Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.02.2009, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 06.02.2009, Qupperneq 16
16 6. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 99 Velta: 264 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 313 +1,45% 904 +3,12% MESTA HÆKKUN EIMSKIP +54,55% BAKKAVÖR +24,32% STRAUMUR +6,58% MESTA LÆKKUN HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,95 +0,00% ... Atlantic Airways 166,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 560,00 +0,18% ... Bakkavör 2,30 +24,32% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 0,85 +54,55% ... Føroya Banki 116,00 +0,00% ... Icelandair Group 13,41 +0,00% ... Marel Food Systems 62,10 +3,67% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 1,62 +6,58% ... Össur 97,50 +0,93% Taktu þátt í að móta framtíðina! Nánari upplýsingar um fundina og félagsstarf Sjálfstæðisflokksins má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700. Opinn fundur Endurreisnarnefndar Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins boðar til opins fundar á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 6. febrúar klukkan 17.00. Á fundinum verður starf og skipulag nefndarinnar kynnt og vinna hafin við efnistök og innihald væntanlegrar skýrslu. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, mun stýra starfi nefndarinnar og leiðir umræður á fundinum. Allir eru hvattir til að mæta! Bakkavör hefur innleyst 104 millj- ónir punda, um sautján milljarða króna af reikningum sínum hjá Nýja Kaupþingi. Innstæða félags- ins í bankanum hljóðaði upp á 150 milljónir punda og er stefnt að því að afgangurinn fáist innleystur í pundum um miðjan apríl. Fjármunirnir verða nýttir greiðslu á hluta af 700 milljóna punda sambankaláni Bakkavarar. Þetta kemur fram í bráðabirgða- uppgjöri félagsins, sem birt var í gær. Þar kemur sömuleiðis fram að fjórði ársfjórðungur hafi einkennst af óróleika á mörkuðum. Þrátt fyrir það hafi sala aukist um ellefu pró- sent milli ára en salan á árinu öllu um tíu prósent. - jab ÁGÚST GUÐMUNDSSON Salan jókst um tíund Skoski auðkýfingurinn Sir Tom Hunter er sagður bera víurnar í hlut Baugs í bresku verslanakeðjunni House of Fraser. Hunter var í fjárfesta- hópnum Highland Acquisit- ions ásamt Baugi sem keypti verslunina í byrjun nóvem- ber 2006. Kaupverð nam 351 milljón punda, jafnvirði 77 milljarða króna á þávirði. Baugur situr á 35 prósenta hlut. Þá á Gamli Glitnir fjór- tán prósenta hlut í versluninni og Hunter tíu. Þá er ekki útilokað að hann vilji fimmt- án prósenta eignarhlut Baugs í skosku garð- vörukeðjunni Wyevale en Hunter á fyrir fjórðungshlut í henni. Netútgáfa Scotsman segir áætlað verð- mæti eignarhluts Baugs hafa numið hundrað milljónum punda við yfirtökuna 2006. Miðað við aðstæður nú verði að gefa verulegan afslátt. Breskir fjölmiðlar hafa greint frá því að að eignir Baugs í Bretlandi séu svo gott sem komnar á brunaút- sölu. Margir fjárfestar hafi beðið eftir tækifæri sem þessu og séu nú með hönd við veskið. Þeirra á meðal sé Sir Philip Green, fyrrverandi viðskiptafé- lagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, starfandi stjórnarformanns Baugs, og einkaframtaks- sjóðurinn Alchemy. Fjárfestarnir þrír sem nefndir hafa verið til sögunnar hér munu bjóða í eignir verði þær boðnar til sölu, sam- kvæmt heimildum Scotsman. - jab Á GÓÐRI STUNDU Í AFRÍKU Sir Tom Hunter, viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hefur hug á að kaupa hlut Baugs í House of Fraser. Sir Hunter vill House of Fraser Englandsbanki lækkaði stýrivexti um 50 punkta í gær og fóru stýrivextir við það niður í eitt prósent. Þeir hafa aldrei verið lægri. Evrópski seðlabankinn hélt stýrivöxtum óbreytt- um á sama tíma, sem er í takti við væntingar. Búist er við að bankinn lækki vextina verulega í næsta mán- uði, jafnvel niður í lægstu gildi líkt og víðast hvar um þessar mundir að Íslandi undanskildu. Þungt var yfir Jean-Claude Trichet, bankastjóra evrópska seðlabankans, en hann sagði útlitið dökkt næstu mánuði á evrusvæðinu. Aðstæður í bresku efnahagslífi hafa að sama skapi sjaldan verið erfið- ari og horfir peningamálanefnd Englandsbanka til þess að lækkun nú blási lífi í útlánaaukningu banka og ýti einkaneyslu af stað. Sem dæmi um aðstæðurn- ar dróst bílasala saman um 30,9 prósent á milli ára í janúar en minni hreyfingar hafa ekki sést á breskum bílamarkaði frá 1974. Kreppa er nú í Bretlandi en hagvöxtur hefur dregist þar saman tvo ársfjórðunga í röð. - jab Stýrivextir í Evrópu aldrei verið lægri Deutsche Bank tapaði 3,9 millj- örðum evra á síðasta ári, eða sem svarar 580 milljörðum króna. Til samanburðar hagnaðist bankinn um 6,5 milljarða evra árið áður. Annað eins tap hefur ekki færst í bækur Deutsche Bank í rúma hálfa öld. Tapið fellur að langmestu til á fjórða ársfjórðungi í kjölfar ham- fara á fjármálamörkuðum. Afkom- an þá var neikvæð um 4,8 millj- arða evra og skrifaðist að mestu á lánaafskriftir og mikinn samdrátt í fjárfestingabankastarfsemi, sem fram til þessa hefur verið stærsti tekjupóstur bankans. Josef Acker- mann forstjóri segist samt bjart- sýnn á nýja árið. - jab Fyrsta tapið í hálfa öld Hagnaður stoðtækjafyrirtækis- ins Össurar hf. nam 4,2 milljónum Bandaríkjadala (506,4 milljónum króna miðað við gengisskráningu 31. desember) á fjórða ársfjórð- ungi nýliðins árs, samanborið við 6,6 milljónir dala á sama tíma árið 2007. Munurinn skýrist af nei- kvæðri gengisþróun og einskipt- ishagnaði í fyrra. Á kynningarfundi fyrirtækis- ins kom fram að sex prósenta sam- dráttur hefði orðið í sölu milli ára, 80,1 milljónar dala á lokafjórðungi 2008 í stað 84,9 milljóna árið áður. Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar, segir þarna um að kenna neikvæðum gengisáhrifum, en nú hafi látið af meðbyr sem félag- ið hafi notið vegna gengisþróun- ar dalsins í samanburði við aðra gjaldmiðla. Séu gengisáhrif reikn- uð frá varð eins prósents söluaukn- ing í staðbundinni mynt hjá fyrir- tækinu. Í máli Jóns Sigurðssonar, for- stjóra Össurar, kom fram að á milli áranna 2007 og 2008 hefði orðið 15 prósenta aukning á hagnaði fyrir afskriftir og skatta (EBITDA), sé leiðrétt fyrir áhrifum af gengi og einskiptishagnaði. Hann segir áherslu nú lagða á innri vöxt fyr- irtækisins og að styrkja lausafjár- stöðu þess. Hagnaður ársins 2008 var 28,5 milljónir dala (ríflega 3,4 milljarð- ar króna) samanborið við 7,6 millj- ónir dala (916,4 milljónir króna) árið áður. Yfir árið jókst sala um fjögur prósent og nam 350 millj- ónum dala, eða 42,2 milljörðum króna. „Fjármálakreppan hefur haft takmörkuð áhrif á starfsemi félagsins,“ segir Jón, en segir framtíðaráætlanir þó varfærnari en ella vegna hennar, en kreppan ásamt óvissu um gengisþróun séu helstu óvissuþættirnir í rekstrin- um. - óká Högnuðust um 506 milljónir Á KYNNINGARFUNDI Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, kynnti afkomu félags- ins í fyrra á kynningarfundi í hádeginu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HAGNAÐUR MILLI ÁRA Tímabil Upphæð 4. ársfj. 2008 +4,2 milljónir USD 4. ársfj. 2007 +6,6 milljónir USD HAGNAÐUR Á HLUT 2008 6,73 sent 2007 1,94 sent

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.