Tíminn - 06.02.1983, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.02.1983, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 19 erlend hringekja ■ Áróðursplagg frá fjórða áratugnum: Yfirskriftin „Marskálkurinn og korporállinn“ gefur tii kynna náið samband Hitlers við Hindenburg. er furðulegt bland ævisögu og hugmyndafræði. Þar setti hann fram kenningar sínar, að allir Þjóðverjar, eða þýskumælandi fólk skyldi sameinast, þeir væru æðri (herrenvolk); gyðingar, slavar og fleiri væru undirmálsfólk, þeim bæri að vera þrælar Þjóðverja, eða hins hreina kynstofns. aría. Það væri skylda allra Þjóðverja að berjast við gyðinga, marxista og fleira lítilsiglt og vont fólk. Til þess að geta fjölgað yrðu þeir að auka lífsrýmið (Lebensraum), stækka ríkið í austur, einkum á kostnað Rússlands, eyða þeim þjóðum sem þar væru fyrir, eða gera þær að þrælum hins hreina kynstofns. Hitler var sleppt úr tukthúsinu í árslok 1924. Menn töldu að hann væri orðinn hættulaus. Hann hófst þegar handa við að endurreisa flokkinn. Völkischer Beobachter kom út í febrúar, undir yfirskriftinni „Byrjað á ný.“ Hann talaði á fjöldasamkomum og hreif fólk með sér. Lýðveldið, marxistarnir og gyðingarnir voru óvinirnir. Slagnum við þá gat aðeins lokið með dauða annars aðilans. Hann var þegar orðinn lýðveldinu ógnun, þrátt fyrir loforð um bót og betrun. Yfirvöld í Bayern settu tveggja ára málbann á hann, þ.e.a.s. bönnuðu honum að tala opinberlega, og töldu sig hafa afgreitt manninn sem málsnilldin hafði fært svona langt. En þeir komust að því að hann var jafnfær skipuleggjandi og ræðumaður. Hann hóf nú uppbyggingu flokksins af fullum krafti. Hann skipti landinu í einingar, minni einingar og enn minni einingar, niður í smáþorp eða bæjarhverfi. Nasistaflokknum var skipt í tvenns konar starfshópa. P.O.I., sem hafði það hlutverk að grafa undan stoðum ríkjandi skipulags eins og hægt var, og P.0.2 sem átti að skapa ríki í ríkinu. Hitler stofnaði hreyfingar fyrir börn ug unglinga, sem fengu sinn skammt af áróðri, sérskóla og málgögn. Nasistaflokkurinn hafði pláss fyrir alls konar fólk. S.A. var endurskipulagt, fleiri hundruð þúsund vopnaðir menn, sem verja skyldu samkomur nasista, hleypa upp fundum og samkomum annara og standa í þess háttar stórræðum. En S.A. var enn heldur óáreiðanlegt samansafn vandræðamanna, og tii að fá áreiðanlegri byssumenn stofnaði Hitler S.S.-sveitirnar (Schutzstaffeln) sem í upphafi urðu aðeins lífvörður foringjans. Hitler sagði í ræðu, 9. nóvember í Búrgerbráu (en 9.nóv. hélt hann jafnan samkomur þar) 1936, um hið mislukkaða uppþot: „Þá uppgötvuðum ■ Hópur glaðra SA-manna safnast um foringjann í „Brúna húsinu“, aðalbækistöð stormsveitanna í Múnchen. við að það er ekki nóg að steyp a gamla skipulaginu bara sísona, heldur þarf hið nýja skipulag að vera fullskapað inni í því tilbúið til notkunar.,.1933 var ekki hægt að tala um að steypa skipulaginu með valdi, því að nýja skipulagið var uppbyggt, og það eina sem gera þurfti var að brjóta burt síðasta molann af því gamla, og það tók bara nokkra klukkutíma:" Heimskreppan og valdatakan Á árunum milli 1923 og 1929 fór fylgi nasista síminnkandi eftir því sem betur gekk í efnahagsmálum. En árið 1929 kom tækifæri nasista á ný; með heimskreppunni. Svo sem áður var nefnt höfðu Þjóðverjar tekið gífurleg erlend lán, einkum í Bandaríkjunum. Hafði þá hvorugur aðili hugsað út í að ráði hvernig og hvernær þau skyldu borguð. En þegar kreppa tók að Bandaríkjamönnum vildu þeir skiljanlega fá allt útistandandi fé. í Þýskalandi varð ógurleg kreppa, atvinnuleysi og fátækt. Hitler hugsaði lítið um peningamál, og hefur lítið skilið hvað olli kreppunni, en vissi hins vegar þeim ntun betur hvernig hann gæti hagnýtt sér hana. Flokknum tók að vegna betur. Vorið 1930 átti sér stað atburður sem átti mikinn þátt í að flokkurinn vann traust hersins. Nasistar höfðu verið bannaðir í hernum, sökum þess að þeir voru taldir óvinir ríkisins og hersins. í byrjun 1930 var áróður þeirra orðinn nokkuð áberandi í hernum, einkum meðal yngri manna, sem vildu standa í stríði og látum, þar eð öðruvísi höfðu þeir engar framavonir í hernum. Vorið 1930 var þremur liðþjálfum stefnt fyrir rétt fyrir nasisma. Verjandi þeirra, sem var nasisti, kallaði Hitler sem vitni. Hitler kom, og „stal senunni," og gerði mönnum ljóst að nasistar vildu vinna með hernum, en ekki á móti honum. Árið 1930 tók leiðtogi Centrum við kanslaraembættinu, Heinrich Brúning. Han hugðist berjast gegn efnahagsvandanum, en vissi að hann mundi ekki fá meirihluta á þinginu fyrir ölllum aðgerðum sínum. Hann fékk Hindenburg forseta (frá 1925, vakti óhug margra að hinn gamli herforingi skyldi vera kosinn, því að hann var lýðveldisvinur lítill) til að leyfa sér að beita 48. grein stjórnarskrárinnar, sem leyfði honum að notast við neyðartilskipanir, en illa gekk í baráttunni við efnahagsvandann. í september 1930 fóru fram þingkosningar, og nasistar nærri því nífölduðu þingmannafjölda sinn, og fengu 107 menn kjörna (rúml. 26%). Hafði það ekki eingöngu áhrif á venjulegt fólk, heldur einnig herinn, sem sá að hér var óstöðvandi bylgja á ferðinni, auk þess sem þeir voru hrifnir af þjóðernisstefnunni og föðurlandshyggjunni. Hitler fór nú að umgangast fjármálamenn meira. Hann þurfti mikla peninga fyrir hinar ógurlegu kosningabaráttur, og áróður og að halda einkaherjunum, S.A. og S.S.- sveitunum gangandi, þær töldu nú yfir 100.000 manns, voru orðnar stærri en herinn. Hitler hafði leynifundi með peningamönnum, og flokkurinn reyndi að slá ryki í augu kjósenda, vera í senn sósíalistískur og kapítalistískur. Ótölulegur fjöldi auðmanna tók að styðja flokkinn, þeir sáu að lokaslagurinn gat orðið milli nasista og marxista, og þeir héldu að þeir gætu ráðið yfir Hitler. Árið 1932 fóru fram forsetakosningar, sem Hitler bauð sig fram í, á móti Hindenburg og fleirum, eftir mikið hugarstríð. Hindenburg vann, í endurkosningu (lýðræðisöflin, sem réttilega höfðu stimplað hann óvin lýðræðisins 1925 fylktu sér að baki hans), í fyrri kosningunni náði hann ekki tilskildum helmingi atkvæða. Hitler fékk í seinni kosningunum 13.4 milljónir atkvæða, eða 36,8% Hindenburg var orðinn gamall og kalkaður, og leiksoppur í höndum junkara og herforingja. Þeirra á meðal voru Kurt von Schleicher og Franz von Papen. Þegar Brúning kanslara hafði árið 1932 tekist að fá framlengdan greiðslufrest á lánum, og viðurkenndan jafnan rétt Frakka og Þjóðverja til vígbúnaðar gat Schleicher talið Hindenburg á að skipa von Papen kanslara. Papen hafði engan stuðning á þinginu, ekki einu sinni hjá eigin flokki, Centrum, sem taldi hann hafa svikið sig (Centrum var flokkur Brúnings líka). Hann myndaði utanflokka og utanþingsstjórn, skipaða mest megnis junkurum, en gekk ekki vel. Hinn 4. júní leysti hann þingið upp, og boðaði til nýrra kosninga 31. júlí. Nú gekk fljóðbygja af pólitískum morðum og ofbeldisverkum yfir landið, eftir að S.A.-sveitirnar höfðu verið bannaðar 15. júní. Papen bannaði þá allar pólitískar samkomur síðustu tvær vikur fyrir kosningar. Nasistar unnu nú sinn stærsta sigur í frjálsum kosningum, fengu 230 þingsæti (37.3%). En átti von Papen litlu fylgi að fagna á þinginu, og rauf þing á ný, og boðaði til nýrra kosninga í nóvember. Hann gat fengið iðjuhölda og peningamenn til þess að hætta fjárframlögum til nasista, svo að þeir yrðu samstarfsfúsari. Flokkurinn var nú skuldum vafinn, og tapaði 34 þingsætum. Von Papen neyddist til að segja af sér, og von Schleicher var nú skipaður kanslari. Hann ætlaði að bæta stöðu sína með loforðunt um félagslegar umbætur. Papen treysti nú aftur tengsl sín við peningamennina og nasistaflokkinn og Hitler féll frá því skilyrði sínu að fara ekki í stjórn án þess að fá kanslaraembættið sjálfur. Von Schleicher neyddist til að segja af sér í janúar 1933, en þá setti Hitler aftur skilyrði sitt, um að hann myndi ekki taka þátt í stjórn, nema verða kanslari sjálfur. Von Papen lct gott heita, og fékk Hindenburg til að brjóta odd af oflæti sínu, og láta austurríkismanninn fá kanslaraembættið. Papen varð sjálfur varakanslari, og nasistar fengu aðeins 3 menn í stjórn. Um leið og Hitler var orðinn kanslari (30. janúar 1933) fékk hann leyfi Hindenburgs til að rjúfa þing. Boðað var til nýrra kosninga, og nú beittu nasistar ríkisvaldinu fyrir áróður sinn. Alger ógnaröld ríkti, S.S. og S.A. stóðu , götuóeirðum, morðum og ofbeldisverkum til að trufla j kosningabaráttu andstæðinganna. Hinn 27. febrúar 1933 var kveikt í Þinghúsinu í Berlín. Það hefur aldrei verið almennilega útskýrt hver stóð á bak við það, en nasistar skelltu skuldinni á kommúnista, og notuðu þetta sem ástæðu til að handtaka kommúnista í stórum stíl. Nasistar náðu í kosningunum 44% atkvæða, 288 þingmönnum. Hinn 23. mars 1933 veitti þingið Hitler alræðisvald til næstu 4.ára. Hann var þá orðinn einvaldur. og hóf að gera út af við andstæðinga sína. Þegar Hindenburg féll frá, hálfu öðru ári síðar tók Hitler við forsetaembættinu. Þá var liann orðinn einvaldur Þýskalands. Margt hjálpaðist að Margt hefur hjálpast að við láta svo fara sem fór. Ástandið í efnahagsmálum, í kjölfar Versalasamninganna og síðan heimskreppunnar, hlaut óumflýjanlega að kalla á ógurlegt fylgi flokks með jafn öfgasinnaða stefnuskrá og Nasistaflokkurinn. Þjóðernisstefna var ofarlega í Þjóðverjum svona rétt eftir sameiningu Þýskalands (tvær kynslóðir, cða svo), og svo hin ógurlegu vonbrigði og niðúrlæging eftir stríðið, menn urðu að finna einhvern til að kenna um. Hví ekki lýðveldinu og þeim sem að því stóðu, gyðingum og marxistum, eins og öðrum? Auk þess var gyðingahatur ekki nýtt af nálinni í Evrópu. Það er auðvelt að ljúga því að fólki sem það vill trúa,og hver vill ekki trúa því að hann sé „Ubermensch" eða „Herrenvolk"? Það verður líklega hægt að kenna mörgum um, öllum þeim sem létu spila með sig, stjórnmálamönnum fyrir að hafa ekki áttað sig á hvað var að gerast, og taka sig ekki saman, eða peningamönnunum sem styrktu nasistaflokkinn, og voru svo einfaldir að halda að þeir gætu stýrt honum, hernum og junkerunum fyrir að gera sitt til að koma ósigrinum í hugum þjóðarinnar á ábyrgð lýðveldisins, en líklega er helst þeim um að kenna sem stóðu að Versalasamningunum, sem voru miklu harðari kostir, en Þjóðverjar réðu við.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.