Fréttablaðið - 06.02.2009, Side 29

Fréttablaðið - 06.02.2009, Side 29
FÖSTUDAGUR 6. febrúar 2009 3 GÖTUMARKAÐSSTEMNING er nú í Kringlunni þar sem komið er að útsölulokum. Margt er að finna á söluborðunum og hægt að gera góð kaup með því að gefa sér smá tíma og fara í gegnum það sem á boðstólum er. LAUGARDAGUR 10 -18 Jakkaföt frá kr. 9.900 Gallabuxur frá kr. 4.900 Skyrtur frá þúsundkalli! Nýtt VISA/EURO tímabil.PIP A R • S ÍA • 9 0 0 2 9 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki „Ég var ein af sjö hönnuðum sem valdir voru í samstarf með fyrir- tækjum í keppni á vegum Hönnun- armiðstöðvarinnar og Útflutnings- ráðs Íslands sem heitir Hönnun í útflutning. Keppnin var haldin í því augnamiði að leiða saman fyr- irtæki og hönnuði til að hanna og framleiða nýja vöru til útflutnings og mig vantaði verkefni á þessum tíma og dreif mig því í keppnina,“ segir Laufey Jónsdóttir fatahönn- uður. „Ég var valin til samstarfs við prjónavörufyrirtækið Glófa sem er eigandi að vörumerkinu Varma of Iceland. Sjö fyrirtæki tóku þátt og leist mér strax best á Glófa og útbjó því tillögu fyrir þá. Þeir báðu um ullarlínu með peysum, slám, pilsum og ýmsum aukahlutum og byggir mín til- laga á því,“ segir Laufey og bætir við að bæði hafi Glófi verið einna næst því sem hún er að fást við en auk þess þótti henni spennandi að vinna með íslensku ullina. „Um þessar mundir erum við að ganga frá samningnum milli mín og fyr- irtækisins og ég byrja svo bara á mánudaginn,“ segir hún spennt en fyrst mun hún skoða verksmiðj- urnar og vinna með prjónameist- ara og markaðsstjóra hjá Glófa. Glófi hefur fram að þessu stefnt einna helst á ferðamannamarkað- inn. „Þeir voru bara í þessu klass- íska íslenska en markmiðið með þátttöku í keppninni var að láta hanna meiri tískufatnað úr ullinni sem myndi líka stíla inn á þann markað,“ segir hún. „Nú er mikil gróska í fatahönnun á Íslandi og því var ég mjög ánægð með að vera valin. Ég er alltaf að safna í möppuna og því hugsaði ég að hvort sem ég ynni eða ekki þá væri það dýrmæt reynsla að taka þátt,“ segir Laufey einlæg en hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2007. „Í ljósi ástands- ins þá hefur verið fremur lítið að gera hjá mér fram að þessu en ég hef ekki verið með neitt í búðum heldur hef ég mestmegnis unnið sem verktaki. Í fyrra tók ég þátt í norrænu hönnunarkeppninni Designers Nest en þá saumaði ég línu sem byggðist á tísku sjötta áratugarins og hafnaði ég í öðru sæti,“ segir hún hógvær. Hægt er að sjá fatnað úr þeirri línu á vef- síðu Laufeyjar www.laufeyj.com. hrefna@frettabladid.is Nýstárlegar ullarflíkur Laufey Jónsdóttir er ungur og hæfileikaríkur hönnuður sem lenti í öðru sæti í hönnunarkeppninni De- signers Nest í fyrra. Nú hefur hún verið valin til að hanna fyrir Glófa í verkefninu Hönnun í útflutning. Laufey hlakkar til að starfa með fyrirtækinu Glófa í að hanna nýtískulegan ullarfatn- að. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.