Fréttablaðið - 06.02.2009, Page 26
6 föstudagur 6. febrúar
SODA STREAMTÆKI
ROLLUHÚFAN Maðurinn minn
keypti húfuna í San Francisco.
Þetta er falleg og hlý húfa.
TOPP 10
Alexía Björg Jóhannesdóttir leikkona
tíðin
✽ úti er alltaf að snjóa
DÍANA MIST
STÓLLINN FRÁ ÖMMU
Ég fékk þennan stól frá
ömmu minni og nöfnu.
Hann er yfir hundrað ára
gamall en afi gaf henni
hann. Mér þykir mjög
vænt um hann og nota
hann mikið.
BÆKUR
TÖLVAN OG SÍMINN
HRINGUR Maðurinn minn gaf mér
þennan hring í jólagjöf eitt árið.
MATREIÐSLUBÆKUR Í KILJU
Þrjár nýlegar matreiðslubækur voru að koma út í kilju hjá JPV
forlagi. Mikil snilld er að fá bækurnar Eldað í dagsins önn eftir
Stefaníu Valdísi Stefánsdóttur og Í matinn er þetta helst og
Seinni réttir eftir fréttakonuna og matgæðinginn Jóhönnu Vig-
dísi Hjaltadóttur í handhægri útgáfu til hversdagsbrúks.
SÆNSK GÆÐAVARA
Sænski tónlistarmaðurinn Johan T. Karlsson, betur þekkt-
ur sem Familjen, er með tónleika á Nasa í kvöld sem enginn
unnandi skandinavísks indíteknós ætti að láta fram hjá sér
fara. Tónleikar hans á Airways voru með þeim betri á hátíð-
inni og engin ástæða til að búast við litlu í kvöld.
Margir hafa eflaust upplifað aukna streitu og álag
undanfarnar vikur. Fæstir gefa sér tíma til að slaka
á, en það hefur margoft verið sannað að lang-
tíma streita hefur slæm áhrif á líkamlega heilsu
okkar. Fyrir þá sem eru önnum kafn-
ir, er nú komin út bók sem
heitir 1001 leið til
að slaka á, eftir Su-
sannah Marriott, en
Aðalheiður Ploder þýddi
og staðfærði. Í bókinni,
sem er skemmtilega uppsett
og full af fallegum myndum, eru stuttir og aðgengi-
legir kaflar þar sem fjallað er um hvernig best er að
takast á við streitu á vinnustað og heimafyrir. Einnig
er farið í hvernig mæta má auknu álagi á með-
göngu, eftir fæðingu, í samskiptum við ást-
vini, og margt fleira. Bent er á hagkvæm-
ar lausnir og allir geta fundið aðferð-
ir við sitt hæfi. Ef þú vilt ekki lengur
stjórnast af streitu og álagi er um
að gera að draga djúpt andann
og ná sér í eintak af þessari
góðu bók.
Slakað á í kreppunni
PERLUEYRNALOKKAR Ég erfði
eyrnalokkana frá ömmu minni.
PRJÓNARNIR
SVEPPUR Þennan lampa
fékk ég í þrítugsafmæl-
isgjöf frá vinum mínum.
Hann er voðalega sætur
og gefur heimilinu
s trumpa legan fíling. Ég
hef eiginlega alltaf kveikt
á honum, hvort sem það
er dagur, kvöld eða nótt.
TOPP
10
Föstudagur 30. janúar Ísland í Nató
Gömul og góð vinkona hringdi í mig og dró mig út á djammið, þurfti reyndar
ekki að hvetja mig neitt ógurlega til að breyta sjónvarpskvöldi í barhopp með
tilheyrandi tjútti. Við hófum kvöldið á listaspírubarnum Boston þar sem meðal
annars Sólveig Guðmundsdottir leikkona var á ferð og listamaðurinn Stein-
grímur Eyfjörð, eða tvífari hans. Einbeittum okkur meira að rauðvíninu en spír-
unum, það er meira gefandi. Kíktum svo á Ölstofuna. Þar
var vart þverfótað fyrir samfylkingarfólki í stuði, Dagur B.
Eggertsson og Mörður Árnason djömmuðu í hópi flokks-
systkina. Mér sýndist líka áður en ég tók til fótanna undan
ósköpunum að Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðing-
ur og Rósa Björk Brynjólfsdóttir fréttamaður væru á stof-
unni, flottar sem fyrr. Ég hins vegar þóttist viss um að meira stuð væri í boði
á b5. Pantaði mér kreppu- og heilsudrykkinn vodka í vatn og komst að því
að annar hver maður þar inni var gestur á Nató-ráðstefnu og sá ekki ástæðu
til að hreyfa mótmælum við því, ágætis tilbreyting frá sömu fésunum og allt-
af. Einar Bárðarson hrókur alls fagnaðar eins og vanalega en myndarlegasti
maðurinn á svæðinu var örugglega Jón Arnór Stefánsson körfuboltasnilling-
ur. Missti af tækifærinu til að heilla hann með djúpvitri greiningu á stöðu mála
í körfuboltaheiminum þegar ég þurfti að láta mig hverfa undan ágangi sveittra
hnakka sem voru algerlega að misskilja dans okkar vinkvennanna.
Laugardagur 31. febrúar Algjör sleði
Vaknaði ótrúlega hress miðað við aðstæður, klukkan tvö. Fór í Smáralind
til að gera góð kaup en keypti á endanum ekkert annað en snjóþotu. Laust
nefnilega niður í huga mér þeirri snilldarhugmynd að finna barnið í sjálfri mér
með sleðaferð. Skellti mér í brekkuna á Valhúsahæð en fór ekki vel út úr glím-
unni við stökkbrettið, eins og risavaxinn marblettur á versta stað ber vott um.
Tinna Ólafsdóttir og fleiri ferskir Seltirningar voru á svæðinu með börnin sín,
og ég áttaði mig á því að það er ekki töff að vera einn á ferð í sleðabrekku
fjölskyldufólksins!
BOLUR 1.990,-
GALLABUXUR 8.990,-
Kringlan // Smáralind // Keflavík
www.blend.is