Tíminn - 06.02.1983, Blaðsíða 25

Tíminn - 06.02.1983, Blaðsíða 25
0-«' SUNNUDAGUR 6. FEBRUAR 1983 25 heimsókn „Fyrsta ástæðan er auðvitað sú að ég hafði misst þingsæti mitt. En ég varð einnig fyrir nokkrum vonbrigðum með andrúmsloft og starfshætti á Alþingi. Mér fannst þar flest alvöruminna en ég vildi að það væri.“ - En hver er afstaða þín til ólgunnar í Alþýðuflokknum? „Ég hef ekki fylgst svo með flokksmál- efnum upp á síðkastið að ég hafi orðið þess var að ólga væri á ferðinni. Mér hefur fundist bera meira á deyfð. - Hver er afstaða þín til deilna Vilmundar og Jóns Baldvins? „Ég hef ekki orðið var við þau ágreiningsefni þeirra á milli, sem ástæða er að taka afstöðu til. Eitt af því sem veldur vanda í íslenskum stjórnmálum er hversu fjöl- miðlum er gjarnt að blása upp aukaatriði og hégóma, sem ruglar fólk og felur fyrir því það sem máli skiptir. Það er heldur dapurlegt að fylgjast með framboðsákvörðunum flokkanna sem nú standa sem hæst. Þeir frambjóð- endur eru teljandi. á fingrum annarrar handar, sem gera það að forsendu framboðs síns að þeir hafi hug á því að stjórna landinu öllu. Flestir lýsa sér, sem fulltrúum ein- hverra þröngra sérhagsmuna sem ætli að skara eld að þeirri köku á kostnað þjóðarinnar. Þannig einblína sumir á héraðsmál kjördæmis síns eða jafnvel aðeins hluta þess, einnar sýslu eða eins þéttbýlisstaðar. Aðrir segjast vera full- trúar ákveðinna þrýstihópa eða bara annars kynsins. Enn aðrir fara í framboð að því er virðist á hégómleikanum ■. einum saman. Meira að segja ráðherr- arnir virðast stundum líta á sig sem fulltrúa sérhagsmuna en ekki þjóðarinn- ar allrar. Nú er það verkefni Alþingis að setja landinu lög, en ekki að sýsla í héraðsmálum. Það er því ekki von að vel gangi, þegar það er yfirlýstur tilgangur. margra frambjóðenda að sinna öðru en löggpifarmálefnumog landsstjórn. Um nokkurra ára skeið hefur ríkt hér slíkt góðæri að þjóðin hefur ekki tiltakanlega fundið fyrir lélegri landsstjórn. Góðærið stafaði af útfærslu landhelginnar fyrst og fremst, og virðist nú vera að taka enda. Það er bráðnauð- synlegt að taka landsstjórnina föstum tökum, en trúlegast er að til þess að það megi takast verði að endurskipuleggja stjórnmálalífið að verulegu leyti eftir slen undanfarinna ára og það getur tekið tíma.“ Umboðsfulltrúi í dómsmálaráðuneytinu - Hvað hefurðu starfað síðan þú hættir þingmennsku? „Ég var umboðsfulltrúi hj á dómsmála- ■ Finnur var poppari og rokkari um margra ára skeið. Hér er hann ásamt félögum sínum í Óðmönnum, f.v.: Jóhann G. Jóhannsson, Reynir Harðarson og Finnur Torfi. ■ Edda og Gróa skoða leikskrá Línu langsokks, en í því leikriti leikur Edda frú Prússólin. ■ Það fer grcinilega vel á mcð þcim feðeum. 1 „Það var nú sumpart vegna þess að ég er fæddur inn í flokkinn og átti því aldrei neitt val,“ segir Finnur glettinn á svip, „og sumpart vegna þess að mér fannst sú stefna sem Aiþýðuflokkurinn barðist fyrir bæði góð og skynsamleg. Þetta fór þannig saman. Það má líka geta þess að þegar ég tók afstöðu til stjórnmálaflokka var viðreisnarstjórnin við lýði og mér fannst það skynsamleg stjórn og finnst enn. Ástandið er nú mjög breytt frá því sem þá var. Síðar fluttum við til Reykjavíkur og þá var sjálfhætt í Hafnarfjarðar pólitík- inni. Ég var í flokksstjórn Alþýðuflokks- ins og starfaði þar þangað til að þess var farið á leit við mig að ég færi í framboð í Norðurlandskjördæmi vestra í kosning- unum 1978. Ég náði kjöri sem landskjör- inn þingmaður og sat á Alþingi sem stuðningsmaður vinstri stjórnar til vetrarkosninganna 1979. Þá náði ég ekki kjöri og missti því þingsætið og hef haft lítil bein afskipti af stjórnmálum síðan. Ég er að vísu enn varaþingmaður landskjörinna þingmanna Alþýðu- flokksins að forminu til, þar til yfirstand- andi kjörtímabili lýkur og hef einu sinni farið inn á þing sem slíkur í smátíma. Ég tók þá ákvörðun að vera ekki í framboði við næstu Alþingiskosningar og draga mig út úr stjórnmálum a.m.k. um sinn.“ Missti þingsætið - Hvers vegna ákvaðstu að hætta stjórnmálaafskiptum? Hann er nú viðskiptafulltrúi í íslenska sendiráðinu í London, en var áður deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu og alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn 1970-74. Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1967 og fór síðan í lagadeildina í háskólanum og lauk prófi þaðan 1973. Síðan fórum við til Englands þar sem ég fór í tveggja ára framhaldsnám í stjórnmálafræðum við háskólann í Manchester. Þar er ágæt deild í þeim fræðum." - Hvenær hófust afskipti þín afstjóm- málum? „Ég byrjaði lítilsháttar að starfa í Alþýðuflokknum á meðan ég var í menntaskóla og síðan fór ég í stúdenta- pólitíkina í háskólanum. Ég starfaði í Stúdentafélagi Háskóla íslands sem hafði hlutverk þess sem nú kallast Stúdentaráð. Ég tilheyrði félagi vinstri manna, en innan þess rúmuðust fram- sóknarmenn, alþýðubandalagsmenn, al- þýðuflokksmenn og fleiri óskilgreinan- legir vinstri menn og buðu fram B- listann. Eftir að við komum að utan bjuggum við í Hafnarfirði og þá fór ég að sýsla í bæjarmálum Hafnarfjarðar fyrir Al- þýðuflokkinn.“ „Stefna Alþýðuflokksins góð og skynsamleg...“ - Hvað olli því að þú valdir Alþýðu- flokkinn fremur en einhvern annan flokk? ráðuneytinu. Umboðsfulltrúinn tekur við erindum hjá almenningi um margvís- leg réttarfarsleg málefni og veitir því ókeypis lögfræðiaðstoð. Það var tölu- verð eftirspurn eftir þessari þjónustu og ég held að hún sé mjög gagnleg fyrir almenning. - Var þetta bitlingur eða fyrirgreiðslu- pólitík sem þú naust þama af hendi Vilmundar? „Nei, það vantaði einfaldlega mann í þetta starf, en sumir töldu það innlegg í stjórnmálaumræðuna að kalla þetta bitling. Ég hætti þessu starfi þegar mér bauðst starf hjá Félagi íslenskra hljómlistar- manna og hef verið í því starfi í eitt ár. Eg annast kjarasamninga fyrir félagið og ýmis samningamálefni önnur. Ég hef mjög gaman af þessu starfi vegna þess að það fellur vel að áhugamáli mínu, sem er tónlist. Ég umgengst mikið tónlistarfólk í vinnunni og hef tækifæri til að fylgjast með því sem er að gerást í músíklífinu. Það er gífurlega mikil gróska á því sviði núna og reyndar aldrei jafn mikil og nú, og það fjöigar stöðugt mjög góðu tónlistarfóiki, bæði tón- skáldum og hljóðfæraleikurum og öðru tónlistarfólki. Leikhúsfræði í Manchester - En Edda - hvað gerðir þú í Manchester? „Ég var nú ekki í eins alvarlegu námi og Finnur og var heldur ekki eins lengi því á þessu tímabili var ég að leika tvö stór hlutverk í Þjóðleikhúsinu sem klipptu bæði framan og aftan af dvölinni. Ég hef verið svona sex mánuði úti allt í allt og þá var ég í leikhúsfræði-deild háskólans. Námið þar er bæði fræðilegt og praktískt en ég fylgdist meira með og tók engin próf þarna því þetta var svo stuttur tími og sundur slitinn." - Hvaða hlutverk voru þetta sem þú lékst á þessum tíina? — „Það fyrra var hlutverk Pollýar í Túskildings-óperunni eftir Brecht en hið seinna var Sally Bowles í Kabaret. Mér finnst ákaflega skemmtilegt að leika í svona hálfgildings söngleikjum, en ég varð voða kát þegar ég fékk hlutverk þar sem ekki reyndi á sönginn því að á tímabili var ég farin að halda að ég fengi aldrei neitt nema sönghlutverk." Sjá næstu síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.