Tíminn - 06.02.1983, Qupperneq 24

Tíminn - 06.02.1983, Qupperneq 24
SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 FINNUR TORFI OG EDÐA ÞÓRARIN SDÓTTIR SÓTT HEIM: ■ „Ég ætla að verða dansari", segir Fróði, sjö ára gamall sonur Eddu og Finns, og tekur glæsilegt balletthopp fyrir undirritaða um leið og hún stígur inn fyrir dymar á heimili fjölskyldunnar. Því miður skortir mig þekkingu í ballettfræðum og get því ekki frætt lesendur um heiti hoppsins en það lýsir sér á þann veg að dansarinn hoppar allt að því hæð sína og sveiflar fótleggjunum út í loftið, sínum til hvorrar hliðar. Fróði féll alveg fyrir dansmenntinni þegar hann fékk að fylgjast með æfingum á leikritinu um Línu langsokk, sem móðir hans leikur í. Hún leikur frú Prússólín, sem er forvígismaður í barnaverndar- nefndinni í bænum, þar sem Lína á heima. „Pað er svakalega gaman að leika í Línu“, segir Edda ánægjulega, „en ég hef nokkrum sinnum áður leikið í barnaleikritum, meðal annars lék ég Öskubusku í Þjóðleikhúsinu hér um árið. Astrid Lindgren, höfundur bókanna um Línu, gerði sjálf þessa leikritsgerð sem er mjög skemmtileg og hlutverkið sem ég fékk að glíma við í þessari sýningu er líka spennandi. Ég leik þarna nókkuð fullorðna piparjómfrú, og verð því að leika dálítið upp fyrir mig. Þessi kerling er í barnavemdarnefnd bæjarins og hún er alltaf að reyna að bjarga Línu úr sollinum, en verður ekki mikið ágengt. Þetta er á vissan hátt nýtt fyrir mig, ég hef t.d. aldrei leikið upp fyrir mig áður. En þessi kona er óvenjulegur persónuleiki þannig að þetta er reglulegt „karakterhlutverk“. Það sem mér finnst gaman við þetta er að ég skuli ekki lenda í einhverri ákveðinni rullu-skúffu, held- ur fá að glíma við allt mögulegt." Edda er dóttir Sigríðar Theódórsdótt- ur jarðfræðings, sem er Reykvíkingur, og Þórarins Guðnasonar læknis, en hann er ættaður úr Landeyjum. Edda fæddist á Siglufirði en hafði þar skamma viðdvöl og ólst upp í Reykjavík. „Ég byrjaði svo í menntaskólanum í Reykjavík", segir Edda, „en sprakk á limminu í fjórða bekk. Þá fór ég að læra músík á meðan ég hugsaði mitt mál. Ég lærði á píanó sem krakki en var í undirbúningsdeild undir tónmennta- kennaradeildina í Tónlistarskólanum þennan vetur. Ég var þó ekki endilega „Ómetanlegt að hafa fengið að syngja kvæði Jónas- ar...“ Það voru stundum hafðar umræður á eftir sýningunum, ef áhorfendur óskuðu eða aðrar ástæður voru til, og ég man að í eitt skiptið lýsti Bríet því yfir að hún ætlaði aldrei að leikstýra aftur. En eins og flestum er kunnugt er hún nú orðin ein af atkvæðamestu leikstjórum okkar og þegar ég minnti hana einhvern tíma á þetta hló hún bara. Þessi sýning var eitt af síðustu verkefn- um Grímu, sem var frjáls leikhópur. Leikararnir komu úr báðum leikhúsun- um, Iðnó og Þjóðleikhúsinu, og tóku þátt í þessu starfi af einskærum áhuga á því að reyna nýja hluti. Þetta var þannig hálfgert tilraunaleikhús. Þennan sama vetur lék ég einnig mitt fyrsta hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavík- ur, Sjöfn í leikriti Jökuls Jakobssonar Sumarið ’37 undir leikstjórn Helga Skúlasonar. Síðan má kannski segja að árið 1970 hafi byrjað nýr kafli hjá mér, en þá var frumsýnt í Iðnó leikritið Þið munið hann Jörund, eftir Jónas Árnason. Ég var eiginlega fengin í þá sýningu sent kráarsöngkona ásamt þessum tveimur piltum sem ég þekkti ekkert þá. Þannig byrjaði okkar samvinna í leikhúsinu og okkur líkaði svo vel samstarfið að við héldum hópinn í nokkuð mörg ár á eftir. Framan af átti Jónas Árnason eiginlega veg og vanda af þessu, hann fann t.d. upp nafnið - Þrjú á palli - og við sungum „ ...í augnablikinu er nauð- synlegt að konur eigi sinn eigin flokk...“ „í augnablikinu er ég mjög spennt fyrir Kvennaframboðskonum. Mér líst líka mjög vel á að þær bjóði fram til Alþingis, þó ég geti ekki gefið neinar yfirlýsingar um að ég mundi kjósa þær fyrr en í ljós kemur hvaða konur yrðu á listanum, ef af yrði. En í augnablikinu er nauðsynlegt að konur eigi sinn eigin flokk þó það breytist vonandi með tíð og tíma.“ „Síðan getum við stofnað flokk fyrir sköllótta og annan fyrir rauðhærða og svo framvegis í það óendanlega“, er innlegg Finns í umræðuna. „Mér finnst engin ástæða til að hanga blýfastur í einhverjum flokki og enginn vingulsháttur að skipta. Það er bæði gott og sjálfsagt að skipta um skoðun ef ástæða er til“, segir Edda, hörð á sinni meiningu. Pólitísk afskipti í menntaskóla og háskóla Við beinum nú athyglinni að Finni, sem kvaddi sér hljóðs á svo eftirminni- legan hátt. „Ég fæddist í Reykjavík og ólst þar upp að mestu leyti en einnig í Hafnar- firði. Foreldrar mínir eru Gróa Margrét Finnsdóttir frá Önundarfirði, en hún starfar á heilsugæslustöð Hafnarfjarðar, og Stefán Gunnlaugsson sem er Hafn- firðingur, en ættaður af Norðurlandi. heilan helling af kvæðum eftir Jónas. Það er mér alveg ómetanlegt að hafa fengið að syngja þessi kvæði hans.“ - Hafðirðu sungið eitthvað áður? „Já, ég hafðisungið lítillega áður. Það byrjaði þannig að Alþýðubandalagið vantaði skammtikrafta til að troða upp á skemmtun hjá sér og við Kjartan Ragnarsson vorum fengin til að koma fram. Kjartan spilaði þá á gítar og ég söng. Seinna söng ég svó lítilsháttar með Didda fiðlu." - Þú hefur líka kennt söng? „Það tekur því nú varla að nefna það. Ég kenndi söng í leiklistarskólanum part úr vetri, það eru þrjú ár síðan. Mér líkaði kennslan mjög vel, en næsta vetur á eftir var ég ráðin á fastan samning við Þjóðleikhúsið. En það væri vissulega gaman að fást við kennslu aftur ef tími gæfist til.“ - Þú sagðist hafa byrjað að syngja hjá Alþýðubandalaginu - ertu þá allaballi? „Ég er komin úr Alþýðubandalags- fjölskyldu en hef eiginlega ekkert skipt mér af pólitík. Að vísu var ég í framboði fyrir Alþýðubandalagið í borgarstjórn einhvem tíma fyrir löngu síðan. Að þessu sinni sækir Helgar-Thninn heim hjónin Finn Torfa Stefánsson fyrrverandi alþingismann og nú starfsmann Félags íslenskra hljómlistarmanna og Eddu Þórarinsdóttur leikkonu. Þau búa í skemmtilegu húsi við Bókhlöðustíg, í hjarta Reykjavíkur. ákveðin í því að leggja tónlistina fyrir mig og næsta haust ákvað ég svo að fara í Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavík- ur. Náminu þar lauk ég síðan árið 1967. Fyrsta hlutverkið mitt eftir að ég lauk skólanum lék ég hjá leikfélaginu Grímu undir stjórn Bríetar Héðinsdóttur. Þetta var mjög skemmtilegt leikrit sem heitir Jakob eða uppeldið og er eftir Ionesco. Við Sigurður Karlsson lékum par í þessari sýningu bæði nýskriðin út úr skólanum. Þetta var mjög skemmtileg vinna og mig minnir að þetta hafi verið fyrsta leikritið sem Bríet stjórnaði, þó er ég ekki alveg viss. ■ í hlutverki Sallý- ar Bowles í Kabarett. MUSIKIN ER SAM- 11 7171111 Vfi 1 TVTHTTT DÆKlLfib Llf ÍNU SJÁLFU...”

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.