Fréttablaðið - 06.02.2009, Side 24
4 föstudagur 6. febrúar
Stjörnumerki:
H: Bogmaður.
L: Steingeit.
Besti tími dagsins:
H: Kvöldin, þegar allt er komið
í ró.
L: Þegar fjölskyldan mín er
saman komin. Að lesa góða
bók með syninum á kvöldin er
frábært.
Geisladiskurinn í spilaranum:
H: Michael Bublé.
L: Sálmar með Ellen Kristjáns-
dóttur.
Uppáhaldsverslunin:
H: FAO Schwartz í New
York.
L: ELM.
Uppáhaldsmat-
urinn:
H: Sushi.
L: Sushi og lífrænn
matur er í uppáhaldi og svo
allur íslenskur matur.
Líkamsræktin:
H: Laugar.
L: World Class og sundlaug-
arnar.
Mesta dekrið:
H: Sofa út.
L: Að komast út í guðs-
græna náttúruna og
hlaða batteríin.
Ég lít mest upp til:
H: Þeirra sem hafa gert mig að
því sem ég er.
L: Fjölskyldu minnar og vin-
anna. Þetta eru allt snillingar.
Áhrifavaldurinn?
H: Maðurinn minn, Ingvi Jökull,
hann fær mig til að trúa því að
allt sé mögulegt í lífinu.
L: Amma Lóa.
Hrefna Hallgríms-
dóttir og Linda
Ásgeirsdóttir
kynntust fyrst í Hús-
dýragarðinum árið 1998
þar sem þær léku í Hróa
hetti. Síðan þá hafa þær
verið óaðskiljanlegar
og skemmt börnum á
Íslandi, Bandaríkjunum
og Afríku, bæði á sviði,
í sjónvarpi og nú á hvíta
tjaldinu.
Viðtal: Alma Guðmundsdóttir
Ljósmyndir: Anton Brink
Förðun: Elín Reynisdóttir
Þ
ær stöllur eiga það
sameiginlegt að það
var æskudraumur
að fást við leiklist,
leika, skemmta og
troða upp. Örlögin höguðu því svo
þannig að þegar Hrefna eignaðist
sitt fyrsta barn var lítið til af af-
þreyingarefni fyrir yngsta aldurs-
hópinn. Hún fékk vinkonu sína,
hana Lindu, til að vinna í mál-
inu með sér og saman sköpuðu
þær Skoppu og Skrítlu sem allir
þekkja.
LEIKHÚSIÐ HEILLAÐI
Heillaði leikhúsið alltaf? „Að
vissu leyti. Ég fór í Listdansskól-
ann þegar ég var níu ára, fékk
þá strax hlutverk í sýningum og
kynntist Stóra sviðinu, svo bakter-
ían festist gjörsamlega í manni. Ég
átti auðvelt með að tjá mig með
líkamanum, en var mjög feimin
svo ég sá kannski ekki fyrir mér
að ég yrði leikkona þó svo að ég
vildi vera tengd leikhúsinu á einn
eða annan hátt. Þegar ég fór í há-
skólanám langaði mig í leiklist-
ina, en ætlaði samt að fara að læra
sérkennslu því ég hafði verið að
vinna á leikskóla og verið mjög
tengd börnum. Ég var svo að leita
mér að skóla í Bandaríkjunum
þegar ég rak augun í þessa flottu
leiklistardeild í skóla í Flórída.
Maðurinn var kominn inn í nám
í auglýsingafræðum þar, svo við
fórum saman út að læra,“ segir
Hrefna.
„Hjá mér var það alveg ákveð-
ið frá því að ég var lítil stelpa að
verða leikkona, það kom ekkert
annað til greina en eitthvað lista-
tengt. Ég var í Hólabrekkuskóla
þar sem ég lék og skemmti alla
mína æsku, það var alltaf verið
að troða upp, dansa við Madonnu,
syngja á skólaskemmtunum. Eftir
MR tók svo leiklistarskólinn við,“
segir Linda.
EKKI BARA STUBBANA
Hugmyndin að Skoppu og Skrítlu
kviknaði hjá Hrefnu sem fannst
sárlega vanta afþreyingarefni fyrir
yngsta aldurshópinn eftir að hún
eignaðist sitt fyrsta barn árið 2002.
Alla tíð hafði hún samt fylgst vel
með hvað var í boði af barnaefni
og vann með einu stærsta barna-
leikhúsi Bandaríkjanna þegar hún
bjó í New York
„Það eru einhver örlög, ein-
hverjir svona litlir hlutir sem toga
í mann ómeðvitað og í mínu til-
viki var það efni fyrir börn. Þegar
ég eignaðist mitt fyrsta barn og
fór að leita eftir hlutum til að
örva það var fátt annað í boði en
Stubbarnir. Ég ákvað því að gera
eitthvað í málinu sjálf, talaði við
Lindu því ég vissi að hún hefði
þennan sama áhuga á börnum og
barnaleikhúsinu og ég og úr urðu
Skoppa og Skrítla. Við miðuðum
þær við þennan allra yngsta hóp
sem nánast ekkert er gert fyrir, en
það hefur svo þróast og komið í
ljós að mun eldri börn hafa gaman
af þessu,“ segir Hrefna sem stofn-
aði fyrirtæki með Lindu í kring-
um verkefnið sem hefur nú verið
starfandi í fimm ár.
Sáuð þið fyrir ykkur að þetta
gæti orðið ykkar lifibrauð?
„Við renndum alveg blint í sjó-
inn með þetta, gerðum þessa
fyrstu DVD mynd í rauninni bara
fyrir börnin okkar og hugsuðum
að ef einhver önnur börn gætu
haft gaman af því væri það bara
plús. Það var þrautinni þyngra að
finna styrktaraðila svo við lögð-
um mikið í þetta sjálfar því við
höfðum fulla trú á þessu,“ segir
Hrefna.
„Við höfum alveg þurft að berj-
ast fyrir þessu og oft þurft að
ákveða að framleiða bara efni þó
svo að launin skili sér ekki nema
nokkrum mánuðum seinna, eða
ekki. Við fáum oft með okkur gott
fólk sem við borgum þá auðvit-
að fyrst og stöndum því oft uppi
án þess að fá greitt,“ segir Linda,
en þær stöllur hafa framleitt fjóra
DVD-diska, geisladisk, bók, sett
upp tvær leiksýningar, tvær þátta-
raðir, bíómynd og eiga enn efni
sem er óútgefið.
SKRÍTIÐ AÐ LEIKA Á ENSKU
Hrefna og Linda hafa ferðast með
leiksýningarnar bæði til Banda-
ríkjanna þar sem þær sýndu fyrir
fjölda áhorfenda í Flórída og New
York þar sem Hrefna var búsett og
í september 2007 fóru þær til Afr-
íku og dvöldu í níu daga í þorpi í
Togo. Yfir 10.000 áhorfendur hafa
nú séð Skoppu og Skrítlu í bíó hér
á landi og búast má við frekari
landvinningum á næstunni.
„Þegar við fundum þennan
áhuga að utan fórum við út í að
láta þýða sýninguna og læra hana
upp á nýtt,“ segir Linda og viður-
kennir að það hafi verið skrítið að
tala ensku til að byrja með. „Ég var
bara eins og Björk Guðmundsdótt-
ir mætt á svæðið að leika Skoppu
og Skrítlu. En svo stillti maður sig
inn á þetta og það varð bara sjálf-
sagt að tala ensku,” bætir hún við
og brosir.
Báðar eru þær sammála um að
ferðin til Afríku sé einstaklega eft-
irminnileg.
„Ég iðka qi gong ásamt Nirði P.
Njarðvík sem er stofnandi Spes
samtakanna og styrkir þorp í
Togo í Afríku. Í spjalli sagði hann
að það væri nú gaman ef börn-
in hans í Afríku gætu upplifað
Skoppu og Skrítlu. Við gripum það
á lofti og fórum að leita að styrkt-
araðilum,“ segir Hrefna um ferð-
ina sem vatt heldur betur upp á
sig því um fimmtán manns fóru
með til Togo, en þar á meðal voru
styrktarforeldrar, læknir, leik-
stjóri, búningahönnuður og leik-
skólakennari.
„Við settum svo upp hálfgerð-
ar vinnubúðir með fólkinu í þorp-
inu. Leikskólakennarinn tók að
sér að skoða hvað væri hægt að
gera betur og hvað þau gætu nýtt
Treysta því að vinnan skili sér
Hressar Linda Ásgeirsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir sameinuðust í áhuga sínum á barnaleikhúsi.
✽
ba
k v
ið
tjö
ldi
n