Fréttablaðið - 06.02.2009, Page 10

Fréttablaðið - 06.02.2009, Page 10
10 6. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Mig langar til að … ... geta verið löt að loknum vinnudegi þegar börnin eru sofnuð enda eru letiköst eitt helsta áhuga- mál mitt. Í sjónvarpssófanum með Kellogg's Special K bliss og góða bíómynd. Er það ekki bara allt í lagi? Kristjana Guðbrandsdóttir, blaðamaður og móðir Kellogg’s Special K kemur mér á sporið Við fjölskyldan borðum alltaf morgunmat, eins og t.d. Kellogg's Special K. Með vel samsettum morgunmat hættir mér miklu síður til að detta í óhollustu á miðjum morgni eða fituríkan skyndibita í hádeginu. Það er alltaf frábært að eiga gómsæta Special K stöng að grípa til, því þá þarf ég heldur ekki að hafa minnstu áhyggjur af því að innbyrða of margar hitaeiningar. specialk.is F í t o n / S Í A F I 0 2 4 2 9 1 Auglýsingasími – Mest lesið „Hef alla vikuna verið að reyna að komast í bíó, en aldrei tekist,“ skrif- ar Eiríkur Jónsson ritstjóri Séð og heyrt á bloggi sínu. „Bíótímarn- ir sex, átta og tíu henta mér ekki. Klukkan sex er ég enn að vinna, klukkan átta er ég að borða kvöld- mat og klukkan tíu er ég orðinn of syfjaður til að fara út. Mætti ég þá frekar biðja um gömlu, klassísku tímasetningarnar, 5, 7 og 9. Þær eru sniðnar að lífinu í landinu.“ Þessu er ég sammála, bíó klukk- an níu myndi henta mér best. Ég spurði því Jón Eirík Jóhannsson, rekstrar- stjóra kvikmyndahúsa Senu, hvort ekki mætti breyta þessu, þó ekki væri nema í nokkrum sölum. „Ástæðan fyrir breytingum á sínum tíma var að gerð var mjög viðamik- il könnun fyrir nokkrum árum sem leiddi í ljós að fólki fannst þessir tímar – kl. 18, 20 og 22 – henta best,“ segir Jón. „Þá var litið til barna- fólks og annarra hópa. Reynslan er svo sú að í staðinn fyrir litla aðsókn kl. 19, mjög mikla kl. 21, og litla kl. 23, hefur þetta jafnast út þar sem fólk velur nú á milli sýninga kl. 20 og 22. Við höfum þó hugleitt að bjóða líka upp á níu-sýningar, enda heyr- ast stundum óskir um það. Undan- farið hefur það bara gerst að allt hefur færst fyrr á kvöldin, til dæmis voru fréttir alltaf kl. 20 þegar farið var í níu-bíó og miðnætursýningar heyra nánast sögunni til vegna lítilla undirtekta.“ Neytendur: Óheppilegir bíótímar? Bíó-aðsóknin hefur jafnast út EVRÓPUSAMBANDIÐ Olli Rehn, stækkunarstjóri Evrópusam- bandsins, stendur við þá afstöðu sína, að Ísland geti á tiltölulega skömmum tíma hlotið aðild að sambandinu. Hans-Gert Pöttering, forseti Evrópuþingsins, hafði í viðtali við finnskt dagblað gagnrýnt Rehn fyrir ummæli hans í þá átt nýverið. „Nú er ekki rétti tíminn til að tala um stækkun sambands- ins,“ sagði Pöttering í viðtali við Aamulehti. Enn hafi aðildarrík- in 27 ekki komið sér saman um afgreiðslu Lissabon-sáttmálans, sem meðal annars á að einfalda ákvarðanir um framtíðarstækk- un. „Þau ríki sem eru andvíg Lissa- bon-sáttmálanum þarf að draga til ábyrgðar fyrir að koma í veg fyrir stækkun Evrópusambands- ins,“ sagði Pöttering. „Sérhvert Evrópuríki sem full- nægir kröfum um lýðræði og réttarríki, og beitir þeim í verki, getur sótt um aðild að Evrópusam- bandinu,“ segir Rehn hins vegar í viðtali við annað finnskt dagblað, Helsingin Sanomat. „Ísland mun sannarlega uppfylla þessar kröfur betur en til dæmis Balkanskaga- löndin.“ Ekkert aðlögunarferli þurfi því að fara af stað fyrir Ísland hvað þetta varðar, auk þess sem Ísland sé nú þegar aðildarríki að Evr- ópska efnahagssvæðinu, „og að minnsta kosti tveir þriðju hlutar af löggjöf Evrópusambandsins eru í gildi þar“. - gb Rehn gagnrýndur fyrir ummæli um Ísland og ESB: Olli Rehn stendur við skoðun sína OLLI REHN Stækkunarstjóri Evrópusam- bandsins ítrekar skoðun sína um skjóta aðild Íslands, þrátt fyrir gagnrýni frá Hans-Gert Pöttering. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NEW YORK, AP Ný athugun hefur leitt í ljós að ríki heims hafa ekki staðið sig vel í að fara eftir við- miðunarreglum um ábyrgar fisk- veiðar, sem Matvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 1995. Ástralía, Bandaríkin, Ísland, Kanada, Namibía og Noregur eru einu ríkin sem ná því að uppfylla meira en 60 prósent af ákvæðum reglnanna, en jafnvel það telst ekki góður árangur. „Heildarnið- urstaðan er í raun frekar niður- drepandi,“ segir Tony Pitchner, höfundur úttektarinnar. - gb Alþjóðareglur um fiskveiðar: Fá ríki standast lágmarkskröfur FRANSKIR FISKIBÁTAR Ísland er í hópi þeirra ríkja sem standa sig skást. NORDICPHOTOS/AFP Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðv- aði Íslending á þrítugsaldri síðastlið- inn mánudag. Hann var að koma frá Kaupmannahöfn með 200 grömm af kókaíni. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. febrúar 2009. LÖGREGLAN Tekinn með kókaín í töskum SVÖNG Hin nítján ára gamla ísbirna Lady, eða Dama upp á íslensku, nælir sér í fisk í tjörn sinni í dýragarðinum í Búdapest í Ungverjalandi. FRÉTTABLAÐIÐ / AP STJÓRNMÁL „Það virðist hafa verið gert kosningabandalag við hluta af Framsóknarflokknum og hluta af Frjálslynda flokknum,“ segir Sturla Böðvarsson, fyrrverandi forseti Alþingis, um fráhvarf sitt úr embættinu. Ákveðið var að kjósa milli hans og Guðbjarts Hannessonar, þing- manns Samfylkingarinnar, og fékk sá síðarnefndi meirihluta atkvæða í þinginu. Sturla segir þessi skipti hafa verið hluta af stjórnarmynduninni. „Það þarf ekki að efast um það að þetta var partur af samkomu- laginu sem til varð á Bessastöð- um.“ - jse Sturla Böðvarsson: Var ákveðið á Bessastöðum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.