Fréttablaðið - 06.02.2009, Síða 18

Fréttablaðið - 06.02.2009, Síða 18
18 6. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐÍ gær birtist í þremur blöðum hér á landi heilsíðuauglýsing frá áhugamönnum um framgang frjálshyggjunnar þar sem tínd- ur er til aragrúi lagaboða og reglugerða frá liðnum árum sem takmarka og skilgreina aðstöðu til reksturs í fjármálavið- skiptum. Auglýsingin er áminning um að hér var regluverk um þessa tegund atvinnurekstrar og baneitruð pilla til þeirra í landinu sem kenna sig við óheft einkaframtak og ítrekun á róttæk- um sjónarmiðum sem Andríkishópurinn stendur fyrir. Andríkishópurinn telur Sjálfstæðisflokkinn hafa gengið of langt í takmörkunum á athafnafrelsi auðmagnseigenda: skattheimta og ríkisþensla hafi í átján ára stjórnartíð flokksins farið út fyrir rétt mörk og lagt óþarfa bagga á landsmenn. Hér hafi í raun ekki ríkt frjálshyggjustjórn í fjármálum og hagstjórn. Kenningin er athyglisverð um sjónarmið í flokknum. Afneitun Andríkismanna á að frjálshyggjan hafi ráðið för í vestrænum sam- félögum er líka merkileg. Þeir hafna alfarið ríkjandi niðurstöðum í umræðu á Vesturlöndum. Frjálsræði og lausung í fjármálaheimi kapítalismans leiddi samfélög um gervalla heimskringluna í efna- hagslegt hrun á fjármálamörkuðum og í atvinnulífi: verksmiðjur loka, viðskiptastraumar dragast ógnarhratt saman, lánaþurrð og samdráttur í vörusölu eykst hraðar en nokkurn óraði fyrir. Niður- staða þeirra er í bága við almennt álit: við vorum ekki nógu frjáls, tauta þeir á leið út úr réttarsal sögunnar. Sjónarmið þeirra og trú á lausnum óhefts markaðar öllum til góða, bæði ríkum og fátækum, hafa um langt skeið verið stórri félagshreyfingu í landinu hugsjónamál og fært henni mikil völd í samfélaginu til að deila og drottna, fylgi sem hefur hlaupið frá 40- 25% í kosningum og skoðanakönnunum. Væri óskandi að þeir And- ríkismenn hertu nú áhrifamátt sinn innan Sjálfstæðisflokksins, styrktu sig svo flokkurinn komi fram með hreina og beina stefnu í þessum anda. „Sjálfstæðisstefnan“ sem oft er svo kölluð hristi af sér óværu skatttekjupostula og ríkisþenslumanna, orð og gerðir fari saman og kjósendum í komandi kosningum boðið kristalstært val. Af flokknum sé þvegin hin bleika slikja jafnaðarstefnunnar, margþvæld dula sérgæða, hann hætti ástarsambandi sínu við rík- isvaldið og komi fram af einurð: fægð beinagrind úr skáp sögunnar en ekki sem líkami í dulargervi samhjálpar og jafnaðarstefnu með séríslensku sniði. Því nú er þörf á skýrum línum: populismi hinna velsnyrtu ung- menna flokksins, sem eru reyndar flest komin á miðjan aldur, má ekki dylja beinskeytt stefnumið borgaralegrar frjálshyggju, sem heimtar að lýðræði og frelsi séu í hávegum höfð – því Andríkishóp- urinn er lýðræðissinnaður – ekki hneigist hann bak við tjöldin að alræði hinna ríku í gegnum fasíska leiðtogastjórn? Fagna ber ábendingu þeirra um margfalt regluverk ríkisstjórna Sjálfstæðisflokksins sem dugði ekki til að forða atvinnurekstri og einstaklingum frá fjárhagshruni á örfáum vikum, og hvetja þá Andríkismenn til að hvessa enn málflutning í starfi flokksins á næstu vikum, svo við hin vitum öll hvar við höfum hann. Og hinn stóri hópur kjósenda í landinu viti það líka þegar kosið verður um næstu stjórn landsins. Andríkismenn auglýsa: Sjálfstæðisflokki til heilla PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR UMRÆÐAN Sigurður Kári Kristjánsson skrifar um verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar Minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna hefur nú tekið við stjórnartaum- unum, varin vantrausti af Framsóknarflokkn- um. Um leið og ég óska Jóhönnu Sigurðardóttur til hamingju með að vera fyrsta konan til þess að gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi, hlýt ég að lýsa miklum vonbrigðum mínum með þá verkefnaskrá sem minnihlutastjórnin hefur kynnt. Það sem veldur vonbrigðum er að eftir vikulanga fundalotu forystumanna stjórnarflokkanna, sem í fjöl- miðlum var sögð ganga eins og í sögu, hafi afurðin ekki verið merkilegri en raun ber vitni. Verkefnaskrá þess- arar ríkisstjórnar er svo rýr í roðinu að leita þarf langt aftur í stjórnmálasöguna til þess að finna hliðstæðu. Hún er í heild svo almennt orðuð að erfitt er að festa hendur á hver stefna nýrrar ríkisstjórnar er í mörgum af mikilvægustu málaflokkum þjóðarinnar. Í verkefnaskrá minnihlutastjórnarinnar segir ekkert um stefnu ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum, ríkis- fjármálum eða gjaldmiðilsmálum. Ekkert um stefnu- mörkun ríkisstjórnarinnar vegna deilunnar við bresk stjórnvöld um uppgjör vegna Icesave-reikninganna, þrátt fyrir að yfir íslenska ríkinu vofi krafa að fjár- hæð 700 milljarðar íslenskra króna. Ekkert um stefnu ríkisstjórnarinnar í samgöngumálum, menntamálum, sjávarútvegsmálum eða landbúnaðarmálum. Ekkert um stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum, annað en það að Evrópunefnd skili skýrslu fyrir 15. apríl. Nefna mætti fleiri málaflokka þar sem ríkisstjórnin skilar auðu og hefur enga yfir- lýsta stefnu. Það dylst hins vegar engum að þessi verkefnaskrá er ekki gæfulegt vega- nesti fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í Evrópu- málum vekur auðvitað sérstaka athygli, ekki síst í ljósi þess að í stjórnarsamstarfi sjálf- stæðismanna og Samfylkingarinnar lagði Samfylkingin ofuráherslu á Evrópumál. Lýsti formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, því jafnvel yfir að breytti Sjálfstæðis- flokkurinn ekki stefnu sinni í Evrópumálum væri stjórnarsamstarfinu sjálfhætt. En nú virðast Evr- ópumálin hafa gufað upp í hugum Samfylkingarfólks og verið tekin af dagskrá. Einu atriði í þessari verkefnaskrá fagna ég þó sér- staklega. Verkefnaskráin ber það nefnilega með sér að Vinstri grænir hafi kúvent stefnu sinni í stóriðju- málum. Í verkefnaskránni segir að engin ný áform um álver verði á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Það er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að ríkisstjórnin muni halda áfram vinnu við þau verkefni sem þegar eru áformuð um stóriðju í Helguvík og á Bakka við Húsavík. Í því felast auðvitað mikil tíðindi í ljósi fyrri yfirlýsingar forystumanna Vinstri grænna. Að öðru leyti sýnir verkefnaskrá hinar nýju rík- isstjórnar svart á hvítu að núverandi stjórnarflokk- ar hafa í raun ekki getað komið sér saman um neitt annað en völd. Sú staðreynd er auðvitað afleit við þær aðstæður sem uppi eru í íslensku samfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Rýrt í roðinu SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON Bjallan glymur, gróft er hennar mál Á Alþingi blossaði upp rifrildi um hver ætti að slá í bjölluna þegar þing- menn hafa talað of lengi. Fyrir valinu varð Guðbjartur Hannesson, kallaður Gutti. Hann er fyrrverandi skólameist- ari og því kunnugur bjöllum sem marka tímans rás. Hann hefur og sýnt myndugleika við sláttinn. En það er ekki sama hver er, og nýjum forseta fylgir sú nýbreytni að láta bjölluhljóminn óma og hljóma uns söngurinn verður sjálfdauður. Þannig heyrist þessi lífseigi ómur lýðræðis löngu eftir að ræðumaður hefur þagnað, jafnvel inn í ræðu þess næsta. Gutti mætti kynna sér sið forvera sinna í starfi, sem þögg- uðu niður í bjöllunni þegar hún hafði skilað tilætluðum árangri. Skóla- meistarinn má færa sér til málsbóta að hann er grænjaxl á þingi, miðað við fyrri forseta. En lærir sem lifir. Góð áhrif Andrés Jónsson almannatengill lýsir aðdáun sinni á Oddnýju Sturludóttur á síðu sinni. „Oddný Sturludóttir er orðsnjöll kona. Hefur verið það frá því að ég kynntist henni.“ Þetta má kalla góð áhrif sem Andrés hefur á fólk; það verður umsvifalaust orðsnjallt við að hitta hann. Nýtt Ísland, gamlir refir Nú er risið upp nýtt land og iðjagrænir Iðavellir – svo vísað sé í goðafræðina – eru lausir við alla spillingu og fortíðarvanda. Í því ljósi er áhugavert að velta því fyrir sér að nú virðist tími hinna gömlu refa vera kominn. Ásmundur Stefánsson er orðinn bankastjóri, Indriði H. Þorláksson ráðuneytisstjóri, Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra og Steingrím- ur J. Sigfússon þríeinn ráðherra. Þess er varla langt að bíða að Vigdís Finnbogadóttir taki við Borgarleikhúsinu. klemens@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Sæktu um núna á n1.is -5kr. / -15%

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.