Fréttablaðið - 06.02.2009, Side 33
FÖSTUDAGUR 6. febrúar 2009
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál-
efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein göngu
er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari
leið bein ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi
eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt-
inga og til að stytta efni.
UMRÆÐAN
Kristín Fjóla Bergþórsdóttir,
Margrét Jónsdóttir, Sigurður
Magnússon og Sigurbjörn
Rafn Úlfarsson skrifa um
lóðadeilur á Álftanesi.
Á netsíðu Fréttablaðsins, visir.is í dag, er að finna grein sem
við undirritaðir bæjarfulltrúar
Á-lista á Álftanesi höfum skrifað
vegna deilna sveitarfélagsins við
eigendur Miðskóga 8 á Álftanesi,
Hald ehf.; Hédísi Sveinsdóttur,
Gunnar Árnason og Henrik Thor-
arensen. Þar sem greinin er nokk-
uð löng reyndist ekki unnt að verða
við óskum okkar um að birta hana
í heild sinni í Fréttablaðinu og því
er einungis stiklað á stóru hér á
eftir. Lesendur Fréttablaðsins eru
hvattir til að lesa greinina í heild
sinni á visir.is.
Eigendur Miðskóga 8 hafa á und-
anförnum misserum komið ítrek-
að fram í fjölmiðlum með ásakanir
og rangfærslur á hendur sveitar-
félaginu. Þau hafa ítrekað tengt
deilur um byggingarleyfi við Mið-
skóga 8 þeirri staðreynd að fyrr-
um forseti bæjarstjórnar býr á
aðliggjandi lóð, í þeim tilgangi að
persónugera málið og gera afstöðu
sveitarfélagsins ótrúverðuga. Per-
sónulegar árásir á fyrrum forseta
bæjarstjórnar hafa verið rætnar
og óvægnar og margar fullyrðing-
ar beinlínis rangar.
Núverandi bæjarstjórn telur að
ekki liggi fyrir gilt deiliskipulag
fyrir byggingarlóð að Miðskógum
8 og hafnar umsókn um bygging-
arleyfi. Bæjaryfirvöld hafa, þrátt
fyrir fullyrðingar eigenda um að
svo sé ekki, reynt að finna lausn
á deilunni;
■ Strax sumarið 2006 voru eig-
endur Miðskóga 8 hvattir til að
hverfa frá hönnun húss á þess-
um stað þ.e. við og ofan í friðaðri
fjöru við Skógtjörn.
■ Sveitarfélagið var reiðubúið til
viðræðna um að greiða sann-
gjarnan og útlagðan kostnað til
eigenda og fól lögmanni sínum
að annast sáttaumleitanir við
lögmann eigenda, en þar sem
of mikið bar á milli er þeim nú
lokið.
■ Sveitarfélagið hefur einnig boð-
ist til að hafa milligöngu um að
eigendur fengju aðra lóð í sveit-
arfélaginu, ef kostur og áhugi
væri á slíku.
Nú síðast ásaka eigendur Mið-
skóga 8 bæjarfulltrúa Á-lista um
að eiga þátt í árás á þau á umræðu-
vef sveitarfélagsins. Við fjór-
ir undirritaðir bæjarfulltrúar Á-
lista höfðum ekki hugmynd um
umrædda árás og eigum ekki þátt í
henni á nokkurn hátt. Við hvetjum
lesendur Fréttablaðsins til að lesa
greinina í heild sinni á visir.is
Höfundar eru bæjarfulltrúar fyrir
Á-lista á Álftanesi.
Rangfærslur vegna
Miðskóga 8 leiðréttar
HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ + Bókaðu ferð á www.icelandair.is
ÞÆGINDI FYRIR ÞIG
Á EINSTÖKU TILBOÐI
SEM LÝKUR Í DAG.
M
AD
RID
BARCELONA
PARÍS
LONDON
MANCHESTER
GLASGOW
MÍLANÓ
AMSTERDAM
MÜNCHEN
DÜSSELDORF
FRANKFURT
BERLÍN
KAUPMANNAHÖFN
STAVANGER
OSLÓ
STOKKHÓLMUR
HELSINKI
HA
LIF
AX
NE
W Y
OR
K
ORL
AND
O
MINNE
APOLIS –
ST. PAUL
TORO
NTO
BO
STO
N
BERGEN
REYKJAVÍK
* Innifalið: Flug og flugvallarskattar, aðra leið. Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags ef keypt er far báðar leiðir. Hámarksdvöl er 1 mánuður ef keypt er far báðar leiðir.
Breytingagjald er 10.000 kr., engin endurgreiðsla, enginn barnaafsláttur. – Ath. Það þarf ferðaheimild, ESTA, til Bandaríkjanna.
Bandaríkin
Verð frá 34.900 kr.*
Evrópa
Verð frá 29.900 kr.*
TIL EVRÓPU OG BANDARÍKJANNA
Láttu fara vel um þig á nýja farrýminu, Economy Comfort,
þegar þú flýgur til þinnar borgar. Tilboðið gildir til allra
áfangastaða Icelandair svo að nú er um margt að velja.
Athugið: Í dag er síðasti söludagur.
Ferðatímabil: 1. febrúar til 31. maí 2009.
Economy Comfort
35–46% AFSLÁTTUR
Costa del Sol
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!