Fréttablaðið - 06.02.2009, Qupperneq 25
6. febrúar föstudagur 5
sér úr leikskólastarfinu hér á
landi. Leikstjórinn fór í alls konar
leikræna vinnu með börnunum
ásamt okkur og búningahönnuð-
ur fór í að hjálpa börnunum að
nýta náttúruna til að búa til bún-
inga og leikmyndir. Nokkrir eig-
inmenn úr okkar hópi settu upp
íþróttaskóla þar sem þeir kenndu
börnunum að spila fótbolta og
körfubolta með útbúnaði sem
við höfðum fengið og þegar við
fórum settu börnin svo upp stóra
leiksýningu sem þau höfðu smíð-
að frá a til ö,“ segir Linda. „Þessir
níu dagar voru eins og níu mán-
uðir því við náðum að gera svo
rosalega margt. Tíminn er svo af-
stæður þarna. Þessi hópur var líka
svo samstilltur og gaf hjartað sitt
í þetta. Þegar svona magnað and-
rúmsloft myndast koma allir góðu
englarnir og það verður eitthvað
magnað til,“ bætir hún við.
SKILNINGSRÍKIR EIGINMENN
Aðspurðar segja þær fátt annað en
Skoppu og Skrítlu komast að hjá
þeim í dag. „Við sýnum leikritið
Skoppa og Skrítla í söngleik í mars
og erum á fullu að vinna ensku
útgáfuna af myndinni okkar sem
er að verða tilbúin. Litla sprota-
fyrirtækið okkar er vonandi það
nýja 2009,“ segir Linda og brosir.
„Ég hef reyndar líka verið að leika
í Fló á skinni að undanförnu svo
ég fer úr barnabúningnum og í la-
texgalla,“ bætir hún við og hlær.
„Ef við værum ekki vel giftar,
þá væri þetta litla fyrirtæki okkar
ekki starfandi. Við myndum ekki
geta haldið uppi fjölskyldu með
þessum launum og erum oft að
vinna launalaust starf,“ segir
Hrefna sem á Bjart Jörfa sex ára,
Dag Mána fimm ára og Snæfríði
Sól sem fæddist í desember, en
Linda á Karl Kristján þriggja ára
og Gissur, þrettán ára fósturson.
„Við höfum hins vegar fulla trú
á að þetta sé vinnunnar virði og
mennirnir okkar halda áfram að
styðja okkur. Við ætlum að fara
með þetta til útlanda og þar skil-
ar þetta sér vonandi á endanum,”
segir Linda.
„Þetta yrði jákvæð landkynn-
ing fyrir Ísland og ekki amalegt ef
börn erlendis myndu upplifa sína
fyrstu leikhúsupplifun í íslensku
leikhúsi. Við þurfum að endur-
reisa orðspor okkar á erlendri
grund svo það yrði jákvætt í alla
staði,“ segir Hrefna og þær stöll-
ur kveðja með bros á vör.
Draumafríið?
H: Í augnablikinu hljómar hvítur
sandur, sólhlíf og rúmlega 25
gráðu hiti gríðarlega vel.
L: Að endurtaka Tenerife-ferðina
með öllum sem þar voru sum-
arið 2007.
Hverju myndirðu sleppa ef þú
yrðir að spara?
H: Ferðum á Mann lifandi og
Osushi.
L: Skyndibitanum og taka með
nesti í staðinn.
„Mesti áhrifavaldurinn minn hefur verið Madonna –
„cheesie but true“. Þessi gyðja hefur haft þau áhrif á mig
að í dag þori ég að segja, gera og framkvæma það sem ég
vil. Ég man eftir því að vera lítill strákur og í þokka-
bót hommi, þá gat ég alltaf litið til þessarar per-
sónu sem hafði alltaf sömu afstöðu: Vertu þú
sjálfur og láttu engan bæla þig niður. Ég var
mjög lokaður sem unglingur og þorði ekki
að hleypa fólki almennilega að mér og hvað
þá láta fólk vita af því að ég væri hommi. En
þessi „persóna“ hjálpaði mér að brjótast út
úr skelinni. Annars er fullt af öðru fólki sem
hefur mikil áhrif á mig, t.d. vinir mínir.“
MADONNA
Georg Erlingsson Merritt listamaður
ÁHRIFA-
valdurinn