Fréttablaðið - 06.02.2009, Síða 12

Fréttablaðið - 06.02.2009, Síða 12
12 6. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR BANDARÍKIN, AP Barack Obama berst harðri baráttu fyrir því að Bandaríkjaþing samþykki efna- hagsráðstafanir sínar, sem eiga nú að kosta ríkissjóð nærri þús- und milljarða dala. Obama hefur mætt meiri mót- spyrnu en búist var við frá rep- úblikönum vegna þessa máls. Í gær sneri hann síðan vörn í sókn og fór harðari orðum um andstæð- inga sína en hann hefur leyft sér til þessa. Þeir séu að tefja tímann og tor- velda sér að koma efnahagslífi þjóðarinnar til bjargar á neyðar- stund, þegar ekkert má bregðast. „Það sem Bandaríkjamenn búast við frá stjórnvöldum eru aðgerðir sem hæfa þeirri brýnu þörf sem þeir finna fyrir í dag- legu lífi,“ skrifaði hann í grein í dagblaðinu Washington Post í gær. Í vikunni kynnti Obama einn- ig reglur um að stjórnendur fyr- irtækja, sem þegið hafa fjárhags- aðstoð frá ríkinu, megi ekki hafa hærri laun en forseti Bandaríkj- anna, eða um 500 þúsund Banda- ríkjadali. Með þessu brást hann við frétt- um af því að fjármálafyrirtæki hafi í desember greitt fram- kvæmdastjórum meira en 18 milljarða dali í bónusgreiðslur í lok síðasta árs, jafnvel þótt þessi sömu fyrirtæki hafi þegið fjár- hagsaðstoð frá ríkinu til að kom- ast í gegnum kreppuna. - gb Baráttan um efnahagsráðstafanir Bandaríkjaforseta: Barack Obama snýr vörn í sókn BARACK OBAMA OG TIMOTHY GEITHNER Forsetinn og fjármálaráðherrann skýrðu í vikunni frá reglum um ofurlaun framkvæmdastjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÓHRÆDD VIÐ FUGLAFLENSU Þessi stúlka í Hong Kong var hvergi hrædd við páfagaukinn, þó að fuglaflensa hafi gert vart við sig þar undanfarið. NORDICPHOTOS/AFP FJÖLMIÐLAR Félag í meirihluta- eigu Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar er enn eini eigandi 365 miðla, útgáfufélags Fréttablaðsins, Stöðv- ar 2 og fleiri miðla. Enn er áhugi á því að fjölga í hluthafahópi félags- ins, segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla. Um 25 hluthafar komu inn í félagið í desember, en enginn þeirra er stór hluthafi, segir Ari. Hann er ekki tilbúinn að upplýsa um hluthafalistann. Í desember átti Jón Ásgeir, eða félög honum tengd, um 70 prósenta hlut í félag- inu Sýn ehf., sem á 365 miðla. Ari segir að það hlutfall hafi minnk- að eitthvað síðan. Greiðslustöðv- un Baugs hefur ekki áhrif á 365 miðla, enda hefur Baugur ekki átt hlut í félaginu í langan tíma, segir Ari. Samkeppniseftirlitið hefur enn til skoðunar mögulegt samstarf 365 miðla og Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Ari segir 365 miðla hafa átt í samskipt- um við eftirlitið vegna mögulegrar sameiningar dreifingar og prent- unar Fréttablaðsins og Morgun- blaðsins. Það mál hefur tekið mun lengri tíma en að var stefnt, segir Ari. Það sé þó ekki við neinn að sakast, enda óvissa og umrót í rekstri bæði 365 miðla og Árvakurs, útgáfufé- lags Morgunblaðsins. Ari segir að útilokað virðist að af eiginlegri sameiningu Árvakurs og 365 miðla geti orðið, eins og upphaflega var stefnt að. Samkeppniseftirlitið var mótfallið slíkri sameiningu. - bj Mögulegt samstarf 365 miðla og Árvakurs enn til skoðunar segir forstjóri 365: Jón Ásgeir á enn meirihluta SAMNÝTING Enn er verið að ræða mögulegt samstarf um prentun og dreif- ingu á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVEITARSTJÓRNIR Byggðaráð Borg- arbyggðar tekur ekki tillit til óska rúmlega 370 manna sem skrif- uðu undir áskorun um aukið fé til refa- og minkaveiða. „Breyttar forsendur í rekstri sveitarfélags- ins gera það að verkum að ekki er unnt að halda óbreyttri þjónustu í þessu verkefni“, segir meirihluti byggðaráðs. Landbúnaðarnefnd Borgar- byggðar harmar niðurskurðinn: „Þetta mál varðar atvinnumál svo sem dúntekju, laxveiðar og sauð- fjárbúskap og ætti því ekki að horfa eingöngu á þennan gjaldalið í fjárhagsáætlun umhverfismála.“ - gar Óvinsæll niðurskurður: Undirskriftir fyrir refaveiðar Aðalfundur Össurar hf. verður haldinn í höfuðstöðum félagsins að Grjóthálsi 5, 110 Reykjavík, föstudaginn 20. febrúar 2009 og hefst hann kl. 8:30. Á dagskrá fundarins verða: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 4.02 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um að heimila stjórn að kaupa eigin bréf félagsins. 3. Önnur mál. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda, mun vera hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins að Grjóthálsi 5, Reykjavík, viku fyrir aðalfund. Reikningar og önnur gögn verða einnig birt á heimasíðu félagsins sem er www.ossur.com Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 8:15 Hluthafar eru hvattir til að mæta tímanlega til að taka við fundargögnum. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 8:30. Reykjavík 5. febrúar 2009 Stjórn Össurar hf. AÐALFUNDUR ÖSSURAR HF.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.