur í Þýskalandi, og svo auðvitað að gera veg Þýskalands sem mestan. Hitler komst beint í innsta hring flokksins, en það var hinn pólitíski umræðuhópur hans, og fékk flokkskírteini nr. 7. Hitler var gerður að áróðursstjóra, og tók flokkurinn þá snarpan vaxtarkipp. Það var jarðvegur fyrir flokka af þessu tagi í Þýskalandi á þessum tíma, einkum ef rétt var staðið að málunum. Hitler gerði ekki beint í því að sannfæra fólk, heldur fyrst að æsa það upp, og síðan reyna að gera sínar skoðanir að skoðunum þess, til þess að fá fólk til að halda að hans skoðanir væru einmitt þess eigin skoðanir. Ljúga þegar það borgaði sig, aldrei að viðurkenna aðra hlið en sína eigin, aldrei viðurkenna að nokkuð gæti verið til í máli andstæðingsins. Flokkurinn óx hratt, þeim mun hraðar sem verr gekk. Þegar Hitler gekk í flokkinn árið 1919 voru meðlimirnir 40, en 1923 voru þeir orðnir 15000. Stofnaðar voru vopnaðar sveitir, S.A. (Sturmabteilungen, brúnstakkar og síðar S.S. (Schutzstaffeln, svartstakkar). Flokkurinn dró til sín fjöldann allan af misheppnuðum og vonsviknum mönnum; atvinnulausa hermenn, háskólamenn á glapstigum, misheppnaða listamenn og hreina glæpa- og ofbeldismenn sem fengu útrás í S.A.-sveitunum. Hrunið mikla og nóvemberuppreisnin Þjóðverjar höfðu aldrei átt auðvelt með bótagreiðslurnar, og hafði markið af þeim ástæðum sigið mikið. Frakkar voru orðnir þreyttir á greiðslutregðu af hendi Þjóðverja, og hernámu Ruhr- hérað, til þess að ýta á eftir þeim. Varð það síst til þess að draga úr verðbólgunni. Seðlaprentunarmaskínurnar voru settar á fulla ferð. í janúar 1923 (rétt eftir hernámið) komst Bandaríkjadalur í 18000 mörk (miðað við 7000 í ársbyrjun), í júlí í 160.000 og í ágúst í eina milljón. í nóvember varð dalurinn svo 4 milljarðar, og stökk svo upp í billjónir. Það varð neyðarástand í landinu, fjöldi manna varð atvinnulaus, peningar urðu verðlausir samdægurs og fólk fékk laun útborguð. Nú var tækifærið fyrir Hitler. í Bayern var uppreisnarástand, þ.e.a.s. valdamenn þar vildu slíta sig frá Þýskalandi, eða jafnvel taka Þýskaland eins og það lagði sig. Valdamennirnir þar, Kahr ríkisstjóri, yfirmaður hersins, Lossow, og yfirmaður lögreglunnar í Bayern Seisser, hundsuðu fyrirskipanir' sem þeim bárust frá Berlín ef þeim mislíkuðu þær (s.s. að banna málgagn nasista, Völkischer Beobachter). Þeir fengu nú aðvörun frá yfirmanni hersins, og voru beðnir um að hafa sig hæga, ellegar skyldi herinn grípa til sinna ráða. Þeir fóru að missa móðinn. Hitler fékk aftur aðvörun frá yfirmanni S.A.-sveitanna, þær voru orðnar órólegar (en eins og fram hefur komið voru þær samansafn vandræðamanna), og myndu fara að leysast upp, ef þær færu ekki að standa í stórræðum. Einnig sá Hitler fram á að tækifærið myndi ganga honum úr greipum ef hann notaði það ekki hið fyrsta. Hann ákvað að láta til skarar skríða þann 8. nóvember 1923. Það var fjöldafundur í Búrgerbráukeller í Múnchen, þar sem þeir töluðu Kahr, Lossow og Seisser. S.A. sveitir umkringdu staðinn, og Hitler hélt inn, hafði engar vöflur á hetdur stökk upp á borð, hleypti af skammbyssuskoti upp í loft, til að ná athyglinni, og ruddi sér svo leið, með aðstoð tveggja atvinnuofbeldismanna, að ræðupúltinu. „Hin þjóðlega bylting er hafin!“, hrópaði hann. „Staðurinn er umkringdur 600 vopnuðum mönnum. Herinn og lögreglan stefna nú til borgarinnar undir hakakrossfána." Það seinasta var auðvitað hrein lygi, en í upplausninni gat enginn vitað vissu sína. Hitler bað þremenningana Kahr, Lossow og Seisser að koma með sér inn í hliðarherbergi, og reyndi að fá þá til liðs við sig. Komst hann fljótt að því að þeir voru áhugalitlir og þorðu ekki. Hitler greip þá til þess ráðs að fara fram, og segja viðstöddum að Kahr, Lossow og Seisser hefðu gengið til liðs við sig. Það hafði mikil áhrif sem brutust út í fagnaðarlátum, sem aftur höfðu áhrif á þremenningana í hliðarherberginu. Um þetta leyti var komið með Ludendorff (áður einum æðsta manni hersins, sem gengið hafði til liðs við Nasistaflokkinn, aðallega af gremju út í lýðveldið). Hann hafði einnig áhrif á mennina í hliðarherberginu. Kahr féllst á að taka þátt í uppreisninni (svo og hinir) sem fulltrúi Wittelsbach-ættarinnar. Þeir reyndust hins vegar ekki mjög tryggir, því að Hitler hafði ekki fyrr brugðið sér frá, en þeir gerðu sér upp ýmis erindi, og Ludendorff lét þá fara. Þegar Hitler sá, sér til hrellingar, að fuglarnir voru flognir, greip hann til þess ráðs, að þramma með S.A.- sveitirnar inn að miðborginni, líklega til að skapa stemmningu. Til þess að ekki yrði skotið á þá, var Ludendorff hafður í broddi fylkingar. Á Marienplatz varð fyrir þeim fólksfjöldi sem hlýddi á þrumandi ræðu Júlíusar Streicher, gyðingahatara frá Núrnberg, sem hafði komið sér til Múnchenar um leið og hann heyrði af uppþotinu. Hann og áhlýðendur hans röðuðu sér aftast í fylkinguna. Áfram var haldið eftir hinu þrönga Residenzstrasse, í átt til Odeonsplatz. Við enda götunnar höfðu lögreglumenn raðað sér, og lokuðu götunni. Hér var sem sé lögreglan á ferð, en ekki herinn, og fátt bendir til þess að þeir hafi þekkt, né borið virðingu fyrir Ludendorff, því að það hófst skotbardagi (enn er óupplýst, hvernig hann hófst, allt svo hver hleypti af fyrst). Sextán nasistar og þrír lögreglumenn dóu. Ýmis vitni fullyrða að Hitler hafi orðið fyrstur til að yfirgefa menn sína, og flýja (hann særðist reyndar á öxl, við að detta í götuna), en það er e.t.v. bara sagt af því að hann tapaði stríðinu. Ludendorff einn þrammaði áfram, lögreglumennirnir viku fyrir honum, þeir tóku hann svo skömmu síðar. Hitler var gripinn skömmu stðar. Nasistaflokkurinn leystist upp, flúni foringinn virtist hafa lokið stjórnmálabrölti sínu. Því fór fjarri. Hitler vissi að hann gæti fært sér réttarhöldin í nyt. Þau hófust 26. febrúar 1924, og þegar þeim lauk hafði hann breytt tapinu í sigur. Hann hafði fengið hina ótryggu Kahr, Lossow og Seisser dæmda meðseka, en hrifið þjóðina með orðsnilld sinni og þjóðernisstefnu, og fengið nafn sitt á forsíður allra helstu blaða heims. Hann sagði hreint út við yfirheyrslur að hann væri á móti lýðveldinu, og að hann hefði reynt að eyðileggja það, það gæti ekki talist bylting að gera byltingu gegn byltingarmönnum. Hitler var dæmdur í 5 ára fangelsi, með von um náðun hálfu ári seinna, og var sleppt 9 mánuðum eftir að dómur var kveðinn upp. Ludendorff var sýknaður á þeim forsendum að hann hefði ekki verið með sjálfum sér í hita leiksins. Hin mögru ár nasistanna Hitler hafði ekki fyrr verið gripinn, . en markið var staðlað, og franski herinn yfirgaf Ruhr-hérað. Dawes-skipulagið, sem fól í sér breytta tilhögun skaðabótagreiðsla og að Þjóðverjum væri veitt stórfelld lán til að rétta úr kútnum) komst á. Þjóðverjar fengu inngöngu í Þjóðabandalagið og þar með uppreisn æru. Efnahagslífið komst á réttan kjöl. Þetta voru erfiðir tímar fyrir öfgaflokka. Meðan Hitler var í fangelsinu skrifaði hann bók sína „Mein Kampf“, en það

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.