Fréttablaðið - 06.02.2009, Page 8
8 6. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR
Skoðaðu
MÍN BORG
ferðablað
Icelandair
á www.visir.is
Léttöl
PILSNER Drukkinn í 92 ár
G
ot
t
fó
lk
Það er ekki að ástæðulausu að sumt stenst tímans tönn.
Íslendingar hafa haldið tryggð við Egils Pilsner í blíðu jafnt
sem stríðu í tæpa öld, þökk sé hressandi bragði og hagstæðu verði.
Endurnýjaðu kynnin við ölið sem Íslendingar hafa drukkið allar götur síðan 1917.
1. Hvers ætlar landslið popp-
ara að minnast í Laugardals-
höllinni í maí?
2. Hvað heitir fráfarandi
stjórnarformaður LÍN?
3. Fyrir hvaða flokk vill Sævar
Ciesielski bjóða sig fram í
alþingiskosningum?
SJÁ SVÖR Á SÍÐU 34
ALÞINGI Bróðurpartur þingfund-
ar gærdagsins fór í karp og deilur
þingmanna Samfylkingarinnar og
Sjálfstæðisflokksins um hverjum
bæri að eigna heiðurinn af frum-
varpi um breytingar á lögum um
gjaldþrotaskipti.
Dómsmálaráðherra, Ragna Árna-
dóttir, mælti fyrir frumvarpi ríkis-
stjórnar þar um en í því er kveðið
á um að kafla um greiðsluaðlögun
verði bætt við lögin.
Í kjölfarið mælti Björn Bjarna-
son, þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, fyrir nánast samhljóða frum-
varpi nema í því er nýi kaflinn
nefndur skuldaaðlögun.
Upphófust svo deilurnar. Sjálf-
stæðismenn furðuðu sig á frum-
varpi ríkisstjórnarinnar þar sem
fyrir lægi að þeir sjálfir ætluðu að
leggja fram frumvarp um sama
mál. Ekki var furða þeirra minni
í ljósi þess að frumvörpin tvö eru
nánast samhljóða. Frumvarp þeirra
var unnið í dómsmálaráðuneytinu
í ráðherratíð Björns Bjarnasonar.
Sögðu þeir ríkisstjórnina vera að
skreyta sig með stolnum fjöðrum.
Þingmenn stjórnarflokkanna,
einkum Samfylkingarinnar, brugð-
ust ókvæða við. Sögðu þeir sjálf-
stæðismenn sjálfa vera að skreyta
sig með stolnum fjöðrum þar sem
Jóhanna Sigurðardóttir hefði um
árabil barist fyrir breytingum á
gjaldþrotalögum í þessa átt. Undr-
uðust þeir jafnframt nýtilkominn
áhuga Björns Bjarnasonar á mál-
efninu.
Á þessu gekk fram eftir degi.
Siv Friðleifsdóttir, þingflokks-
formaður Framsóknarflokksins,
lagði orð í belg og sagði menn vera
í keppni um hver gæti pissað lengst
og ljósritað hraðast. Sagði hún sinn
flokk sigurvegara í þeim keppn-
um því hann hefði fyrstur flokka
lagt fram frumvarp um málið.
Var raunar einnig mælt fyrir því
í gær.
Atli Gíslason, VG, reyndi að bera
klæði á vopnin og sagði málið kalla
á samstöðu en ekki flokkadrætti.
„Mér er sléttsama hvaðan gott
kemur,“ sagði hann.
Friðarumleitanir Atla báru þó
ekki árangur því áfram var karpað.
Þeir sem helst höfðu sig í frammi
voru sjálfstæðismennirnir Björn
Bjarnason og Sigurður Kári Kristj-
ánsson og Samfylkingarmennirn-
ir Árni Páll Árnason og Mörður
Árnason.
Að lokum var frumvörpunum
þremur vísað til meðferðar alls-
herjarnefndar. bjorn@frettabladid.is
Þingumræða varð að
höfundarréttardeilu
Þingmenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks deildu lengi vel í gær um uppruna
og höfundarrétt á frumvarpi um gjaldþrotaskipti. Siv Friðleifsdóttir sagði þá í
keppni um hver gæti pissað lengst. Atli Gíslason sagði sama hvaðan gott kæmi.
DÓMSMÁLARÁÐHERRA Á ALÞINGI Ragna Árnadóttir mælti í gær fyrir frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar um breytingar á lögum um gjaldþrotaskipti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
STJÓRNMÁL „Framtíðarþing Sam-
fylkingarinnar á að vera staður
fyrir frjó skoðanaskipti og vett-
vangur fyrir skapandi stjórn-
mál,“ segir í tilkynningu um
„opna hugmyndasmiðju“ sem
Samfylkingin efnir til á morgun.
Framtíðarþingið markar upp-
hafið á lokahnykk stefnumótun-
ar sem mun ná hámarki á lands-
fundi Samfylkingarinnar í næsta
mánuði.
Lögð er áhersla á virka þátt-
töku flokksmanna á þinginu og
annarra sem áhuga hafa á að
leiða fram nýjar hugmyndir og
lausnir við endurreisn samfélags
í kjölfar bankahrunsins. - gar
Framtíðarþing Samfylkingar:
Ísland að loknu
bankahruninu
VINNUMARKAÐUR Vinnumálastofn-
un bárust tíu tilkynningar um
hópuppsagnir í janúar. Samtals
var sagt upp tæplega 170 ein-
staklingum í þessum hópupp-
sögnum. Uppsagnirnar koma til
framkvæmda í vor, flestar í maí.
Helmingur þeirra sem fengu
uppsagnir voru starfandi hjá
fjórum fyrirtækjum í mann-
virkjagerð. Hinar uppsagnirnar
voru í flutningum, fjármálastarf-
semi, verslun, iðnaði og upplýs-
inga- og útgáfustarfsemi.
Á vef Vinnumálastofnun-
ar kemur fram að flestar hóp-
uppsagnir sem koma til fram-
kvæmda á þessu ári tóku gildi
1. febrúar en þá misstu meira
en 1.100 einstaklingar vinnuna.
Tæplega 500 missa vinnuna í
mars, yfir 200 í apríl og um 100 í
maí. - ghs
Vinnumarkaðurinn:
Tíu hópupp-
sagnir í janúar
PARÍS, AP „Það er óhugsandi,“
segir Jean-Claude Trichet,
bankastjóri seðlabanka Evrópu-
sambandsins,
um möguleik-
ann á því að
ríki, sem farið
hafa illa út úr
fjármálakrepp-
unni undan-
farið, muni
neyðast til að
segja skilið við
evrusvæðið og
taka upp annan
gjaldmiðil.
„Ég hef sagt það áður, það er
algerlega óhugsandi,“ sagði hann
í sjónvarpsviðtali í Frakklandi í
gær. Ríki á borð við Grikkland,
Ítalíu og Spán hafa orðið illa úti
í efnahagskreppunni þrátt fyrir
aðild að evrusvæðinu. Fleiri ríki
óttast að fara sömu leið. - gb
Seðlabankastjóri Evrópu:
Fækkun evru-
ríkja óhugsandi
JEAN-CLAUDE
TRICHET
Snarráður borgari gekk fram á mann-
lausan bíl sem kviknað hafði í í Breið-
holti í gærmorgun. Sá gerði slökkviliði
viðvart en náði svo að slökkva eldinn
sjálfur. Eldsupptök eru ókunn og
bíllinn skemmdist lítið.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Slökkti í brennandi bíl
Þrjá konur í Hveragerði hafa skrifað
bæjarráði bréf og óskað eftir því að
haldin verði Halloween-hátíð í stað
öskudagshátíðar. Bæjarráðið vísaði
erindi kvennanna til Foreldrafé-
lags grunnskólans sem annast um
hátíðahöld öskudagsins samkvæmt
samningi við bæinn.
HVERAGERÐI
Halloween í stað öskudags
Ókeypis hafragrautur
Skólastjóri Grunnskólans í Hveragerði
vill að nemendum skólans verði
boðinn ókeypis hafragrautur á morgn-
ana. Bæjarráð hefur samþykkt að það
verði gert frá og með 16. febrúar.
VARNARMÁL Málefni Varnarmála-
stofnunar eru til skoðunar í utan-
ríkisráðuneytinu, meðal annars
með tilliti til þess hvernig má
spara í rekstri hennar. Þetta kom
fram í svari Össurar Skarphéðins-
sonar utanríkisráðherra við fyrir-
spurn sjálfstæðismannsins Jóns
Gunnarssonar á Alþingi í gær.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra og félagar hans í
Vinstri grænum hafa talað fyrir
niðurskurði hjá stofnuninni og
voru á móti tilurð hennar frá
upphafi. Össur segist í samtali
við Fréttablaðið ekki geta, að lítt
athuguðu máli, útilokað að stofn-
unin verði aflögð með öllu. Hann
er nýtekinn við starfi utanríkis-
ráðherra og segist ekki einfaldlega
hafa komist að niðurstöðu. Því sé
ekki tímabært að gefa yfirlýsingar
um stefnuna varðandi stofnunina.
Nefnd á vegum ráðuneytisins
hefur haft málið til skoðunar um
nokkurt skeið. „Ég tel að það þurfi
að hraða þeirri skoðun og mun
beita mér fyrir því,“ segir Össur.
Árni Þór Sigurðsson, nýr formað-
ur utanríkismálanefndar Alþingis,
telur mögulegt að draga verulega
úr kostnaði við stofnunina og seg-
ist því hlynntur. Hann segir Vinstri
græn enn sömu skoðunar og þegar
flokkurinn lagðist gegn stofnun-
inni á sínum tíma. Hins vegar hafi
ýmsar skuldbindingar nú myndast,
bæði varðandi verkefni og starfs-
fólk, sem óvíst er hversu mikið er
hægt að „krukka í og með hversu
skömmum fyrirvara“. - sh
Utanríkisráðherra getur ekki útilokað að Varnarmálastofnun verði lokað:
Sparnaðarleiðir til athugunar
ÖSSUR SKARP-
HÉÐINSSON
ÁRNI ÞÓR
SIGURÐSSON
VEISTU SVARIÐ?